Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 12
VIFTUREIMAR í FLESTA BILA Hitaveitan kosninga- mál „Ef íhaldið ætlar að gera Hita- veitu Akureyrar að einhverju kosningamáli þá veit ég ekki hvernig þeir ætla að gera það, blessaöir mennirnir. En það verður gaman að sjá“, sagði Ingólfur Árnason, formaður stjórnar Hitaveitu Akureyrar. Tilefni ummæla Ingólfs var for- síðufrétt í Islendingi í síðustu viku um málefni Hitaveitunnar og var vitnað í nokkurra mán- aða gamla skýrslu um fjárhag fyrirtækisins. í henni kemur m.a. fram að fjárhagsstaða fyrirtækisins er slæm, en Ing- ólfur sagði að það ætti ekki að koma neinum á óvart. „Erfiöleikar Hitavcitunnar stafa fyrst og fremst af þeim vaxta kjörum sem fyrirtækiö vcröur aö sætta sig við á erlendum lána- mörkuðum. Flest lánanna eru til skamms tíma, en viö höfum verið að leita að lánum til lengri tíma og meö hagkvæmari vöxtum. Sú leit hefur ekki horið árangur enn scm komiö er. Hins vcgar er rétt aö þaö komi fram að Hitaveita Ak- ureyrar er ekki eina fyrirtækið sem stendur höllum fæti vcgna slæmra vaxtakjara". Ingölfur sagöi aö ýmislegt hcfði breyst frá því að Framkvæmda- og rekstraráætlun H.A. fyrir 19<S2 heföi veriö samin. í henni var m.a. rciknaö meö að Hitaveitan þyrfti aö greiða lán sem fengin voru úr Orkusjööi. Hitaveitan hafði veriö krafin um greiðslu fyrir boranir á svæöum sem ekki var hægt aö virkja, en samkvæmt reglum sjöösins er virkjun svæðis forsenda þess aö þaö þurfi aö greiöa fyrir borun. „Þarna losnar Hitaveitan viö talsveröar upp- hæöir", sagöi Ingólfur. í íslendingi er sagt aö „. . . eftir því sem blaöið kemst næst munu þær fáu liolur, sem i notkun eru vera ofnýttar meö dælingu, þannig aö hætta er á aö þær þorni upp á næstu árum meö sama áframhaldi". Ingóllur sagöi aö þaö væri vitaö nokkurn veginn hve mikiö væri hægt að dæla úr holunum. Innan tíöar veröur hol- an á Glerárdal tekin í notkun, og þrátt fyrir aö þaö þurfi aö skerpa á vatninu á veturna mun sú holtt breyta miklu fyrir Hitaveituna. „ Aö sjálfsögöu þurfum viö aö fara meö gát og fara aö huga aö virkj- un holu aö Reykjum í Fnjóska- dal, en jaröfræöingar vilja kanna betur svæöiö nær og þá sérstak- lega hjá Grýtu í Öngulsstaða- hreppi", stigöi Ingólfuraö lokum. Arngrímur Kristjánsson við framleiðsluna. Hellusteypan h.f.: Ný tæki stórauka framleiðslugetuna Hellusteypan h/f hefur tekið í notkun ný tæki sem munu stór- lega auka framleiðslugetu fyrir- tækisins. Aö sögn Arngríms Kristjáns- sonar eiganda Hellusteypunnar hafa nýju tækin létt starfsmönn- um störfin til mikilla muna. Áður þurfti að taka hverja hellu fyrirsig og lyfta henni með handafli upp í vélina en núna renna þær þangað jafnt og þétt á færibandi þar sem einn maður tekur við þeim með mótið, en síðan sér vélin um að skila þeim út aftur á færibandinu, sallafínum og færum í flestan sjó. Þá er þeim staflaö í hæfilega stafla og lyftara rennt undir allt saman. Arngrímur sagði að afköstin hefðu aukist um helming með til- komu tækjanna þannig að nú væri hægt að frramleiða ca. 400 hellur, sexhyrndar, eða 300 ferhyrndar (40x40), á dag. Þá sagðist hann vonast til að Hafnarstræti á Akúr- eyri yrði hellulagt með hellum úr nýju vélinni þegar það yrði gert að göngugötu. Vöfflur með ■ r rjoma og sultu í Ólafs- firði Ólafsfirði 26. apríl. Það var mikið um að vera á Ólafsfirði á sumardaginn fyrsta. Nýja dvalarheimilið, sem hefur hlotið nafnið Horn- brekka, var sýnt almenningi. Talið er að rúmlega helmingur bæjarbúa hafi komið og skoðað bygginguna, sem er mjög glæsi- leg og þeim til sóma sem stóðu að henni. Húsið verður ekki vígt fyrr en heilsugæslustöðin verður tekin í notkun, en hún er í sömu byggingu og dvalar- heimilið. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í Hornbrekku innan skamms. Kvenfélagið sá um kaffiveiting- ar umræddan dag og það voru bornar fram vöfflur með rjóma og sultu. Þetta voru ágætis vöfflur og minntu mig á sumardaginn fyrsta er ég dvaldist í foreldrahúsum. Kvenfélagskonurnar hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í sam- bandi við dvalarheimilið og sem dæmi má geta þess, að þær gáfu og saumuðu öll gluggatjöldin í það. BA. „Landsins forni fjandi“ heim- sækir Grímsey — strengdu vír fyrir hafnarmynnið svo ekki ræki ís inn á höfnina Grímseyingum brá ónotalega í brún þegar þeir risu úr rekkju á láugardagsmorguninn síðasta. Hafís hafði lagst upp að eyjunni. Grímseyingar brugðu skjótt við og strengdu vír fyrir hafnarmynn- iö svo að ekki ræki ís inn í höfn- ina. Virtist þeim sem ísbreiðan teygði sig samfeld norður í hafs- auga en raunin var þó önnur. Á laugardaginn gerði hvassa norð- vestanátt og með henni var ís- spöngin á bak og burt um kvöldið. Að sögn Steinunnar Sigur- björnsdóttur útibússtjóra, gengur mannlíf í Grímsey sinn vanagang þrátt fyrir þessa kuldalegu send- ingu að norðan, nema hvað gæftir hefðu verið með eindæmum stæmar og hefðu bátar ekki getað róið nema nokkra daga í viku. Þá hefðu aflabrögðin ekki verið upp á marga fiska en væru nú eitthvað að glæðast. Mengun Krossanesverksmiðjunnar úr sögunni: Hefur haft áhrif á sölu fasteigna Það er ekkert vafamál að mengunin frá Krossanesverk- smiðjunni hefur haft áhrif á sölu fasteigna sem næstar eru verksmiðjunni,“ sagði Björn Kristjánsson hjá fasteignasöl- unni Eignamiðstöðinni á Akur- eyri, í samtali við Dag. „Það hefur gengið vcr að selja þessar eignir en aðrar sambæri- legar í bænum. Það er e.t.v. ekki hægt að segja að þessar eignir hafi farið á lægra verði en aðrar, en þó hefur aðeins orðið vart við það og raðhúsin hafa t.d. verið þyngri í sölu. En þessi mál virðast vera komin í samt lag og það virðist strax vera kominn jöfnuður á þetta eftir að mengunartækin nýju komu upp í verksmiðjunni. Við erum farnir að vera varir við það aftur að fólk vill fara þarna út- eftir því staðurinn er góður." Björn sagði að ástandið al- mennt á fasteignamarkaðnum væri ekki gott. „Ástandið á pen- ingamarkaðnum er ekki gott, það eru litlar eignir til og fasteignavið- skiptin í dag eru aðallega skipti á milli fólks," sagði Björn. d • Mikill hagnaður Hitaveita Akureyrar kemur oft til umræðu manna á meðal og eru t.d. reikningar fyrirtækis- ins á stundum tilefni langra fyrirlestra. Gjöld hitaveitunn- ar eru mun hærri en gamal- gróinna hitaveitna annars- staðar á landinu, enda hvíla þung lán á Hitaveitu Akureyr- ar - mun hærri cg þyngri en t.d. á Hitaveitu Húsavíkur svo dæmi sé tekið. Samkvæmt upplýsingum S&S hefur orku- verð Hitaveitu Akureyrar ver- ið um 50% af olíuverði. Það má með sanni segja að tekjur Hitaveitunnar hafi verið beinn hagnaður bæjarbúa. Ef þeir hefðu þurft að kaupa olíu hefði það kostað helmingi meira. # Leysast at- vinnumál með pennastriki? Það er undur skemmtilegt að fylgjast með þvi hvernig sjálf- stæðismenn á Akureyri vakna nú til lífsins í kjölfar hvatning- ar Gísla Jónssonar oddvita þeirra, í hverri hann bað þá að vakna af dvalanum . Þessir blessaðir höfðingjar, sem ekki hafa haft neinar sjálf- stæðar tillögur fram að færa í bæjarstjórn á kjörtímabilinu, sem nú fer senn að Ijúka, rjúka nú fram á ritvöllinn hver á fætur öðrum og vilja leysa atvinnumál Akureyringa með pennastriki og jafnvei cinu símskeyti. Þessi nýja leiftur- sókn þeirra á að felast í því, að fá ríkið og erlenda auð- hringa til að setja niður álver við Eyjafjörð (hvar er einstak- lingshyggjan og sjálfsbjarg- arviðleitnin?). Fyrst á að panta stóriðjufyrirtækið og síðan má ef til vill athuga hvort það geti haft einhverjar afleitar afleiðingar. Þetta hefði nú einhvern tíma verið kallað að fara öfugt að hlutun- um? # Leitað forsjár ríkisins Það hljóta allir að sjá and- stæðurnar í málflutningi sjálf- stæðismanna þegar þeir segja í öðrum orðinu að „stjórnmálastefnur vinstri flokkanna hvetja til síaukinn- ar skattheimtu og ríkisfor- sjár,“ en í hinu vilja þeir að ríkið útvegi Eyfirðingum álver með það sama. Þegar á bjátar á að leita forsjár ríkisins og erlendra aðila. Svo leyfa þessir menn sér að segja að þeir telji að „atvinnulffinu sé best borgið í höndum ein- staklinga og frjálsra samtaka þeirra.“ Þeim væri nær að taka sér til fyrirmyndar hug- myndir Jóns Sigurðarsonar, fimmta manns á lista Fram- sóknarflokksins, sem vill bíða með að taka afstöðu til orkufreks iðnaðar við Eyja- fjörð þangað tíl vitað sé hvers konar fyritæki yrði um að ræða og hvaða afleiðingar til- koma þess gæti haft á félags- legt- og vistfræðilegt um- hverfi okkar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.