Dagur - 19.02.1982, Blaðsíða 3
Ekkert fer að
Guðmundur Heiðar Frímannsson:
óskum
Nú í kvöld frumsýnir Leikfélag
Akureyrar leikritið Þijár systiv
eftir Anton Chekhov. Það er
ástæða til að fara nokkrum >rðum
um höfundinn og verki-”, vegna
þess að það telst vera evt af höfuð-
verkum heimsbókm''nntanna. Það
gerist ekki mjög oL, að hér í bæ eru
tekin til sýninga leikrit, sem eru
óumdeilanlega meistaraverk. En
Þijár systur hlýtur að vera eitt slíkt,
hvemig sem á er litið. Auk þess eru
leikrit eftir Chekhov ekki tíðir gest-
ir á leiksviðum íslenskum, þótt þau
sjáist endrum og sinnum. Og að-
sókn hefur yfirleitt verið treg. Til
þess geta legið margar ástæður. Ein
er sú, að verk Chekhovs eru sein-
tekin og eru því ólíkleg til vinsælda,
að minnsta kosti fyrst í stað. Þetta á
sérstaklega við um Þrjár systur.
Það er því nokkurt áhættufyrirtæki
að setja þetta leikrit á svið og lofs-
vert framtak. Það er því sjálfsagt að
hafa orð á því, hvemig sem til tekst
um sýninguna sjálfa. Raunar eiga
höfundurinn og leikhúsið það
skilið, að hún heppnist.
Anton Chekhov var rússneskur
rithöfundur, sem uppi var á seinni
hluta síðustu aldar, 1860-1904.
Hann var fæddur og alinn upp í
smábænum Taganrog, en bjó
lengst af í Moskvu, eftir að hann
hóf nám við háskólann þar í borg.
Hann var Iæknir að mennt og vann
að læknisstörfum, meðan hann
hafði heilsu til. Berklar drógu hann
til dauða einungis 44 ára gamlan.
Síðustu ár ævinnar var hann á
berklahælum suður á Krímskaga, í
Suður-Frakklandi og í Þýskalandi,
en þar lést hann í bænum Baden-
weiler nóttina milli fyrsta og annars
júlí. Hann vaknaði þessa síðustu
nótt sem hann lifði, og sagði við
konu sína, Olgu Knipper, en þau
höfðu gifst þrem áram áður: „Ég er
að deyja“, og bað hana að senda
eftir lækni. Þegar læknirinn kom,
ét hann ís ofan á brjóstið við
hjartað. Þá á Chekhov að hafa
sagt: „Þú þarft ekki að setja ís á
tómt hjarta". Læknirinn gaf hon-
um þá kampavín. Þá settist skáldið
upp, brosti og sagði vi konu sína:
„Það er langt síðan ég drakk
kampavín síðast“, tæmdi glasið,
hallaði sér aftur á bak og dó, skjótt
og sársaukalaust.
Anton Chekhov byrjaði að
skrifa að hvatningu eldri bróður
síns, Alexanders. Þegar Anton var
16 ára, varð faðir hans gjaldþrota
og fjölskyldan öll, að Anton
undanskildum, hvarf úr bænum að
næturþeli. Næstu misseri varð hann
að sjá sjálfum sér farborða. Hon-
um gekk mun betur í skólanum
eftir þessa breytingu á heimilishög-
um sínum og hann varð ritstjóri
skólablaðs, en í það skrifaði hann
stuttar gamansögur. Hann flutti til
fjölsklydu sinnar í ágúst 1879 í
Moskvu. Hann varð brátt fyrir-
vinna hennar, er faðir hans lést,
jafnhliða því að hann stundaði
læknanám. Hann vann fyrir fjöl-
skyldunni með því að skrifa stuttar
gamansögur í blöð og tímarit undir
dulnefni. Árið 1883 skrifaði hann
120 slíkar sögur. Lengi vel tók hann
rithöfundarvinnu sína ekki alvar-
lega, heldur leit á hana sem leið til
að afla fjár. En þegar að því kom,
fækkaði sögunum snögglega og
1888 gaf hann einungis út tólf
sögur.
Fyrstu leikritin sem hann samdi,
vora unnin upp úr sögunum og
voru gamanleikrit, sem áttu mikl-
um vinsældum að fagna í Moskvu-
borg. Eitt slíkt hét Bjöminn, sem
varð feikna vinsælt og áhorfendur
veltust um af hlátri á hverri sýn-
ingu. Faðir Antons, sem hafði
verið honum strangur agameistari,
kallaði verkið dásamlegt, eftir að
hafa séð það. Höfundinum þótti þó
lítið til koma. Hann sagði það
heimskulegt og einmitt vegna þess
nyti það furðulegra vinsælda. Máf-
urinn, sem var fyrsta leikrit
Chekhovs, sem er augljóslega
meistaraverk, var framsýnt í októ-
ber 1896 og var illa tekið, enda áttu
áhorfendur von á gamanleik. Sama
á við um þau leikrit sem komu í
kjölfarið á Mávinum og orðstír höf-
undarins byggist á. Þau urðu ekki
vinsæl þegar f stað.
Eitt einkenni á Þrem systrum,
eins og raunar öðram stórvirkjum
Chekhovs, er að ekkert virðist ger-
ast á sviðinu. Allt sem mestu máli
skiptir fyrir atburðarás leiksins og
skilning á persónum hans, kemur
fram í samtölum og það þarf að
hlusta vel til að ekkert fari fram hjá
manni. Af þessu leiðir að leikritið
virðist dapurlegt og tilbreytingar-
Iaust. Til að átta sig á stórmerkjun-
um þarf áhorfandinn að leggja sig
fram. Ástæðan til að leikritin hafa
þetta einkenni, er að höfundurinn
setti sér það markmið að samtölin
yrðu sem allra líkust hversdagsleg-
um samræðum. Þau einkennast
ekki af rökvísi og stóra hlutimir
verða eins og fullkomlega sjálf-
sagðir og menn slysast til að segja
þá. Á sviðinu gerast því engir stór-
viðburðir og upplýsingar um per-
sónurnar, langanir þeirra, vonir og
vonbrigði, koma fram smám
saman.
í Þrem systrum gerist í sjálfu sér
ekki mikið á sviðinu, þeim mun
meira utan þess og í persónunum
sjálfum. Systumar Olga, Irena og
Masha búa saman í húsi sem þær
hafa erft eftir föður sinn í smábæ í
Rússlandi. Þær dreyma um að flytj-
ast til Moskvu og hafa megnan
ímugust á smábæjarlífinu. Þær eiga
bróður, Andrei, sem átti að verða
prófessor við háskólann í Moskvu.
í leikritinu kemur fram, að allar
þessar vonir bregðast, engin
systranna kemst til Moskvu og
bróðirinn drabbast niður við fjár-
hættuspil og státar sig á endanum af
því að vera í bæjarstjórninni. Eig-
inkona Andreis er hið versta flagð,
þótt henni þyki vænt um bamið
sitt. Tveir menn, Soliony og Tooz-
enbach, leggja ást á sömu konuna,
Irenu, en hún kann enga á móti,
þótt hún játist öðrum þeirra. Það er
ástæðulaust að rekja efni leiksins
frekar. Leikhúsgestir geta sjálfir
fylgst með framvindunni. En í
henni fer ekkert að óskum.
Það er erfitt að leika þetta leikrit
svo að vel sé, forðast bæði ofleik og
tilbreytingarleysi. Það er vottur um
metnað að takast á við verkefni á
borð við þetta og ég vona að það
takist.
Guðmundur Heiðar Frímannsson.
a
ÍHlefnÍaf
hátí&arárí Samviiinunumu
bý&ur Víladeíld Sámbmdsins
oq kaupfél ögin
15% arslátt of varahlutum
t heyv/nnuwlar
VeladeílJínní.
LBOP ÞBTW GILPIR
TIL 31 MJtRS NK
im Mtvm
birgpir mvnsx
KAUPFÍLÖGINOG
VEUDEILD SAMBANDSINS
þúert
á beinni
línu til ReykjaviKur
einu sinni í viku
Með aukinni strandferðaþjónustu býður Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og
ísafjörð einu sinni í viku. Hálfsmánaðarlega er einnig siglt á Siglufjörð og Húsavík og þannig
haldið uppi tíðum og öruggum strandferðum.
Við flytjum fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa í gámum eða frystigámum sé þess óskað. Eimskip
annast að sjálfsögðu flutning alla leið á áfangastað ef það þykir henta, bæði hérlendis og erlendis.
Reykjavík Akureyri
Húsavík
Aöalskrifstofa Pósthússtræti 2 Eimskip v/Strandgötu
Sfmi 27100 - telex 2022 Sími 96-24131 - telex 2279
Innanhússímar 230 og 289
Kaupfélag Þingeyinga
Slmi 96-41444
ísafjörður
Tryggvi Tryggvason
Aöalstræti 24
Sími 94-3126
Siglufjörður
Þormóöur Eyjólfsson hf.
Sími 96-71129
Alla mánudaga frá Reykjavík
Á Akureyri alla miðvikudaga
Alla leiö með
EIMSKIP
SIMI 27100
ita
19. febrúar t982 — DAGUR-3