Dagur - 13.05.1982, Side 9

Dagur - 13.05.1982, Side 9
Knattspyman fer á fulla ferð um helgina. Islandsmótió í knatt- spyrnu að hefjast Um næstu helgi rennur upp langþráð stund fyrir knatt- spyrnuáhugamenn, eftir lang- an og snjóþungan vetur, að Is- landsmótið í knattspymu hefst. Á þessu keppnistíma- bili verða leiknir mörg hundr- uð leikir, og jafnoft verða ein- hverjir ánægðir með góðan sigur og jafnvel jafntefli, en það verða einnig jafn margir vonsviknir með lélegan árang- ur sinna manna. Nú verður í fyrsta sinn keppt í fjórðu deild, og í einum riðli þeirrar deildar Ieika nokkur lið héðan frá Akureyri og úr nágrenni. Nokkur lið héðan leika einnig Islandsmót í kraftlyftingum Næstkomandi laugardag og sunnudag verður íslandsmeist- aramótið í kraftlyftingum haldið í íþróttahúsi Glerárskóla og hefst kl. 14,00 báða dagana. Þar mæta til leiks 29 sterkustu kraftlyftingamenn landsins þar af 9 frá Akureyri. Meðal þáttakenda verða þeir Skúli Oskarsson og Jón Páll Sigmars- son. Akureyringar eru hvattir til að fjölmenna á þetta fyrsta íslandsmót í kraftlyftingum sem haldið er utan Reykjavíkur. KA leikur á úti- velli gegn Val í þriðju deild, tvö í annarri og eitt í fyrstu. í sumar mun að- gangseyrir á meistaraflokksleiki verða 60 krónur fyrir fullorðna, þannig að dýrt verður fyrir þá sem sjá hér alla leiki. Ekki veitír þó af fyrir félögin að fá pening í kassann, því að kostnaður við rekstur knattspyrnunnar er geysilegur. Það er t.d. bara meistaraflokkur hvers félags sem skilar aðgangseyri, en hjá félögunum taka oft fimm aldurs- flokkar þátt í mótum og ferða- kostnaður þeirra mikill. í sumar eigum við möguleika á að sjá eitt þekktasta knatt- spyrnulið heims leika hér á Ak- ureyrarvelli, en það er Manc- hester United sem hér leikur í bvriun ágúst við KA. Fyrsti leikur KA á þessu keppnistímabili verður gegn stórliðinu Val og verður leikið í Reykjavík, og vonandi á grasi. KA hefur leikið nokkra æfinga- leiki í vor og gengið sæmilega. Lið KA er að mestu skipað sömu leikmönnum og í fyrra og styrk- ur liðsins liggur í jöfnum leik- mönnum með mikla keppnis- reynslu. Þó má búast við að bæði liðin KA og Valur leiki rólega og taki sem minnsta áhættu. Spá íþróttasíðunnar er jafntefli, ekkert mark verði skorað. Þór leikur við Njarðvík Þeir dæma i 1. deild Þrír dómarar frá Akureyri munu dæma í fyrstu deildinni í sumar. Það eru þeir Rafn Hjaltalín, Þóroddur Hjaltalín og Kjartan Tómasson. Rafn er einn reynd- asti dómari deildarinnar í dag, og Þóroddur hefur einnig nokkra reynslu i henni. Kjartan er hins vegar að stíga sín fyrstu spor sem dómari í fyrstu deild, en hann hefur dæmt fjöldan all- an af leikjum í hinum deildun- um. Ekki er að efa að allir þessir menn munu skila hlutverki sínu með prýði. Fyrsti leikur Þórsara, nýbakaðra bikarmeistara KRA, á keppnis- tímabilinu verður við Njarðvík og fer leikurinn fram á Þórsvell- inum á laugardaginn. Njarðvík- ingar eru nýliðar í deildinni og ekki mikið vitað um styrk þeirra. Þó má búast við að þar séu snjallir knattspyrnumenn og ef til vill einhverjir sem ekki hafa komist í fyrstu deildar lið Kefl- víkinga. Þórsurum hefur gengið mjög vel í æfingaleikjum sínum í vor og ættu því að vinna þennan leik auðveldlega. Lið þeirra er mjög gott um þessar mundir, skipað ungum og efnilegum leik- mönnum. Íþróttasíðan spáir Þórssigri, þremur mörkum gegn engu. Leiðrétting í síðasta blaði var sagt að Þórs- arar hefðu orðið Akureyrar- meistarar í knattspyrnu. Það er ekki rétt, en þeir urðu bikar- meistarar KRA, en Akureyr- armótið fer fram í sumar ög þá verða leiknar tvær umferðir. Fyrsta golfmót sumarsins Kylflngar á Akureyri ætla að trítla af stað um helgina, en á laugardag halda þeir fyrsta mót sitt á árinu. Það er svokölluð „Flagga- keppni“, en í þeirri keppni reyna keppendur að komast sem lengst á pari vallarins auk for- gjafar sinnar, og sigrar sá sem kemur flagginu sínu sem flestar holur. Skemmtilegt fyrirkomu- lag og nú er bara að dusta rykið af golfpokunum, pússa kylfurn- ar og drífa sig af stað. IGNIS Kælitæki í fjölbreyttu úrvali Ávallt sama hagstæða verðið. Víðgerðar- og varahluta- þjónusta í sérflokki Óseyri 6, Akureyri . Pósthólf 432 . Sími 24223 Viðtalstímar frambjóðenda: Frambjóðendur Framsóknarflokksins verða til viðtals á skrifstofunni Hafnarstræti 90, mánudagatil fimmtu- daga kl. 17-19 og 20-22, og á föstudögum kl. 17-19. Komið og spjallið við frambjóð- endur og þiggið kaffiveitingar. xl xM Kosningaskrífstofa FramsóknarQokksins erað Hafharstræti 90 Opin virka daga kl. 09-22, um helgarkl. 13-18. Símar: 21180-24442-24090. Stuðningsmenn B-listans sýnum nú samtakamáttinn, mætum til starfa á skrífstofunni. AJramhaidandi framsókn tilframfara ) á Akureyri J 13. maí 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.