Dagur - 27.04.1982, Page 4

Dagur - 27.04.1982, Page 4
Skóla- og mennmgarmál Þróun og velferð bæjarfélagsins byggist að verulegu leyti á því að jafnan sé völ á hæfum og vel mennt- uðum einstaklingum til að takast á við vandamál og axla ábyrgð sem fylgja æ flóknara samfélagi. Framsóknarmenn á Akureyri telja menntun vera mannréttindi. Öllum skal því gert kleift að öðlast menntun við hæfi, bæði í hagnýtum tilgangi í tengslum við atvinnulífið og til aukins almenns þroska. Framsóknarmenn á Akureyri vilja að áfram verði litið á Akureyri sem miðstöð mennta og menningar. Börnum á grunnskólastigi verður að skapa sem jafnasta aðstöðu til náms og þroska. Því vilja framsókn- armenn á Akureyri að öll börn geti sótt skóla í sínu hverfi. Þeir telja það grundvallarreglu í skólastarfi sem og annars staðar að hugað verði að þörf- um hvers og eins. Nemendum sem víkja frá eðlilegum þroska ber að sjá fyrir fullnægjandi stuðningskennslu. Einnig þarf að koma til móts við þarfir nemenda sem skara fram úr í námi. Koma þarf upp skóladeildum fyrir þroskaheft og atferlistrufluð börn en markmiðið skal þó ávallt vera að ein- staklingar með sérþarfir geti aðlagast samfélaginu. Framsóknarmenn á Akureyri vilja efla enn frekar nám á framhalds- skólastigi og fjölga þeim námsbraut- um sem fólk hefur úr að velja. Sérstök áhersla verði lögð á aukna verk- menntun og skal byggingu Verk- menntaskólans hraðað. Koma þarf upp námsbrautum og endurmenntun tengdum þeim starfsgreinum sem hér eru og hafi Verkmenntaskólinn forystu í því efni. Ennfremur má nefna háskólanám í tengslum við skipasmíðaiðnað, matvælaiðnað, kennaramenntun, menntun á sviði heilbrigðisþjónustu og listhönnun í tengslum við iðnaðinn í bænum. Framsóknarmenn á Akureyri leggja áherslu á nauðsyn endurmenntunar og fullorðinsfræðslu. Framsóknarmenn á Akureyri benda á nauðsyn þess að í bænum rísi félags- og menningarmiðstöð. Þeir vilja að slík miðstöð rísi í tengslum við Amtsbókasafnið á Akureyri. Þar verði góð aðstaða til hljómleika og listsýn- inga auk funda- og félagsaðstöðu. Framsóknarmenn á Akureyri benda á þann möguleika að í slíkri menning- armiðstöð verði gert ráð fyrir aðstöðu til upptöku útvarps- og sjónvarpsefn- is. Starfsemi ríkisútvarpsins á Norðurlandi verði efld til muna. Framsóknarmenn á Akureyri telja listiðkun vænlega til eflingar þroska. Vegna aukins frítíma almennings verður að leggja áherslu á uppbyggj- andi tómstundastörf. Jafnframt verði á Akureyri auknir möguleikar til sérmenntunar á sviði tónlistar og myndlistar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.