Dagur - 19.03.1982, Síða 7

Dagur - 19.03.1982, Síða 7
-T; •í'i 'l 7. mm í/.~ w'i’vvT Fyrir austan verða menn að standa og falla með verkum sínum ■aHDBBBBnnnBBnB Finnbogi Stefánsson er fæddur að Geirastöðum í Mý- vatnssveit á þvíherrans ári 1929. Þar ól hann aldursinn, þar til fyrir 13 árum að hann ttutti ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar. Finnhogi er veiðimaður af lífi og sál og hann ber mikla virðingu fyrir náttúrunni eins og svo margir sem hafa komist í nána snertingu við hana. Og mikla umhyggju ber Finnbogi fyrir Mývatnssveit og það er ekki að ástæðulausu sem hann hefur áhyggjur affram- tíð fæðingarsveitar sinnar. Um það leyti sem skrásetjari þessa viðtals var að koma í heiminn hljóp Finnbogi á mótum víðsvegar um landið og einnig var hann þekktur sem ágætur göngumaður á skíðum. Umfram allt er Finn- bogi Þingeyingur og mun eflaust um alla framtíð halda fram hag sinnar sveitar, þrjóskur og þungur fyrir, eins og sönnum veiðimanni sæmir. Sjö tófur fyrsta veturinn - Á Geirastöðum, einsogannars- staöar í Mývatnssveit, tcngdist líf livers og cins ótrúlega mikiö veiði- skap af ýmsu tagi, þó aðallega sil- ungsveiði. Snemma fór ég aö renna fyrir fisk með gamalli bambustsöng og heimatilbúnum veiðarfærum. Þetta þættu ekki merkileg veiðarfæri í dag og fcngurinn var ckki alltaf mikill, en alltaf asnaðist einn og cinn urriði á færið. lJað er sagt að fjar- lægðin geri fjöllin blá og mcnnina mikla. Sjálfsagt er það satt - en ég man aldrei eftir því að maður væri að veiða smásilung á þessi verkfæri. Þá fengum við það scm kallaður er dræpur silungur, scm sagt 35 til 40 scntimctra langa fiska. Aldrei smá- silung. Eftir að farið var að setja þennan veiðikvóta hef ég hins vegar séð menn geyma smásilung í klofbúss- um, ef vciðivöröurinn var í nágrcnn- inu. Ég lék mér að því að veiða silung alveg fram undir tvítugsaldur. Stundum varég fcngsæll ogstundum ekki. í þá daga þótti mér bölvað að vciða lítið, cn núna er ég ekkert síður ánægöur með iitla veiöi. Þú sérð hvernig viðhorf manna breytast með árunum. Það cr ekki fyrr en eftir að stríðinu lauk að ég fór að fikta viö byssur. Eitthvað skaut ég af rjúpum, en það freistaði mín alltaf að fara á refaveiðar. Gagnstætt öðrum, sem við þctta hafa fengist, þá byrjaði ég á því að fara á refaveiðar á veturna. Fyrsta veturinn fékk ég sjö tófur. Þá var liirt af þeim skinnið, það var verkað og selt. Ég fékk þó nokkrar krónur fyrir mín skinn og fór skaðlaus út úr þessu. í þá daga voru notaðar haglabyssur við rcfa- veiðarnar, rifflarnir komu ckki fyrr en nokkru seinna. Frændi minn, gamafl. sem nú er dáinn, Kristján Benediktsson frá Arnarvatni, gaf inér góð ráð. Hann var gamall rcfaveiðimaður og vissi mæta vel hvernig átti að fara að. Móðurbróðir minn, sem upphaflega var heimilismaður að Geirastöðum, Freystcinn Jónsson í Vaðbrekku, ýtti líka undiráhugann. Hann lánaði mér byssu þegar á þurfti að halda. Á þessum árum átti ég enga byssu og eignaðist ekki slíkan grip fyrr cn um haustið 1949. Sama haust keypti ég mér líka riffil. Hann notaði ég til rjúpnaveiða og haglabyssu notaði ég ekki við slíkar veiðar fyrr en ég var fluttur til Akureyrar. Það tryði mér enginn Já, svo til allir Mývetningar not- uðu riffla við rjúpnaveiðarnar á þess- um árum. Ég man cftir því að eitt sinn skaut ég 12 rjúpur með riffli án þess að róta mér. Varð að velta mér svolítiðtil ásamastað. Þettavarein- skota riffill og ég varð að hlaða hann eftir hvert skot. Ég á þennan riffil ennþá. í þá daga að minnsta kosti, var það þannig að ef maður drap rjúpuna strax, en særði hana ekki, þá flugu hinar yfirleitt ekki. Þær bældu sig niður. Þetta hefur breyst. Nú byl- ur skothríðin úr öllum áttum þegar maðurfertil rjúpna. Rjúpurnarhaga sér öðruvísi en áður. Refavciðar að vetrarlagi eru íþrótt. Þá nær refurinn að sýna það scm í honum býr. Það var nú einmitt það scm heillaði mig í sambandi við refaveiðar með haglabyssu á þessum árstíma. Maður reyndi að vera klók- ari en rcfurinn. oftast var hann það, en svo var maður heppinn þess á milli. Eftir að stórir rifflar komu, scm hægt var að skjóta með ref á 2- 300 mctra færi, var þetta búið. Þá var íþróttin búin. Rcfireru ákaflegaskotharðir. Þeir hafa þannig feld á veturna, að högl ciga ekki grciða leið í gegn. En við vorum farnir að sjá við því. Við not- uðum nokkuð stór högl. Höfðum svona 3 til 5 í skotinu. Það varstund- um nóg að eitt þeirra hitti. Oft minn- ist ég þess. En ég hef aðallega verið á minká- veiðum, ég skaut ekki svo margar tófur. Ég veit hve marga minka ég hef skotið. Það er hinsvegar tilgangs- laust fyrir þig að spyrja um fjöldann. Ef ég segði það tryði mér ekki nokk- ur lifandi maður. Nú, ég hef haft 14 minka eftir daginn, en það myndi þeim ekki finnast mikið þessum stór- veiðimönnum sem nú fást við þetta. Ég las einhvcrsstaðar að vinur minn, Vilhjálmur á Sílalæk, hefði fengið á annað hundrað minka á einni viku. Einhvern daginn þá vikuna hefur hann íengið meira en 14 minka. Þess ber að gæta að þegar ég var á minka- vciðum fyrir og um 1960 var ekki cins mikið um þá og í dag. Þetta er bara erfíð vinna Ég sé mikinn mun á lífríki Mý- vatns nú og þegar ég komst til vits og ára. Suma staði lagði minkurinn al- gjörlega í auðn, víða er lítið sem ekkert fuglalíf miðað við það sem var. Fuglinn flutti sig þegar minkur- inn tók sér bólfestu. Glöggt dæmi er Slútnes. Þaðan flúði allt lifandi þegar minkurinn kom. Að vísu átti mink- urinn einn ekki sökina, en meiripart- inn. Maðurinn á líka sinn hluta. Ef minkurinn er ekki veiddur fer svo að þá verður hvergi hægt að finna fugl eða fisk hér á landi. Sportveiði- mennska dugir ekki til að halda hon- um í skefjum. Það þurfa að vera í því fastráðnir menn og það verður að gera vel við þessa menn, um annað er ekki að ræða. Það er ekkert ævin- týri að veiða mink, þetta er bara erfið vinna. Á þessum árum þegar ég var við minkaveiðar var mikið að gera. Maðurfékkekkisvefn. Égvaktieinu sinni í þrjá sólarhringa, en þess ber að geta að þá fékkst enginn við minkaveiðar á þessum slóðum, ja ekki fyrr en vestur á Blönduósi. Þó ég hefði vakað frá því um mánaða- mótin maí og júní og fram í miðjan júlí þá hefði ég ekki haft undan. Frá 1956 og fram undir 1960 var þetta hrein martröð, en maður var ungur og gat leyft sér svo margt. Eins og að eiga við fleygar tófur Ég man ekki hvers konar sam- koma það var, en þar var Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur og hann hélt erindi. Hann talaði um ýmislegt sem að vísu var ekki orðið þá, en átti eftir að koma síðar og er í algleym- ingi í dag. Til dæmis talaði Sigurður um dropasteina í hellum og hve mikil hætta væri á að fólk bryti dropastein- ana niður og færi með heim. Hann talaði um hættuna sem stafaði af minknum, sagði að hann væri mikill skaðvaldur og gæti truflað lífríkið mikið. Ákaflega glöggur Þingeying- ur, sem var á fundinum, taldi ekki gott að eiga við minkinn, það væri svipað og að eiga við fleygar tófur. Þetta er mikið rétt. Hann hafði rnikið til síns máls. Minkurinn er klók skepna og hann er færari í vatni en á landi. Ef hann kafar beint út frá ströndinni, sem hann gerir að vísu sjaldan, þá er hann kominn úr skotfæri þegar hann kemur upp á nýjan leik. Hann getur kafað hiklaust 80 til 120 metra út í einu kafi. Ég minnist þess oftar en einu sinni að minkar köfuðu og þá hófst eitt æðisgengið kapphlaup eftir bakkan- um. Að sjálfsögðu þurfti hann að koma upp og taka loft. íþróttin var sú að skjóta á því augnabliki, þegar hann grynnti á sér og væri rétt í vatnslokunum, áður en hann næði því að taka loft. Ef honum tókst það fórhann strax niðuraftur, en efhann átti lítið eftir, þá missti hann það sem eftir var, þegar höglin buldu á vatn- inu yfir honum. Um leið skaust hann upp úr og mátti heita að hann þurrk- aði sig alveg. Þá varð maður að eiga seinna hlaupið til að láta hann hafa það áður en hann kæmist niður. Þetta tókst ótrúlega oft. Gat orðið aumur ef drapst hundur Eftir þennan fund með Sigurði fór ég að hafa áhuga á minkaveiðum, en ég fór fyrst með Carlsen. Þetta var bæði vor og haust 1956, nokkrir dag- ar í hvort skipti og þá var með hon- um Ameríkani. Við lentum fyrst í minkagreni á svokallaðri Hofstaða- ey. Þar var kjarr, rauðvíðir og fjall- drapi. Ég hafði aldrei komið nálægt þessu fyrr og vissi lítið, en Carlsen minkabani lagði mér lífsreglurnar. Hann lagði mjög ríka áherslu á það við mig að ég sparaði ekki skotin, það skipti ekki máli hvort ég hitti eða ekki. Svo fór hann að puða niður sínu dynamiti og ætlaðist til að læðan, því þetta var minkalæða, kæmi í skotfæri. Hann argaði líka á hundana, var með ein sjö stykki. Læðan kom og Carlsen og sá ameríski fóru að skjóta, en það var ekki nema með höppum og glöppum að sást í læðuna, hún fór alltaf aftur ofan í jörðina. Meira dynamit og upp kom læðan. Nú var ég búinn að sjá hvernig hún hagaði sér og ég fylgdist bara með því hvar laufið hristist á viðnum. Það lá þarna kindagata og á einum stað var rjóður í þokkalegu skotfæri. Ég sá að læðan stefndi á kindagötuna og því hlaut hún að koma í rjóðrið, svo ég beið hinn ró- legasti og skaut hvergi, en hinir tæmdu byssur sínar. Það stóð heima að þeir stóðu með tómar byssur þeg- ar minkalæðan kom í rjóðrið, þá skaut ég og hún fór ekki lengra. Þetta var fyrsti minkurinn sem ég skaut. Ég hafði hins vegar lítið af honum að segja, það helltu sér yfir hann sjö hundar og slitu í tvennt. Eftir þetta hafði Carlsen tröllatrú á mér, hélt að ég væri einstakur snill- ingur í að hitta með byssu, sem var hin mesta firra. Carlsen fór líka eftir þetta að leggja rækt við að segja mér hlutina, já og búa mig undir það að læra það sem hann kunni. Það var hlutur sem hann gerði alls ekki, þó að menn færu með honum á veiðar, að því komst ég síðar. Carlsen er einn af þeim mönnum sem ég hef umgengist og mun aldrei gleyma. Hann var ákaflega sérlegur og þurr á manninn. Hann kippti sér ekki upp við það, þó dæi einn og einn maður, en hann gat orðið andskoti aumur af sér, ef drapst hundur, Nei, hann lét ekki undan, var þrjóskur. Hafi ég ekki kunnað slíkt fyrr, þá lærði ég af honum að gefast aldrei upp. Snoddas og Bella særðust Þegar maður er í svona veiðiskap verður maður að hafa hunda, sem hægt er að treysta. Ef þeir segja manni einhverja bölvaða vitleysu eru þeir verri en enginn. Jú, ég man eftir hundi sem er mér minnisstæðari en aðrir. Sá hét Snoddas og kom frá Carlsen. Hann var nýlega byrjaður að þjálfa þennan hund þegar við hitt- umst og þá sýndi Snoddas enga sér- 0 ■M : Finnbogi með afrakstur næturinnar, tvo minka. Við hlið hans er hundurinn Perla, sem var í eigu Jónasar Bjarna- sonar rannsóknarlögreglumanns frá Reykjavík. Það var líka Jónas sem tók myndina fyrir nokkrum árum. staka takta. Carlsen fór suður og þegar hann kom um haustið sá ég strax að hundurinn var alveg afbragð, einstaklega góður. Enn leið tíminn og næsta vor vorum við eitt sinn að koma af minkaveiðum, og var mikill æsingur í hundunum, því þeir og við höfðum lent „í svaka hasar,, eins og Carlsen sagði. Hund- arnir höfðu gjammað mikið og Carl- sen hafði mikið öskrað. Þá gengum við fram á lamb, sem villst hafði frá móður sinni. Það kom jarmandi til okkar, en tveir af fjórum hundum, sem við vorum með stukku að því. Carlsen tók upp hundablístruna, en hvorki Snoddas eða Bella, sem var Carlsens mesta augnayndi, sinntu því nokkru. Lambið hljóp í stóran hring og þegar það var komið á snið við okkur reif karlinn upp byssu og skaut á hundana. Ekki upp í loftið heldur beint á þá og særði báða, sem þó var ekki meiningin. Snoddas fékk í sig fimm högl og tíkin eitt. Carlsen var andskotans sama um hundinn, hefði staðið á sama þó hann hefði drepið Snoddas, en hann var ákaflega aumur út af þessu eina hagli, sem tíkin fékk í sig. Hún skreið til hans með það sama, hund- inum gat hann ekki náð með nokkru móti. Snoddas lét mig taka sig og ég bar hann upp í Mývatnssveit, klippti hárin og náði tveimur höglum, hin náðust aldrei, voru í læri. En eftir þetta greri aldrei um heilt með karl- inum og Snoddasi. Hundurinn vissi hver skaut. Karlinn þráaðist við allt fram á haust, hundurinn sýndi snilldar veiðitakta, en hljóp gjarnan burt, þegar karlinn fór að veifa byss- unni. Carlsen hringdi til mín þetta haust og sagði að nú væri Snoddas laus. Hundurinn átti að kosta þann pening, að ég hafði ekki aura fyrir honum og fór því beint til oddvitans, sem þá var Jón Gauti Pétursson, sem ákvað strax að kaupa hundinn, ef ég vildi nota hann við veiðarnar. Þarna keypti hreppurinn hundinn og ég var með hann í tíu ár. Ullin er best Það hljóp aldrei snurða á þráðinn milli okkar, aldrei nokkurn tíma. Einhverju sinni var ég á minkaveið- um, ásamt Guðmu,ndi félaga mínum á Hofsstöðum. Dag nokkurn flugu fram hjá gæsir, nú og okkur þótti gæsakjöt gott og hundunum líka, svo við skutum hvor sína gæsina. Þær féllu báðar ofan í vatn. Snoddas synti eftir minni eins og skot, en neitaði með öllu að fara eftir gæs Guðmund- ar, sem varð að vaða sjálfur eftir henni. Snoddas var skyggn. Það var ekk- ert grín. Hann fór ekki í bíl hjá mér, ef í honum voru vissir menn og hann lét vita með tveggja eða þriggja tíma fyrirvara, áður en gest bar að garði. Þá gjammaði Snoddas og fór síðan í helli úti í hrauni og hélt sig þar með- an gesturinn stoppaði. Og til voru þeir menn, sem hann neitaði að vinna með á minkaveiðum, þá rölti Snoddas á eftir okkur og lagði skott- ið á milli fótanna og hélt sig í 20 eða 30 metra fjarlægð á eftir okkur. Hann treysti ekki þessum ntönnum, það var greinilegt, en ef þeir voru byssulausir þá var allt í lagi. Hann vissi vel hvað byssa var, enda búinn að finna fyrir einni slíkri hjá Carlsen. Svona veiðiferðir útheimta hesta- heilsu og að menn búi sig rétt. Þetta á sérstaklega um refaveiðar. Oft er kuldi og vosbúð í þeim. Tvennt er sérstaklega slæmt: Krapahríðar. gjarnan með miklu hvassviðri, og sandbylur sem er engu betri. Þurra- hríð er ekki svo mjög hættuleg, en ef er krapahríð fyrripart nætur og birtir með frosti, ættu menn að vara sig. Ég lenti í svona veðrum, en aldrei í hrakningum, vegna þess að ég var alltaf vel búinn. Mér er sama hvað sagt er um þennan skjólfatnað sem nú er auglýstur, það að vera í ull næst sér er það besta . Ég var alltof lengi í þessu, menn verða þreyttir á svona veiðum. Minn áhugi var svo mikill að ég var í þessu mér til skaða, ég var orðinn of þreyttur til að ná þeim árangri sem ég átti að geta náð. Alls var ég í þessu í 14 ár. Ef ég hefði hvílt mig í tvö ár eftir t.d. veiðar í sex eða átta ár hefði það breyst. Særðu helvítlega í kappgöngu Ég hefði aldrei getað stundað þessar veiðar, ef ég hefði ekki verið vel líkamlega þjálfaður. Allt frá fyrstu tíð var maður á skíðum í Mý- vatnssveit á veturna, fjárgæslu hafði ég alltaf einhverja og þá var maður á skíðum. Já, það var rétt fyrir 1950 að það hófst nýr kapítuli í skíðagöngusögu Mývetninga. Þá kom sænskur þjálf- ari til okkar á vegum ungmennafé- laganna og hann kenndi okkur að smyrja skíðin. Þá fyrst fór eitthvað að kveða að okkur og aðrir lands- menn urðu varir við að nýir menn voru að hasla sér völl í skíðagöng- unni. Við stóðum okkur svo vel Mý- vetningar, að þrír voru sendir á Ol- ympíuleikana í Osló, þetta voru þeir ívar Stefánsson í Haganesi, Jón Kristjánsson á Arnarvatni og Matt- hías Kristjánsson á Litlu-strönd. Þeir stóðu sig mjög vel og sömu sögu er að segja um þrjá ísfirðinga sem fóru líka. Það hafa ekki aðrir staðið sig öllu betur í norrænum greinum á Olympíuleikum. Mývetningar hafa alltaf verið miklir göngumenn. Ég get sagt þér að á þessum árum höfðu margir sitt féá Austurfjöllumframaðjólum. Þá var það sótt og var undantekninga- laust smalað á skíðum. Þetta gátu verið nokkuð slarksamir túrar svona í svartasta skantmdeginu, en þeir menn sem fyrstir fóru að keppa á gönguskíðum höfðu hlotið eldskírn- ina í smalamennskunni. Bindingar sem við notuðum voru nánast þær sömu og tíðkast í dag. En við vorum illa búnir að skóm og til að bjarga því, smíðaði ágætur maður í Reykjadal, Helgi í Stafni, fyrir okk- ur gönguskóna. Þá var til siðs að hafa harða táhettu sem vildi brotna niður og særa mann helvítlega í kapp- göngu. Á ferð niður Hlíðarfjall Fyrsta landsmótið sem ég tók þátt í var árið 1952 á Akureyri. Árangur- inn? Ein silfurverðlaun og ein fyrstu verðlaun ásamt fleirum í boðgöngu. Já, ég átti eftir að hirða fleiri verð- laun. Áður en ég fór að keppa á skíðum var ég búinn að stunda hlaup, hljóp aðallega 1500 og 3000 metra. Ég kom því ekki óþjálfaður inn í skíða- mennskuna. Fyrsta hlaupið utan héraðs var á Akureyri, svokallað Hvítasunnuhlaup. Þetta var fyrir 1950 og var óttalegt óþokkahlaup. Við vorum á glerhörðum götum út og suður og ég vissi aldrei hvert ég var að fara. Ekki vann ég þetta Hvítasunnuhlaup, en átti eftir að gera það. Eitt sinn tók ég upp á því, ásamt fleiri góðum drengjum, að fara á drengjameistaramót, sem haldið var í Rcykjavík. Þar lenti ég í harðri keppni. Fram að þessu hafði ég meira hlaupið þetta upp á grín, en þarna snerist eitthvað í mér og ég ákvað að sigra. Það þarf ekki að orð- lengja það frekar, en ég vann þetta hlaup með miklum yfirburðum. Jú, ég hef farið upp í Hlíðarfjall og Kjarna síðan ég flutti til Akureyrar. Ég kom hingað 1969 og steig ekki á skíði í 10 ár eftir það. Um páskana í fyrravetur fór ég og annar til upp í fjall, hugðist fara úr Strompnum og beint niður að Skíðahótelinu, í hæfi- legum beygjum á gönguskíðum. Það var helvíti mikið harðfæri. Ég náði góðri ferð, reyndi að beygja en það gekk ekki vel. Niður stóð ég og hugðist stoppa mig með miklum glæsibrag á skaflinum vestan við skíðahótelið. Jú, ég stoppaði, en ég átti ekki eftir meter fram af hengj- unni þegar ferðinni lauk. Ég held að ég hefði aldrei farið á skíði aftur, ef ég hefði flogið fram af hengjunni. Nei, ekki af því að ég hefði meitt mig, nei það var ekki þess vegna . . . ekki betri en minkurinn Auðvitað voru það mikil viðbrigði fyrir mig og mína að koma hingað. Það líf sem ég lifi hér á ekkert skylt við það líf sem var fyrir austan. Auð- vitað sækir á mann viss leiði stundum, en ég hef líka unnið með góðum mönnum og það ríkir ágætur andi á mínum vinnustað. Margt kom mér þó ókunnuglega fyrir sjónir á Akureyri til að byrja með og gerir raunar enn. Fyrir austan þurftu menn að standa og falla með verkum sínum, en það tðkast ekki hér. Á Akureyri hef ég orðið fyrir þeirri reynslu að enginn virðist bera ábyrgð á því sem hann gerir, einn ýtir á annan og menn velta augljósustu vitleysum á milli sín. Fyrir austan er skarið tekið af og hlutirnir afgrciddir - svo er ekki talað urn þá mcir. Ég held að þessi hugsunarháttur sem ríkir á Akureyri fylgi fjölmenninu. Og ég sakna þeirrar Mývatnssyeit- ar sem var, ég veit ekki hvernig hún verður í framtíðinni. Það fer cftir því hvaða stefnu Mývetningar taka.Ut- lendingamergðin á ferðatíma í Mý- vatnssveit er í sjálfu sér ekki betri en minkurinn. Undanfarin ár höfum við stcfnt of mörgum mönnum á þennan stað á of stuttum tíma. Eftir að Smyrill fór að koma til Austfjarða hefur ástandið versnað til muna. Nú koma menn á bílum og geta verið dögum saman á viðkvæmustu blctt- um náttúrunnar í Mývatnssveit án þcss að nokkur maður hafi hugmynd um það. Á veiðiferðum mínum varð ég oft var við ýmislegt sem ljótt var að sjá. Hundarnir hlupu oft í yfirgefin tjald- stæði og rótuðu í því sem þar var að Finna í gjótum og sprungum. Þarna höfðu menn e.t.v. verið í viku eða meira og höfðu skilið eftir hrúgur af fuglahömum og eggjaskurn af tugum eggja. Ég veit ekki hvaða útlending- ar stunduðu svona iðju, þeir tóku alltaf greitt til fótanna, þegar þeir sáu menn með hunda og byssur. Margir af þessum útlendingum vinna ekki spjöll af ásettu ráði, þeir koma hingað til að skoða land og þjóð, en það er lítill hópur manna sem hingað kemur vegna fjármun- anna'. Það eru hættulegu mennirnir. Þeir hafa það e.t.v. eftir eina nótt, semviðhöfumáeinuári. Þaðeru svo ótrúlega miklar upphæðir greiddar fyrir fálka og fáséð egg að okkur get- ur ekki dreymt um það. Þetta eru mennirnir, sem svífast einskis og ef þeir lenda á svörtum lista, koma bara aðrir í staðinn. Þeir skilja meira að segja eftir útbúnaðinn, fljúga út og það kemur nýtt „holl“ í staðinn. Eggjaþjófar á ferð Einu sinni var ég ásamt fleirum á minkaveiðum. Þetta var um hánótt. Við sáum útlending, sem tók egg úr hreiðrum í varplandi og lét þau í heilmikinn sekk, sem hékk framan á honum. Okkur datt í hug að hann ætti nú skilið að fá að njóta eggjanna, gengum í áttina til hans og hann flæmdist á undan í felum og hafnaði að lokum inn í þéttum runna á milli tveggja tjarna. Hann ætlaði greinilega að standa okkur af sér. En við vorum með nesti með okkur og ég stakk upp á því að við fengum okkur sæti á kletti, hvaðan var gott útsýni og drykkjum okkar kaffi. Ég sansaði hundana niður, gaf þeim bita og þeir fóru að sofa. Við vorum óvenjulega lengi í kaffi. Útlendin- gurinn átti enga möguleika að kom- ast „óséður“ í burtu, nema að skríða flatur á maganum yfir mýrar- sund. Það var nú einmitt það, sem ég ætlaði honum og hann gerði. Við létum hann skríða og skiptum okkur ekki meir af honum, en gaman hefði ég haft af að sjá eggjakökuna. Og ég hef komið að vel útbúnum bíl við Belgjarfjall um nótt. Þegar þeir, sem þar voru, urðu varir við mannaferðir höfðu þeir hraðann á, gátu ekki einu sinni tekið alla upp í bílinn. Þessir menn eru ekki staddir þarna til að biðja bænirnar sínar - Þeir eru þarna til að ná í egg. Fálkinn verpir nú einu sinni flest ár í Belgjarfjallinu. Sumir útlendingar koma til ís- lensku vísindamannanna, þykjast vera vinir þcirra og fá þá til að sýna sér viðkvæmustu staðina, þá sem helst af öllu þurfa að fá að vera í friði. Allt er merkt inn á kort. Þessir útlendingar koma e.t.v. ekki sjálfir aftur á þcssa staði, senda aðra til að ná í egg. Þó hef ég orðið vitni að því að útlendingur, sem fékk fylgd ís- lenskra vísindamanna, kom aftur í þciin tilgangi að næla sér í egg. Ekki búinn að ná karlagrobbsaldrinum Það cina sem við getum gert er að auka eftirlitið. Þeir einu sem geta sinnt slíku eftirliti cru þeir, sem gjör- þckkja landið, það eru mennirnir sem eru búnir að hafa kynni af þess- um eggja- og fuglaþjófum. Þeir vita líka um viðkvæmustu staðina og þessir eftirlitsmenn verða að hafa cinhver völd. Ja. hérna hcr. Ég er víst búinn að fara illa mcð þennan dag fyrir þér. Annars komstu cinum tíu árum of snemma. Ég cr ekki búinn að ná karlagrobbsaldrinum alveg, þetta veröur allt miklu stórfenglegra 6 - DAGUR -19. mars 1982 19. mars 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.