Dagur - 09.03.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 09.03.1982, Blaðsíða 12
EIRRÖR -TENGIf® I SMURKOPPAR fö I Enginn læknir á Ölafsfirði: Of mikið álag fyrir einn en of lítið fyrir tvo Siglufjörður: Ein opin trilla gerð út alltárið „Það hefur verið ein opin trilla á sjó í allan vetur. Svo sannar- lega þarf harðneskju til að vera á opnum báti og sækja hér út- fyrir fjörðinn. Þetta er öðru vísi en innar í Eyjafirði þar sem er meira skjól,“ sagði Sveinn Björnsson, fréttaritari Dags á Siglufirði. Þeir sem sækja sjóinn á trillunni eru feðgarnir Gunnar Jóhannsson og sonur hans Óðinn. Sjósókn á opnum trillum var algeng frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík og fleiri stöðum hér á árum áður, en smám saman hafa dekkbátarnir tekið við. „Trilla þeirra feðga er 5 tonn og heitir Jökull SI 118. Þeir hafa ekki aflað minna en hinir, miðað við netafjölda, en eru grynnstir af þeim sem sækja frá Siglufirði. Aflann salta þeir feðgar sjálfir eins og þessir karlar gera,“ sagði Sveinn. Þorlákur þreytti gerir víðreist Ólafsfirði 3. mars. Leikfélag Ólafsfjarðar hefur gert víðreist með Þorlák þreytta, se'm frumsýndur var á Ólafsfirði fyrir skömmu. í kvöld verður 11 .sýning í Freyvangi, en leikritið hefur verið sýnt á Blönduósi, Siglufirði, Hofsósi, Hrísey og Dalvík. Þorlákur verður líka sýndur á Sæluvikunni og ég hef heyrt að forráðamenn Húnavök- unnar hafi sýnt áhuga á verkinu. Leikstjóri er Auður Jónsdóttir. ______ Tivggvi Finnsson efstur Tryggvi Finnsson varð efstur í skoðanakönnun Framsóknar- manna á Húsavík, sem fram fór um helgina. I öðru sæti varð Jónína Hallgrímsdóttir, í þriðja sæti Aðalsteinn Jónasson, Sigurð- ur Kr. Sigurðsson í fjórða sæti, Sigurgeir Aðalgeirsson í fimmta sæti og Jón Helgason í sjötta sæti. Alls tóku 158 manns þátt í skoð- anakönnuninni, en það er um það bil helmingurinn af því atkvæða- magni sem flokkurinn fékk í síð- ustu kosningum. Þessi niðurstaða er ekki bindandi fyrir þátttakend- ur. Raufarhöfn: Nýtt flugskýli í sumar verður hafin bygging flugskýlis á flugvellinum við Raufarhöfn. Þar er nú gamall tréskúr og kamar út undir vegg. Nýja skýlið er einingahús. „Við Ólafsfirðingar höfum miklar áhyggjur af læknaleys- inu. Ólafur Halldórsson, sem hefur verið hér síðan um ára- mót, fór um mánaðamótin og það er ekki fyrirsjáanlegt að hingað komi nýr læknir á næst- unni,“ sagði Bergsveinn Auð- unsson, fréttaritari Dags. „Það sér hver maður að það er mikið óöryggi í því fólgið að hér skuli ekki vera læknir.“ Siglufirði, 5. mars. Vegna gæftaleysis eftir áramót hafa aflabrögð verið í tregara lagi, en þetta virðist þó vera loks að glæðast. Menn voru orðnir fremur svartsýnir og sumir héldu því fram að sjórinn væri orðinn svo kaldur að þorskurinn laumaðist kapp- klæddur fram hjá netum á miklu dýpi og færi helst í þau sem eru grynnra. Þeir sem hafa verið með netin á 120 til 200 föðmum hafa fengið minna en þeir sem hafa verið með netin frá 80 upp í 50 faðma. „Læknar á Fjóröungssjúkra- húsinu á Akureyri hafa oft komið hingað og bjargað málum þegar svipað hefur verið ástatt, en sam- kvæmt þeim heimildum sem ég hef geta þeir það ekki nú. Ástæð- an mun vera mikið vinnuálag á sjúkrahúsinu á Akureyri.“ Samkvæmt reglum hins opin- bera á aðeins einn læknir að vera á Ólafsfirði, en bæjaryfirvöld hafa sótt um að þeir væru tveir. Innan Fiskurinn sem bátarnir fá er vænn, og þeir sem grynnra fá blöndu af ufsa og þorski, en það er karfi saman við þorskinn hjá hinum. Sumir hafa fengið allt upp í eitt tonn af aldamótakarfa í netin. Tilfellið er að það litla sem eftir er af þessum stóra karfa er að finna á miðunum við Norðurland. Það er af togurum að segja að frá áramótum hefur Stálvík feng- ið 338 tonn í þremur veiðiferðum og er nú á leið til Þýskalands með 150 tonn af karfa. Siglfirðingur er með 311 tonn eftir þrj ár veiðiferð- ir. Stálvíkin er væntanleg til lönd- unar n.k. mánudag. SB. skamms verður nýtt dvalarheimili aldraðra tekið í notkun og ný heilsugæslustöð er í uppsiglingu. Bergsveinn sagði að menn gerðu sér vonir um að þá yrðu verkefni næg fyrir tvo lækna, en þeir hafa kvartað undan því að Ólafsfjörð- ur sé í raun of lítill fyrir tvo lækna, eins og málum hefur verið háttað undanfarin ár, en það sé of mikið álag á einn lækni. Bergsveinn sagði að með dvalarheimilinu og Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var ákveðið að heimila út- boð á nýrri brú yfír Glerá við Flúðir. Bæjarverkfræðingi var falið að ganga frá útboðinu. Að sögn Sigurðar Óla Brynjólfs- sonar, bæjarráðsmanns, verð- ur útboðinu flýtt eins og kostur er. „Ætlunin er að ljúka við gerð brúarinnar í ár,“ sagði Sigurður. „Hún verður með tveimur ak- reinum, en þetta er ekki nema helmingurinn. Þegar umferð heilsugæslustöðinni væri von til þess að verkefnin ykjust svo tveir læknar hefðu viðunandi tekjur og hóflegt vinnuálag. „Það búa um 1200 íbúar á Ól- afsfirði og það er lágmargskrafa að heilsugæslumál hér séu í góðu lagi. Ég vona að það takist að fá hingað tvo lækna sem fyrst,“ sagði Bergsveinn að lokum. eykst á þessum slóðum er gert ráð fyrir að byggja samskonar brú við hliðina á þessari.“ Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarsjóðs er gert ráð fyrir að verja þremur milljónum króna til verksins. Bærinn mun annast sprengingar klappa hjá Flúðum og gera götuna að brúnni. „Það er áhugi fyrir því í bæjarstjórn að verkið verði framkvæmt af heima- mönnum, enda telur bæjarstjórn að þeir ráði vel við það,“ sagði Sigurður Óli Brynjólfsson. Ð ÍU Reiðieldar í Sjálfstæðisflokki Nú stígur upp þykkur mökkur frá reiðieldi Sjálfstæðis- manna á Akureyri. Ástæðan fyrir bálinu er uppgangur „gamla mannsins“, Jóns G. Sólnes, sem hafnaði i þriðja sæti í prófkjörinu á dögunum. Andstæðingar Jóns telja að hann hafi nú þegar leikið sinn þátt i bæjarmálapólitíkinni og að innan flokksins sé nóg af hæfum mönnum til að gegna störfum bæjarfulltrúa. Þeir hinir sömu segja, að ef t.d. Framsókn ætti að haga sér eitthvað svipað, ætti hún að setja þá Stefán Reykjalín og jakob Frímannsson í barátt- una á nýjan ieik. Dæmi um óánægju í síðasta tölublaði íhalds- málgagnsins á Akureyri segir Bergljót Rafnar, sem hafnaði í 6. sæti, meðal annars: „... er ég ákaflega óánægð með úr- slit þessa prófkjörs og er sannfærð um, að nú á dögum jafnréttis og kvennaframboða yrði lísti Sjálfstæðisflokksins mun sigurstranglegri, ef kona væri þar ekki neðar en í 3. sæti, helst tvær konur í 5 efstu sætunum. Það er heldur ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk að reyna að kveða sér hljóðs eins og að málum er staðið“. Betri umsögn gátu Fram- sóknarmenn á Akureyri vart hugsað sér, þar sem listi þeirra hefur allt það til að bera sem Bergljót segir að eigi að prýða gfóðan lista: í þriðja og fjórða sæti eru ungar konur og í fimmta sæti er ungur maður, en í tveimur efstu eru menn með mikla reynslu í bæjarmálunum. Þvær hendur sínar í lok viðtalsins segir Bergljót ennfremur: ...,,Um leið og ég þakka traust og stuðning fjölmargra þátttakenda í próf- kjörinu, get ég á þessari stundu ekki að mér gert að fara að eins og Pílatus forðum: Ég þvæ hendur rnhar af þessu öllu saman“. Það eina sem S&S getur sagt á þessari stundu er þetta. Ja hérna hér - þetta var nú próf- kjör í lagi! Þá fyrst tók steininn úr Þá fyrst tók steininn úr, sagði kunningi S&S, þegar fram- bjóðandi af lista nýjasta stjórnmálaaflsins, kvenna- framboðsins, fór á kjörstað krata við Strandgötu og kaus. Ég átti von á að sjá alla aðra en frambjóðendur annarra flokka, sagði þessi viðmæl- andi S&S. Þórsarar sigruðu um helgina í 2. deildinni í körfuknattleik og færðust upp í 1. deild. Á myndinni sést Erlingur Jóhannsson skora körfu fyrir Þór í einum úrslitaleikjanna um helgina sem fjallað er um a íþróttasíðunni á bls. 9. Ljósm. KGA Hafa fengið allt upp í eitt tonn af aldamótakarfa Brú yfir Glerá byggð í sumar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.