Dagur - 18.05.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 18.05.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM,: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Samstarf Eyfirðinga í viðtali við Sigurð Óla Brynjólfsson, efsta mann á lista framsóknarmanna á Akureyri, segir hann m.a.: „Nú er mikið rætt um stóriðju eða ekki stóriðju við Eyjafjörð. Það er einn hlutur sem alltaf vill gleymast í þessari um- ræðu. Hann er sá að Akureyrarbær á sjálfur ekkert land undir orkufrekan iðnað. . . Þess vegna legg ég mikla áherslu á að samstarf um skipulag og landnýtingu Eyjafjarðarsvæðisins verði styrkt og þannig lagður grundvöllur að sameiginlegri stefnu öllum íbúum svæðisins í hag. Það er mín skoðun að Eyfirðingar verði að leggja áherslu á að hér rísi upp iðnaður sem nýtir orku, sem við komum til með að fram- leiða, en það verður að nást gott samkomulag um það hvers konar iðjuver verður reist,“ sagði Sigurður Óli Brynjólfsson um þetta atriði. Landsbyggðin og kosningar Um næstu helgi verður kosið um það hverjir eigi að hafa forystu um málefni sveitarfélaga næstu fjögur árin. Á öllum þéttbýlisstöðum í Norðurlandskjördæmi eystra hafa framsókn- armenn haft þessa forystu á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Víðast hafa verið miklar framfarir og full atvinna þrátt fyrir óhagstæðar ytri aðstæður. Enginn þjóð í Vestur-Evrópu hefur búið við jafn gott ástand þessi ár og við íslendingar. í þeim þjóðlöndum sem íhalds- öflin hafa ráðið hefur atvinnuástandið verið verst og óréttlætið þar af leiðandi verst. Fram- sóknarflokkurinn setur það ofar öðrum stefnu- málum sínum að gripið sé til allra tiltækra ráða til að koma í veg fyrir atvinnuleysi hvar sem er í landinu. Með því að kjósa lista framsóknar- manna strika menn um leið undir kröfuna um fulla atvinnu og gera sitt til að við henni verði orðið. í þeim kosningum sem nú fara í hönd er kosið um það hvort breyting verður á í megin- atriðum, hvort horfið verði frá því að byggja upp atvinnulífið á félagslegum grundvelli, eða hvort horfið verður til viðreisnarástands sjálf- stæðismanna og krata, þegar algjör stöðnun ríkti á landsbyggðinni. Hvarvetna á Norður- landi eystra snýst kosningabaráttan um það hvort framsóknarmenn hafa áfram forystu í framfarasókn landsbyggðarinnar, verða eftir kosningar í þeirri aðstöðu að geta framfylgt og haldið uppi þeirri baráttu og meginstefnu- máli sínu. Sigur Framsóknarflokksins í komandi kosn- ingum er sigur norðlenskra byggða. 4 - DÁGUR-18: maí 1982 Til stjórnar foreldrasamtakanna á Akureyri: Meginþröskuldur í uppbyggingu dagvista er öfugsnuið rekstrarfyrirkomuiag í 50. tbl. Dags birtir stjórn for- eldrasamtakanna á Akureyri opið bréf til frambjóðenda og bæjarstjórnar Akureyrar og er í bréfinu vikið að félags- málaráði Akureyrar. Sá þátt- ur bréfsins þarfnast leiðrétt- ingar. 1. Ranglega er haldið fram, að félagsmálaráð hafi ekki mark- að sér stefnu í dagvistarmál- um. Rétt er, að á fundi sínum 10. jan. 1979 samþykkti fé- lagsmálaráð Akureyrar „Stefnumótun í félagsmálum“ þar sem „ráðið leitast við að skilgreina almenn markmið og í samræmi við þau, verk- efnin, sem ráðið hyggst beita sér fyrir á kjörtímabilinu“. Stefnumótun þessi var gefin út í fjölriti. Þar er fjallað um stefnumótun ráðsins í dagvist- armálum (s. 4 til og með 6) og meðal annars sett fram áætlun um það, hvernig og hvenær meintri dagvistarþörf á Akur- eyri verði fullnægt. Þetta plagg fékk hver sem hafa vildi ókeypis, það var rækilega kynnt, mig minnir í öllum bæjarblöðum, a.m.k. eitt blaðanna birti dagvistar- kaflann í heilu lagi, það hefur mjög oft verið vitnað til þess, bæði í ræðu og riti, bæði á Ak- ureyri og utan. Það er leitt, ef svo veigamikið málsgagn hef- ur alveg farið framhjá for- eldrasamtökunum. 2. Foreldrasamtökin sendu félagsmálaráði bréf, dagsett 15. okt. 1981, með fyrirspurn um framtíðarstefnu ráðsins í uppbyggingu dagvista. Því er ranglega haldið fram, að „við þessu bréfi hafi ekkert svar borist enn“. Rétt er, að dag- vistarfulltrúi Félagsmála- stofnunar Akureyrar mætti á aðalfund foreldrasamtakanna og hélt erindi, þar sem hann fyrir hönd ráðsins, gerði grein fyrir stefnunni í uppbyggingu dagvista. Leitt er, ef það fór framhjá stjórn foreldrasam- takanna. Svo að öllu sé hins vegar til skila haldið, þá hefði verið betri kurteisi að svara bréfi þessu fyrr. Það færist undirrrituðum til skuldar, ekki félagsmálaráði. Ástæða þess er, að þegar bréfið barst, í okt. var ráðið að byrja að undirbúa tillögur sínar til fjár- hagsáætlunar í þessum mála- flokki. Þar til þeim undirbún- ingi er lokið, var örðugt að gera sæmilega grein fyrir næstu skrefum í dagvistarmál- um. Þau urðu í rauninni ekki Jón Bjömsson. ljós fyrr en bæjarstjórn nýver- ið endanlega samþykkti fjár- hagsáætlun fyrir árið 1982, svo sem öllum er kunnugt. Er- indi þessu hefur því verið svarað, það var gert seint, af fyrrnefndri ástæðu, og hér með er beðið afsökunar á því. 3. í bréfi foreldrasamtakanna segir ranglega „Um stefnu í rekstri og innra starfi dagvista hefur afar fátt sést frá Félags- málaráði . . .“ Á liðnu kjör- tímabili lét félagsmálaráð fara fram „könnun á innra starfi dagvistarstofnana ásamt skil- greiningu á markmiðum þeirra“. Niðurstaða þeirrar könnunar var gefin út í bókar- formi upp á 54 síður. Bókinni var víða dreift, ef það mætti vekja umræðu. Meðal annars var stjórn foreldrasamtak- anna afhent ein 200 eintök - eða voru það 250 eintök? - til dreifingar eða sölu, samtök- unum til ágóða. Leitt þykir mér, ef bók þessi hefur farið framhjá stjórn foreldrasam- takanna, en þar er margt at- hyglisvert sagt um innra starf dagvista. Þá þykir mér sömu- leiðis leitt, ef önnur umræða um innra starf og rekstur dag- vista á vegum ráðsins hefur fa- rið framhjá foreldrasamtök- unum. Þau mál eru til stöðug- rar umfjöllunar hjá ráðinu og starfsmönnum þess. Ýmislegt hefur líka verið á seyði í þess- um efnum nú að undanförnu, sem vafalítið væri forvitnilegt fyrir foreldrasamtökin að kynna sér, úr því það hefur ekkert af því frétt hingað til, ég vil nefna: breytta opnun- artíma dagvista, sveigjanleg- an dvalartíma barna, nýjung- ina sex tíma vist á leikskóla, undirbúningstíma fóstra, þriggja ára þakið, breytt inn- ritunarfyrirkomulag, nýjar leiðir í stjórnun, nýjung í hönnun dagvista o.m.fl. 4. Þá er í bréfinu agnúast út í stefnuskráratriði einhvers stjórnmálaflokks, það að „beita aðhaldi í rekstri“ dag- vistarstofnana, og réttilega bent á, að það eitt sé engin lausn. Hitt er heldur engin lausn, að láta eins og rekstur sveitarfélaga sé fjárhagslega vandræðalaus fyrir sveitarfé- lögin. Hið sanna er, að rekstr- arfyrirkomulag dagvista er svo öfugsnúið, að það er fyrir löngu orðið meginþröskuld- urinn í uppbyggingu þeirra, miklu meiri heldur en meintur illvilji einhverra stjórnmála- flokka. Dagvistun fyrir öll börn er nánast óhugsandi, sé ekki gerð breyting á lagafyr- irmælum um rekstur dagvista/ tekjustofna sveitarfélaga. Því fyrr sem einhver, foreldra- samtök eða stjórnmálaflokk- ur, kemur á framfæri breyt- ingu hér á, því betra, það er ólíkt gagnsamara en að karpa um jafnsjálfsagðan hlut og það, að aðhaldi skuli beitt í rekstri. Ég held að markmið for- eldrasamtakanna og félags- málaráðs gagnvart málefnum barna séu næsta áþekk. Báðir aðilar ættu í samvinnu að geta einbeitt sér að þeim markmið- um. Vonandi hefur hvorugt þessara opnu bréfa áhrif þar á. Jón Björnsson, félagsmálastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.