Dagur - 16.03.1982, Page 1

Dagur - 16.03.1982, Page 1
65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 16. mars 1982 30. tölublað TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI Wtout Áatú'® Grásleppusjómenn óánægðir með verðlagninguna: ,Vil ekki mjólka kúna fyrr en eitthvað er komið í júgrið‘ Mikil óánægja ríkir nú meðal grásleppuveiðimanna á Norðurlandi með verðlagningu á grásleppuhrognum fyrir kom- andi vertíð. Sjómenn á Ólafs- firði ætla ekki að hefja veiðar fyrr en búið er að ganga að vissum skilyrðum og sjómenn á Raufarhöfn hafa fullan hug á að gera slíkt hið sama. Sam- kvæmt upplýsingum Dags er þungt hljóð i sjómönnum á Dalvík, en a.m.k. tveir hafa þó hafið veiðar þar. Aflinn er Iítill sem enginn. Sjómenn á Norðurlandi eystra máttu hefja veiðar þann 12. mars sl. Áhugi fyrir grásleppuveiðum er mun minni á Norðurlandi eystra nú en í fyrra, en fyrir helgi voru 49 aðilar búnir að sækja um leyfi til veiða, en í fyrra sóttu 126 aðilar um leyfi til veiða á þessu svæði. Ástæðan er sú að erfiðlega gekk í fyrra að losna við hrognin og greiðslur bárust seint og illa. T.d. eru ekki liðnir margir dagar síðan síðasta tunnan fór frá Grenivík og Ólafsfirðingum voru á dögunum að berast greiðslur fyrir grásleppuhrogn sem seld voru í fyrra. Aðalbjörn Sigurlaugsson, skipstjóri á Ólafsfirði, sagði að það væri mun skynsamlegra að vera á öðrum veiðum, en grá- sleppuveiðum, þar til búið væri að lagfæra ákveðin atriði. Þeir vilja m.a. koma á ákveðnu lágmarks- verði, að veita ekki greiðslufrest á útfluttum hrognum og að ekki verði veitt meira magn en það sem hefur verið tryggð sala á með fyrirframsamningum. Aðalbjörn sagði að enn hefðu opinberir aðilar ekki sýnt nein viðbrögð vegna ákvörðunar sjó- manna á Ólafsfirði. „Það er engan bilbug á okkur að finna, ég vil t.d. alveg eins fá lítið af þorski fram að þeim tíma að ég fer aftur á færi. Ég ætla ekki að fara að mjólka kúna fyrr en eitthvað er komið í júgrið“, sagði Aðalbjörn. Áskriftagetraun Dags og Samvinnuferða-Land- sýnarábls.11. viðtalvið Sigfríði Angan- týsdóttur í opnu ,Skoðum það fólk sem hefur umgengist þessi dýr‘ Blanda næsta virkjun: Samningar undir- ritaðir I gær var undirritaður samning- ur milli Rafmagnsveitna ríkis- ins, sem virkjunaraðila, og fímm hreppsnefnda varðandi Blöndu og er forsenda samn- ingsins m.a. sú að Blöndu- virkjun verði næsta meiriháttar vatnsaflsvirkjun í landskerfínu. Lauslegt mat á upphæð bóta- krafna nemur 47 til 50 milijón- um króna. Hraði virkjunar framkvæmda mun ráðast að nokkru af þeim markaði sem verður fyrir orkuna. Gert er ráð fyrir að virkjuninni Ijúki árið 1987. Hrepparnir sem eiga aðild að samningnum eru Blönduóss-, Torfalækjar- og Svínavatns- hreppur vestan Blöndu og Lýt- ingsstaða- og Seyluhreppur aust- an Blöndu. Eini hreppurinn á virkjunarsvæðinu, sem ekki á að- ild að samningnum er Bólstaða- hlíðarhreppur þar sem hrepps- nefndin hefur ekki fallist á hann. Samningurinn felur í sér að virkjað verður samkvæmt svo- kallaðri virkjunarrtilhögun 1, þar sem áin verður stífluð við Ref- tjarnarbungu. Gert er ráð fyrir ígær 400 gígalítra hámarksmiðlun, en með ýmsum hætti verður leitast við að taka tillit til gróðurverndar og landverndarrsjónarmiða við byggingu og rekstur virkjunar- innar. Þá skuldbindur virkjunar- aðili sig að kosta uppgræðslu lands í stað þess gróðurlendis sem tapast eða spillist vegna virkjunarframkvæmda, sem svar- ar til allt að 3000 hekturum. Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, sagði að það væri um það samstaöa milli þeirra sem undirrituðu samninginn, að beina því til Bólstaðahlíðahrepps að gerast nú aðili aö þessum samn- ingi. Ef hreppurinn kýs að gera það ekki, sagði ráðherra að til væru ýmsar leiðir fyrir hreppinn að gæta hagsmuna sinna - þ.á.m. að leita eftir mati á bótum eftir vatnalögum. Þess má geta að Ból- staðahlíðahreppur á 1/16 hluta þess heiðarlands sem virkjunin nær yfir. Jafnhliða Blönduvirkjun verð- ur hafist handa við Fljótsdals- virkjun. Ætlunin er að fram- kvæmdir við þessar virkjanir skarist. „Það er Ijóst að þessi innflutn- ingur á skjaldbökum til Iands- ins var ólöglegur, og það sem við þurfum að gera núna er að rannsaka allt heimilisfólk á þeim stöðum sem þessar sýktu skjaldbökur hafa verið hér á Akureyri, sagði Hilmir Jó- hannsson héraðslæknir í sam- tali við Dag í gær. Eins og fram hefur komið, hafa tvær verslanir í Reykjavík orðið uppvísar að ólöglegum innflutningi á skjaldbökum til landsins. Þessar skjaldbökur fluttu með sér salmonellusýkil sem veldur taugaveikibróður, og er verið var að rannsaka mál- ið kom í ljós að -verslanir í Reykjavík höfðu selt fimm skjaldbökur til Akureyrar. Sýni hafa verið tekin í versluninni á Akureyri sem seldi dýrin, voru niðurstöður rannsókna af þeim sýnum jákvæðar. Það liggur sem sagt fyrir að skjaldbökurnar sem voru seldar hér á Akureyri voru sýktar. „Ég veit að bréf er á leiðinni til okkar frá landlækni þar sem hann fer fram á að við skoðum það fólk sem hefur umgengist þessi dýr. Við þurfum að taka sýni af þessu fólki og láta rækta þau,“ sagði Hilmir. „Það af þessu fólki sem vinnur við mat- væli, verður að hætta störfum á meðan rannsókn fer fram, og fær ekki að hefja störf aftur fyrr en það hefur skilað þremur nei- kvæðum niðurstöðum." Héraðslæknisembættið og heilbrigðisfulltrúi hafa farið þess á leit við þá sem keyptu þessar umræddu skjaldbökur að þeir skili þessum dýrum hið snarasta til aflífunar, og þegar hefur tveimur dýrum verið skilað. Þegar þetta er skrifað er því ekki betur vitað en að þrjár skjald- bökur séu á lífi í bænum. Þær eru með sýkil sem getur valdið taugaveikibróður og getur fólk sem umgengst þessi dýr því tek- ið þessa hættulegu veiki. Þær eru hvorki stórar eða merkilegar skjaldbökumar sem eru hér í umferð, en hættulegar geta þær reynst fólki vegna salmonellusýkilsins sem þær flytja með sér. Stútur við stýrið: tækin voru upptæk Einn maður var tekinn á Akureyri um helgina, grunaður um ölvun við akstur. Eitthvað hafði hann meðferðis af sterkum drykkjum í bifreið sinni, og komst lögreglan á þá skoðun að þar væri um „Ianda“ að ræða. í framhaldi af því var gerð hús- leit hjá manninum og í öðru húsi einnig, og fundust þar tvö eiming- artæki sem gerð voru upptæk. .7 jr m m m

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.