Dagur - 27.04.1982, Qupperneq 2

Dagur - 27.04.1982, Qupperneq 2
Samhenta og trausta forustu Lengi hafa framsóknarmenn haft forystu um samstarf í stjórn bæjarmála á Akureyri. Undir þeirra stjórn hafa orðið miklar framfarir á flest- um sviðum. Akureyri hefur haft mikið að- dráttarafl fyrir fólk og fólksfjölgun verið meiri en víðast annars staðar. Framsóknarmenn á Akureyri telja það ávinning fyrir eyfirskar byggðir, Norðlendinga og þjóðina alla að Akur- eyri eflist enn frekar og skapi nauðsynlegt mót- vægi við Faxaflóasvæðið. Framsóknarmenn á Akureyri líta á byggðir Eyjafjarðar sem atvinnulega og menningarlega heild og vilja því eiga gott samstarf við ná- grannabyggðalögin um uppbyggingu svæðis- ins og skapa íbúunum öryggi og farsæld. Framsóknarmenn á Akureyri vilja beita áhrif- um sínum til að auka sjálfstæði sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu og efla samvinnumögu- leika þeirra. Þeir gera kröfu til eðlilegrar og sanngjarnrar hlutdeildar í sameiginlegum sjóð- um þjóðarinnar í hlutfalli við framlag íbúa svæð- isins. Vegna aukinna aðgerða ríkisvaldsins til tekjujöfnunar, vaxandi almannatrygginga og bætts efnahags almennings, telja framsókn- armenn á Akureyri að gamalt og rótgróið fram- færsluhlutverk sveitarstjórna eigi að hverfa að miklu leyti. í stað þess eigi sveitarfélög að ein- beita sér í ríkara mæli að framkvæmdum í þágu íbúanna og stuðla m.a. þannig að aukinni atvinnuuppbyggingu. Framsóknarmenn á Akureyri vilja tryggja áfram traustan fjárhag bæjarsjóðs og bæjar- stofnana og gæta aðhalds í öllum rekstri bæjar- ins. Akureyri og Eyjafjarðarbyggðir hafa miklu hlutverki að gegna við uppbyggingu íslensks þjóðfélags. Því þarf áfram samhenta og trausta forustu sem stjórnar málefnum bæjarins í nán- um tengslum og samvinnu við íbúana.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.