Dagur - 18.05.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 18.05.1982, Blaðsíða 1
MIKiÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65.árgangur Akureyri, þriðjudagur 18. maí 1982 53. tölublað Boðað hefur verið tíl nauðung- aruppboðs hjá Jökli h.f. á Raufarhöfn 25. maí n.k. Mun það raunar ekki í fyrsta skipti á síðustu mánuðum sem slíkt uppboð vofir yfir, en þeim hef- ur til þessa verið frestað. Eins og kunnugt er hefur rekst- ur Jökuls h.f. gengið erfiðlega undanfarið og stöðvast t.d. í 2-3 mánuði í fyrrahaust. Prátt fyrir nokkra fyrirgreiðslu í vetur virðist nú stefna í sömu erfiðleikana aftur hjá fyrirtækinu. Kosninga- og skemmti fundur B-listans að Hótel K.E.A. Framsóknarflokkurinn á Ak- ureyri gengst fyrir kosninga- og skemmtifundi að Hótel KEA n.k. fimmtudagskvöld kl. 20,30.. Ýmislegt verður þar til skemmtunar. Hinn landskunni háðfugl Ómar Ragnarsson skemmtir af alkunnri snilld, fé- lagar úr harmonikuklúbbnum leika og nemendur úr Tónlistar- skólanum ieika. Jón Sigurðarson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Sigfríður Angantýsdóttir flytja stutt ávörp. Boðið verður upp á ókeypis kaffiveitingar. Áður er skemmtunin hefst mun Lúðra- sveit Tónlistarskólans leika fyrir framan hótelið, en fundarstjóri á þessum mikla fundi framsókn- armanna verður Hjörtur Eiríks- son. Skorað er á alla að mæta, en vakin er sérstök athygli á því að hér er um skemmtun fyrir alla fjölskylduna að ræða. Sigurður Jóhannesson: Bærinn greiðir 1.5 millj. kr. meira en honum ber Fyrir þetta fé væri hægt að byggja dagvistarrými fyrir 60 börn á hverju 3ja ára tímabili Eitt meginatriðið í stefnu fram- sóknarmanna við bæjarstj- órakostningarnar á Akureyri er að áfram verði haldið þeirri framkvæmdarstefnu sem ríkt hefur, en aðhalds verði gætt í öllum rekstri bæjarins. I um- ræðum í sjónvarpssal á sunnu- daginn gerði Sigurður Jóhann- esson, annar maður á lista flokksins, þetta að umræðuefni og tók dæmi, sem lýsir þessari meginstefnu ákaflega vel. Sigurður Jóhannesson sagði: „Þessu til skýringar skal ég nefna eitt dæmi. 270 börn njóta dagvista í leikskólum bæjarins, en sam- kvæmt skýrslu félagsmálaráðs er talið að foreldrar 300 barna bíði þess að fá úrlausn fyrir sín börn. Vegna þessa 270 dagvistarplássa greiðir Akureyrarbær á árinu 1982 þrjar og hálfa milljón króna, þ.e. einni og hálfri milljón króna meira en bænum ber að greiða samkvæmt lögum. Pað er því búið að skapa niðurgreidda forrétt- indaaðstöðu fyrir þá, sem hafa verið svo heppnir að njóta þessar- ar þjónustu. Niðurgreiðslan getur í vissum tilfellum verið réttlætan- leg, en ef bæjarfélagið gæti notað þessa umframpeninga til upp- byggingar, þá væri t.d. hægt að byggja fyrir þá dagvistarrými fyrir 60 börn á hverju þriggja ára tíma- bili.“ Stefna framsóknarmanna er með öðrum orðum sú, að þeir sem nota þjónustu sem bærinn hefur byggt upp, eigi að greiða fyrir hana í einhverju samræmi við raunverulegan kostnað, svo meiri peningum megi veita til uppbygg- ingar og framkvæmda. Þetta á ekki hvað síst við um þjónustu sem langt er frá því að fullnægja raunverulegum þörfum. A sunnudaginn var sýning á vinnu nemenda í Glerárskóla. Þarna mátti sjá fagurlega gerðar vinnubækur, smíðisgripi og útsaumaða púða svo að eitthvað sé nefnt. Fjöldi fólks heimsótti Glerárskólann sl. sunnudag, en þar tók áþ. þessa mynd aftveimur námsmeyjum. Nauðungar- uppboð á Jöklihf.? Kosninga- útvarp Sigurður Óli Brynjólfsson: „Leggjum verk okkar undir dóm bæjarbúa“ „Við framsóknarmenn leggjum verk okkar undir dóm bæjarbúa og göngum bjartsýnir tíl kosninga, bjartsýnir á að fólk meti framkvæmdastefnu okkar. Við treystum bæjarbú- um til að halda áfram að byggja upp öflugt og þroskavænlegt samfélag og væntum trausts þeirra og stuðnings við stefnu okkar, til að svo megi verða“, segir Sigurður Óli Brynjólfs- son, efsti maður á lista fram- sóknarmanna m.a. í stuttu við- tali, sem birtist í opnu blaðsins í dag. Varðandi atvinnumálin segir Sigurður m.a., að meginmálið sé að viðhalda bjartsýni og framfara- vilja fólksins sjálfs. Það megi ekki koma því svo fyrir, að hræðslu- áróður valdi því að menn sjái eng- ar lausnir nema aðfengnar frá öðrum. „Við höfum það mikið álit á Akureyringum og Eyfirð- ingum, að það sé ekki ofverkið þeirra að vinna sig upp úr þeim örðugleikum sem nú eru um sinn og raunar hefur allt of mikið verið gert úr“. Varðandi orkufrekan iðnað segir Sigurður m. a. að við verðum að vera þátttakendur í nýtingu orkunnar. „Það er einn sá hlutur sem alltaf vill gleymast í þessari umræðu. Hann er sá, að Akureyr- arbær hefur sjálfur ekkert land undir stóran orkufrekan iðnað. Mér finnst það neðan við lág- markskurteisismörk við nágranna okkar, ef Akureyringar láta sem þeir geti og eigi að ráðstafa landi þeirra undir slíkan atvinnurekst- ur. Þess vegna legg ég mikla áherslu á, að samstarf um skipu- lag og landnýtingu Eyjafjarðar- svæðisins verði styrkt og þannig lagður grundvöllur að sameigin- legri stefnu öllum íbúum svæðis- ins í hag“. Sjá nánar í opnu. í kvöld, þriðjudagskvöld, verður kosningaútvarp með frambjóð- endum allra flokka sem bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri. Utsendingunni verður skipt í þrjá hluta, fyrst fær hver listi 8 mínútur til umráða fyrir framboðsræður, síðan verður beint fjórum spurningum til hvers lista, sem þeir síðan svara. í lokin hefur hver listi 5. mín. til ráðstöf- unar fyrir framboðsræður. Utvarpað verður á miðbylgju í gegnum endurvarpsstöðina í Skjaldarvík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.