Dagur - 19.03.1982, Page 9
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir „Skýin“ eftir Aristofanes:
„Það er nú annað mál og
meira að matí Sókratesar“
Skýin hafa án efa orðið á vegi
margra bæjarbúa að undan-
förnu - nefnilega sem litlir
gulir miðar út um allan bæ. En
hvaða ský eru þetta? Skýin er
leikrit eftir gríska fornskáldið
Aristofanes og mun Leikfélag
Menntaskólans á Akureyri
frumsýna það næstkomandi
sunnudag. Leikstjóri er And-
rés Sigurvinsson.
„Upphafið á þessu öllu var að
leikfélagið hélt leiklistarnám-
skeið í haust og var Andrés leið-
beinandi. í framhaldi af því réð-
umst við í að setja þessa sýningu
upp,“ sagði Lilja Stefánsdóttir
gjaldkeri LMA, er Dagur heim-
sótti leikhópinn á æfingu. „Það
er óhætt að segja að þetta sé eitt
af frægustu leikverkum sögunn-
ar, og óneitanlega gaman að
þetta er frumsýning á íslandi.
Við hófum samlestur í byrjun
febrúar og æfingar hafa gengið
mjög vel. En það þarf að gera
ýmislegt fleira en þylja rulluna.
Vinnan liggur ekki síður í því að
gera sviðsmyndina, sauma bún-
inga, vinna auglýsingar og ýmis-
legt fleira þessháttar. Það hefur
hópurinn unnið í sameiningu.
Að setja upp verk sem þetta
er afskaplega kostnaðarsamt og
erfitt. En ef vilji og áhugi er fyrir
hendi er hægt að gera margt. Við
höfum líka notið mikils velvilja
bæjarbúa; margir einstaklingar
og flest öll fyrirtæki í bænum
hafa stutt okkur vel. Til dæmis
þurfum við ekki að greiða neina
leigu fyrir afnot af leikhúsinu, og
við viljum þakka þessum aðilum
innilega fyrir."
Eins og fyrr segir verður frum-
sýnt á sunnudaginn kl. hálf níu
og verða síðan sýningar á þriðju-
dag, miðvikudag, fimmtudag og
föstudag á sama tíma. Auk þess
verður miðnætursýning á föst-
< \
Lilja Stefánsdóttir.
udagskvöld kl. hálf tólf. Þessmá
geta að einungis verður um þess-
ar sex sýningar að ræða á Akur-
eyri. Síðan á að leggja land
undir fót, og fara með leikritið
til Húsavíkur og Kópavogs.
Sókrates (Gunnar Þorsteinsson).
„Sóki er gjammrass“
Ein af helstu persónum leik-
ritsins er hinn umdeildi spek-
ingur Sókrates, sem ýmist hef-
ur verið hæddur eða hafinn
upp til skýjanna. Það er
Gunnar Þorsteinsson sem fer
með hlutverk hans.
„Þetta er gjammarass,“ sagði
Gunnar um Sókrates. „Svona
froðusnakkur - rétt eins og þeir
sem finnast nú á dögum. Þetta
leikrit hefur virkilega skírskotun
til nútímans.
Það hefur verið virkilega gam-
an að starfa að þessu. Hér vinna
um 40 manns að því sameigin-
lega markmiði að gera góða sýn-
ingu, og það er allt jafn mikil-
vægt búningssasumur, leikur ,
leikmyndasmíð og annað.
Að öðrum sýningum L.M.A.
ólöstuðum, held ég að megi
segja að þetta er sú allra besta
sem ég hef tekið þátt í. Það er
e.t.v. ekki síst að þakka nám-
skeiðinu sem var haldið í haust,
og það væri ekki úr vegi að slíkt
námskeið yrði haldið árlega í
skólanum. Mætti þá hugsa sér að
ríkið borgaði leiðbeinandanum
kaupið, líkt og það borgar kór-
stjóra skólans."
- En um hvað fjallar leikrit-
ið?
„í stuttu máli fjallar það um
bóndann Strepsiades sem lendir
í fjárhagsvandræðum vegna
áhugamála sonar síns. Nú, hon-
um hugkvæmist sú leið út úr
vandanum, að fara að stunda
nám við hugarvinnustöð Sókra-
tesar. Og þegar þangað kemur
mæta honum margar nýstárlegar
og furðulegar uppákomur. En
bóndinn gefst upp við námið og
sendir son sinn þangað í
staðinn."
Amynjas og Strepsiades. (Árni Helgason og Hjálmar Hjálmarsson).
í leikinn
sökum
hungurs
„Það vildi svo til að ég þurfti
að skreppa niður í Möðru-
vallakjallara til sælgætis-
kaupa, og lenti þá á fundi hjá
Leikfélaginu. Nú það var ekki
að spyrja að því, ég var drifínn
með á samlestur, og síðan
settur í hlutverk Smynjas, sem
á skuld að heimta hjá Strep-
siadesi.“ Það er Árni Helga-
son sem hlaut svo dramatíska
innvígslu í leiklistina.
„Jú, óneitanlega hefur farið
nokkur tími í starfið með Leik-
félaginu, en ég sé alls ekki eftir
þeim tíma, hann skilar sér marg-
falt í ánægju og andlegri upplyft-
ingu. Og ég veit að þetta verður
góð sýning.“
- Bitnar þetta ekkert á nám-
inu?
„Sést um síðir. (A la Strepsia-
des).“
MUdð púl
„Það kemur mér alltaf jafn
mikið á óvart hvað svona sýn-
ingar gefa manni mikið. Þetta
er virkilega krefjandi starf -
en mjög skapandi og gef-
andi,“ sagði Andrés Sigur-
vinsson leikstjóri, er Dagur
átti við hann stutt spjall.
„Þetta er mikið púl, og mér
finnst aðdáunarvert hvað krakk-
arnir geta gert. Það er enginn
vafi, að ef fólk myndi almennt
þjappa sér saman um að leysa
vandamálin, eins og þessi
hópur, þá væri hægt að lyfta
grettistaki.“
Andrés Sigurvinsson leikstjóri.
-
19. mars 1982 - DAGUR - 9 .