Dagur - 30.03.1982, Side 9

Dagur - 30.03.1982, Side 9
Akureyrarmót í lyftingum: met litu dagsins liós Sl. Laugardag var haldið Ak- ureyrarmót í lyftingum í íþróttasal Lundarskóla. Atta keppendur tóku þátt í mótinu og voru þar sett 7 íslandsmet og nokkur Akureyrarmet. í 67.5 kg. flokki voru tveir keppendur: Viðar Eðvarðsson snaraði 85 kg. og jafnhattaði 115 kg.( saman- lagt 200 kg. Kári Elíasson sna- raði 97.5 kg. og jafnhattaði 107.5 kg. samanlagt 205 kg. 75 kg. flokkur: Eyþór Hauksson snaraði 62.5 kg. og jafnhattaði 90 kg. eða 152.5 kg alls. Haraldur Ólafsson snaraði 130 kg. og jafnhattaði 162.5 kg. eða 292.5 kg. alis. Har- aldur setti þrju íslandsmet þ.e. í snörun, jafnhöttun og í saman- lögðum árangri. Pess má geta að Haraldur átti 2 góðar tilraunir við 168 kg. í jafnhöttun sem hafði orðið nýtt Norðurlanda- met og samanlagður árangur þá jafngildandi Norðurlandameti í 75 ktfUjlokki. í 8M5 kg. flokki snaraði Ólaf- ur Ólafsson 80 kg. og jafnhattaði 107.5 kg. eða alls 187.5 kg. , Haraldur Ólafsson setti 3 ný íslandsmet. 90 kg. flokkur: Kristján M. Falsson féll úr keppni í snörun. í jafnhöttun lyfti hann 167.6 kg. Gylfi Gísla- son snaraði 175 kg og jafnhatt- aði 175 kg. sem er jafnt gildandi t Pálína Jónsdóttir frá Grund Fædd 4. apríl — Dáin 21. mars 1982 Páiíná Jónsdóttir fyrrum hús- freyja á Grund í Eyjafirði, and- aðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 21. mars sl. og var jarðsungin frá Grundarkirkju laugardaginn 27. mars. Hún átti heima á Akureyri síðustu árin, en hafði dvalið skamma hríð á heim- ili Sighvatar læknis sonar síns í Reykjavík, er hún veiktist og andaðist að fáum dögum liðnum, tæpra 75 ára að aldri. Hin látna var fædd í Hrísey 4. april 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Bergsson, útskurð- armeistari og Þorgerður Jör- undsdóttir, atgerfiskona. Þeirra börn urðu tíu talsins og ólst Pálína því upp í mannmargri fjölskyldu, þar sem tekjur voru vart í sam- ræmi við fjölskyldustærð. Foreldrar Pálínu fluttu með allt sitt til Ólafsfjarðar 1911 og þar ólu þau upp barnahópinn sinn og áttu þar heimili starfsævi sína alla. Á þeim tímum var Ólafsfjörður ein- angruð sveit umfram flestar aðrar á Norðurlandi. Staðurinn krafðist harðfylgis á sjó og landi og ói upp dugmikla sjómannastétt. Ungar konur ólust upp við algenga vinnu eins og tíkaðist í sjávarplássum á uppvaxtarárum Pálínu og lengi síðar, bæði við að beita línu og verka fisk, auk hinna hefðbundnu heimilisstarfa kvenna í verka- skiptu þjóðfélagi. Tvítug að aldri fór Pálína í Laugaskóla í Suður-Þingeyjar- sýslu og dvaldi þar tvo vetur við nám. Kom þar vel í ljós, að hún var bóknæm í besta lagi og listfeng. Að námi í Laugaskóla loknu, var hún nokkur misseri við versl- unar-og skrifstofustörf á Akur- eyri, en árið 1933 giftist hún Snæ- birni Sigurðssyni frá Snæbjarnar- stöðum í Fnjóskadal, sem þá var farinn að búa í Hólshúsum í Hrafnagilshreppi. í Hólshúsum bjuggu þau Snæbjörn og Pálína til ársins 1948 og þar fæddust þeim elstu 'oörnin. Þau höfðu ekki lengi búið á jörð sinni er í ljós kom, að þar hafði hin byltingarkennda fram- faraalda ekki farið hjá garði. Ræktarlönd stækkuðu ört og hús úr varanlegu efni risu. En árið 1948 keyptu þau hjónin Grund 2, hálflendu hins forn- fræga höfuðbóis og bjuggu þar í þrjá áratugi. Þá létu þau jörðina í hendur barna sinna, en nú er hún auglýst til sölu. Fer hér sem oftar, að ættir tengjast sjaldan lengi sama búsetustað í sveit, hvortsem mönnum kann að sýnast það köld örlög eða eitthvað annað. En Grundarhjónin, Pálína og Snæbjörn, hafa á þriggja áratuga búskaparferli sínum á Grund, tryggt sér nöfn í sögu þessa forn- fræga höfuðbóls Eyfirðinga. Á ýmsu valt í búskap Snæbjarnar bónda, en stórbóndi var hann löngum og naut hann sín betur við framkvæmdir en hin daglegu störf búskapar og þá best þegar mest var í húfi. Pálína húsfreyja naut tónlistar og leiklistar flestum bet- ur og félagsstörf á þeim sviðum áttu vísan stuðning húsfreyjunnar á Grund, ekki síður en fagrar handmenntir, sem hún kenndi ungum konum á námsskeiðum. Rausn og margháttaður myndar- skapur hafa löngum þótt ein- kenna Grundarheimili, hvort sem þau hafa verið eitt eða fleiri og hefur svo verið til þessa, enda Pálína mikil húsmóðir og auk þess ástrík móðir. Börn þeirra Pálínu og Snæbjarnar eru þessi: Sigurð- ur, bóndi á Höskuldsstöðum í Öngulsstaðahreppi, Hólmfríður, lögfræðingur í Reykjavík, Sig- hvatur, læknir í Reykjavík, Jón Torfi, kennari í Reykjavík, Ormar, kennari á Akureyri, Sturla, bóndi á Grund og Þórður, sonarsonur og kjörsonur þeirra Pálínu og Snæbjarnar. Fyrsti ábúandinn á Grund í Eyjafirði, sem sögur fara af, var Þorvaldur krókur, síðar, eða 1217 flutti þangað Sighvatur Sturluson og eftir miðja fjórtándu öid bjó þar Grundar-Helga og var Björn Jórsalafari sonur hennar. Á Grund bjó á sínum tíma ein af dætrum Jóns biskups Arasonar og hét hún Þórunn. Sat hún jörðina um sextíu ára skeið en andaðist 1593. Þá er margra sýslumanna getið, er á Grund hafa setið. Um 1800 kemur þar Bríemsættin við sögu og þrem aldarfjórðungum síðar sá maður sem bjó á Grund fram á okkar öld og skráði nafn sitt eftirminnilega í sögu staðar- ins, en það var Magnús Sigurðs- son, bóndi og kaupmaður. Grund hefur ætíð verið meðal vildisjarða í Eyjafirði. Landið er mikið, ræktað land stórt og annað ræktanlegt. Staðurinn ber fornri frægð merki og gildir það um báð- ar hálflendurnar. Án efa hefur það verið ungri konu úr afskekktu sjávarplássi mikið ævintýri að verða húsfreyja hins eyfirska höfuðbóls. Víst er einnig, að sú virðingarstaða krafðist þreks og vitsmuna og þá eiginleika átti hin unga húsmóðir. Pálína Jónsdóttir, sem nú er kvödd, var fríð kona og mjúklát, en bjó yfir miklum andlegum styrk og listrænum hæfileikum. Á sorgar-og kveðjustundum þegar jörðin tekur á ný við börn- um sínum, er reynt að ráða hinar miklu gátur um lífið og dauðann. Við sjáum skammt en þykjumst þess fullviss, að þótt við leysum fáar gátur, muni guðdómurinn enn birtast okkur í augum barn- anna og í litum hinna angandi blóma. Við trúum því einnig, að guðdómurinn roði hnúka á nýrri vegferð þeirra vina okkar, sem við kveðjum hinstu kveðju. Ég sendi eftirlifandi eigin- manni, Snæbirni Sigurðssyni, sem sjúkur dvelur á Grund í skjóli sonar síns og tengdadóttur, mína innilegustu samúðarkveðju, svo og öðrum ástvinum hinnar látnu. Erlingur Davíðsson fslandsmeti í ungiingaflokki. Samtals lyfti Gylfi 305 kg. í 100 kg. flokki þríbætti Garð- ar Gíslason íslandsmet unglinga í snörun, lyfti mest 142.5 kg. Garðar jafnhattaði 170 kg. og átti tvær góðar tilraunir til að lyfta 175 kg. og bæta þannig ís- landsmet Gylfa bróður síns um 2.5 kg. Samtals tyfti Garðar 310 kg. sem er nýtt Islandsmet ung- linga. Firmakeppni í boðgöngu SRA efnir til firmakeppni í boð- boðgöngu gengur hver maður 3 göngu og flokkasvigi 17.+18. km. Þátttökutilkynning þarf að apríl. Er um að ræða þriggja hafa borist eigi síðar en 14. apríl manna sveitir sem starfsmenn í síma 23248, Magnús. viðkomandi fyrirtækis. skipa. í Akureyrar- mót í svigi Akureyrarmót í svigi fyrir 12 ára og yngri var haldið í Hlíð- arfjalli á dögunum. Þátttaka var mjög góð, og ágætur ár- angur náðist í mótinu í öllum flokkum. Sigurvegarar og þeir sem unnu til verðlauna í hin- um ýmsu flokkum urðu sem hér segir: DRENGIR 11-12 ira: 1. Valdimar Valdimarsson KA 76,77 2. Jón Harðarson KA 80,07 3. Jón M. Ragnarsson Þór 80,49 STÚLKUR11-12 ira: 1. Kristín M. Jóhannsdóttir Þór 82,48 2. Sólveig Gísladóttir Þór 83,46 3. Laufey Þorsteinsdóttir KA 85,24 DRENGIR 10 ira: 1. Sverrir Ragnarsson Þór 73,08 2. Vilhelm Þorsteinsson KA 74,67 3. Viðar Einarsson KA 80,94 STÚLKUR 10 íra: 1. Ása Sigr. Þrastardóttir Þór 80,79 2. Erna Káradóttir KA 85,17 3. Rakcl Reynisdóttir KA 89,74 DRENGIR 9 ira: 1. Magnús H. Karlsson KA 73,37 2. Sævar Guðmundsson Þór 74,78 3. Arnar M. Arngrímsson KA 78,58 STÚLKUR 9 ira: 1. María Magnúsdóttir KA 75,45 2. Mundína Kristinsdóttir KA 82,65 3. Harpa Örlygsdóttir KA 88.89 DRENGIR 8 ira: 1. Gunnlaugur Magnússon KA 73,38 2. Stefán Þ. Jónsson KA 80,56 3. Ingólfur Guðmundsson Þór 82,97 STÚLKUR 8 ira: 1. Harpa Hauksdóttir KA 78,14 2. Linda Pálsdóttir KA 82,42 3. Harpa Hallsdóttir Þór 93.67 DRENGIR 7 ira og yngri: 1. Þórleifur K. Karlsson KA 82,22 2. Róbert Guðmundsson Þór 90,34 3. Arnar Friðriksson 97,07 STÚLKUR 7 ira og yngri: 1. Sísí Malmquist Þór 88,34 2. Erla H. Sigurðardóttir Þór 93,55 3. Hildur Ösp Þorsteinsd. KA 94,82 Nýr umboðs- maður getrauna Stjórn knattspyrnudeildar KA hefur farið þess á leit við íþrótta- síðuna að þess verði getið að aðalumboðsmaður knattspyrnu- getrauna hjá KA sé nú Einar Gunnarsson starfsmaður í hljómdeild Cesars. Hann tók við starfi af Frímanni Gunnlaugs- syni í Sport og Hljóð, en Frí- mann hafði gengt þessu starfi um árabil fyrir KA. Umboðs- laun knattspyrnugetrauna er töl- uverður peningur fyrir íþrótta- félögin. 30. mars 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.