Dagur - 19.03.1982, Page 4

Dagur - 19.03.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Flutningsráð ríkisstofnana í april 1972 var skipuð nefnd til að kanna stað- arval ríkisstofnana og athuga hverjar breyt- ingar komi helst til greina í því efni. Nefndin kynnti sér alls 243 stofnanir og athugaði 157 þeirra sérstaklega. Nefndin skilaði áliti í októ- ber 1975, þar sem lagt var til að flytja stofnanir út á land og 12 deildir ríkisstofnana, setja á laggirnar 36 útibú og efla 11 útibú sem fyrir væru. Nefndin lagði til að stofnað yrði sérstakt Flutningsráð ríkisstofnana, til að hafa yfirum- sjón með þessari meiri háttar stjórnkerfisað- gerð. Nú eru brátt full tíu ár frá því nefndin um- rædda var sett á laggirnar. Lítið sem ekkert hefur gerst. Frumvarp um þetta efni hefur ver- ið lagt fram á alþingi þrisvar sinnum og í fjórða sinn nú á þessu þingi. Þingmenn landsbyggð- arinnar ættu nú að taka saman höndum og koma þessu þjóðþrifamáli í gegn um þingið og krefjast þess síðan, að farið verði að vinna að þessum málum. Stofnanaflutningur í talsverð- um mæli er þjóðhagslega nauðsynlegur, auk þess sem það er sjálfsagður réttur íbúa lands- byggðarinnar að fá aukna hlutdeild í því opin- bera kerfi, sem hefur aðsetur sitt á höfuðborg- arsvæðinu. Lítil atvinnuppbygging hefur verið í landinu að undanförnu og eru ástæður til þess ýmsar. Fjármagnskostnaður hefur aukist gífurlega, þannig að menn leggja ógjarnan í miklar fjár- festingar. Þetta hefur meðal annars komið niður á byggingastarfsemi á Akureyri og víðar. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar miklu meira en nóg að starfa fyrir iðnaðar- menn. Og hver skyldi ástæðan vera? Skýringin liggur að stórum hluta til í því, að þangað fer fjármagnið, sem aflað er um allt land, og það fer meðal annars í að byggja upp opinberar þjónustustofnanir í Reykjavík. Meðal þeirra verkefna sem Flutningsráði ríkisstofnana er ætlað að hafa samkvæmt frumvarpinu, er að veita umsögn eða gera til- lögur um staðaval nýrra ríkisstofnana og taka staðsetningu alls ríkiskerfisins til endurskoð- unar með reglulegu millibili, t.d. einu sinni á hverjum áratug. Þá á Flutningsráðið að annast heildarskipulagningu og yfirumsjón með flutningi ríkisstofnana. Samkvæmt frumvarp- inu eiga alþingi og einstök ráðuneyti að leita umsagnar ráðsins, áður en ákvarðanir eru teknar um staðaval nýrra ríkisstofnana eða breytingu á staðsetningu eldri stofnana. Ráðið skal leita umsagnar nokkurra aðila, þar á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landshlutasamtaka sveitarfélaga. Hér er gott mál á ferðinni - mál sem tekur langan tíma að hrinda í framkvæmd, svo ein- hverju nemi - og því er tímabært að fara að samþykkja lagafrumvarpið um Flutningsráð ríkisstofnana, sem hefur verið 10 ár í undir- búningi. Sigurdnr Oli Brynjólfsson hæjarfiilltnii Iðnþróimar- félag Eyja- Ij arðarby ggða Samvinnustarf í Eyjafirði er löngum tekið sem dæmi um góðan ávöxt sem samtök manna geta borið. Manna sem búa við ólíkar aðstæður á margan hátt en eiga sameig- inlegra hagsmuna að gæta. Styrkur þessara eyfirsku sam- taka hefir meðal annars verið í því fólginn að hagsmunir einstaklinga og einstakra svæða hafa verið metnir sem hagsmunir heildarinnar en jafnframt hafa hagsmunir heildarinnar verið metnir sem hagur einstaklinga á félags- svæðinu. Nú þegar flestum er augljós sú staðreynd að gera verður sérstakt átak til eflingar atvinnulífi á Eyjarfjarðar- svæðinu, ekki eingöngu ein- um stað til framdráttar heldur heildinni, þá er ekki óeðlilegt að menn leiði hugann að hinu vel heppnaða samvinnustarfi og leiti þar nokkurrar fyrir- myndar. Það eru því áreiðanlega mjög margir sem binda vonir við stofnun Iðnþróunarfélags Eyjafjarðarbyggða sem verið hefir afllengi í undirbúningi og heldur stofnfund sinn nú um helgina. Öllum sveitarfé- lögum á svæðinu er boðið að gerast aðilar að félaginu ásamt kaupfélögum og nokkr- um öðrum félögum og væri æskilegt að aðilar gætu orðið úr innstu dölum til ystu nesja. Það er almenn skoðun manna hér að efling Eyja- fjarðarsvæðisins sé sá kostur sem líklegastur sé til að skapa mótvægi við Faxaflóasvæðið og þar með að tryggja að nokkru jafnvægi í byggð landsins. Nú, þegar fyrir liggja spár um verulega fjölgun vinnu- fúsra handa á svæðinu næstu árin, verður að vinna að efl- ingu atvinnulífsins svo að Eyjarfjarðarsvæðið geti Sigurður ÓIi Brynjólfsson áfram boðið uppvaxandi æskufólki upp á bjarta og glæsta framtíð þar sem fengist er við skemmtileg viðfangs- efni. Þó að brýnt sé að bæta stöðu núverandi atvinnu- rekstrar ekki síst iðnaðarins, sem hefir átt við tvíþætta erf- iðleika að etja, þá er jafn- framt augljóst að kanna verð- ur hagkvæmni nýiðnaðar margskonar, svo sem frekari úrvinnslu landbúnaðar-og sjáfarafurða, lífefnaiðnað og orkufreks iðnaðar af ein- hverju tagi. Og eins og að lík- um lætur mun athugun iðn- þróunarfélagsins fyrst og fremst beinast að mögulegum nýiðnaði. Það er því vanda- samt verk sem framundan er hjá væntanlegri stjórn og starfsmönnum fyrirtækisins. Það þarf áreiðanlega bæði hugkvæmni og áræði en um- fram allt þekkingu og góð sambönd. Ekki er nema eðli- legt að líta á stofnframlög sem áhættufé sem að einhverju leyti getur tapast en að sjálf- sögðu vænta menn að aðrir þættir beri þann vöxt að nokkru sé hættandi. Að lokum eru bornar fram óskir að upp rísi ábatasamar atvinnugreinar eða fyrirtæki Eyjafjarðarbyggðum til styrktar og að samhugur og samheldni geti jafnan orðið um það sem í verður ráðist. % 4 - DAGUR -19. mars 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.