Dagur - 13.05.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 13.05.1982, Blaðsíða 7
Sigfríður Angantýsdóttir: Um málefni fjölskyldunnar Barn sem fæðist inn í þennan heim fæðist inn í fjölskyldu og öðlast við það ákveðna stöðu í samfélaginu. Fjölskyldan veitir umhyggju, vernd,. öryggi og ást ef alit er með felldu. Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og ber að vernda hana og efla því að sterk fjölskyldutengsl byggja einstaklinginn upp og renna um leið stoðum undir traust þjóðfé- lag. Stofnanaforsjá/stofn- anauppeldi? Er það rétt stefna að færa upp- eldi og mótun barna og unglinga í vaxandi mæli inn á stofnanir? Ágæti þessarar fjölskyldu- pólitíkur hefur verið dregið í efa. Við framsóknarmenn á Ak- ureyri viljum leggja áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar. Við viljum sameina fjölskylduna í stað þess að sundra henni. Haraldur Ólafsson og Alex- ander Stefánsson segja í greinar- gerð með þingsályktunartillögu um stefnumörkun í fjölskyldu- vernd: „Ýmsar stofnanir koma nú í stað fjölskyldunnar og ann- ast uppeldi og umönnun ungra og aldinna. Enda þótt þær séu í eðli sínu hjálparstofnanir, sem taka eiga við þegar önnur ráð þrýtur, þá er þróunin sú, að þær taka að sér æ meira af verkefn- um fjölskyldunnar. Draga verð- ur i efa að slíkt stofnanauppeldi og slík stofnanafyrirsjá fyrir heilt samfélag standist. Kanna þarf á hvern hátt verði best stuðlað að því að gera fjölskyld- um kleift að taka verulega þátt í að leysa vanda aldraðra og þeirra, sem af ýmsum ástæðum eru hjálparþurfi. Vinna verður að því að skapa börnum og unglingum góð upp- eldisskilyrði og tryggja félags- legt öryggi barnafjölskyldna. Heimili og fjölskylda eru sá grunnur, sem framtíð hvers og eins er á reist. Það skiptir miklu að sá grunnur sé traustur“. Undir þessi orð vil ég taka en tel þó að oft sé þroskavænlegra fyrir barn að vera á dagvistar- stofnun, a.m.k. ef það nýtur um- hyggju, athygli og ástar innan fjölskyldunnar að vinnudegi loknum. Þannig er t.d. betur fyrir þörfum barnsins séð en ef það er öllum stundum heima hjá foreldrum, sem ekki geta sinnt því. Það er ekki hægt að gefa foreldrum forskrift og segja hvað þeim eða börnunum sé fyrir bestu. Hver og einn verður að fínna sér þann lífsstíl sem honum hentar innan þess ramma sem þjóðfélagið setur. Við leggjum áherslu á mikil- vægi fjölskyldunnar en bendum einnig á nauðsyn dagvistarstofn- ana. Aðstæður fólks eru mis- munandi og dagvistun barna er oft óumflýjanleg. Vistun á leik- skóla er þó ekki ómissandi þátt- Sigfríður Angantýsdóttir. ur í uppeldi barns og verður fólk sjálft að meta slíkt. Hverjum er betur treystandi en foreldrum fyrir velferð barna sinna? Heimili og skóli. Sífellt eru gerðar meiri kröfur til skólanna, að þeir gegni uppeld- ishlutverki jafnhliða fræðslu- hlutverkinu. Þetta er eðlileg af- leiðing þeirra þjóðfélagsbreyt- inga sem átt hafa sér stað. Leggja verður þó áherslu á þátt heimilanna og að þau fylgist með námi barnanna og skóla- göngu. Sé þetta ekki gert getur farið svo að foreldrar og kennar- ar togist á um barnið ef viðhorf og uppeldisaðferðir stangast á. Börn hafa beðið tjón af slíkri togstreitu sem oftast stafar af ókunnugleika eða hugsunar- leysi. Efla ber samvinnu heimila og skóla, ekki síst í félagsstarfi. Það er gert í vaxandi mæli svo sem dæmin sanna hér á Akur- eyri. Framsóknarmenn á Akureyri vilja að í skólahverfum verði gert ráð fyrir húsnæði fyrir hvers konar tómstundastörf og sköp- uð góð félags- og menningarað- staða ekki aðeins fyrir ungling- ana heldur fyrir fjölskylduna alla. Sameiginlegar skemmtanir og ferðalög foreldra og barna hafa verið reynd á vegum skóla og félagasamtaka með góðum árangri. Þessari hreyfingu þarf að fylgja eftir. Sem flesta þarf að virkja í frjálsu félags- og æsku- lýðsstarfi, unga sem aldna. Ég tel ennfremur að það sé liður í baráttunni gegn neyslu vímu- gjafa að fólk læri að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Æskan og ellin. Engin börn eru hamingjusamari en þau sem vita af ömmu eða afa í nánd, á sínum stað, tilbúnum til að þerra tár og miðla málum. Elsta kynslóðin er akkerið, kjölfestan, kynslóðin sem er reynslunni ríkari, gefur ráð og gætir þess að við gleymum ekki uppruna okkar. Við sem höldum fullri starfs- orku og erum í blóma lífsins eig- um ekki að ráðskast með mál- efni aldraðra. Þeir eiga sjálfir að geta haft áhrif á hvernig ævi- kvöldinu er eytt. Það yrði þó öll- um til góðs ef hægt væri að koma því þannig fyrir að æskan og ell- in hefðu meira saman að sælda. Sigfríður Angantýsdóttir „Þetta eru ævintýralegar stofnanir“ Hvað heitir vinabær Akureyr- inga á Grænlandi? - Nei, það eru líklega afar fáir sem geta svarað því og ekki vissu blaða- menn Dags það fyrr en ein af dætrum þessa bæjar hafði lagt leið sína upp á ritstjórnarskrif- stofu blaðsins. En bærinn heitir þá Nassaq en við íslendingar köllum hann Brattahlíð við Eiríksfjörð og segir um hann í íslendingabók: Land það er kallað er Græn- land fannst og byggðist af íslandi. Eiríkur inn rauði hét maður breiðfirskur er fór út héðan þang- að og nam þar land er síðan er kallaður Eiríksfjörður. Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn myndu fýsa þangað farar að landið ætti nafn gott . . .“ Þessi auglýsingabrella tókst þó, eins og allir vita, ekki betur til en svo að afkomendur Eiríks á Grænlandi eru nú hvergi sjáanleg- ir en í stað þeirra byggir landið sú þjóð sem Eiríkur og félagar köll- uðu Skrælingja og litu niður á og auk þeirra nokkuð af Dönum, alls 50.000 manns. Grænlendingar kalla sig Inuita sem einfaldlega þýðir menn og landið sitt kalla þeir Inuitnunaat (manna land). Magga Karlsen, heitir ung grænlensk stúlka, sem hefur að undanförnu dvalið hér á landi og lært tóvinnu og kynnt sér íslensk- an ullariðnað. Dagur átti við hana spjall fyrir skömmu. - Ég hef dvalið eitt ár í Dan- mörku og lært þar meðferð ullar,s.s. ullarþvott, spuna, vefn- að o.þ.h. Fyrir hálfum mánuði kom ég til íslands og tók þátt í námskeiði í lopaprjóni á vegum Álafoss. Þá hef ég skoðað ullar- verksmiðjur hér á landi, bæði Álafossverksmiðjurnar og Gefj- un hér á Akureyri. Þetta eru ævintýralegar stofnanir og mun stórfenglegri en nokkuð það sem ég hef látið mig dreyma um á Grænlandi. Á Grænlandi er eng- inn ullariðnaður og ekki einu sinni heimilisiðnaður úr ull nema að mjög litlu leyti. Þó er í landinu margt sauðfé og sauðfjárrækt ná- lega eina búgreinin sem stunduð er. En öll ull er flutt óunnin út og hún unnin erlendis. Síðan er heil- mikið flutt inn af erlendri vefnað- ar- og ullarvöru, lopapeysur og ýmislegt sem Inuitar (Grænlend- ingar) gætu svo hæglega framleitt sjálfir. En það sem okkur vantar er hefðin, það hefur ekki skapast hefð varðandi tóvinnu eins og hér á landi enda var sauðfé fyrst flutt inn til Grænlands frá Islandi á þessari öld. Mig dreymir um að taka þátt í að skapa þessa hefð með því að kenna löndum mínum það sem ég hef verið að Iæra, bæði hér og í Danmörku. Mig dreymir um að kenna Inuitum að prjóna og vefa og vinna sj álfir úr þeirri ull sem framleidd er í landinu. í Nassaq er gamalt ónotað sjúkra- hús þar sem ég og félagar mínir höfum fyrirhugað að innrétta lítið spunaverkstæði en sá hængur er á að húsið kostar 280.000 dkr. en við eigum aðeins 5.000 dkr. í banka. Við höfum sótt um styrk, bæði til bæjaryfírvalda og lands- stjórnar og meira að segja hugleitt hvort vinabæir Nassaq gætu ekki veitt okkur einhvern stuðning t.d. með tæknilegri aðstoð. Þetta er okkur mikið kappsmál enda er ekki eingöngu um að ræða að setja á stað eitt smáfyrirtæki í 2.500 manna bæ, þetta er skref í þá átt að gera Grænland menning- ar- og efnahagslega sjálfstætt land. Eins og mörgum er kunnugt, kusu Inuitar nýverið um það, hvort landið skyldi tilheyra Efna- hagsbandalagi Evrópu eða ekki. Inuitar höfnuðu aðild og sagði Magga okkur að orðið hefði mikil vakning hjá þjóðinni í kringum þetta mál. - Það voru haldnir fundir um málið í öllum bæjum á Græn- landi, þar sem mættir voru til leiks fulltrúar allra flokka, þeirra þriggja sem vildu hafna aðild og þess eina sem mælti með henni. Og það var sama hvernig viðraði eða hvort fundinn bar upp á afla- hrotu, alltaf voru fundarsalirnir yfirfullir og helst þurftu allir að tjá sig um málið. Þá biðjum við Möggu að segja okkur af daglegu lífi í þessum vinabæ Akureyrar. Hún á bágt með að skilja að okkur finnist það spennandi. - Þetta er ósköp venjulegur Grænlenskur bær, segir hún og við erum engu nær, þar eð við erum sama merki brenndir og flestir aðrir íslending- ar, að vita svo til ekkert um þenn- an næsta nágranna okkar sem Grænland er. Og við göngum á hana. - Nú, þetta er 2.500 manna bær og lifíbrauð langflestra íbú- anna er fiskveiðar eða fiskvinnsla. Fiskvinnslustöðvarnar eru í eigu KGH - Köngelig Grönlands Handel - eins og raunar stærstur hluti atvinnutækja á Grænlandi. í bænum er barnaskóli og bygging- ariðnaður eins og venjulega og er algengt að kennarar og iðnaðar- menn séu Danir sem koma og dvelja á staðnum í nokkur ár til að hala inn pening en fara síðan aftur til Danmerkur. Þeir reka sjón- varpsstöð í bænum og er efnið keypt frá Danmörku. Hinsvegar er ríkisútvarp í Grænlandi og fara útsendingar þess fram á Græn- lensku. Samgöngur fara að mestu fram sjóleiðis en þó er spölkorn frá bænum flugvöllurinn í Nass- uaq. En annars á ég svo erfitt með að lýsaNassaq. Þetta erjúheima- bær minn og ég geri mér enga grein fyrir hvað ykkur kann að fínnast merkilegt og hvað ekki. Og með það var hún þotin, hún var tímabundin og mátti ekki vera að því að tala meira við okkur. Við sitjum eftir og hugleiðum hvort það sé ekki einmitt hlutverk vinabæjar eins og Akureyrar að miðla Nassaq-búum af þeirri tækniþekkingu sem hann getur státað af og Inuitar eru í þörf fyrir. ,Mig dreymir um að taka þátt í að skapa þessa hefð' Frambjóóendur Framsóknarflokksins á beinni línu: „Þar með rætist draumur margra“ — sagði Sigurður Óli Brynjólfsson þegar rætf var um undirbúning sundlaugar í Glerárhverfi Það urðu margir til að notfæra sér símatíma frambjóðenda Framsóknarflokksins á Akur- eyri í síðustu viku og spurt var um margvísleg mál. Ekki er með nokkru móti unnt að rekja hvert símtal til hlítar, en reynt að tæpa eitthvað á flest- um þeirra. Spurt um orkufrekan iðnað í einu símtalanna sagði viðmæl- andi Jóns Sigurðarsonar, sem skipar 5. sæti listans, að í um- ræðu á Alþingi hefði Halldór Blöndal sagt að Akureyringar biðu eftir álveri. Jón Sigurðar- son benti á að Halldór talaði ekki fyrir hönd Akureyringa í þessu máli. „Ef við byrjum á að ræða um mengun þá liggur fyrir skýr afstaða framsóknar- rnanna", sagði Jón. „í stefnu- skránni segir að við viljum ekki hætta lífríki fjarðarins, en um það eða annan iðnað og meng- unaráhrif er ekkert hægt að segja nema að undangengnum rannsóknum“. Jón sagði að það væri hins vegar erfiðara að segja nokkuð til um hina félagslegu röskun, en það væri hægt að segja að grundvallarskilyrði væri að þeir atvinnuvegir sem hér eru nú þegar kæmu ekki til með að líða fyrir tilkomu stóriðju. Ann- ar viðmælandi spurði hvort ekki væri möguleiki á að koma upp orkufrekum iðnaði, sem full- nægði skilyrðum um mengunar- leysi, og hlæði utan á sig ýmsum atvinnugreinum. „Það var ætl- unin í sambandi við byggingu álversins í Straumsvík. Menn vonuðu að þar skapaðist úr- vinnsluiðnaður, en af þessu hef- ur ekki orðið. Sennilega er því um að kenna að Alusuisse hefur ekki haft neinn áhuga á þessu máli. Þetta er eitt af því sem við þurfum að hyggja að áður en ákvörðun verður tekin um orku- frekan iðnað“. Endurbygging eldri gatna og malbikun Sigurður Óli Brynjólfsson, sem skipar 1. sæti listans, sagði í við- tali við þorpsbúa að nú væri unn- ið að undirbúningi sundlaugar í Glerárhverfi, við Glerárskól- ann. „Þar með rætist draumur rnargra", sagði Sigurður. Þeir ræddu einnig um fyrirhugaða göngugötu í Hafnarstræti og sagði Sigurður Óli að með tíð og tíma yrði Hafnarstræti með fall- egri götum bæjarins, en eins og kunnugt er á að helluleggja hana næsta sumar. En Sigurður bætti við að þá yrðu bæjarbúar líka að leggja sitt af mörkum og hann minnti á að umgengni í miðbæn- um væri oft slæm eftir skemmt- anir. Frambjóðendurnir voru nú minntir á að í síðasta eintaki ís- lendings segði orðrétt: „I sam- starfssamningi núverandi meiri- hluta í bæjarstjórn Akureyrar skal lokið við að setja bundið slitlag á götur bæjarins á næstu fjórum árum og áhersla verði lögð á að ganga frá gangstéttum og opnum svæðum“. Viðmæl- andinn sagði einnig að eftir væri að malbika um 8 km af gatna- kerfinu, sem til var í upphafi kjörtímabilsins. Sigurður Jóhannesson, sem skipar 2. sæti listans, varð fyrir svörum. Hann sagði að hér væri um að ræða viljayfirlýsingu, en þetta var talin raunhæf áætlun og menn bjuggust við að geta staðið við hana á kjörtímabil- inu. „Þetta hefur einfaldlega reynst erfiðara en reiknað var með. Við höfum ekki getað fjár- magnað þessar malbikunar- framkvæmdir eins mikið og þurft hefði. Endurbygging eldri gatna hefur t.d. tekið gífurlega mikið fjármagn, en þvf verki er næstum lokið. Það hefur þurft að endurbyggja næstum allar gömlu göturnar en þær nýju eru tilbúnar undir malbik. Það er því miklu minna átak sem bíður nú, en var fyrir fjórum árum, því að gömlu göturnar eru að verða búnar. En ég tel að mikið hafi áunnist á þessum síðustu fjórum árum. Við höfum malbikað rúman 21 km á meðan heildar- lengd gatna á sama tíma jókst um 10,2 km. Hefur enginn áhuga á verslunarlóðum? Sigurður Jóhannesson, sem er fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, var einnig spurður um upp- byggingu verslunarmiðstöðvar- innar í Glerárhverfi. Sigurður sagði að bygging hennar kæmi Akureyrarbæ í sjálfu sér ekki við, ýmsir aðilar hefðu tekið sig saman um byggingu hennar. Hins vegar sagðist hann geta upplýst spyrjandann um að fyrstu verslanirnar yrðu væntan- lega opnaðar í sumar. Sigfríður Angantýsdóttir, sem býr í Glerárhverfi og skipar 4. sæti listans, var minnt á að hún hefur verið auglýst sem „frambjóðandi utan úr þorpi“ í Degi. Hún var spurð hvort hún teldi að hún gæti eitthvað gert fyrir íbúana í því hverfi ef hún kæmist í bæjarstjórn, hvort hún gæti eitthvað ráðið við „kerfið". „Ef það er hægt að ráða við kerfið, því skyldi ég ekki geta það eins og hver annar?“ spurði Sigfríður á móti. „Ég hef það með mér að ég er kunnug í hverfinu, m.ö.o. málefnum þess. Ég er staðráðin í að gera það sem ég get til þess að þjón- usta við íbúana verði bætt. Það kemur að því að útdeila. fjár- magni, t.d. til ýmislegra félags- legra þátta. Það hlýtur að vera möguleiki á að hafa áhrif á þá“. Sigfríður var þá spurð hvort ekki væri hægt að skylda þá sem fá verslunarlóðir til að ljúka við gerð verslana sinna. Sigfríður sagði að það væri e.t.v. ekki aðalvandamálið, það virtist vera sú staðreynd að menn vilja ekki lengur standa í því að reisa versl- anir í nýjum hverfum. „Verslun- arlóðir eru fyrir hendi, en eng- inn sækir um þær, enginn virðist hafa áhuga“. Flokkar félagshyggju og samvinnu Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, sem starfaði áður með Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, en skipar nú 3. sætið á lista fram- sóknarmanna, var spurð um hvernig væri að vinna allt í einu með framsóknarmönnum. Hún sagði að það samstarf sem hún hefði nú þegar átt með þeim væri ánægjulegt, þeir hefðu tekið sér vel. „Við höfum átt gott sam- starf í þessum kosningaundir- búningi og ég efast ekki um að framhaldið verður á svipaðan veg. Það er ekki mikill munur á stefnu þessara flokka, þeir eru báðir flokkar félagshyggju og samvinnu, og það var ekki erfitt að skipta yfir, en það átti sér langan aðdraganda“. Úlfhildur var einnig spurð, af karli, hvað væri átt við með „reynsluheimi" kvenna í þessari kosningabaráttu. Karlinn tók það fram að hann vissi ekki við hvað væri átt þegar rætt væri um „reynsluheim". „Nei, ég get það ekki vegna þess að ég skil ekki umrætt orð- tak - og síst þegar talað er um það um leið og stjórnmál eða bæjarmál. Ég tel að karlar og konur eigi að vinna seman að málefnum bæjar og þjóðar. Og þótt þær hafi upplifað þá reynslu að fæða af sér barn þá er það líka reynsla fyrir karlmanninn að verða faðir. Ég vil ekki að fólk sé flokkað niður eftir kynferði". Sigurður Jóhannesson var inntur eftir hvort hann teldi að fólk hefði efni á að greiða hærri dagvistargjöld fyrir börn sín. Al- mennt séð ættu notendur þessar- ar þjónustu að greiða meira fyrir hana en þeir gera í dag, svo að fé bæjarsjóðs nýtist í auknum mæli til framkvæmda, meðal annars til uppbyggingar nýrra dagvist- arstofnana. En hann benti á að auðvitað þyrfti að taka sérstakt tillit til þeirra sem eru efnaminni og eiga erfitt með, eða geta ekki, greitt fullt gjald. Frambjóðendurnir voru spurðir um hvað framsóknar- menn ætluðu að gera í sambandi við uppbyggingu dagvistarstofn- ana næsta kjörtímabil. Úlfhildur varð fyrir svörum og sagði að ætlunin væri að halda áfram framkvæmdum við nýja dagvist við Þórunnarstræti. „Takmarkið er að dagvistarrými verði í sam- ræmi við raunverulegar þarfir íbúa bæjarins", sagði Úlfhildur. AKLiinLÍK B * * ----------- Bæjarins bestu greiðslukjör ------------------------------- akuhvík GLERARGÖTU 20 — 600 AKUREYRI — SlMI 22233 — NAFNNÚMER 0181-7825 * 9 GLERARGÖTU 20 — 600 AKUREYRI — SlMI 22233 — NAFNNÚMER 0181-7825 6-DAGUR-13. maí 1982 13. maí 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.