Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL FERMINGAR GJAFA GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 27. aprfl 1982 44. töiublað Stefnuskrá framsóknarmanna á Akureyri: Samhenta og trausta forustu í nánum tengslum við íbúana „Framsóknarmenn á Akur- eyri ganga bjartsýnir til þess- ara kosninga. Þeir treysta því að bæjarbúar meti mikils þá stefnu sem gert hefur Akur- eyri að traustu og góðu sam- félagi. Framsóknarmenn á Akureyri hvetja bæjarbúa til þátttöku og starfa að þeirri stefnu, þar sem samvinna, félagshyggja og öryggi skipa veglegan sess og sem verið hefur kjölfesta Akureyrar og Eyfírskra byggða“. „Framsóknarmenn á Akur- eyri vilja beita áhrifum sínum til að auka sjálfstæði sveitarfé- laga gagnvart ríkisvaldinu og efla samvinnumöguleika þeirra. Þeir gera kröfu til eðli- legrar og sanngjarnrar hlut- deildar í sameiginlegum sjóð- um þjóðarinnar í hlutfalli við framlag íbúa svæðisins. Vegna aukinna aðgerða ríkisvaldsins til tekjuöflunar, vaxandi al- mannatrygginga og bætts efna- hags almennings telja fram- sóknarmenn á Akureyri að gamalt og rótgróið framfærslu- hlutverk sveitarstjórna eigi að hverfa að miklu leyti. í stað þess eigi sveitarfélög að ein- beita sér í ríkara mæli að fram- kvæmdum í þágu íbúanna og stuðla m.a. þannig að aukinni atvinnuuppbyggingu. Fram- sóknarmenn á Akureyri vilja tryggja áfram traustan fjárhag bæjarsjóðs og bæjarstofnana og gæta aðhalds í öllum rekstri bæjarins. Akureyri og Eyja- fjarðarbyggðir hafa miklu hlut- verki að gegna við uppbygg- ingu íslensks þjóðfélags. Því þarf áfram samhenta og trausta forustu sein stjórnar málefnum bæjarins í nánum tengslum og samvinnu við íbúana“. Síðan koma í stefnuskránni kaflar um atvinnumál, skóla- og menningarmál, skipulags- og umhverfismál, félags- og heilbrigðismál og íþrótta- og æskulýðsmál. Traustleiki og öryggi - einkenna stefnu framsóknar- manna „Mér finnst ástæða til að benda á að mjög margt ungt fólk tók þátt I að móta stefnuna, en eftir sem áður er meginstefnan óbreytt, þ.e. áherslan er lögð á traustleika og öryggi í stjórn bæjarmálanna, sem grundvall- ast á traustu atvinnulífi og áframhaldandi framkvæmda- stefnu“, sagði Sigurður ÓIi Brynjólfsson, bæjarfulltrúi og fyrsti maður á lista framsóknar- manna á Akureyri við bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. „Varðandi atvinnumálin er tek- ið mið af því, að flest öll stórfyrir- tækin í bænum hafa að undan- förnu unnið að verulegum endur- bótum, og aðaláherslan er lögð á að þær atvinnugreinar sem fyrir eru eflist og geti fært út kvíarnar. Jafnframt verði stefnt að sameig- inlegri eflingu Eyjafjarðarsvæðis- ins með nýjum atvinnugreinum“, sagði Sigurður Óli um stefnu framsóknarmanna í komandi kosningum. Ástand atvinnumála er gott um þessar mundir á Akureyri. Að sögn Hauks Torfasonar forstöðu- manns Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar, eru nú aðeins um 30 manns á skrá hjá skrifstof- unni. Haukur sagði að hér væri aðallega um að ræða eldra fólk, en ungir verkamenn væru með öllu horfnir af skrám skrifstofunn- ar. „Það er mikið hringt og við beðnir um að útvega verkafólk, en það er ekki fyrir hendi,“ sagði Haukur. Andrésar Andar-leikarnir fóru fram um helgina og keppendur voru á fimmta hundrað talsins, víðsvegar að af landinu. Þessi mynd var tekin á tröppum Akur- eyrarkirkju af nokkrum þátttakendum. Mynd: KGA Skora á hreppsnefndina að gerast aðili að virkjunarsamningnum Á sunnudaginn voru virkjunar- mál rædd á ahnennum hrepps- fundi Bólstaðarhlíðarhrepps í Húnaveri. Hreppsnefndin hafði ekki auglýst að virkjunar- mál yrðu tekin til umræðu á fundinum, en eins og kunnugt er skoruðu 44 íbúar hreppsins með undirskriftum á hrepps- nefnd að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um vilja hrepps- búa til virkjunarsamninganna. Á fundinum kom fram tillaga um að ekkert yrði ályktað um virkjunarmálin og var hún felld með 29 atkv. gegn 22 atkv. Hins vegar samþykkti fundurinn svo- hljóðandi tillögu með 32 atkv. gegn 17 atkv.: „Almennur sveit- arfundur haldinn í Húnaveri 25. apríl 1982 beinir því eindregið til hreppsnefndar Bóstaðarhlíðar- hrepps að hún iáti hreppinn nú þegar gerast aðila að þeim samn- ingi sem önnur sveitarfélög sem upprekstur eiga á Auðkúlu- og Eyvindarstaðarheiðar, og undir- ritaður var 15. mars sl. um vænt- anlega Blönduvirkjun". í tillögunni var einnig lögð áhersla á landvernd á Galtár- lækjasvæðinu og landgæslugirð- ingu á Fossabrúnum, en um þau atriði bæði er ákvæði í virkjunar- samningnum. Að sögn Gríms Gíslasonar fréttaritara útvarpsins á Blönduósi lét oddviti Bólstaðar- hlíðarhrepps hafa það eftir sér að loknum fundinum, að hrepps- nefndin hefði ákveðið að taka ekki afstöðu til samþykktar hreppsfundarins að svo stöddu, en hann gerði ráð fyrir að það yrði fundur í hreppsnefndinni síðar í vikunni. SAMA ÖRDEYÐAN „Því miður hefur ekkert lifnað yfir aflabrögðum báta sem gerðir eru út frá Norðurlandi,“ sagði Angantýr Jóhannsson útibús- stjóri og umboðsmaður Fiskifé- lags íslands á Norðurlandi, í sam- tali við Dag. „Þetta er ekki nokk- ur afli. Eftir páska fengu bátar sæmilegt á línu frá Húsavík, en það virðist vera búið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.