Dagur - 30.04.1982, Síða 4

Dagur - 30.04.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Félags- og menn- ingarmiðstöð rísi Það er ekki að ófyrirsynju að framsóknarmenn á Akureyri skuli benda á nauðsyn þess, að á Akureyri rísi félags- og menningarmiðstöð. Akureyri hefur þá sérstöðu meðal kaupstaða og kauptúna á landsbyggðinni, að hafa ekki félagsheimili og líkist að því leytinu kaupstöð- um á höfuðborgarsvæðinu og höfuðborginni sjálfri. Úr þessu vilja framsóknarmenn bæta og því er vakin athygli á þessu í stefnuskrá þeirra við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þeir vilja að slík félags- og menningarmiðstöð rísi í tengslum við Amtsbókasafnið á Akureyri og má með því slá tvær flugur í einu höggi; gera bókasafnið líflegra og aðgengilegra, en ekki bara útlánastofnun og athvarf skólanema við ritgerðasmíð og fá góða aðstöðu til hljóm- leika og listsýninga, auk funda- og félagsað- stöðu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hversu erfiðlega hinum ýmsu félögum og félagasamtökum í bænum hefur reynst að fá húsrými fyrir starfsemi sína, en slík félagsmið- stöð gæti bætt þar úr. Framsóknarmenn á Akureyri benda einnig á þann möguleika, að í slikri menningarmið- stöð verði gert ráð fyrir fullkominni aðstöðu til upptöku útvarps- og sjónvarpsefnis. Ljóst er að ríkisútvarpið verður að kaupa húsnæði undir starfsemi sína innan skamms eigi hug- myndir um eflingu starfsemi þess að ná fram að ganga, sem framsóknarmenn leggja mikla áherslu á. Hins vegar ætti ekki að byggja svo samkomusali í dag, að ekki sé gert ráð fyrir að- stöðu til upptöku á efni. Það sem hér hefur verið rakið kemur m.a. fram í stefnuskrá framsónarmanna á Akureyri um skóla- og menningarmál. Þar kemur einnig fram, að vegna fyrirsjáanalegs aukins frítíma almennings verði að leggja áherslu á upp- byggjandi tómstundastörf og að listiðkun verði í auknum mæli almenningseign. Jafn- framt verði á Akureyri auknir möguleikar til sérmenntunar á sviði tónlistar og myndlistar. Framsóknarmenn á Akureyri telja menntun vera mannréttindi. Öllum skal því gert kleift að öðlast menntun við hæfi, bæði í hagnýtum tilgangi í tengslum við atvinnulífið og til auk- ins almenns þroska. Þeir vilja að áfram verði litið á Akureyri sem miðstöð mennta og menn- ingar. Börnum á grunnskólastigi verður að skapa sem jafnasta aðstöðu til náms og þroska og framsóknarmenn telja það grund- vallarreglu í skólastarfi sem og annars staðar að hugað verði að þörfum hvers og eins, bæði þeirra sem skortir eðlilegan þroska og hinna sem skara fram úr. Framsóknarmenn á Akureyri vilja efla enn frekar nám á framhaldsskólastigi og fjölga námsbrautum og sérstök áhersla verði lögð á aukna verkmenntun. Bent er á háskólanám í tengslum við skipasmíðaiðnaðinn, matvæla- iðnað, kennaramenntun, menntun á sviðiheil- brigðisþjónustu og listhönnun í tengslum við iðnaðinn í bænum. Þá leggja framsóknarmenn á Akureyri áherslu á nauðsyn endurmenntun- ar og fullorðinsfræðslin í fjósamennsku í Svarfaðardal: „Rómantíkin til staðar þegar maður tekur hest sinn og hnakk og berst á fáki fráum fram dalinrr Þaö vill oft brenna við hjá blaðamönnum og öðrum fjölmiðlasnápum í hringsóli þeirra í kring um stjórnmála- menn og áberandi ein- staklinga að þeir gleymi öll- um hinum sem láta ekki eins mikið fyrir sér fara en eru þó engu að síður hið merkileg-. asta fólk og laust við allan þann hátíðlega tignarleika sem stórmennin eru svo gjarnan hjúpuð í. Mjaltakonur eru t.d. stétt sem tæpast er hægt að kalla of pláss- freka í fjölmiðlum en vinna samt sem áður bráðnauðsynleg störf í þjóðfélaginu svo ekki sé meira sagt. Uti í Svarfaðardal rakst blaða- maður Dags á tvær slíkar fyrir skemmstu og tók þær tali. Önnur heitir Dagmar Eirkíksdóttir úr Reykjavík fjósameistari að Tjörn en hin Karen Berg og kemur alla leið frá Danmörku til að mjólka kýrnar í Jarðbrúarfjósinu en hin síðari ár hefur það æ færst í vöxt að eyfirskir bændur leiti til frænda vorra á Norðurlöndum eftir vinnu- krafti. Fyrst sþurði ég þær stöllur af hverju þær væru að flana þetta norður í land eftir illa borgaðri vinnu í einangrun og kulda. Dag- mar kvað þetta tilbreytingu frá líf- inu á mölinni og svo væri þetta jægileg vinna, vinnutíminn frjáls- ari og meira sjálfstæði en hin venjulega verkamannavinna. „Fred og ro„ skýtur Karen inn í en annars talar hún ágætis ís- lensku. „Ég haföi lengi ætlað mér að fá mér vinnu utan Danmerkur og mig langaði líka til þess að þrófa hvort ég gæti lifað af svona einangrun fjarri öllu og öllum sem ég þekki. Ég þekki íslending sem býr í Danmörku og benti hann mér á að koma hingað,,. - Það hefur ekki stafað af sveitarómantík að þið gerðuð þetta? D.: „Kannski í og meö en annars er rómantíkin upp og ofan hér eins og annarsstaðar, hún er til staðar þegar maður tekur hest sinn og hnakk og berst á fáki frá- um fram dalinn". K. „Enekki þegar rafmagniðfer og maður sér fram á að þurfa að mjólka 39 kýr með berum höndum. Eða eins og kom fyrir í vetur að vatnslögnin bilaði og við þurftum að fara hér upp í hlíðina og reyna að finna hana undir 3 metra þykkum snjó, það var blautt og kalt og ekkert rómantískt. En þorrablótið var rómantískt". D. „Já, þar átu menn og drukku og sungu og dönsuðu eins og eftir uppskrift af sveitarrómantík. Ann- ars hefur komiö mér á óvart hvað félagslífið hefur verið bágborið hér í vetur, fyrir utan þorrablótið hef ég ekki farið á ball hér“. Nú leiðast umræðurnar að skemmtanalífi sveitarinnar, karl- peningnum og ýmsum viðkvæm- um málum sem ekki er vert að hafa hér eftir. Ég sný mér því að Karen og spyr hana þessarar sí- gildu spurningar fyrir útlendinga: - Flvernig líkar þér við íslend- inga? „Ég held að þeir séu ósköp svipaðir Dönum, allavega líkj- ast þeir sem í bæjunum búa koll- egum sínum í Danmörku. Hins- vegar þekki ég ekki nógu vel til sveitafólks í Danmörku til að geta borið það saman við íslenskt sveitafólk. Ég hef það á tilfinning- unni að þessar tæknilegu fram- farir sem orðið hafa á Islandi á þessari öld hafi gerst mun hraðar en t.d. í Danmörku og jafnvel svo snögglega að fólk hafi ekki haft undan að tileinka sér nýjan hugs- unarhátt sem fylgir tækniþróun- inni og þessvegna hugsi Islend- ingar ekki alveg í samræmi við það umhverfi sem þeir lifa í“. - Haldið þið að þið eigið aftur eftir að vinna við fjósamennsku? Báðar: „Já, já, það getur vel verið en þá með okkar eigin kýr á okkareigin búum“. Karcn Berg (t.v.) og Dagmar Eiríksdóttir. 4-DAGUR-30. apríl 1982

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.