Dagur - 26.03.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 26.03.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÖRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Sunnlendingar ekki á flæðiskeri staddir „Norðlendingar standa einhuga að steinull- arverksmiðju á Sauðárkróki. “ Svo segir í yfir- lýsingu sem Fjórðungssamband Norðlend- inga sendi fjölmiðlum á dögunum vegna þeirr- ar umræðu sem orðið hefur í kjölfar ákvörðun- ar iðnaðarráðherra að velja steinullarverk- smiðju stað á Sauðárkróki. í yfirlýsingu Fjórð- ungssambandsins kemur einnig fram, að á fundi í febrúar 1980 hafi verið ákveðið að Fjór- ðungssamband Norðlendinga gerði byggingu steinullarverksmiðju á Sauðárkróki að sam- eiginlegu máli, sem allar byggðir Norðurlands stæðu saman um, sem upphafi að stærri iðn- þróun í fjórðungnum. í yfirlýsingu Fjórðungssambandsins segir einnig, að Steinullarfélagið á Sauðárkróki hafi átt allt frumkvæði og hugmyndir um steinull- arverksmiðju fyrir innanlandsmarkað og því sé með öllu fráleitt að aðrir geti dregið til sín og notið ávaxtanna af brautryðjendastarfi Sauðkrækinga, þegar áætlanir um útflutning hafi reynst ónothæfar. Fjórðungssamband Norðlendinga undir- strikar, að með staðsetningu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki sé ekki verið að bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi, sem sé best sett allra landshluta að steinefn- um og orku. Minna má í þessu sambandi á til- lögu til þingsályktunar frá þingmönnum Suðurlands um hafnargerð við Dyrhólaey, sem bíður afgreiðslu Alþingis, en þar kemur fram í greinargerð, að Jarðefnaiðnaður hf. hafi að undanförnu látið rannsaka gæði Kötluvikurs í rannsóknarstofnun hér heima og í Þýskalandi. Efniseiginleikar og gæði vikursins uppfylli kröfur þýskra staðla um léttsteypu. í heild séu efniseiginleikar og gæði Kötluvikursins góð. í greinargerðinni segir einnig, að vaxandi eftirspurn sé nú eftir vikri í Vestur-Evrópu, Hekluvikri og væntanlega Kötluvikri. Telja megi öruggt að á næstu árum megi fá markað fyrir hundruð þúsunda og jafnvel milljónir tonna af íslenskum vikri árlega í nálægum löndum, þar sem jarðefni til bygginga séu að ganga til þurrðar. í greinargerð sunnlensku þingmannanna segir enn fremur, að útflutningur vikurs í stór- um stíl um höfn við Dyrhólaey gæfi tekjur til hafnarinnar sjálfrar, auk þess sem vikurinn- yrði markaðsvara erlendis og færði þjóðinni er- lendan gjaldeyri. Auk þess skapi þetta atvinnu við flutning vikursins og jafnvel vinnslu úr honum, auk annarra möguleika sem höfn gefur. Full þörf er á aukinni atvinnu og fjölbreyttari á þessu svæði, segir í greinar- gerð þingmanna Suðurlands. Af þessu má ljóst vera, að sunnlendingar ættu ekki að vera á flæðiskeri staddir, þó þeir verði af steinullarverksmiðju. Þeir hafa fjölda annarra möguleika á að hagnýta sín fjöl- breyttu jarðefni. Það er auk þess ekki bara full þörf á aukinni atvinnu og fjölbreyttari á Norðurlandi, heldur brýn nauðsyn. Um félagsfræði kvöldverslunar Kunningi minn einn sem gjör- þekkir vísindaiegar hneigðir mínar, kom að máli við mig um daginn og sagði eitthvað á þessa leið: „Ég hef nú aldrei gefið mikið fyrir þetta með samvinnu- bæinn Akureyri, skólabæinn, skíðabæinn, Matta Joch. og allt það. Þegar ég kem hingað er það ævinlega lúgubærinn Akureyri sem vekur athygli mína. Þetta kvöldverslunaratferli Akureyr- inga hlýtur að vera merkilegt fél- agsfræðilegt rannsóknarefni.“ Það er og. Svona er glöggt gests augað. Mín blákalda raun- hyggja sagði mér að ekki tjóaði annað en gera félagsfræðilega úttekt á verslunarlúgum og til- standinu í kringum þær. Eitt góðviðriskvöld hér um daginn arkaði ég af stað til þess að fram- kvæma fyrsta stig rannsóknar- innar: vettvangskönnun. í búðinni voru tvær lúgur og nú vissi ég að mín beið það erf- iða hlutverk að velja rétta biðröð. Ég vissi af fenginni reynslu að sú stysta er ekki alltaf sú sneggsta. Ýmislegt í fari fólksins í röðinni getur gefið vís- bendingar um verslunarhegðun og hraða þess. í þetta sinn gat þó vaiið ekki verið erfitt. Við aðra lúguna tróðust fimm ákafir við- skiptavinir, en ein einasta stelpu- písl við hina. Ég stillti mér fyrir aftan stelpuna. í laumi virti ég fyrir mér keppinautana í hinni röðinni og reyndi að sjá fyrir innkaupahátterni þeirra. Fremst var þéttvaxin kona um fimmtugt. „Þessi er að kaupa sér með kvöldkaffinu," hugsaði ég. „Súkkulaðigums og tertubotna, hálft kíló af sykri, eggjabakka og einn peia af rjóma. Eg þekki týpuna. Sendir stelpuna útum alla búð eftir kökudropum og aðra ferð eftir döðlupakka. Ekkert nema tilætlunarsemin.“ Ekki leist mér betur á þann sem næstur stóð. Sá var úfinn og skít- ugur, líkiega að koma heim beint úr vinnu. Hefur verið sendur út í búð af konunni með langan lista. Þetta nægði mér. Ég þurfti ekki að skoða fleiri. Ég hafði ör- ugglega valið rétt. Rannsóknin snerist að stelpupíslinni í minni röð. Sú var dugleg að versla. Hún hafði sent afgreiðslustúlk- una inn í búð eftir sveppum, þessum í bláu dósunum frá Kína. Ekki var hún samt vel ánægð með litinn á dósinni sem komið varmeð. „Nei,ekki þessa bláu, hinsegin bláu, þessa með rauðu stöfunum." Það var farin önnur ferð, en þá kom í ljós að dósin var of stór. Enn leggur af- greiðslustúlkan land undir fót og kemur loks með þriðju dósina. Næst voru það saltaðar hnetur. „Ekki þessar í mjóu baukunum, heldur hinar, með rauðu merki og svörtu stöfunum. Þær eru svona sem gott er að opna, með plastloki, ekki samt þessar með glæra lokinu, þær eru ógeðsleg- ar.“ Með þetta í vegarnesti held- ur afgreiðslustúlkan af stað og kemur með fangið fullt af dósum. Eftir að hafa fengið greinargóðar upplýsingar um verð og hugsanleg bragðgæði í innihaldi dósanna, segir sú stutta: „Nei annars, ég held ég sleppi þeim, ég er búin að fá leið á svona hnetum. Má ég sjá frönsku kartötlurnar þarna í neðstu hillunni, nei ekki þessar, þessar þarna við hliðina, nei ekki þær, þessar þarna bakvið.“ Til allrar hamingju tókst að finna hina réttu tegund án frek- ari málalenginga, en mér sýndist satt að segja afgreiðslustúlkan vera orðin ansi pirruð. Þessu næst var keyptur hinn hefð- bundni skammtur af mjólk, skyri og rússneskri jarðaberja- sultu. Þegar nú loks allt var lagt saman kom babb í bátinn. í ljós kom að blessuðu barninu vant- aði nánast helming fjárins sem þurfti til þess að greiða vöruna. Settu menn nú opp vonleysis- svip, en sú stutta kunni ráð við þessu: Ef ég skila sveppunum og fæ í staðinn einn Tópas, eitt Mars og tvö Æði, hvað er þá mikið eftir? Afgreiðslustúlkan virtist ekki hafa mikla þjálfun í reikningi af þessu tagi og virtist hreinlega ekki eiga neitt svar við þessari spurningu. Áður en hún gat stunið upp hljóði hafði við- skiptavinurinn ráðgast við stöll- ur sínar sem biðu skammt frá og setti nú fram nýtt spursmál: „Nei annars, ég ætla ekki að fá Æði, get ég ekki fengið tvo tyggjópakka í staðinn. Hvað kostar annars þetta í græna bréf- inu þarna við hliðina á lakkrís- rúllunum....?“ Þegar hér var komið við sögu voru keppinautarnir fimm í hinni röðinni löngu horfnir á braut með fangið fullt af girni- legum vörum. í þeirra stað var kominn fjöldi annara viðskipta- vina sem allir horfðu í átt til mín með meðaumkun í svipnum. Innra með mér fór ýmislegt að gerast sem virtist ýta til hliðar vísindalegu raunsæi. Hin hlut- lægu sjóngler fylltust móðu og ég fékk löngun til viðbragða sem ekki gætu fallið inn í ramma hefðbundinnar aðferðafræði. Mér var ljóst að hlutverki mínu sem félagsvísindamanns var lok- ið í bili og ég forðaði mér í burtu. Næst fer ég í hina röðina. <4 -IÐ'ÁÖ'ÖR -^6/marö-1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.