Dagur - 26.03.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 26.03.1982, Blaðsíða 5
Skákþlng Norðurlands: Þrír urðu efstir eftir hörkukeppni Skákþing Norðurlands fór fram á Húsavík um síðustu helgi. Þátttakendur voru 57 taisins Happdrættí SÁÁ: Leitað til fyrir- tækja Byggingahappadrætti SAÁ er nú í fullum gangi, en þann 7. april verður dregið um hina glæsilegu vinninga sem í boði eru, 9 glæsilegar bifreiðir. SÁÁ hefur í hyggju að snúa sér til fyrirtækja víðsvegar um landið með beiðni um stuðning og vonast eftir góðum undirtektum. Nokk- uð hefur verið um það að fyrir- tæki hafí keypt, sem nemur einum miða á hvern starfsmann. Á Ak- ureyri er þeim fyrirtækjum sem áhuga hafa á að styðja SÁÁ bent á að hafa samband við Hallgrím Arason í síma 21818, og mun hann taka vilyrðum um stuðning. Fyrirtækin munu síðan fá senda happadrættismiða fyrir þeirri upphæð sem þau tiltaka. Eins og kunnugt er hyggjast SÁÁ-menn hefja byggingu sjúkrastöðvar í stað gömlu bygg- ingarinnar að Silungapolli sem hefur þjónað því hlutverki til þessa, en hún er fyrir löngu orðin allt of lítil og úrelt í alla staði. Leiðrétting í frétt í blaðinu sl. þriðjudag vai frá því sagt, að samningar milli Hitaveitu Akureyrar annarsvegar og Hrafnagilshrepps og Hrafna- gilsskóla hinsvegar, um heitt vatn úr borholum Hitaveitunnar í hreppnum, hafi verið felldir. Heldur var sterkt til orða tekið, því nær væri að segja að heima- menn séu enn að athuga samn- ingsdrögin og ætli sér að óska eftir nánari viðræðum um viss atriði í þeim. Heildsala - smásala ÓMyri 6, Akureyri . PAmthóll 432 . Sfml 24223 alls staðar að af Norðurlandi. Keppni í meistaraflokki var mjög spennandi og jöfn. Úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu umferð. Helstu úrslit urðu þessi: 1.-3. sæti: Jón Kristinsson Hólmavík, Jakob Kristinsson Akureyri og Gylfi Þórhallsson Akureyri. Þeir voru allir með 5 1/2 vinning af 7 mögulegum. í 4.-5. sæti voru þeir Pálmi Pétursson Akureyri og Jón Garðar Viðarsson Akureyri með 5 vinninga af 7. í 6. sæti var Jón Árni Jónsson. Þar sem Jón Kristinsson keppti sem gestur kom titillinn í hlut Jakobs, því hann var hærri að stig- um en Gylfi. Önnur úrslit urðu þau að í ung- lingaflokki sigraði Emil Friðfinns- son Akureyri. í öðru sæti varð Arnar Þorsteinsson Akureyri og í 3.-4. sæti urðu þeir Haraldur Sig- urjónsson Húsavík og Páll A. Jónsson Siglufirði. í kvennaflokki varð hlutskörpust Ásrún Árna- dóttir og í öðru sæti Arnfríður Friðriksdóttir. í hraðskák urðu úrslit sem hér segir: Jakob Kristinsson varð efstur, í 2. sæti Jón Kristinsson, í 3. sæti Hjörleifur Halldórsson, í 4. sæti Pálmi Pétursson oj> í 5. sæti Jón Garðar Viðarsson. I kvenna- flokki sigraði Sveinfríður Hall- dórsdóttir Eyjafirði og í unglinga- flokki sigraði Arnar Þorsteinsson. Skákstjóri var Albert Sigurðar- son. Viljum ráða nema i prentiðn. (poö) Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri H-100 . Heitur og kaldur veislumatur sendur hvert á land sem er. Pantanir og upplýsingar í síma 25500. H-100opið öll kvöld. Munið snyrtiiega kiæðnaðinn. Leikfélag Akureyrar Dýrin í Hálsaskógi Sýning sunnudaginn 28. mars kl. 17 og þriðjudaginn 30. mars kl. 18. Örfáar sýningar eftir. Miðasala alla daga, sími 24073. Eiginmaður minn og faðir okkar, HÖSKULDURJÓHANNESSON, frá Hesjuvöllum, andaðist að heimili sinu, Hamarstíg 37, þriðjudaginn 23. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 30. mars kl. 13.30. Jarðsett verður að Lögmannshlið. Blóm og kransar af- þakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, er bent á sjúkrahús Akureyrar. Rósa Vilhjálmsdóttir, börn og tengdabörn. Nauðungaruppboð Fimmtudaginn 1. apríl n.k. kl. 14 verður seld á nauðungarupp- boði við lögreglustöðina á Akureyri bifreiðin A-1865. Fyrir hönd bæjarfógetans á Akureyri, Erlingur Óskarsson. Húseignir til sölu Vekjum athygli á eftirtöldum eignum: 3ja herbergja íbúð við Hafnarstræti: íbúðin er að hluta til undir risi, íbúð þessi er mjög björt og skemmtileg. Nýleg teppi á gólfum. 4ra herbergja raðhúsaíbúð við Seljahlíð: íbúðin getur verið laus eftir samkomulagi, góð íbúð á vinsælum stað. Raðhúsaíbúð á tveimur hæðum við Einholt: Góð íbúð á rólegum og góðum stað. Laus eftir samkomulagi. 4ra herbergja raðhús á einni hæð við Grundargerði: Einkasala. Laus 1. júlí. ® 2 46 47 Fasteignasalan Strandgötul Landsbankahúsinu. Opið frá kl. 16.30 til 18.30. Heimasími sölumanna: Sigurjón 25296 og Stefán 21717. Auglýsing frá Ríkisútvarpinu: Starf tæknimanns útvarps á Akureyri er laust til umsóknar. Um tvær hálfar stöður gæti verið að ræða. Tilskilin er menntun í útvarpsvirkjun eða önnur sambærileg menntun. Umsóknarfresturertil 15. apríl. Starfsmannastjóri. ^ÚRNATtl Skemmti- og HEÍÍS menningardagskrá til að minnast 30. mars, verður haldin á Hótel KEA, laugardaginn 27. mars kl. 2. Ræðumaður: Böðvar Guðmundsson. Skemmtiatriði - Tónlist - Happdrætti - Kaffiveitingar. Komum og eflum baráttuandann Akureyrardeild SHA 26. mars 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.