Dagur - 09.03.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 09.03.1982, Blaðsíða 3
Aðalfundur Stangveiðifélagsins Flúðir: 257 laxar á land úr Fnjóská í fyrra Stangveiðifélagið Flúðir hélt aðalfund fyrir skömmu. Félag- ið hefúr tvær ár á leigu, Fnjóská í Fnjóskadal og Laxá á Skaga. í sumar verður m.a. unnið við að ljúka endanlega við nýja veiðihúsið við Fnjóská og það kom einnig fram í ræðu Sigurðar Ringsted, formanns félgsins, að í sumar yrði von- Dalvík, 3. mars. Nýlega afhenti Lionsklúbbur Dalvíkur Dalbæ, heimili aldr- aðra, myndariega gjöf. Hér er um að ræða nokkurskonar baðskáp, sem kemur í stað venjulegs baðkers fyrir þá sem geta ekki notað það. Baðskáp- ur þessi er einfaldur í notkun, minnkar slysahættu og bætir starfsaðstöðu. Til dæmis gefur hann hreyfihömluðum tækifæri á að baða sig á þægilegan og ör- uggan hátt. Þetta er eini skáp- urinn sinnar tegundar hér norðan heiða, að sögn Guðjóns Brjánssonar, forstöðumanns Dalbæjar. andi hafíst handa við að stækka veiðihúsið við Laxá. AIIs eru 174 félagar í Flúðum, engir nýir félagar verða teknir inn á þessu ári, en Sigurður sagði að 14 biðu inngöngu. í skýrslu formanns kom fram að á fyrsta svæði í Fnjóská hefðu fengist 110 laxar sl. sumar, 60 hængir og 50 hrygnur, sem er Það kom fram hjá Guðjóni að full nýting hefur verið á Dalbæ frá því að nýja álman var tekin í notk- un í haust. í vesturálmu er unnið við endurhæfingaraðstöðu og vinnuaðstöðu fyrir íbúana. í dag eru vistmenn 43 að tölu og að jafnaði vinna um 20 starfsmenn í Dalbæ. Nýlega var haldin þar þorra- gleði og heimsótti þá Dalbæ um 150 manns. í gangi er námskeið í hnýtingum og að öllu jöfnu unnið við framleiðslu spyrðubanda, netavinnu og sitthvað fleira, að sögn Guðjóns. Það er því nóg um að vera á þessu hlýlega heimili aldraðra á Dalvík. . « 46.03% af heildarverði fyrsta til þriðja svæðis. Sex veiddust á flugu, 28 á spón, en 76 á maðk, sem er hvorki meira né minna en 60% af sumarveiði svæðisins. í fyrra var það Malareyri, sem gaf flesta laxa á fyrsta svæði og reynd- ar í allri ánni eða 26, 10 hængi og 16 hrygnur. Tveir fiskanna feng- ust á spón en 24 á maðk, næst kom Skúlaskeið með 18 og Bjarghorn með 16. Sigurður sagði að enn sem fyrr væri það júlímánuður sem gæfi flesta iaxa á þessu svæði eða 81 og er það 73,6% sumar- veiðinnar á svæðinu. í fyrra gaf júlímánuður 108 laxa eða 59,6%. Á öðru svæði veiddust 62 laxar, sem er 25,94% sumarveiðinnar á móti 28,8% í fyrra. Flestir laxa á svæðinu komu úr Árbugsárós, 15 talsins og flestir komu á land í ágúst, samtals 33. Þriðja svæði er nú annað í röðinni með 67 laxa, 49 hængi og 18 hrygnur. Flestir lax- anna komu á land á Eyrarbreiðu, en þar fengust 19 laxar. Samkvæmt veiðibók veiddust 257 laxar í Fnjóská í fyrra, þar af 174 hængir sem vógu 1096 pund eða 6,3 pund að meðaltali og 83 hrygnur að heildarþunga 575 pund, meðalþungi 6,9 pund. Heildarmeðalþungi er því 6,5 pund sem er lang lægsti meðal- þungi síðan Flúðir hófu veiðar í ánni. Sigurður sagði að það mun- aði hvorki meira né minna en 4,4 pundum á meðalþunga frá síðasta ári, sem var reynar metár. Dalvík: Gáfu Dal- bæ baðskáp Fyrír skömmu flutti verslunin Leðurvörur í nýtt húsnæði við Hafharstræti 96. Í versluninni verður hægt að fá vandaðan skófatnað, leðurflíkur og pelsa svo eitthvað sé nefnt. Á myndinni er Sveinn Bjarnason, eigandi verslunarinnar. Mynd. KGA. LETTIB Hestamenn! Að marggefnu tilefni: Verndum hestana og okkur. Notum endurskinsmerki *!>«►. «■•«»»* II II I II VIOCO TC VWb - Pö.ws nmiia verði. Litasjonvorp fra NEC, ITT og FINLUX — Allt fyrsta flokks gæðatæki sem þú getur stólað á. Kynntu þér greiðslumöguleikana áður en þú festir kaup annarstaðar. GAÞHvBTjjCtJg G/UiLAB rilboða gall^ Pi5 Herradeild Vefnaðarvörudeild HAFNAR8TR. 91-85 - AKUREYRI ■ SlMI (98)21400 9. mars 1982 -r DAGUR-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.