Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 9
 n Á leið í áfengisverslunina á Akureyri. Áfengi er eini vímugjafinn auk lyfja sem löglegir eru hérlendis. framleitt til annarra nota. Talið er að árið 1905 hafi Kína eitt framleitt á milli 20 til 30 millj. kg. af ópíum, enda var ópíumneysla þar mikið vandamál. Ópíumsafi valmúans var hnoð- aður og formaður í litlar kökur. Síð- an var efnið hitað í þar til gerðum pípum og reykurinn soginn. Hermenn urðu morfíni að bráð. Úr ópíum er unnið morfín, sem er miklu hættulegra og jafnframt einnig miklu áhrifaríkara. Einnig er ávana- hætta þess mun meiri. Það var einnig mikið notað í hernaði til að stilla kvalir særðra hermanna í borgara- styrjöld Bandaríkjanna, 1861-1865, þannig að mikill hluti hermannanna sneri heim aftur sem morfínistar. Var þetta þá nefnt „hermanna- veiki“. Var því reynt að finna lyf gegn þessari veiki. Um tíma leit út fyrir að það hefði tekist, með því að hita morfín eða edikssýruanhydrídi, en við það myndaðist díamorfín eða diacetylmorfín, sem hafði 5-10 sinnum meiri kvalastillandi verkun en sjálft morfínið. En bjartsýnin sem díamorfínið myndaði, varð skammvinn, þar eð brátt kom í ljós, að díamorfín var ennþá hættulegra fíknilyf en morfín. Þetta lyf er þekktast undir nafninu heróín og er, eins og kunnugt er, eitt hættulegasta fíknilyfið, sem þekkt er. Sum lönd, þar á meðal Bandarík- in, hafa bannað notkun heróíns, jafnvel til lyfjanotkunar, en í Bret- landi er það ennþá leyft vegna þess að læknar þar telja heróín betra en morfín til þess að meðhöndla sjúk- linga, sem hafa krabbamein á háu stigi. Þrátt fyrir það er heróínfíkn tíu sinnum algengari í Bandaríkjunum, en í Bretlandi. Verkanir morfíns og heróíns eru í aðalatriðum nákvæmlega eins. Þó hefur heróín meiri verkun en morft'n og er ennþá hættulegra fíknilyf. Oftast eru þau tekin inn með spraut- um. Þolmyndun og fráhvarfseink- enni eru mikil. Róandi og örfandi lyf. Róandi lyf sem einnig flokkast undir ávana og fíkn eru t.d. Valium, Stesolid, Librium og Mogadon. Þolmyndun er talsverð og fráhvarfs- einkenni mikil og jafnvel banvæn. Hins vegar eru lyf þessi lítt eitruð og banvænir skammtar af þeim eru stórir, nema ef áfengi er haft um hönd jafnhliða lyfinu. Misnotkun þessara lyfja hefur aukist verulega meðal unglinga. Misnotkunin líkist mjög ölvun, en er þó mun hættuleg- ri. ÖII viðbrögð eru hæg. Neytandinn er þvöglumæltur, og hefur óstöðugt göngulag. Skammt er milli hláturs og gráturs. Oft er hann önugur og þvermóðskufullur. Óráð og skynvillur geta komið fram og vara í nokkra daga eftir langvarandi neyslu. Örvandi lyf sem hér eru á markaði og teljast vanabindandi, eru t.d. kókaín og amfetamín. Þessi lyf eru örfandi og draga úr þreytu. Einnig mætti nefna koffein sem finnst í kaffi, tei og kóladrykkjum. Áhrif koffeins eru mjög væg og því neysla þess lítt hættuleg, enda er neysla þess leyfð um allan heim. Kókaín er framleitt úr blöðum jurtar sem ræktuð er aðallega í Perú og Bolivíu. Talið er að enn þann dag í dag, tyggi kókablöð um það bil helmingur af áðurnefndum þjóðum. Kókaín var í fyrstu notað sem stað- deyfilyf, en hlutverk þess hefur mikið minnkaðá síðari árum með til- komu nýrri og betri staðdeyfilyfja. Hin örvandi áhrif kókaíns lýsa sér á þann hátt, að neytandinn verður órólegur, ræðinn og öll þreytumerki minnka, eða hverfa alveg. Einnig vellíðunarkennd, tilfinningu um aukinn vöðvastyrk, jafnvel kvíða og ótta og skynvillur. Þol myndast ekki og fráhvarfseinkenni engin. Hins vegar verða kókaínistar mjög þung- lyndir er þeir hætta neyslu efnisins og ofskynjanir geta haldist í nokkurn tíma. Einstaklingurinn verður and- lega háður lyfinu og hefur mikla löngun til þess að-reyna aftur hina miklu örvun og skynvillur, sem lyfið veldur. Neysla þess um langan tíma getur valdið geðveiki. Neysla kókaíns, ásamt neyslu morfíns og heróíns, er lítii hér á landi, einstaka sinnum finnst kókaín en talsvert er um að brotist sé inn í báta og stolið heróínsprautum úr lyfjakössum. Nota dökk gleraugu til að . . . Hins vegar er meira um amfeta- mín. Það hefur verið á markaði síðan 1930. Upphaflega var það notað í • nefdropa, til meðhöndlunar á kvefi og ofnæmi. Einnig til skamms tíma notað gegn offitu, þar sem það dreg- ur úr matarlyst. Áhrif lyfsins eru svipuð og af kókaíni, nema hvað verkun amfetamíns er minni. Þol myndast hins vegar af neyslu amfeta- míns og þarf því neytandinn sífellt stærri skammt. Neytandi amfeta- míns er yfirleitt bráðlyndur, þrætu- gjarn, virðist vera mjög taugaóstyrk- ur og á í erfiðleikum með að sitja kyrr. Ljósop augans víkkar og því er það 'sem margir amfetamínistar nota dökk gleraugu til að hylja einkennin. Slímhimnur munns og nefs þorna og því er það að neytandi efnisins nudd- ar nefið oft og er einnig með þurrar og sprungnar varir. Matarlyst er lítil og þörf fyrir svefn hverfandi. Amfetamín er yfirleitt' í formi taflna eða hylkja. Einnig er það fá- anlegt sem duft á svartamarkaði hérlendis og þá oft drýgt með muld- um magnyltöflum eða einhverju álíka. Neysla þess er ekki talin framkalla líkamlegan ávana og engin fráhvarfs- einkenni koma í Ijós þótt notkun efn- isins sé skyndilega hætt, utan svart- sýni og þreytu. Hins vegar er andleg ánauð mikil, og þolmyndun mikil. Þar af leiðandi er notkun margfaldra lyfjaskammta möguleg. Einkenni amfetamínista eru mikill órói, skyn- villur og ofsóknartilfinning. LSD LSD er hvítt kristallað efni, sem einangrað er úr korndrjólum svepps, sem vex í axi ýmissa korntegunda, t.d. rúgi. Það hefur svo mikla líf- fræðilega verkun, að skammt þess verður að mæla í milljónustu hlutum gramms. Ekkert lyf getur haft eins ófyrirsjáanlegar afleiðingar, bæði fyrir neytandann og umhverfi hans. LSD er næstum alltaf tekið í inntöku - og byrjar að verka innan 20 mínútna. Fyrstu einkennin eru skapbreyting- ar, sljóvgun á sjón og afskræming þess, sem augað skynjar. Eftir um klukkustund er lyfið farið að verka að fullu. Neytandinn skynjar um- hverfi sitt á óraunhæfan hátt. Allt breytir sífellt um lögun og lit. Sjón- hverfingar koma hver eftir annarri með miklum hraða. Er talað um að neytandinn sé í „ferð“. Ferðin getur varað allt að 6 klukkustundir, þó eru dæmi fyrir enn lengri, sólarhring og jafnvel vikur og mánuði. Til marks um hversu hættulegt þetta efni er, er það að árið 1966 er það sett á lista yfir hættuleg efni í Bandaríkjunum og lýst yfir að eign þess, sala og fram- leiðsla væri glæpur. LSD hefur fundist í kexi, smákökum og pappír. Á hinum ólöglega markaði hefur því verið dreift með ýmsu móti. Það hefur fundist sem litlar hvítar töflur, hvítt duft í hylkjum, sem litlaus upp- lausn dreypt í sykurmola, smákökur, kex eða dagblaðapappír, og því mjög erfitt að finna þetta efni. Fleiri efni eru til sem hafa svipuð áhrif og LSD. Segja má að verkun þeirra sé aðeins stigsmunur. Þau heistu eru t.d. meskalín og efni sem skammstöfuð eru sem DMT, DOM og STP. Eru efni þessi mun veikari en LSD. Meðal efna, sem ekki eru lyf, en eru misnotuð, eru ýmis lífræn leysi- efni. T.d. framkallar innblöndun gufu úr lími, bensíni, þynni, kveikj- aragasi og blettavatni nokkurs konar ölvun eða vímuástand. Eftir nokkra andardrætti örvast neytandinn og fær einhverskonar vellíðunarkennd. Sjóndepra, eyrnasuða, þvöglumælgi og riða eru algeng, sem og skynvill- ur. Getur þetta varað í allt að 30-45 mín. eftir innöndunina, en síðan kemur fram höfgi, sljóleiki og jafn- vel meðvitundarleysi í allt að 1 klst. Neysla þessi er einkum meðal ung- linga og er mjög hættuleg. Endur- tekin notkun og ásókn eftir fyrstu reynslu, gefur til kynna myndun and- legrar ánauðar. Læknisfræðileg vandamál koma í kjölfarið. Blóð- skortur, heila- og lifraskemmdir svo og nýrna og hjartaskemmdir, hrjá þessa svokallaða límþefara. Einnig er köfnunardauði nokkuð algengur meðal þeirra. Eftirlit með fíkniefnum þarf að stórauka. Einnig þarf að vara al- menning um skaðsemi efnanna. Halda uppi öflugum áróðri í fjöl- miðlum og ekki síst í skólum landsins, fá almenning í lið með lög- reglunni gegn þessum ósóma sem virðist flæða yfir landið. Strangar lagasetningar einar sér duga skammt. Fólk þarf að skilja þá hættu sem neyslunni er samfara. „Skúrk- arnir“ eru margir og öll brögð notuð, peningar og ofbeldi. Þetta er erfiður málaflokkur fyrir lögregluna, en svo mikilvægur að það má ekki missa úr nokkra stund í baráttunni gegn eit- urlyfjunum. □ □ íl no SÖLUSYNING Sölusýning á pelsum og leðurfatnaði frá Pelsinum Reykjavík, verður í Leðurvörum laugardaginn 20. 2. frákl. 10-3. TISKUSYNINGAR Tvær tískusýningar verða um kvöldið í Smiðjunni, sú fyrri kl. 20.00 og sú seinni kl. 22.00. Þar verða sýndir pelsar, leðurfatnaður, skór og töskur frá Leðurvörum og Pelsinum. mmmmm m \ f f f \ Tryggið ykkur borð i tima. Borðapantanir í síma 21818. 1$ fettfMar 1 $82 - P^GUR -.9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.