Dagur - 26.03.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 26.03.1982, Blaðsíða 8
Með einkakyfi frá: Syndkation International Ltd, London, England. POPPPOKLNN Ófeigur Ófeigsson og Jósef Friðriksson uot á soRu íeft i«u,s Stcvcnson * ■ Dag nokkurn tók hann mig afsíðis og ^ lofaði mér silfurpening, ef ég yrði á varðbergi og fylgdist með því fyrir sig ^5 hvort einfættur sjóari væri á sveimi í nágrenninu. það var eflaust vegna þess ggl að ég sá að hann var hræddur, sem mig fór að dreyma einfætta sjóarann. Ég var næstum cins hræddur við drauma þessa og sögurnar, sem þessi gamli óvelkomni gestur sagði okkur á kvöldin. Ognvekjandi sögur um aftökur, óveður á sjó og ýmis fólskuverk, sem unnin höfðu verið við strendur Spánar. iíkt hugarástand, er áheyrendur voru í þessa kvöldstund, sé afar sjaldgæft og verði ekki til nema við mikla skemmtun og góða. Hinn íslenski Þursaflokkur hefur þróað með sér all sérstak- an tónlistarstíi. Það er ekki ein- ungis lög þeirra, heldur og einn- ig textarnir sem eru mjög svo eftirtektarverðir. í mörgum þeirra koma fram sérstæðar og oft mjög heimspekilegar hug- myndir sem þeir útfæra á skemmtilegan hátt og má í því sambandi t.d. nefna lagið „Hver vill elska?“ en það lag virðist vera að ná miklum vinsældum og einnig lagið „Nú er heima“. Bæði á þessari nýju plötu og hin- um eldri er orðanotkun Þurs- anna sérstæð og fyrir þær sakir hafa margir kennt þá við framúr- stefnu. Hinn íslenski Þursa- flokkur hefur svo sannarlega staðið undir nafni því að á þeim 4 hljómplötum sem þeir hafa gefið út hafa allir textar verið á íslensku og síður en svo verið hinum ensku tísku-textum ann- arra íslenskra hljómsveita síðri og ætti það að þykja lofsvert framtak að auka notkun ástkæra ylhýra málsins okkar og festa það í sessi á tungu þjóðarinnar. Án efa er Egill „Yfirþurs“ þungamiðja hljómsveitarinnar þar eð hann bæði semur mikinn hluta laga og texta og er auk þess aðalsöngvari og spilar á hljómborð. Annars hafa þeir all- ir samið bæði lög og texta, annað hvört einir sér eða allir saman. Það er ekki hægt, sérstaklega ekki etir þessa tónleika, að gera upp á milli hljómsveitarmeðlima því frammistaða þeirra allra var frábær, en það verður þó að segj- ast að leikur Asgeirs Oskars- sonar að kjuðunum og tromm- unum var mjög góður og einna eftirtektarverðastur að hinum ólöstuðum. Varla er hægt að minnast svo á Þursaflokkinn að ekki sé nefnt verðugt framlag þeirra til tón- listarmála og stórt átak, nefni- lega stofnun upptökustúdíós þeirra, sem nefnist Grettistak. Það var félagið Þursabit sem stofnsetti það nýlega og mun það án efa verða til þess að styrkja stöðu Þursanna. Þursarnir hafa vissulega stað- ið sig vel og án efa mun nýju piötunni þeirra verða vel tekið, þ.e.a.s. ef Ríkisútvarpið verður ekki búið að heilaþvo landslýð með þeim lögum sem þulum finnast skemmtilegust!! Hvað um það. Vei af sér vikið Þursar!! Vel af sér vikið Merkir tónlistarviðburðir eru ekki tíðir hér norðan fjalla og má því segja að aðdáendur rokks og góðrar tónlistar hafi himin höndum tekið þegar Hinn íslenski Þursaflokkur hélt tón- ieika hér 4. mars. Þursarnir hafa að undanförnu verið á hljom- leikaferð um landsbyggðina í kjölfar útgáfu nýjustu plötu þeirra, „Gæti eins verið . . .“og má því segja að tónleikarnir hafi að mestu byggst upp á lögum af þessari nýju hljómplötu þó svo að gömul og góð lög hafi fylgt með. Þess verður að geta fyrir þá sem það ekki vita, að Hinn ís- lenska Þursaflokk skipa þeir Egill Ólafsson, Ásgeir Óskars- son, Þórður Árnason og Tómas Tómasson. Tónleikarnir voru haldnir í Möðruvallakjallara og voru mjög vel sóttir, þrátt fyrir að ekki sé húsið það besta í bænum til hljómleikahalds. Það voru u.þ.b. 250 manns sem mættu á staðinn og var það fólk á öllum aldri þó að óneitanlega bæri mest á unglingum. Þursarnir voru í mjög góðu „formi“, sýndu mikla tilburði á sviðinu ásamt frábærum hljóðfæraleik og söng svo að ekki varð hjá því komist að heillast af og er því óhætt að segja að stemningin hafi verið mikil og góð og áheyrendur ver- ið sem einn maður, sérstaklega í lok tónleikanna er Þursarnir voru klappaðir upp aftur og aftur. Er það mál manna að því- ÍÞegar leiö ad vetrí veiktist fadir minn og fljótlega varð Ijóst að 'hann myndi ekki lifa til vorsins. Það var um þetta leyti, sem sá fyrsti af nokkrum undarlegum atburðum skeði. Atburðum, sem komu til með að losa okkur að lokum við þennan óvel- komna gest okkar. Dag nokkurn er móðir mín var uppi hjá föð- ur mínum, opnuðust kráardyrnar og maður gekk inn. „Er félagi minn hann Bill hérna?“ spurði hann hálf ruddalega. „Hann er með stórt ör á öðrum vanganum.u Ég vissi að hann átti við gest okkar og sagði að hann væri úti. „Ég bíð þá,“ sagði hann. Hann beið og loks kom skipstjórínn og þá kallaði hann: „Bill, þetta er ég, gamli félagi, kominn til að hitta þig.“ Skipstjórínn sneri sér við og stundi upp: „Svarti seppi.“ 8 - DAGUR - 26. mars 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.