Dagur - 23.02.1982, Page 12

Dagur - 23.02.1982, Page 12
LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Þjófnaðavmálið: Ekkert nýtt „Því miður hefur ekkert nýtt komið fram í málinu“ sagði Daníel Snorrason rannsóknar lögreglumaður á Akureyri er við spurðum hann hvernig rannsókn „þjófnaðarmálsins“ svokallaða liði, en þá er að sjálfsögðu átt við stórþjófnað- inn er brotist var inn í Höld h.f. á Þorláksmessu. „Það þýðir ekki að málinu sé lokið, það er endalaust hægt að vinna við að kanna hitt og þetta, en því miður hefur ekkert nýtt komið fram sem hefur gefið okk- ur nýjar vísbendingar" sagði Daníel. Hann kvaðst ekki vera sam- mála því sem einn af eigendum Höldurs sagði, að tíminn ynni með þjófnum. „Ég vil meina að tíminn vinni með okkur og þetta mál gæti leystst með tíð og tíma“ sagði Daníel. Rannsóknarlög- reglan óskar sem fyrr eftir vís- bendingum frá almenningi, og hvetur fólk til að sitja ekki á hin- um minnstu upplýsingum sem leitt gætu til lausnar málsins. Öskupokar ogmerki Rauða krossins Öskudagur er hinn árlegi merkjasöludagur Rauða krossins, en sú venja hefur gilt á Akureyri, að merki dagsins eru seld síðdegis á þriðjudag. Munu börn úr framhaldsskól- um bæjarins ganga í hús og bjóða merkin. Að þessu sinni verða auk merkjanna seldir öskupokar með merki Rauða krossins. Hagnaður Akureyrardeildar af sölu merkj- anna hefur síðustu árin runnið til tækjakaupa vegna sjúkraflutn- inga. Hótel KEA: Herbergja- nýting mjög góð Meðal ársnýting gistiherbergja á Hótel KEA árið 1981 var 80,2%, en almennt er þessi ný- ting talin vera góð sé hún ná- lægt 60%. Hótel KEA hefur 28 gistiherbergi og meðalnýting þeirra árin 1965 - 1970 var 57,8%, árin 1971 - 1975 var hún 65,5% og árin 1976 -1980 var nýtingin komin upp í 76,5%. Svo há nýting sem s.l. ár undir- strikar aðeins þá staðreynd að mikil vöntun er á gistirými í bæn- um meiri hluta ársins. Eftirspurn er misjafnlega mikil eftir árstím- um og einnig vikudögum. En þær eru nú orðnar fleiri vikurnar, sem umframeftirspurn er eftir her- bergjum á Hótel KEA. Árið 1981 gistu Hótel KEA 5.589 manns, þar af voru erlendir gestir 1.182 frá samtals 26 þjóðum. Þeirra fjölmennastir voru Englendingar (243), Banda- ríkjamenn (184), Danir (161) og Svíar (129). - Spjallað í miðbænum Mynd: áþ. Kaupmenn mótmæla leyfislausrí sölustarfsemi Aðalfundur Kaupmannafélags Akureyrar, haldinn 13. febrúar 1982, lýsir furðu sinni á því að enn skuli viðgangast sölustarf- semi í einkahúsum með alkyns vörur, þrátt fyrir að slíkt sé bannað með lögum. Skorar fundurinn á bæjarfóget- ann á Akureyri og sýslumanninn í Eyjafjarðarsýslu að taka fyrir allt slíkt nú þegar og alltaf þegar til slíkrar starfsemi fréttist. Vísar fundurinn til samþykktar ályktun- ar er gerð var á síðasta aðalfundi um þetta efni. Sjálfvirka símstöðin á Akureyri: 1000 ný númer á næsta ári Nú hefur verið ráðgert að hefja byggingu á einni hæð ofan á símstöðvarhúsið við Skipagötu á Akureyri, og það er áætlað að í framtíðinni geti sú stöð tekið við 5000 númerum,“ sagði Ár- sæll Magnússon símstöðvars- tjóri á Akureyri í símaviðtali við Dag fyrir helgina. „ Verkið verður boðið út um mán- aðamótin og tilboð verða opnuð um miðjan marsmánuð. Síðan reiknum við með að bygginga- framkvæmdum verði lokið um miðjan september og húsnæðið verði þá tilbúið.“ „Ég vænti þess að í framhaldi af því verði hafin stækkun sjálfvirku stöðvarinnar, það verður stækkað um 1000 númer og væntanlega verður þeirri stækkun lokið í febrúar á næsta ári,“ sagði Ársæll. - Hvað eru margir á biðlista núna eftir að fá síma? Það eru trúlega um 150 manns, en miðað við símanotkun undan- farinna ára er ekki fjarri lagi að ætla að um 500 verði á biðlista á næsta ári þegar viðbótin verður tekin í notkun. Ég reikna því með að það fari strax um helming- urinn af þeim nýju númerum sem bætast við á næsta ári,“ sagði Ársæll. Páskatrimm í Hlíðarfjalli Fiugleiðir og Skíðaráð Akur- eyrar munu gangast fyrir páskatrimmi í Hlíðarfjalli um páskana, svipað í sniði og í fyrra. Boðið verður upp á 3 og 6 km skíðagöngu fyrir fjölskylduna, verðlaunapeningar veittir fyrir fyrstu þrjú sætin og einnig verður dregið úr hópi þátttakenda þrenn ferðaverðlaun, ein utanlandsferð og tvær helgarferðir til Reykja- víkur. F*á verður einnig keppt í svigi barpa innan 12 ára og unglinga 13-16 ára og verðlaunapeningar veittir fyrir þrjú efstu sætin í hvor- um flokki. Páskatrimm með þessum hætti var í fyrsta skipti haldið í fyrra að frumkvæði ívars Sigmundssonar, framkvæmdastjóra Skíðastaða. Þá tóku 130 manns þátt í göngu- keppninni og um 80 unglingar í svigkeppnum barna og unglinga. Vildu heldur forgangsorku „Málið er ekki eins einfalt og hann Hjörtur vinur minn vildi vera láta,“ sagði Knútur Otter- ste rafmagnsveitustjórí, í við- tali við Dag, vegna þeirra um- mæla Hjartar Eiríkssonar framkvæmdastjóra Iðnaðar- deildar, að verksmiðjurnar greiddu nú tvöfalt hærra verð fyrir innlenda orku heldur en ef keypt væri svartolía til notkun- ar þar. Ástæðuna sagði Hjörtur þá, að vegna vatnsskorts á aðal- vatnsvæðum virkjana lands- manna, þyrftu verksmiðjurnar nú að kaupa forgangsorku í stað afgangsorku. Verð á forgangsorkunni er 51,57 aurar á hverja kílówatt- stund, en ef notuð væri svartolía væri verðið 24,14 aurar á hverja kílówattstund. „Það kom hvergi fram í þessu viðtali við Hjört, að afgangsorkan kostaði 18,56 aura á hverja kíló- wattstund fram til 5. nóvember, en þá hækkaði verðið í 20.04 aura á kílówattstundina. Ætli jafnað- arverðið til þeirra á síðasta ári hafi ekki verið um 35 aurar á kwst. Þá finnst mér rétt að það komi fram, að það var aldrei samið um sölu á forgangsorku til verksmiðj- anna. Þegar hins vegar þurfti að grípa til skömmtunar, vildu þeir heldur kaupa orkuna á þessu verði, en að hlíta skömmtun eins og aðrir,“ sagði Knútur Otter- sted. # Óskemmtilegt en satt Það er víst ekki ofsögum sagt, að það er erfitt að eiga undir aðra að sækja varðandi íbúð- arhúsnæði í dag. Það er al- kunna að gífurlega erfitt er að fá leigt, og ef það tekst þá þarf að snara út allt að ársgreiðslu fyrirfram og það eru víst engir smáaurar sem þar eru á ferð- inni. Og víða mun víst fylgja með sú kvöð að ekki megi gefa upp nema hluta leigunn- ar til skattsins. - Það er ekki bara á Akureyri sem ástandið er svona, ekki mun það vera betra i höfuðborginni, enda berast þær sögur þaðan að þar séu f ullorðnir menn hættir að leigja einhleypum konum með börn íbúðir sínar nema þær borgi leiguna með blíðu sinni. Þetta segir kona ein sem skrifar lesendabréf í DV á dögunum. • Tekið niður um snillingana Eftir að landslið okkar í hand- knattleik bar sigurorð af Dön- um um áramótin, voru sér- fræðingar sem fjölluðu um málin opinberlega, mjög hrifnir og flestir á þeirri skoð- un að nú værum við komnir með eitt besta landslið heims í handknattleik, (ekkí í fyrsta skipti sem imprað er á því) og framundan væri bjartur tími. En eftir síðustu verkefni landsliðsins er örugglega óhætt að endurskoða málíð í heild sinni. „Rússnesku birn- irnir“ fóru höndum um okkar menn, léku reyndar allt aðra íþrótt og „strákarnir okkar“ áttu ekki möguleika á því að forðast hálfgerða niðurlæg- ingu. En menn hugguðu sig við það að Rússarnir eru þeir „bestu í heimi“ eins og það var orðað. Svo komu Svíarnir sem fyrirliði íslenska liðsins talaði um að „grafa undir parketið" í Laugardalshöll. Svíarnir hljóta líka að vera „bestir i heimi“ því aftur lá landinn með tilþrifum miklum. Nú bíðum við bara eftir því að enn eitt besta lið ( heimi komi í heimsókn til þess að láta „grafa sig undir parketið". # Villfábrauð úr Gilinu Þau tíðindi bárust S&S til eyrna frá höfuðborginni, að nokkuð sérkennilegt mál hefði risið upp milli verslun- arstjóra Hagkaups á Akureyri og ráðamanna f Reykjavík. Verslunarstjórinn er sagður vilja kaupa brauðið frá Brauð- gerð KEA, en stjórarnir fyrir sunnan hafa að sögn, lítinn áhuga á því. En hver veit nema Hagkaup taki upp stór- felld viðskipti við Brauðgerð KEA - það er bara að bíða og sjá.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.