Dagur - 13.05.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 13.05.1982, Blaðsíða 12
MTOE Akureyri, fímmtudagur 13. maí 1982 VIFTUREIMAR í FLESTA BÍLA Húsavík: í sumar „Það var orðið áliðið í fyrra þegar útboðið fór fram, en ekki svo, að í venjulegu árferði hefði allt átt að vera í himnalagi. En eins og menn muna var árferðið ekkert venjulegt og allt fennti í kaf í byrjun október. Þó tókst í fyrra að steypa undirstöðurnar, en annað var eftir þegar vinna stöðvaðist“, sagði Þorvaldur Vestmann, tæknifræðingur hjá Tækniþjónustunni s.f. á Húsa- vík, um nýju flugstöðvarbygg- inguna sem er að rísa á Húsa- víkurflugvelli. Innan skamms verður botnplata hússins steypt. Nú er búið að auglýsa eftir tilboðum í uppsteypu á byggingunni. Tilboð eiga að hafa borist ekki síðar en 25. maí n.k. Þorvaldur sagði að húsinu væri skipt í tvo áfanga, á þessu ári verður norðurhluti hússins steypt- ur upp, en í þeim hluta verður m.a. flugturn. Á næsta ári verður farþegasalur og farþegaafgreiðsl- an steypt upp. Þorvaldur sagði að fjárframlög frá hinu opinbera réðu framkvæmdahraðanum, en auðvitað hefði verið æskilegt að steypa allt húsið upp í einum áfanga. Heildarflatarmál hússins er 580 fermetrar. Húsið er sams konar og það sem reist var á vegum Flugmálastjórnar við flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Eina breyting- in er sú að flugturninn verður byggður við húsið en stendur ekki stakur eins og í Vestmannaeyj- um. „Þeir bjartsýnustu láta sig dreyma uni að framkvæmdum verði lokið í byrjun árs 1985“, sagði Þorvaldur að lokum. Dalvík: Skátar stofna hjálparsveit Dalvík 10. maí. Um síðustu helgi var stofnuð hjálparsveit skáta á Dalvík af meðlimum skátafélagsins á staðnum og fyrir tilstilli Lands- sambands hjálparsveita skáta. Félagar eru bæði úr röðum skáta og utan þeirra. Á stofnfundinum sl. laugardag mættu 15 manns, sem allirgerðust félagar. Einnig geta menn gerst stofnfélagar á næsta sveitarfundi, sem verður mjög fljótlega. í stjórn hjálparsveitarinnar voru kosnir: Zophonías Jón- mundsson, Haraldur Rögnvalds- son oe Sveinbjörn Sveinbjörns- son. I varastjórn voru kosnir: Bjarni Reynisson, Sigríður Guð- mundsdóttir og Guðmundur Ósk- arsson. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum og kjósa formann. Félagar úr hjálparsveit skáta á Akureyri hafa boðist til að að- stoða sveitina með þjálfun og leiðbeiningum. AG Miklar f ramkvæmdir hjá vegagerðinni í sumar Dagur hafði sambandi við Sig- urð Oddsson hjá vegagerðinni á dögunum og spurðist fyrir um framkvæmdir á hennar vegum í sumar. í stuttu máli voru svörin á þessa leið: Mestu framkvæmdirnar verða í Víkurskarði og hljóða fjárveiting- ar hins opinbera til þeirra upp á 7,0 millj. kr. „Okkur dreymirum að geta lokið við að undirbyggja veginn og gera hann vetrarfæran í haust“, sagði Sigurður. Þá verður lokið við brúna yfir Svarfaðar- dalsá á Ólafsfjarðarvegi og lokið við kaflann frá Skíðadalsvegi til Dalvíkur og slitlag lagt á þann kafla. Einnig verður endanlega gengið frá spottanum frá Kálf- skinni að Þorvaldsdalsárbrú þannig að þá verður leiðin Akur- eyri - Dalvík öll komin undir slit- lag nema kaflinn á milli Þorvalds- dalsár og Hálsár. Fyrir hendi er 1,5 millj. kr. fjárveiting til lagfær- ingar á Grenivíkurvegi sem lík- lega verður notuð í lagfæringar við Nollaklif. 1,6 millj. fara í Skíðadalsveg og Svarfaðardals- veg niður við vegamót Ólafsfjarð- arvegar, 1 millj. í Eyjafjarðarveg vestri framan Melgerðis, 0,3 millj. verða notaðar til að tengja brúna á Miðbraut, Laugaland - Hrafnagil og Bárðardalsvegur vestri fær 0,3 millj. í smá endur- bætur. Þá fær Staðarbraut frá Aðaldalsvegi að Laxárvirkjun Ámi Arnasson með llmtrésbita Nýjung hjá B.T.B.: Framleiðsla á límtré Þessa dagana er veriö að taka í notkun vélasamstæöu til fram- leiðslu á svokölluðu límtré hjá Byggingavöruverslun Tómasar Björnssonar - BTB. Árni Árnason framkvæmda- stjóri BTB tjáði okkur að límtré væru tréplankar settir saman enda í enda með ákveðinni aðferð, þannig að hægt væri að framleiða lengri einingar en fást úr ósam- settu tré, án þess þó að það kæmi niður á burðarþolinu. í stuttu máli gengur framleiðslan fyrir sig með eftirfarandi hætti: Fyrst er timbrið þurrkað í þar til gerðum þurrkara en að því loknu er því rennt í svonefnda fingrunarvél og þeir endar sem fella á saman fræstir á ákveðinn hátt. Þá tekur límingin við og er límið pressað með gífurlegum þrýstingi inn í samskeytin en jafnframt eru endarnir hitaðir og eigá þá plank- arnir, eftir þessa meðferð, að vera jafngóðir og ósamsettir plankar, sömu lengdar. Árni sagði að límtré. hefði tölu- vert verið notað hér á landi en hingað til hefði það verið innflutt. T.d. hefði innflutt límtré verið notað bæði í íþróttahúsinu nýja og verkmenntaskólanum. Um síð- ustu áramót var lagður tollur á innflutt límtré og gera þeir hjá BTB sér vonir um að innlend framleiðsla geti leyst þá erlendu af hólmi. meðferð, og einnig Uppsveitar- vegur skammt frá Ásbyrgi. Þess utan eru til 1,5 millj. til endurbóta á vegi í Aðaldal og fyrirhugað er að klæða veginn frá Húsavík að Skjálfandafljóti slitlagi fyrir 8,9 miílj. kr. og einnig er'áætlað að lagfæra veginn frá Reynihlíð í Mývatnssveit suður undir Voga og upp undir Kísiliðju og leggja á hann bundið slitlag, til þess þarf 2 millj. kr. Á Melrakkasléttu er fyrirhugað að ljúka við að byggja upp veginn til Raufarhafnar og fara til þess 1,8 millj. kr. Að lok- um má nefna Ólafsfjarðarveg eystri sem fær 0,4 millj. kr. Framkvæmdir eru þegar hafnar á sumum þessara staða og sagði Sigurður að búið hefði verið að gera út 5 vinnuflokka þegar hríð- arhveliurinn skall á um daginn og urðu þeir allir að hætta vinnu en eru nú aftur komnir af stað af tví- efldum krafti. Varðandi lagningu bundins slit- lags sagði Sigurður að þeim vega- gerðarmönnum hefði reynst erfitt að finna rétta efnið með sem mestri viðloðun, réttri korna- dreifingu og nógu sterka bergteg- und. „Annars hefur frammistaða slitlagsins farið fram úr okkar björtustu vonum og ég held mér sé óhætt að segja að lagning slit- lags hér í kjördæminu hafi lukkast betur en á nokkru öðru svæði á landinu“, sagði Sigurður að lokum. Bora fyrir hitaveituna í sumar verður boruð hola fyrir Hitaveitu Ólafsfjaröar í Laug- arengi, áætlað er að bora 1200 til 1500 m holu. Jón E. Friðriksson, bæjarstjóri, sagði að Ólafsfirðingar fengju nú helming heita vatnsins frá Laug- arengi, en hinn helmingurinn kemur úr holu í Skeggjabrekku- dal. Jón sagði að enn væri ekki hægt að tala um skort á heitu vatni í Ólafsfirði , en menn teldu ráðlegt að fara að huga að aukinni vatns- öflun í tíma. # Seldu níu þúsund herðatré Um síðustu helgi gengu fél- agar í Lionsklúbbnum Hæng um Akureyri og buðu fólki herðatré. Þeir héldu af stað með 10 þúsund herðatré og þeim tókst að selja níu þús- und stykki. Að sögn þeirra Hængsmanna voru mjög margir að heiman er þeir börðu að dyrum og hafa þeir í hyggju að fara aftur af stað og losna við þau þúsund stykki sem eru eftir. Akureyringar ættu að geta hengt upp föt sín á næstunni. # Togaramönn- um hrósað Sl. mánudag landaði Akureyr- artogarinn Harðbakur á Siglu- firði. Fréttaritari Dags, sem jafnframt er verkstjóri á bryggjunni, sagði í samtali við S & S að hann gæti alltaf dáðst að þeirri reglusemi og snyrtimennsku sem ríkti í Ak- ureyrartogurunum og þar væri Harðbakur e.t.v. fremst- ur í flokki. # Þorsteinn fer f rá Króknum Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, er sagðúr vera búinn að lýsa því yfir að hann muni ekki gegna lengur starfi bæjarstjóra. Þor- steinn hóf starf fyrir fjórum árum og að sögn heima- manna hefur hann gegnt embætti bæjarstjóra með prýði. Sérstaklega hefur hann unnið vel f málefnum steinull- arverksmiðjunnar, sem virð- ist ætla að hafna á Sauðár- króki þegar allt kemur til alls. # Góðbyrjun... Kosningapési sjálfstæðis- manna var borinn út f hús fyrr í vikunni. Að sjálfsögðu var hann bláleitur. Krakkar báru hann samviskusamlega í hvert hús og reyndu að selja hann í sumum þeirra. Eftir því sem við komumst næst gekk treglega að fá greidda pen- inga fyrir pésann, en greini- lega eru sölumennirnir ungu efni í góða sjálfstæðlsmenn. # Díana, Elísabet og Guðm. Sæm. í erlendum fréttum I D & V f fyrradag, eða var það f Morg- unblaðinu, mátti lesa að Elfsabet Englandsdrottning hefur ákveðið að Dfana tengdadóttir hennar skuli fæða barnið sem hún gengur með í höll hennar hátignar, barnið fæðist í heimahúsi með öðrum orðum. Sú saga gengur fjöllunum hærra, að drottningin hafi lesið grein Guðmundar Sæmundssonar um fæðingar í heimahúsum, orðið heilluð og harðbannað stelpunni henni Díönu að fara á spítala.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.