Dagur - 18.03.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 18.03.1982, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 18. mars 1982 31. tölublað „Það má segja að það hafi gengið þokkaiega að halda veg- inum opnum í vetur,“ sagði Valdimar Steingrímsson Óiafs- firði, í samtali við Dag, en Valdimar hefur umsjón með veginum fyrir Ólafsfjarðar- múla. „Það er misjafnt hve mörg snjóflóð falla á veturna, en það líður aldrei vetur án þeirra. Stærsta snjóflóðið í vetur kom á dögunum. Það var um 10 metrar á hæð og 70 til 90 metrar á breidd. Aðeins einu sinni hef ég mælt stærra snjóflóð síðan vegurinn var byggður. Annars hefur veturinn ekki verið sérstaklega snjóþung- ur. Á vorin, þegar frost er að fara úr jörðu, er svo alltaf eitthvað um grjóthrun og það kemur fyrir að snjóflóð falli þótt aðeins sé að finna snjó í giljunum." Að lokum var Valdimar spurð- ur álits á því hvort ekki væri brýnt að fá jarðgöng á þessum slóðum, og leggja niður Múlaveginn. Valdimar sagði að það væri sín skoðun að það bæri að gera þessi göng, og benti á að Vegagerð ríkisins væri búin að gera frumat- hugun á hugsanlegum stað, en enn er ekki búið að taka neina ákvörðun þar að lútandi. Getraunin Þeir, sem taka þátt í getraun Dags og Samvinnuferða-Landsýnar, eru beðnir um að senda lausnina á hverri spurningu strax til Dags, þar sem dregið er um aukavinn- inga vikulega. Lausnirnar sendist til Dags, í umslagi merkt: Dagur, ferðagetraun, Strandgötu 31, 600 Akureyri. Stofna Iðnþróunarfélag Eyiafjarðabyggða: Mun stuðla að iðn- þróun við Eyjafjörð Á laugardagsmorguninn verð- ur stofnfundur Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðarbyggða hald- inn á Hótel KEA. Umrætt fé- lag verður í hlutafélagsformi, og að sögn Helga M. Bergs bæjarstjóra, mun ekki vera til samskonar félag hér á landi. „Tilgangur félagsins er sá að stuðla að iðnþróun á Eyjafjarðar- svæðinu með skipulegri leit að hagkvæmum fjárfestingartæki- færum á sviði iðnaðar og hafa frumkvæði að stofnun slíkra fyrir- tækja í samvinnu við aðra,“ sagði Helgi M. Bergs, þegar Dagur ræddi við hann í gær. „Það kemur ekki í Ijós fyrr en á stofnfundinum hve margir vilja gerast félagar í fyrirtækinu. Akureyrarbær hefur þegar ákveðið að leggja fram 400 þúsund krónur og Verkalýðsfé- lagið Eining hefur ákveðið að vera með, sömu sögu er að segja um Kaupfélag Eyfirðinga.“ Aðspurður sagði Helgi að mörg sveitarfélög við Eyjafjörð hefðu sýnt fyrirhuguðu félagi áhuga. Bæjarstjórarnir í Ólafsfirði og á Dalvík voru í undirbúnings- nefndinni ásamt Helga og Val Arnþórssyni kaupfélagsstjóra. Hlutafé var ákveðið tvær milljón- ir, en samkvæmt stofnsamningi var ekki gert ráð fyrir að bjóða meira út en eina milljón á þessu stigi. Lækkun fast- eigna- skatts á Akureyri „Um árabil hafa verið í gildi á Akureyri reglur um Iækkum fasteignaskatts af eigin íbúð hjá efnalitlum elli- og örorku- Iífeyrisþegum,“ sagði Sigurð- ur ÓIi Brynjólfsson, bæjar- fulltrúi í samtali við Dag. Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag var rætt um nýjar viðmið- unartölur og voru þær sam- þykktar. Hjá hverjum er fasteigna- skatturinn lækkaður? Um það gilda ákveðnar reglur, en það er starfsfólk Skattstofunar sem ákveður hverjir eiga rétt á lækk- un og miðar við nýjasta skatt- framtalið. Fólk þarf því ekki að sækja um lækkun, hún kemur sjálfkrafa hjá þeim sem falla undir settar reglur. Sem dæmi má geta þess að fasteignaskattur fellur að fullu niður hjá einstakl- ingum með tekjur allt að 2.250 umfram upphæð, sem svarar til lífeyris með tekju- tryggingu, hann fellur einnig niður hjá hjónum með tekjur allt að 4.500 umfram upphæð, sem svarar til lífeyris með tekju- tryggingu. Hámark skuldlausar eignar má vera 800 þúsund. Röskar 3 milljónir á einum degi „Þetta fólk var að greiða gjald- fallin fasteignagjöld og útsvar. Eg geri ráð fyrir að þennan dag hafi innheimst um 3,3 milljónir króna, sem er gott,“ sagði Rafn Hjaltalín, bæjargjaldkeri. Á mánudag var gjalddagi og myndaðist löng biðröð á bæjar- skrifstofunni og var myndin hér að ofan tekin skömmu fyrir lok- un skrifstofunnar. Rafn sagði að Akureyringar væru skilvisir og tók fram að það væri mikið þakkarefni þeim sem störfuðu við innheimtuna. „Fólk er farið að nota sér vaxtatímabilið til hins ítrasta og af þeirri ástæðu er mikið að gera síðasta daginn. Svona ástand myndast í hverjum mánuði í eina þrjá daga í senn, en síðasti dagurinn er verstur. Seinni hluta ársins lagast ástandið nokkuð, því þá er fólk búið að greiða fasteignagjöldin og víða eru útsvör innheimt hjá kaup- greiðanda.“ Það kom fram hjá Rafni að álag á starfsfólk skrifstofunnar væri mikið þegar Akureyringar flykkjast þangað til að greiða gjöldin sín. „Við erum fáliðuð og eigum erfitt með að sinna svona toppum, auk þess húsrýmið sem er ekki mikið,“ sagði Rafn. Mikil ös var i afgreiðslunni. Sæluvika Skagfiróinga hefst á laugardaginn: „Hef lagt áherslu á að lífga upp á hana“ „Sæluvikan var orðin það fast- mótuð að það var ekki hægt að bregða út af, án þess að menn yrðu vel varir við það. í fyrra var ákveðið að gera breytingar á þessari Sæluviku, en þegar á reyndi var ekki mjög mikill vilji fyrir hendi, menn eru nefnilega fastheldnir á forna siði,“ sagði Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri Sæluvikunnar, í samtali við Dag. Sæluvikan hefst á laugardaginn og verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í röska viku. Ólafur sagði að von væri á tugum gesta víðsvegar að af landinu og til að auðvelda fólki að komast, bjóða Flugleiðir 30% „Sæluvikuaf- slátt“. „Við byrjum á laugardag með Lúðrasveit Kópavogs klukkan 3. Þann dag verður einnig kvik- myndasýning og dansleikur um kvöldið. Þessi sæluvika verður í fjölbreyttara lagi, en ég hef lagt mikla áherslu á að lífga upp á hana. Nú verða t.d. tvær miðnæt- ursýningar á leikritum og dans- leikur á þriðjudegi verður felldur niður,“ sagði Ólafur og bætti því við að hann vonaðist til að sjá sem flest andlit á Sauðárkóki um Sæluvikuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.