Dagur - 29.04.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 29.04.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM,: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Nýja sókn á traustum grunni „Öflugt atvinnulíf er undirstaða allra fram- fara. Þróttmikill rekstur samvinnumanna, ein- staklinga og félagsrekstur bæjarbúa hefur gert Akureyri að traustu bæjarfélagi með mikla framtíðarmöguleika. Eyjafjarðarsvæðið er ein heild og verður að skoða atvinnumálin í ljósi þess.“ Þetta eru upphafsorðin í atvinnu- málakaflanum í stefnuskrá framsóknarmanna á Akureyri. Þar segir einnig m.a., að hlutverk bæjarfélagsins sé að skapa aðstæður sem geri atvinnuvegunum kleift að þrífast, en sveitar- félagið eigi að öðru leyti ekki að taka beinan þátt í rekstri fyrirtækja nema í sérstökum til- vikum. Þá er gerð sú krafa til stjornvalda að þau tryggi fyrirtækjum rekstrargrundvöll og geri þeim þannig kleift að fjárfesta og auka umsvif sín og þar með atvinnu. Varðandi atvinnumál í framtíðinni telja framsóknarmenn á Akureyri það höfuðatriði í nýrri sókn í atvinnumálum, að þau fyrirtæki sem þegar eru starfrækt í bænum nái að eflast og auka umsvif sín. Bent er á að enn eru ónýtt- ir fjölþættir möguleikar á aukinni úrvinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða og í því sam- bandi er nefndur lífefnaiðnaður, til að vinna úr slógi og öðrum úrgangi sláturdýra og sjávar- afla. Fagnað er stofnun Iðnþróunarfélags Eyjafjarðarbyggða og framsóknarmenn á Akureyri munu beita sér fyrir könnun á mögu- leikum í atvinnuuppbyggingu Akureyrar og Eyjafjarðar. Á grundvelli slíkrar könnunar verði síðan gerðar þær ráðstafanir sem tryggja atvinnuöryggi íbúa svæðisins. Það er fyrirsjáanlegt að á komandi árum mun þjónusta ýmiskonar verða stærri þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar og telja framsóknar- menn á Akureyri að þéttbýlisstöðum víða um land beri sanngjarn hlutur í þeirri aukningu. Þeir telja það réttlætiskröfu að ýmis opinber þjónusta verði efld á Akureyri, t.d. með flutn- ingi stofnana, nýjum menntastofnunum og aukinni heilbrigðisþjónustu. Þá leggja fram- sóknarmenn áherslu á bætta og aukna ferða- mannaþjónustu og góðar samgöngur, svo Akureyri geti gegnt hlutveki sínu sem þjón- ustukjarni fyrir Norðurland. Framsóknarmenn á Akureyri telja rétt að innlend orka verði notuð til að efla atvinnulíf og bæta enn afkomu á Eyjafjarðarsvæðinu. í því sambandi vilja þeir að haft verði í huga, að Eyjafjörður er vistfræðilega mjög viðkvæmt i svæði og að ekki má stofna lífríki þess í hættu. Þá verður að meta félagslega röskun vegna framkvæmda og reksturs stórfyrirtækja og kanna þarf þjóðhagslega hagkvæmni og hver fjárhagslegur ávinningur Eyjafjarðarsvæðinu er í slíkum fyrirtækjum. Af þessu stutta yfirliti má ljóst vera, að framsóknarmenn á Akureyri vilja byggja á þeim trausta grunni sem þegar hefur verið lagður í atvinnumálunum og efla það og auka sem fyrir er, en flana ekki að neinu varðandi orkufrek stóriðjufyrirtæki og taka ekki ákvörð- un fyrr en vitað er hvað þar kynni að vera á ferðinni. Frá Dalvík. „ Renna þarf fleiri stoðum undir atvinnulífið“ — segir Gunnar Hjartarson, sem skipar baráttusætið á lista framsóknarmanna á Dalvík Fyrir nokkru var birtur fram- boðslisti framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningarn- ar á Dalvík. í þriðja sæti list- ans og jafnframt baráttusæt- inu er Gunnar Hjartarson sparisjóðsstjóri. Hann fædd- ist 16. október 1935 í Grinda- vík, en fluttist til Akureyrar fjögurra ára gamall. Hann lauk prófi frá Samvinnuskól- anum 1954 og starfaði síðan í um 10 ár hjá Kaupfélagi Ey- firðinga á Akureyri. Síðan í Búnaðarbanka íslands á Ak- ureyri, þar til hann tók við úti- bússtjórastarfi Búnaðarbank- ans á Hellu. í ársbyrjun 1979 hóf hann störf sem sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík. - í starfi þínu sem sparisjóðs- stjóri á Dalvík hefur þú komið í nána snertingu við atvinnulífið. Hvað finst þér um ástand mála í þeim efnum? „Atvinnumálin hafa verið í nokkuð góðu lagi hér á Dalvík, en hins vegar nokkuð einhæf. Þar á ég við að sjósókn og vinnsla sjávarafurða hefur veitt langflestumatvinnu. Núfrá ára- mótum hefur hins vegar sigið á verri hliðina vegna aflabrests netabátanna. Framsóknarmenn á Dalvík hafa löngum lagt á það mikla áherslu að atvinnulífið þyrfti að verða fjölbreyttara og sú þróun sem orðið hefur í sjáv- arútvegi styður þau sjónarmið. Því er nú nauðsynlegt að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið með aukinni fjölbreytni. Þó má ekki gleyma því að Dalvíkingar byggja sína afkomu fyrst og fremst á sjávarfangi og því er áframhaldandi uppbygging hafnarmannvirkja forgangsmál að mínu mati, því án góðrar hafnaraðstöðu erum við illa settir. Stofnun Iðnþróunarfélgas Eyjafjarðarbyggða ætti að geta komið að liði við uppbyggingu nýrra atvinnugreina, en það sem Dalvíkingar geta gert sjálfir og mig langar til að nefna er t.d. bygging iðngarða, sem bæjarfé- lagið gæti haft forustu um að hrinda íframkvæmd. Mérdettur í hug, að nýta mætti afgangsork- una í hitaveituvatninu og bæta þyrfti aðstöðu og auka atvinnu sem tengist komum og móttöku ferðamanna." - Hvernig er ástand í hús- næðismálum? „Nú eru í byggingu 6 íbúðir á félagslegum grundvelli og má segja að slíkt fyrirkomulag hafi reynst nokkuð vel til að bæta úr húsnæðisþörfinni, sem alltaf er fyrir hendi. Halda þarf áfram á þessari braut, sérstaklega vegna þess hve erfitt er orðið fyrir ungt fólk að byggja yfir sig vegna mikils fjármagnskostnaðar. Jafnframt þarf bærinn að sjá til þess að framboð á lóðum til Gunnar Hjartarson. íbúða- og atvinnuhúsnæðis sé ávallt fyrir hendi og það hefur reyndar verið í mjög góðu lagi. “ - Nú hef ég heyrt það, að jafnvel Akureyringar eigi það til að skreppa á skíði til Dalvíkur. Er aðstaða til íþróttaiðkana í góðu lagi á Dalvík? „Á undanförnum árum hefur bæjarfélagið stutt dyggilega við uppbyggingu skíðaaðstöðu í Böggvisstaðafjalli og það kom í ljós, að um leið og aðstaðan kom fór fólk að flykkjast á skíði. Nú er hins vegar tímabært að snúa sér að uppbyggingu fyrir aðrar greinar íþrótta og á ég þar eink- um við þrennt, þ.e. byggingu sundlaugar, gerð grasvallar og stækkun íþróttahúss. Þá tel ég eðlilegt að bæjarfélgaið komi til móts við óskir og þarfir hesta- manna, en hestaíþróttin er sí- vaxandi.'1 - Hverjar hafa verið helstu framkvæmdir á vegum bæjarfé- lagsins á því kjörtímabili sem nú er að líða? „Fyrir utan hefðbundnar - framkvæmdir eins og varanlega gatnagerð og fleira hefur verið unnið að byggingu þriggja mannvirkja sem eru elliheim- ilið, heilsugæslustöðin og ráð- húsið. Það er geysilega mikið í fang færst að vinna að þessum stórframkvæmdum öllum í einu, en vel hefur tekist til og má segja að allar þessar byggingar séu á lokastigi. Brýnast er nú að ljúka við elliheimilið, bæði vegna þarfarinnar sem fyrir hendi er, auk þess sem það væri vel viðeig- andi á ári aldraðra. Af öðrum málum langar mig til að nefna, að nauðsynlegt er að koma upp aðstöðu fyrir hin ýmsu frjálsu félagasamtök í bænum og við verðum alltaf að hafa opin augun fyrir fegrun bæjarins. Þrátt fyrir geysimiklar fram- kvæmdir er staða bæjarsjóðs vel viðunandi. Við verðum eftir sem áður að reyna að sníða okkur stakk eftir vexti og það er því brýnna, sem verr horfir í okkar höfuðatvinnugreinum, sjávar- útvegi og fiskvinnslu. Öll okkar framtíð og áframhaldandi upp- bygging er háð því að góð atvinna haldist og því eru atvinnumálin meginverkefni komandi bæjarstjórnar." - Sú saga gengur á götum úti á Dalvík, að þú sért á förum úr bænum. Hverju svarar þú því? „Já, ég hef heyrt að þessi orð- rómur gangi um bæinn, vafa- laust tilkominn meðal pólitískra andstæðinga. Þetta á enga stoð í veruleikanum og þessi orðróm- ur hefur komið upp eftir að ég gaf kost á mér í 3. sætið á B-Iist- anum. Ég hef starfað hér í rúmlega þrjú ár og líkað vel og hef ekki í hyggju að breyta til. Ég skipa 3. sætið á lista framsóknarmanna, eins og ég sagði áðan, og ég vil leyfa mér að skora á kjósendur á Dalvík að sýna okkur það traust að kjósa B-listann, þannig að við fáum að minnsta kosti þrjá menn kjörna, en litlu mátti muna að við næðum því í síðustu kosningum. Vænlegasta leiðin til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á Dalvík er að kjósa lista framsóknarmanna.“ 4 - DAGUR - 29. apríl 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.