Dagur - 19.02.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 19.02.1982, Blaðsíða 11
Leikfélag Hiisavíkur: KONUMtNAH I NISKAVUOMU Höfundur: Hella Wuolijoki Þýðandi: Gunnar Gunnarsson Leikstjóri, leikmynd og búningar: Hallmar Sigurðsson Leikfélag Húsavíkur hóf sýn- ingu á þessu leikriti föstudags- kvöldið 5. febrúar sl., og hefur það ekki áður verið leikið á ís- lensku. Gunnar Gunnarsson þýddi það fyrir Leikfélag Húsa- víkur. Sænska leikhúsið í Hels- ingfors sýndi það á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. f leikskránni, sem fylgir sýn- ingunni á Húsavík, er nokkuð greint frá höfundinum, Hellu Wuolijoki. Hún er upprunnin í Eistlandi, stundaði háskólanám í Finnlandi, giftist þar erfingja herragarðs og bjó þar lengst af ævi sinnar. Hún fæddist árið 1886 og lést 1954. Hún skrifaði mörg leikrit og nutu þau mikilla vinsælda í Finnlandi. Hér á landi mun kunnast verka hennar, sag- an af Puntilla og Matta í leikgerð eftir Bertolt Brecht. Hella var mikilla sanda og sæva og litrík manngerð. Hún tileinkaði sér sósialískar skoðanir, var jafn- framt óðalsherrafrú og stundaði verslunarviðskipti á alþjóða- vettvangi og samkvæmislíf. Um skeið var hún útvarpsstjóri Finnska útvarpsins. Leikrit hennar fjalla um mannlíf í Finn- landi. Leikritið, Konurnar á Niska- vuori, gerist á finnsku óðals- setri. Konur þess eru kempur, en karlmenn litlir karlar. Fram kemur í leikritinu, að erfingjarn- ir að óðalinu N iskavuori, höfðu í tvo ættliði kvænst til fjár og til- lagt sér ástkonur að auki. Nú, sem þriðji ættliðurinn er búinn að vera kvæntur í nokkur ár og átt við konu sinni nokkur börn, verður hann ástfanginn í kennslukonu. Sú er nýkomin í sveitina frá Helsingfors og hefur mjög aðrar hugmyndir um flesta hluti en sveitafólkið.. Hún er ekki í vafa um siðferðislegan rétt sinn í ást sinni á óðalsherranum. Ástin er sterk einkaréttartilfinn- ing og svo sem í flestum „þrí- hyrningum" er hún blind og mis- kunnarlaus, mjög andvíg sam- vinnu- eða sameignarformi og sér í lagi óholl fyrir ungu óðals- frúna og börnin. Unga kennslukonan er kempa. Það er gamla óðalsfrúin líka. Þær tvær réðu því, sem varð. Nema hvað, að úr þessari Leikritið er spennandi og at- burðarásin í sýningunni er hæfi- lega hröð. Hlé var gert á sýning- unni milli annars og þriðja þáttar. Það hlé rýfur spennuna og ætti þess vegna að sleppa því. Þorm. J. „komedíu“ í þrem þáttum hefur leikfélagsfólk á Húsavík og leikstjórinn, Hallmar Sigurðs- son gert skemmtilega sýningu. Alls eru hlutverkin 15. Með ekk- ert þeirra er illa farið og með sum þeirra er mjög vel farið. Eitt aðalhlutverkanna, gömlu óðals- Frá sýningu Leiktélags Húsavíkur. frúna, leikur Hrefna Jónsdóttir með miklum ágætum. í minni hlutverkum þykir mér skara framúr leikur Herdísar Birgis- dóttur í hlutverki aldinnar sögu- burðarkonu og Sigurðar Hall- marssonar í hlutverki apótekar- ans í sveitinni. Skák um helgina Mikil gróska er nú í skáklífi hér norðanlands sem og hjá frændum okkar á Suðurland- inu. Úrslit úr skákþingi Akur- eyrar munu nú brátt liggja Ijós fyrir, þar sem aðeins lokaum- ferðirnar eru nú ótefldar. Vænta má að hrein úrslita- skák standi á milli Áskels Ö. Kárasonar núverandi Akur- eyrarmeistara og Þórs Valtýs- sonar sigurvegara frá Haust- mótinu. £n þejr munu eigast við í síðustu umferð sunnu- daginn 21. febr. og eru áhorf- endur hvattir til að mæta og fylgjast með harðri og spenn- andi keppni. Staðan í mótinu er nú þessi: Áskell 3>/2 v (af 5) Þór 3 v 4- bið- skák að ógleymdum Jakobi Kristinssyni sem hefur 3 v. Þá mun væntanlega verða húsfyllir hjá félaginu dagana 27.-28. febr., þar sem hraðskákmót Akureyrar verður haldið fyrir unglingana fyrri daginn, en þann seinni fyrir eldri flokkinn og hefst kl. 14.00 báða dagana. Það verður síðan einhvern tíman í vikunni þarna á milli «em sú stund rennur upp, og beðið hef- ur verið með eftirvæntingu, að einhver hinna erlendu skák- meistara á Reykjavíkurskák- mótinu muni leggja land undir fót og sækja okkur Akureyringa heim, og þá er að slá í hringinn og reyna sig í fjölteflinu. Þá er fyrirhugað að Norðurlandsmót- ið verði haldið á Húsavík að þessu sinni upp úr miðjum mars. Skákfélag Akureyrar hefur nú í því sambandi ákveðið að styrkja nokkra unglinga til farar á það mót, jafnframt sem það gengst fyrir skáknámskeiðum. Hefst það fyrsta föstudaginn 26. febr. kl. 17.00 í Skákheimilinu. 99 Prjár systur Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld leikritið „Þrjár systur“ eftir eitt þekktasta leikritaskáld allra tíma, rússan Anton Tsékhov. Leikritið fjallar um Sunna Borg og Guðbjörg Thor- oddsen í hlutverkum sínum. grundvallarspurningar mann- legs eðlis og lífs á þann hátt að við könnumst öll við. Af þessum sökum glímir leikhúsfólk enn þann dag í dag, víðs vegar um heim, við að setja leikrit Tsék- hovs á svið. Leikstjóri sýningar LA er Kári Halldór, leikmynd og bún- inga gerði Jenný Guðmunds- dóttir. Lýsingu annast Ingvar Björnsson og Oliver Kentish flytur frumsamda tónlist. Þýð- inguna gerði Geir Kristjánsson. Leikarar í sýningunni eru 12: Guðjón Pedersen, Ingibjörg Björnsdóttir, Sunna Borg, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Þórey Aðalsteinsdóttir, Þröstur Guð- bjartsson, Gestur E. Jónasson, Andrés Sigurvinson, Theodór Júlíusson, Marinó Þorsteinsson og Jónsteinn Aðalsteinsson. í tilefni af frumsýningunni á „Þrem systrum“ fékk LA hing- að rússneskan bókmenntafræð- ing Sergei Alisjonok, til þess að kynna skáldið og verk hans. Þessi Tsékhov-kynning fór fram laugardaginn 13. febrúar í Sam- komuhúsinu. Kynningin var öll- um opin og fór fram á ensku. Á samkomunni færði Ásgeir Höskuldsson LA fyrir hönd Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarríkjanna, kær- komna bókagjöf, sem verður vísir að bókasafni félagsins. LA sýndi stórmyndina „Ofullgert verk fyrir sjálfspil- andi píanó“ eftir Nikita Mik- halkov. Myndin sækir efni sitt í verk Téskhovs. Sýningin var í Borgarbíó mánudaginn 15. febrúar. Sýningar á „Þrem systrum“ verða a.m.k. á venju- legum sýningarkvöldum, þriðju- daga, fimmtudaga og sunnu- daga, svo lengi sem aðsókn helst. Tónleikar Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanó- leikari flytja fjölbreytta efnis- skrá á þriðju áskriftartónleik- um Tónlistarfélags Akureyrar í Borgarbíói, nk. laugardag 20. febrúar kl. 17. Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon hafa haldið sameig- inlega tónleika víða um land á síðustu árum, og hvarvetna ver- ið kærkomnir gestir. Samstarf þeirra hófst árið 1974 og hafa þeir auk tónleika innanlands, farið í tónleikaför um öll Norðurlöndin og til New York, auk þess sem þeir hafa leikið fyrir sjónvarp og útvarp. Á efnisskránni verða: Sónata í e-moll eftir Vivaldi, sónata eftir Schubert, serenaða eftir Hans Verner Henze, til- brigði Beethovens við stef Hándels og einnig nokkur smærri lög. Sala aðgöngumiðanna fer fram í Bókabúðinni Huld og við innganginn. En áskriftarmiðar gilda fyrir félagsmenn. Vinabæjakynning Á ráðstefnu vinabæja Akur- eyrar sem haldin var í Ála- sundi á sl. ári, var ákveðið að „vinarbæjardagur“ skyldi vera 15. febrúar ár hvert. Af þessu tilefni verður „opið hús“ á vegum Norræna félagsins og Akureyrarbæjar í Gildaskála Hótel KEA á sunnudaginn kl. 14-18. Þar verður starfsemi Norræna félagsins kynnt, Her- mann Sigtryggsson ræðir fram- kvæmd sambandsins við vinabæi Akureyrar, sýndar verða kvik- myndir og boðið verður upp á kaffi og brauðveitingar á vægu verði. Allir sem áhuga hafa á norrænni samvinnu eru vel- komnir. Selja blóm á kon udaginn Lionsklúbbur Akureyrar gengst að venju fyrir blóma- sölu á konudaginn, þ.e. á sunnudaginn kemur. Gengið verður í hús á Akureyri og konubióm boðin til sölu, en þetta er nú orðin árviss at- burður í bæjarlífínu á Akur- eyri. Að sögn Gunnars Ragnars, formanns útbreiðslunefndar klúbbsins, hafa klúbbfélagar ævinlega fengið mjög góðar móttökur bæjarbúa, en þeir verða á ferðinni milli klukkan 10 og 12 á sunnudagsmorgun. Sagðist Gunnar vona að sölu- mönnum Lionsklúbbsins yrði vel tekið, en ágóða sölunnar verður varið til styrktar Sólborg og hjúkrunarheimili aldraðra í Systraseli. 19-‘ febvúac 1982 -DAGURÁ11» t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.