Dagur - 18.05.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 18.05.1982, Blaðsíða 8
Ólafsfjörður - Ólafsfjörður - Ólafsfjörður Hvaö er f ram- undaní hafnarmálum? Uppbygging hafnarinnar hef- ur gengið hægar en við hér heima hefðum óskað. Þó hef- ur bæjarsjóður alltaf staðið við sínar greiðslur til hafnar- innar en óskir okkar verið skornar niður af ríkisvaldinu og tjárveitingar til fram- kvæmda verið mjög af skorn- um skammti. Þess vegna hafa ýmsar nauðsynlegar fram-. kvæmdir dregist á Ianginn. Fjögur ár eru síðan hafnar- nefnd óskaði þess í viðræðum við Hafnarmálastofnun, að lok- ið yrði við grjótvörn á norður- garði, en það hefurdregist þar til að í súmar verður þetta verk unnið. Þá er eins og bæjarbúar vita hafinn undirbúningur að dýpkun hafnarinnar, en togar- arnir hafa átt í erfiðleikum með innsiglingu í höfnina vegna þess hvað mikið hefur grynnst í hafn- armynninu og víðar í höfninni, en það virðist vera nokkuð visst að það þurfi að dýpka höfnina á tveggja ára fresti. Dýpkunarskipið Hákur er væntanlegt á næstu dögum og dælir þá upp um 10 til 15 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfn- inni, sem settur verður á Ós- brekkusand og notaður í upp- fyllingu á því svæði og einnig að nokkru sem undirlag í lengingu flugbrautar. Þetta eru þær fram- kvæmdir sem unnið verður að í sumar, auk þess sem reynt verð- ur að bæta raflagnir við höfnina. Sigurður Jóhannsson. Af nauðsynlegum fram- kvæmdum sem vinna þarf að eru lagfæring á innsiglingaropi í vesturhöfn ásamt léttri bryggju vestan á gamla vesturgarðinn, þá eru nú sem fyrr módelrann- sóknir á hafnarsvæðinu mjög að- kallandi og vonum við að það takist innan tíðar að fá Vita- og hafnarmál til að hefja þær rann- sóknir. En það er mjög nauðsyn- legt svo að hægtr sé með noick- urri vissu að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif það hefur að gera ýmsar framkvæmdir á höfn- inni, má þar nefna að aðstaða smábáta er alls ófullnægjandi og þarf þar úr að bæta hið allra fyrsta og kemur til álita að gera smábátalægi í vesturhöfn vestan við endann á stálþilinu, en þá verður að grafa þar upp nokkuð mikið, en það má vinna með verkfærum sem til eru á staðnum. Ætti sú framkvæmd ekki að verða mjög dýr, æskilegt væri að hafa þar flotbryggju. :í . ' Rannsókn á þessu verkefni þarf að komast inn á framkvæmda- áætlun hafnarinnar nú í sumar, svo að hægt sé að hefja undir- búning að framkvæmdum, þarna þyrfti að vera lægi fyrir 15-20 opna báta. Hafnarvog og hús er eitt af því sem okkur vantar mjög og verður að koma sem allra fyrst, þar þarf einnig að vera aðstaða fyrir hafnar- verkamenn og hafnarvörð. Ýmsar aðrar smærri fram- kvæmdir er mjög nauðsynlegt að fara í á næstunni, svo sem að bæta lýsingu á hafnarsvæðinu og ganga frá rafmagni til landteng- inga fyrir togarana og aðra sem þurfa á rafmagni að halda úr landi. Af hinum stærri framkvæmd- um komandi ára má nefna færslu gömlu bryggjunnar og lengingu á viðleguplássi togaranna og annarra stærri skipa. Þá þarf að rannsaka, hvaða áhrif það hefði á höfnina, ef gerður yrði grjót- garður á Brimnestá, en til þess að hægt sé að fara í þessi verk, verða að liggja fyrir öldu- og straummælingar og verður að vinna að því að fá þessum rann- sóknum lokið sem allra fyrst. Ég hef hér að framan reynt að lýsa því, hvaða verkefni ég tel að bíði úrlausnar bæjarstjórnar og hafnarnefndar á allra næstu árum, en til þess að öll þessi verk geti komist í framkvæmd, verð- ur að vinna mjög ötullega að því við fjárveitingavaldið og við Vitamálamenn, að fjarmagn til hafnarframkvæmda verði stór- aukið á fjárlögum ríkisins og hafnirnar fái raunverulega það framkvæmdafé sem þeim ber að fá til uppbyggingar og til bættrar aðstöðu fiskiskipaflotans og til þess að atvinnulífið geti orðið með sem mestum blóma í hinum ýmsu sveitarfélögum landsins. Sigurður Jóhannsson Félagslegu þættirnir eru mér ofarlega í huga 55 tí — segir Jónína Björk Oskarsdóttir, sem skipar 7. sæti á lista vinstri manna á Ólafsfirði Jónína Björk Óskarsdóttir skipar sjöunda sætið á lista vinstri manna í Ólafsfirði, hún er gift Matthíasi Sæmundssyni og eiga þau þrjú börn. Auk heimilisstarfa hefur Jónína unnið almenna verkakvenna- vinnu og var um tíma starfs- maður Einingar í Ólafsfirði. - Nú skipar þú varamanns- sæti á listanum, Jónína, en varst á síðasta kjörtímabili í ellefta sæti. Hver er ástæðan fyrir því, að þú gafst kost á þér í þetta sæti nú? - Ég hef starfað í nefndum fyrir bæinn m.a. í bygginga- nefnd leikskólans og komist í nánari tengsli við rekstur og starfsemi bæjarfélagsins. Það hefur aukið áhuga minn á því að beita mér meira í bæjarmálum en til þessa. - Hvaða málaflokkar eru það sem þú vilt leggja höfuðáherslu á næsta kjörtímabil? - Félagslegu þættirnir eru mér ofarlega í huga, má þar nefna bætta aðstöðu fyrir ung- linga. Þá þarf að leggja kapp á gatnagerðina og hraða lagningu Jónína Björk Óskarsdóttir. bundins slitlags. Full ástæða er til að endurskoða gatnagerð- argjöldin þannig að þau verði hækkuð til samræmis við ná- grannabyggðir, ætti það að tryggja auknar framkvæmdir öllum til hagsbóta. - Hvað finnst þér um aðstöðu til útivistar? - Stórátak hefur verið gert á þessu kjörtímabili hvað varðar vetraraðstöðu, má þar nefna skíðatogbraut og snjótroðara. Hins vegar þarf að gera átak í að bæta aðstöðu til útivistar yfir sumarmánuðina, þar á ég eink- um við að laða að ferðamenn með því að koma upp góðum tjaldsvæðum þar sem séð verði fyrir fullnægjandi hreinlætisað- stöðu. - Að lokum, Jónína? - Ég bið Ólafsfirðinga að líta í kringum sig og sjá hvað gert hefur verið á þessum árum sem vinstri meirihlutinn hefur starfað. Það samstarf tel ég að hafi verið með ágætum og skilað bæjarfélaginu verulegum hagn- aði þrátt fyrir óheillaspár íhalds- ins í upphafi samstarfsins. 8 - ÐAGÓR “18'.maí1962

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.