Dagur - 18.03.1982, Side 7

Dagur - 18.03.1982, Side 7
Smábáta- höfnin enn á teikni- borðinu „Við bíðum eftir því að það verði byggð góð smábátahöfn á Sauðárkróki. Árið 1976 komst smábátahöfn á teikniborðið. Hún er þar enn. Það er mjög mikilvægt að komist skriður á málið því hér er bókstaflega engin aðstaða fyrir smábátaeig- endur. Hér er trébryggja og hún hangir uppi af gömlum vana,“ sagði Steingrímur Aðai- steinsson hafnsögumaður á Sauðárkróki í samtali við Dag. Bátar hafa skemmst í höfninni, enda er mikil hreyfing í henni. „Ég er alveg viss um að það væri meiri smábátaútgerð héðan ef að- staðan væri betri. Menn halda að sér höndum í að fá sér bát. Bátar eru orðnir dýrir og þegar eigend- urnir hafa ekki örugga höfn, eða aðstöðu, er það skiljanlegt að þeir kaupi ekki báta.“ Firmakeppni í innanhúss- knattspyrnu hefst 2. apríl Knattspyrnuráð Akureyrar heldur sem áður Firmakeppni í innanhúsknattspyrnu og hefst hún í íþróttaskemmunni föstu- daginn 2. apri'l kl. 19.00. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að ekki er leyfilegt fyrir tvö fyrirtæki að sameinast um lið. Skjaidbökum skilað til heilbrigðis- fulltrúa „Ég veit ekki til þess að tauga- veikibróður hafi orðið vart hér í bænum,“ sagði Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi á Ákureyri er við ræddum við hann og spurðum frétta af „skjaldbökumálinu“ svokall- aða. Valdimar sagði að fólk hefði verið að skila þessum dýrum inn undanfarna daga, en það er vilji landlæknis að allar skjaldbökur í landinu verði drepnar vegna þess að í ljós hefur komið að þær flytja með sér salmonellu- sýkil sem veldur taugaveiki- bróður. - Hvað tekur langan tíma að rannsaka þau sýni sem verða tek- in af því fólki sem hefur um- gengist þessj dýr? „Það má reikna með að það taki rúmlega viku frá því sýnið er tekið og þar til er greiningin er komin. - Getur fólk gengið með þessa bakteríu lengi án þess að veikj- ast? „Fólk getur verið smitberar án þess að það veikist sjálft, jafnvel svo árum skiptir. Passíukórinn á Akureyri flutti sl. þriðjudagskvöld óratoríuna Messías eftir Georg Hándel í Akureyrarkirkju. Fjórir einsöngv- arar tóku þátt ífíutningi verksins ásamt kammersveitsem skipuð var hljóðfæraleikurum frá Akureyri og félögum úr Sinfón- íuhljómsveit íslands. Tónleikarnir heppnuðust mjög vel, og ríkir almenn ánægja með flutning verksins. Framsóknarfólk Húsavík Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan fé- lagsfund mánudaginn 22. mars nk. kl. 20.30 í Garðar. Dagskrá: 1. Inntaka nýrrafélaga. 2. Tillaga að framboðslista. 3. Fjárhagsáætlun 1982. 4. Önnurmál. Félagar- mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Framsóknarfélag Akureyrar Almennur félagsfundur verður haldinn þriðjudag- inn 23. mars að Hótel KEA kl. 20. Umræður um kosningaundirbúninginn. Dagskrá nánar auglýst síðar. Allt áhugafólk um störf og stefnu Framsókn- arfélagsins velkomið. Stjórnin. H Opiðhús er að Hafnarstræti 90 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23.30 Spil — Tafl — Umræður Lesið nýjustu blöðin Kaffiveitingar Allir velkomnir Þessir krakkar komu á ritstjórn Dags með 60 krónur, sem þau báðu um að yrði komið til forráðamanna Systraselssöfnunarinnar. Peningana fengu krakkarnir á öskudaginn, F.v. Friðfínnur Örn Hagalín, Stefán Hrafn Hagalín, Ólöf Rist, Birna Helgadóttir og Erna Erlingsdóttir. Mynd: KGA. AKUREYRARBÆR Akureyringar Vinsamlegast hreinsið snjó frá sorpílátum, svo hreinsun geti farið fram. Bæjarverkfræðingur. Nauðungaruppboð Laugardaginn 20. mars nk. kl. 14.00 verður, að kröfu ýmissa lögmanna, selt á nauðungaruppboði við lögreglustöðina á Ak- ureyri ýmiss konar lausafé, s.s. bifr.: A-1139, A-4096, A-6209, A-5309, A-6610, A-6951, í-4013, A-6130, A-5740, A-2969, A- 7767, A-6273, A-4222, A-5650, Ford 4600 dráttarvél árg. 1973, 2 stk. leðurklæddir stólar, sófaborð með glerplötu á stálfæti, ál- suðutransi, „Grundig" hljómflutningstæki (plötuspilari, magnari og 2 hátalarar), „Philco Bendix“ þvottavél, „Rösler" píanó, sófasett: þriggja- og tveggja sæta og einn stól með rauðu plus- áklæði, varahlutir í Chrysler New Yorker: 2 frambretti, vatns- kassi, framljósabúnaður og grill. F.h. bæjarfógetans á Akureyri, 17. mars 1982, Erlingur Oskarsson. 18, mars 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.