Dagur - 26.03.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 26.03.1982, Blaðsíða 3
Bjarni Sigtryggsson: Hvað á banklnn aö heita? Það er eins með örnefni og viðurnefni þótt allir kannist við þau þá vita oft fáir eða engir hvernig þau eru tilkomin. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn eftir að við Páll Heið- ar höfðum rabbað í Morgun- vöku við ráðskonurnar í Spari- sjóði Glæsibæjarhrepps, þær Sigrúnu Skarphéðins og Dísu Pétursdóttur. Talið barst að nafninu Hambros, sem einhvern veginn hafði festst á sínum tíma við sparisjóðinn, og fáir virðast vita af hverju. Dísa var með til- gátu um að Jón G. Sólnes hefði fyrstur notað þetta nafn þegar hann sýndi erlendum gestum út um glugga sinn sparisjóðinn, sem þar stóð í öllu lítillæti sínu í gömlum bílskúr. En Hambros Bank í London hefur lengi verið helsti viðskiptabanki íslendinga erlendis. Stórhuga laxveiðimenn Síðar um daginn var mér bent á að Kristján P. Guðmundsson fyrrum útgerðarmaður (og nú- verandi öryggisgæslumaður - þ.e. forstjóri Sjóvá umboðs- insjhefði fyrstur notað þetta nafn. Og ég leitaði upplýsinga hjá Kristjáni. Hann sagði mér frá því að haustið 1968 hefðu hann og Hermann Stefánsson íþróttakennari M.A. lagt af stað bón gönguleið til bankastjóra og sparisjóðsstjóra bæjarins til að afla lánsforða vegna byggingar nýs veiðihúss fyrir laxveiðifélag, en gamla húsið var hvort tveggja of lítið orðið og jafnframt lúið. Voru þeir stórhuga og vildu helst byggja nýtt og stærra. Ein- hugur var hins vegar ekki um málið í veiðifélaginu. Akureyr- ingar áttu helming félagsins, en Þingeyingar og nokkrir sunn- anmenn hinn helminginn. Hlut- ur Akureyringanna í nýrri bygg- ingu hefði orðið um 1.200.000 krónur, og ætluðu þeir Kristján og Hermann að ganga í fjórar lánsstofnanir og afla loforðs í hverri fyrir 300 þúsund króna láni. Yiðbrögð bankastjóra Leið þeirra lá fyrst í einn stærsta bankann, þar sem þeir hittu fyrir bankastjórann, sem reyndar var félagi í nefndu veiði- félagi, og tjaði þeim af sinni rómmuðu hreinskilni að hann væri á móti nýbyggingu, gamla skálann mætti vel nota ef gert væri við hann og honum haldið vel við. Sömu sögu var að segja úr næstu lánastofnun, þar réði ríkj- um veiðifélagi sem var á sömu skoðun og bankastjórinn. Datt þeim þá í hug að leita i Sparisjóð Glæsibæjarhrepps. Þar sat fyrir minn ágæti vin Sem nú er fyrir skemmstu látinn, Jón R. Thorarensen. Jón var reynd- ar merkur kapítuli út af fyrir sig, sem mér auðnast vonandi að gera betri skil annars staðar, en þarna tók hann bóngenglum vel, skrifaðií kompu sína hvenær þeir þyrftu að fá lánið útborgað, en það þurfti ekki að verða fyrr en með vorinu í fyrsta falli. Við hinar góðu undirtektir Jóns Thor. sagði Kristján P. við Hermann, að þetta væri nú rétt eins og þegar íslenska ríkis- stjórnin var á sínum tíma að redda erlendu láni, alltaf bjarg- aði Hambros banki í London málunum. Samheldni Kristján sagði mér reyndar líka að hann ætti heiðurinn eða sökina af Kennedy-nafngift bræðranna Skúla & Co. Hann kvaðst hafa fylgst með því í er- lendum blöðum, sem hann hefði lesið reglulega, að samheldni Kennedy bræðranna, Johns, Roberts og Edwards, og reyndar fjölskyldunnar allrar, hefði ver- ið grundvöllurinn að velgengni þeirra, þegar þeir ruddu sér leið í pólitíkinni. Þegar bræðurnir Ágústssynir voru að koma sínu fyrirtæki á legg fannst honum samheldni þeirra minna sig á bræðurna frá Boston, svo hann kallaði þá jafnan Kennedy-bræðurna. Og var ekki leiðum að líkjast. Svona eru nú oft einfaldar skýringar á nöfnum, sem við notum hversdagslega án þess að spyrja: Hvernig í ósköpunum skyldi á þessu nafni standa? í guðanna bænum komið á framfæri svipuðum upplýsing- um, ef þið búið yfir þeim. Hvaö er aö gerast? . . . Þú hefðir bara átt að vera hérna í apríl í fyrra, það var Mallorcaveður allan mánuðinn, það er ekkert að marka þetta núna ... - Setningar eins og þessi mættu aðkomumanni sem fluttist til Akureyrar í maí á sl. ári, en aðkomumanni þessum fannst það furðulegt að koma í „paradís veðursins í norðri" í lok maí og mæta frosthörkum á þeim tíma. Innfæddir Akureyringar eru sagðir vera einhverjir mestu „veðurgrobbarar“ sem ganga uppréttir undir sólinni, og hafa þeir löngum hent af því gaman hversa mikil veðursæld ríki hér nyrðra, á meðan vindar og regn berja og lemja höfuðborgarbúa, og þá sem í þeim Iandshluta búa. Fræg mun sagan vera um Akur- eyringinn sem fékk hringingu frá vini sínum í Reykjavík og þeir tóku tal saman. Reykvíkingur- inn spurði að sjálfsögðu um veðrið, og fékk þau svör að það væri eins og venjulega, brakandi sól og sumarblíða. Reykvíking- urinn lýsti þá ástandinu syðra, sagði þar vera rok og rigningu að venju. Ræddu þeir síðan um heima og geyma og kvöddu hvorn annan. Varla hafði Akureyringurinn snúið sér frá símanum er bankað var á dyr hans. Var þar Reykvík- ingurinn ljóslifandi kominn og kom í ljós að hann hafði fengið að hringja á neðri hæðinni. Glotti hann gleitt og bað Akur- eyringinn vin sinn að ganga með sér að glugga og líta til sólar. Sól sást nefnilega engin á himni þann daginn, enda „óvenjulegt“ veður á Akureyri, regn og ský- aðurhiminn . . . En þegar líða tók á síðasta „sumar“ voru jafnvel hörðustu Akureyringar farnir að blóta veðrinu. „Þetta hefur bara ekki gerst hér áður“ - „óvenjulegt að svona skuli gerast hér . . , “ - Setningar í þessum dúr voru óspart notaðar, enda var það staðreynd sem varð að kyngja hvort sem mönnum líkaði betur eða verr að Sunnlendingar hrós- uðu happi og fengu ágætis sumar. Þetta var erfitt mál. Þannig má segja að sumarið 1981 hafi komið og farið án þess að koma nokkurntíma, svo gáfulega sem það nú hljómar. Nær er að segja að veturinn hafi hrifsað völdin af vorinu í byrjun september, og hélt hann innreið sína með mikilli „skrautsýn- ingu“ snjókomu og hugguleg- heitum. Hvað var eiginlega að gerast? „Veturinn er tveimur til þremur mánuðum á undan því sem venjulega er,“ sögðu hinir innfæddu og hristu höfuðin, svo þau voru næstum dottin af. Nú var farið að vandast málið svo um munaði. Var „paradís veðursins í norðri“ að breytast í einhverja óþekkta veður- ófreskju þar sem mönnum var varla líft? Nú voru góð ráð dýr, og vandi á höndum að grafa upp nýjar afsakanir. Nóg var komið að hafa þurft að kyngja því að sumarið hafi verið betra fyrir sunnan. „Þar er miklu betra að hafa snjóinn heldur en rigninguna og rokið fyrir sunnan," sögðu þeir innfæddu og klofuðu snjóinn þegar vika var af september. Maður hafði það á tilfinningunni að þeir myndu hæla sér yfir sept- embersnjónum þótt ekkert stæði upp úr nema talfærin. Það var ekki um að villast. Vor og vetur höfðu næstum fros- ið saman en í vitlausum enda, því miður. Kartöflur frusu fastar í jörðu og Akureyringar hafa síðan fengið „alveg óvenjulega“ langan og erfiðan vetur. Mun víst vera að elstu menn við Eyja- fjörð muna ekki annað. Og þessa dagana bíða Akur- eyringar í ofvæni. Kemur sumar eða kemur það ekki? Verður hægt að vera á skíðum og skaut- um fram í júní og aftur frá sept- emberbyrjun? Það er í sjálfu sér í lagi, en ef sólin bregst í júní, júlí og ágúst, þá vandast nú málið. Það má ekki gerast að „veðurparadísin í norðri“ fái slíka útreið af völdum veður- guðanna á nýjan leik. Slíkt yrði ógnarhneysa og þá yrðu menn að fara að snúa sér að einhverju til að hælast um á kostnað Sunn- lendinga. Því er beðið ó ofvæni. Kemur sólin eða kemur hún ekki, frýs saman vor og vetur í „haust"? Hvar endar þetta eig- inlega ef svo fer? . . . Leitið ekki iangtyfír skammt að í þetta skipti langar mig að benda á staði hér inni í bænum, staði sem margir ganga daglega framhjá án þess að veita þeim nokkra athygli. Á þeim er gam- an að staldra við og njóta þess að vera úti, og alveg er tilvalið að kynna ungu kynslóðinni um- hverfi sitt af svona stöðum. Við skulum einnig vera þess minnug, að nota okkur það að geta verið í friði og ró inni í bænum og þurfa ekki að aka langar leiðir til að njóta útivistar. Klappirnar norðar við Brekkugötuna eða Klapparstíg- inn eru alveg frábær útisýnis- staður. Af þeim sést til allra átta, út fjörð og svo fjallahringurinn beggja megin fjarðarins. Þarna á klöppunum er stytta af Helga magra og konu hans Þórunni hyrnu er þau horfa inn fjörðinn. Þetta listaverk gerði Jónas Jak- obsson. Það er úr steinsteypu en hefði þurft að vera úr betra efni, og mætti gjarnan huga að því hvort ekki ætti að gera það meira varanlegt. Rétt hjá er svo vegvísir sem Ferðafélag Akur- eyrar lét gera og setti þarna árið 1949. Með hjálp hans er auðvelt finna öll helstu örnefni á fjallahringnum sem sést þarna af klöppunum. Farið nú sem allra flest með krakkana og látið þá finna sjálf hvað fjöllin okkar heita. Ef svo fólk úr nálægum húsum tekur sig saman og geng- ur sunnan af brekku eða utan úr Glerárhverfi og hefur með sér kakó og kökubita, þá getur þetta orðið eftirminnilegur listitúr. Það læðist jafnvel að sú hugsun hvort sumir fullorðnir gætu auk- ið við örnefnasafnið sitt með þessu. Klappir sunnan við Jötun- heimavíkina eru mjög skemmti- legur og þarna í víkinni voru einu sinni bryggjur og iðandi lff. Þá komu „Brís“ og „Líf“ fær- andi hendi af hafi og hópur af fólki kepptist við að salta silfur hafsins í tunnur. Þá hafði Guðmundur Pétursson þarna síldarsöltun. Nú eru verksum- merkin næstum horfin og margir þeir sem þar voru að verki eru líka horfnir sjónum okkar. Af klöppunum sést vel til allra átta og betur inn til Glerárdalsins en af klöppunum við Helgamagra- strætið, og sést bæði Stóristallur, Glerárdalshnjúkur og aðeins í Kerlingu. Hægt er að ganga með sjónum úr Sandgerðisbótinni í Jötunheimavíkina. Fjaran er furðu hrein miðað við návist Krossanesverksmiðjunnar og skulu starfsmenn þar hafa þökk fyrir pössunarsemina. Eins er hægt að ganga úr Þverholtinu út á klappirnar. Fyrir þá sem vilja sjá yfir Ak- ureyrarflugvöll og Leirurnar er tilvalið að fara á höfðann rétt hjá kirkjugarðinum. Eins sést það- an vel yfir Staðarbyggðina. Ein- hverjir kynnu að sjá fyrir sér hestalest fara yfir leirurnar, eða rekinn fjárhóp á fjöru, fólk að slætti á engjunum. Bíldsárskarð með Sprengibrekku, mikið farin leið hér áður fyrr og þá fyrst og fremst af Fram- Fnjóskdæling- um og Bárðdælingum, blasir við og raunar Vaðlaheiðin framan til. Til norðurs sést yfir pollinn og Oddeyrina, en til vesturs á kennileiti svo sem Steinmenn, Stórhæð, Súlur og Hlíðarfjall. Miðhúsaklappir eru rétt aust- an við hesthúsahverfið á svokall- aðri Breiðumýri. Af þeim er mjög víðsýnt til norðurs eða út fjörðinn. f kíki sést vel móta fyrir Látrum á Látraströnd, að maður tali nú ekki um Kaldbak og Sveigsfjall, Þengilshöfði, sem Höfðahverfi dregur nafn af, blasir við og Bjarnarfjall sem gengur í sjó fram austan við Hvalvatnsfjörð sést vel og ber yfir Leirdalsheiðina. Kræðufell, Stórihnjúkur og Blámannshatt- ur sjást vel, einnig öll Sval- barðsströndin og Vaðlaheiðin. Marga fleiri staði væri vert að nefna, en ég læt þetta gott heita í þetta sinn. Landakort og kíki er alveg sjálfsagt að hafa með í skoðunarferðir yfirleitt. Ámi Jóhannesson 26. mars 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.