Dagur - 18.05.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 18.05.1982, Blaðsíða 6
„ Vonandi nær hræðslu- áróðurínn ekki eyrum fólks“ — segir Sigurður Óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Akureyri Sigurður Óli Bryjólfsson, kennari, skipar 1. sætið á lista framsóknarmanna á Akureyri. Hann er 52 ára, ættaður frá Ytra-Krossanesi. Hann hefur kennt við Gagnfræðaskóla Akureyrar í nær þrjá áratugi, en starfar nú við Iðnskólann. Hann hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn á Akureyri síðan 1962. Kona hans er Hólmfríður Kristjáns- dóttir frá Holti, Þistilfirði, og eiga þau 5 börn. - Sigurður, í ársskýrslu Fram- kvæmdastjórnar ríkisins sem út kom nýlega var að finna heldur betur jákvæða umsögn um þróun Akureyrar frá 1971, en sum árin fjölgaði jafnvel meira á Akureyri einni en öllu höfuðborgarsvæð- inu. Hvað viltu segja um þennan dóm Framkvæmdastofnunar? - Hann staðfestir það, að framkvæmdastefnan sem við framsóknarmenn höfum alltaf lagt ríka áherslu á, ásamt með þeirri trú okkar að Akureyri væri framtíðarbær, er rétt. Með þess- ari stefnu höfum við viljað að sameiginlegar framkvæmdir væru í takt við framfaravilja fólksins, sem með bjartsýni, áræði og dugnaði hefur haslað sér hér völl og gefið gott fordæmi. Fram- kvæmdir á vegum bæjarins hvetja einstaklingana til nýrra átaka og öfugt, og þannig viljum við halda ótrauðir áfram. Ótrúleg vantrú á uppeldishlutverki heimilanna - Hvað hefur áunnist á undan- förnu kjörtímabili? Hefur það verið eins líflegt tímabil þegar á heildina er litið og áratugurinn 1971-1981? - Á þessu kjörtímabili hefur sami þróttur verið í framkvæmd- um og áður. Til dæmis hafa mal- bikaðar götur í bænum lengst um hvorki meira né minna en 90%. Varla er það stöðnun, eins og sjálfstæðismenn í minnihluta bæjarstjórnar hafa haldið fram. Nú er stefnt að því að malbik verði komið á allar götur á næsta kjörtímabili. Petta er raunhæf áætlun, því aðundirbygginggatna hefur verið með þeim hætti á undanfórnum árum, að sennilega stendur ekkert bæjarfélag Akur- eyri betur í þeim efnum. Áratuga draumur um íþrótta- höll er að verða að veruleika. Jafnframt er stefnt að því að reisa íþróttahús við Oddeyrarskólann og uppbyggingu á sviði vetrar- íþrótta, þegar íþróttahöllinni er lokið, en það verkefni hefur eins og gefur að skilja tekið stærstan hluta fjármagnsins til íþrótta- mannvirkja. Dagvistarrými hefur meira en tvöfaldast á kjörtímabilinu og stefnt er að enn frekari aukningu, vegna þess að við teljum að enn hafi ekki verið komið til móts við raunverulegar þarfir, eins og þær eru í dag. Hins vegar finnst mér sá málflutningur varhugaverður að tala um að barnauppeldi verði ekki leyst af hendi svo vel sé nema á dagvistarheimilum og öðrum opinberum stofnunum. Hvar eru heimilin í þessari mynd? Mér finnst ríkja alveg ótrúleg vantrú á getu heimilanna til að ala upp börn. Börnin eiga að vera sem mestum samvistum við fjölskyld- ur sínar, annað er annars flokks lausn. Við eigum að kappkosta að vernda börnin og gæta réttar s.l. ári til að mæta fjárveitingu sem átti að koma frá ríkissjóði en kom ekki. Lögð er áfram áhersla á að hraða þessum framkvæmd- um og við krefjumst þess að stað- ið verði við fyrri áætlanir um Sigurður Óli Brvnjólfsson. þeirra til eðlilegs fjölskyldulífs í stað þess að láta þau gjalda fyrir lífsgæðakapphlaupið. Stækkun sjúkrahússins um meira en helming er á góðri leið, meðal annars vegna þess að Ak- ureyrarbær útvegaði stórt lán á stöðu þess og verksvið. Á kjörtímabilinu var reist stór kennslu- og tengiálma við Glerár- skóla, þótt framlög ríkissjóðs yrðu að mestu að fjármagna úr bæjarsjóði, meðan á byggingu stóð. Skóli fyrir verkmenntir er í byggingu, áætlanir eru um bygg- ingu skóla í Síðuhverfi og sund- laug við Glerárskóla fer að nálg- ast útboðsstig. Pannig er hægt að tala um og rekja dæmi um framkvæmdir á fjölmörgum sviðum, svo sem við vatnsveitu, hitaveitu, höfnina, rafveituna, Laxárvirkjun-Lands- virkjun, heimili aldraðra, félags- legar íbúðir, strætisvagna og fleira og fleira. Þetta kalla sjálf- stæðismenn stöðnun og er það aumt hlutskipti í kosningabaráttu að hafa slíkt álit á dugnaði og at- orku Akureyringa. Verðum að vera þátttakendur í nýtingu orkunnar - Hvað með atvinnuuppbygg- ingu á Akureyri í framtíðinni? - Mér finnst mikilvægast í þeim málum að viðhalda bjartsýni og framfaravilja fólksins sjálfs. Það má ekki koma því svo fyrir, að hræðsluáróðurinn valdi því að menn sjái engar lausnir nema að- fengnar frá öðrum. Við eigum að leggja megináhersluna á það að benda á þau þrekvirki sem hér hafa verið unnin á sviði atvinnu- mála og halda áfram að treysta þann grunn sem lagður hefur verið. Við framsóknarmenn höf- um það álit á Akureyringum og Eyfirðingum, að það sé ekki of- verkið þeirra að vinna sig upp úr þeim örðugleikum sem nú eru um sinn og raunar hefur alltof mikið verið gert úr. Fólk á þessu svæði er ekki gjarnt á að vera með bar- lóm og kröfugerð á stjórnvöld. Þetta hefur orðið til þess að þegar Eyfirðingar hefja upp raust sína og benda á að úrbóta sé þörf, þá er mark á því tekið. Á s.l. hausti var stjórnvöldum bent alvarlega á þá stöðu sem iðnaðurinn á Akur- eyri var kominn í og má segja að stjórnvöld hafi brugðist rétt við, þótt betur hefði mát gera. Nú er mikið rætt um stóriðju eða ekki stóriðju við Eyjafjörð. Það er einn hlutur sem alltaf vill gleymast í þessari umræðu. Hann er sá, að Akureyrarbær hefur sjálfur ekkert land undir stóran orkufrekan iðnað. Mér finnst það neðan við lágmarkskurteisismörk við nágranna okkar, ef Akureyr- ingar láta sem þeir geti og eigi að ráðstafa landi þeirra undir slíkan atvinnurekstur. Þeir sem þannig tala eru að lítilsvirða íbúa ná- grannasveitarfélaga okkar og það sem þeir hafa í raun lagt af mörk- um til uppbyggingar þessa bæjar. Þess vegna legg ég mikla áherslu á, að samstarf um skipulag og landnýtingu Eyj afj arðarsvæðisins verði styrkt og þannig lagður grundvöllur að sameiginlegri stefnu öllum íbúum svæðisins í hag. Það er skoðun mín, að Ey- firðingar verði að leggja áherslu á að hér rísi upp iðnaður sem nýtir orku sem við komum til með að framleiða, en það verður að nást gott samkomuiag um það hvers konar iðjuver verða reist. Slíkt eða slík fyrirtæki verðum við að fá og verða þannig þátttakendur í þeirri nýtingu orkunnar sem framundan er, ekki síst þegar haft er í huga að Akureyrarbær er orð- inn meðeigandi í Landsvirkjun. Vöxtur byggðar sem slíkri starf- semi fylgir styrkir ekki aðeins þéttbýlið, heldur t.d. einnig sveit- irnar með því að stækka heima- markað fyrir landbúnaðarvörur. og styrkir einnig þjónustuhlut- verk Ákureyrar. Við leggjum verk okkar undir dóm bæjarbúa - Nú líður senn að lokum þess- arar kosningabaráttu. Hvað finnst þér hafa einkennt hana? - Hræðsluáróður sjálfstæðis- manna hefur verið nokkuð áber- andi, en ég hef þá trú að hann hafi ekki náð eyrum manna, frekar en leiftursóknin forðum. Menn tala um að áhugaleysi ríki meðal bæjarbúa. Mér finnst hins vegar áhugi bæjarbúa á bæjarmálum vera mikill og það kemur fram í daglegum samræðum manna á milli. Það má hins vegar benda á það, að í okkar lýðræðisþjóðfé- lagi er þátttaka í sveitar- og bæjar- stjórnarkosningum sú leið sem fólk hefur til að beita áhrifum sínum. Það skiptir máli hverjir stjórna. Við framsóknarmenn leggjum verk okkar undir dóm bæjarbúa og göngum bjartsýnir til kosninganna, bjartsýnir á að fólk meti framkvæmdastefnu okkar. Við treystum bæjarbúum til að halda áfram að byggja upp öflugt og þroskavænlegt samfélag og væntum trausts þeirra og stuðn- ings við stefnu okkar, til að svo megi verða. Stefán Valgeirsson alþingismaður: Orosending til norðlendinga vegna sveitarstjórnarkosninganna Góðir Norðlendingar Um næstu helgi verður kosið um hverjir eigi að hafa forystu um málefni sveitafélags þíns næstu fjögur árin. í öllum þéttbýlisstöðum í Norður- landskjördæmi eystra hafa framsóknarmenn haft þessa forystu á því kjörtímabili sem nú er að ljúka, þetta hafa ver- ið „framsóknarár" í þess orðs fyllstu merkjingu. Full atvinna og miklar framfarir þrátt fyrir óhagstæðar ytri að- stæður. Engin þjóð í Vestur- Evrópu hefur búið við jafn gott atvinnuástand þessi ár og við íslendingar. í þeim þjóð- löndum, sem íhaldsöflin hafa ráðið er atvinnuástandið verst og þar af leiðandi óréttlætið mest. Kjósandi góður, vilt þú skipta? í þeim kostningum sem í hönd fara er kosið um hvort breyting verður á for- ystu í þínu sveitarfélagi, hvort framsóknarmenn eigi að fara með forystuhlutverk áfram eða hvort sjálfstæðismenn eigi að taka við því. I Norður- landi eystra eru aðrir kostir ekki fyrir hendi hvað sem hver segir. Ef þú kemst að þeirri niður- stöðu að æskilegt sé að „leift- ursóknarlið“ Sjálfstæðisfl- okksins taki nú við stjórn í þínu sveitarfélagi, og jafnvel í landsstjórninni, þá er það ein- falt mál fyrir þig - þú krossar framan við D-listann, lista leiftursóknarmanna. En ef þú vilt umfram allt koma í veg fyrir valdatöku þeirra þá er sá kostur öruggastur að kjósa B- listann, lista framsóknar- manna, því ef þú kastar at- kvæði þínu á aðra framboðs- lista, sem hafa litla eða tak- markaða möguleika til áhrifa að kostningum loknum þá gæti það leitt til þess, þó með óbeinum hætti sé, að þú værir að styðja íhaldið til aukinna áhrifa. Og eftir því sem at- kvæði dreifast á fleiri fram- boðslista íhaldsandstæðinga býður það sömu hættu heim. Framsóknarflokkurinn set- ur það ofar öðrum stefnumál- um sínum að gripið sé til allra tiltækra ráða til að koma í veg fyrir atvinnuleysi hvar sem er í landinu. Með því að kjósa lista framsóknarmanna strik- ar þú um leið undir kröfuna um fulla atvinnu og gerir þitt til þess að hún verði framkvæmd. Kjósandi góður, ég vil hvetja þig til að leiða hugann að því hvernig umhorfs var í þinni byggð og þínu nágrenni í lok viðreisnar og gera nú út- tekt á því hvað unnist hefur síðan, þ.e. á „Framsóknarár- atugunum“. Staðreyndirnar tala sínu máli fyrir þá sem á annað borð sjá og skilja. Ég vil hvetja alla þá sem hafa svipað viðhorf til þjóð- mála og við framsóknarmenn að koma nú til liðs við okkur til að efla byggðir Norður- lands, til að koma í veg fyrir Stefán Valgeirsson. áform „leiftursóknarmanna“, sem allir eiga að þekkja hver eru og því óþarft að kynna þau hér. Við leysum ekki atvinnumálin nema á félag- slegum grundvelli. Á þessu ári er öld liðin síð- an fyrsta samvinnufélagið var stofnað. Án þeirra hefði okk- ur ekki tekist að ná þeirri velmegun og því framfarastigi sem allstaðar blasir nú við augum manna, ekki síst hér á Norðurlandi, og sem undir- strikar hver máttur fjöldans er þegar hann fæst til að standa saman - er samtaka. Er ekki viðeigandi á aldarafmæli sam- vinnufélagsins í landinu að við Norðlendingar fylkjum liði til meiri átaka í atvinnumálum og öðrum framfaramálum fjórðungsins með því að kjósa þá menn til áhrifa,-sem eru og hafa verið sverð og skjöldur samvinnufélaganna og um leið norðlenskra byggða, því það hlýtur að fara saman og verður ekki sundur slitið. Það sem úrslitum getur ráðið er að þeir sem eiga samleið með okkur framsókn- armönnum vinni nú vel þessa daga, sem eftir eru fram að kostningum. Það sem gildir er samstilt átak fjöldans. Því heiti ég á þig, kjósandi góður, að hafa samband við kostn- ingaskrifstofu flokksins, gera það sem þú ert megnugur til þess að útkoman verði okkur sem hagstæðust. Sigur Fram- sóknarflokksins er þinn sigur, sigur norðlenskra byggða. Með kveðju Stefán Valgeírsson „Ég er til í slaginn“ „Þetta hefur gengið alveg sér- staklega vel, mikiu betur en ég gerði mér vonir um áður en ég opnaði“, sagði Herbert „Kóki“ Ólason er Dagur spjallaði við hann á dögunum. „Kóki“ hefur sem kunnugt er rekið fyrsta hamborgarastað- inn sem opnaður hefur verið á Akureyri síðan í lok aprfl. Staðurinn er rekinn undir nafninu „Kókaborgarar“ og boðið er upp á „einfaldan Kóka“ - „tvöfaldan Kóka“ á matseðlinum m.a. Ýmsir eru vantrúaðir á að Ak- ureyri sé nógu stór bær til þess að þar geti þrifist sérstakir hamborgarastaðir, en „Kóki“ er á öðru máli. - Með tilkomu svona staða breytast neysluvenjur fólks. Á þessum stöðum er hægt að fá ódýran mat sem afgreiddur er á mjög stuttum tíma. Þá er verð- inu haldið niðri, en hjá mér er það stefnan að hafa verðið lágt en byggja söluna upp á magn- inu. Þótt verðið verði lágt er ekkert til sparað, ég er með úr- vals hráefni og til gamans má geta þess að allt það hráefni sem ég vinn úr er fengið hér á Eyja- fjarðarsvæðinu. Úrvals hráefni sem við leggjum okkur fram um að gera sem bestan mat úr. - En eru „Kókaborgarar" eitthvað frábrugðnir öðrum hamborgurum sem hægt hefur verið að fá hér í bænum til þessa? - - Það tel ég tvímælalaust, enda held ég því fram og stend við það að „Kókaborgarar" séu bestu hamborgarar sem eru á markaðnum. Sjáðu til. Þegar boðið er upp á úrvals hráefni og úrvals starfsfólk, hlýtur útkom- an að verða góð. Hjá mér er fyrsta flokks starfslið, og okkar metnaður er að bjóða viðskipta- vinum okkar upp á betri vöru en aðrir eru með. - Hvers vegna geta „Kóka- borgarar“ verið svona sérstakir og keppt við viðurkennda vöru eins og t.d. „Tommaborgara“? - Hvers vegna ekki. Eins og Tommi, get ég lagt mig allan fram og boðið upp á góða vöru og ég geri það. Ég er mjög ánægður með að sá andstæðing- ur sem ég á eftir að glíma við hér á Akureyri er Tommi en ekki einhver annar. Ég vil berjast við einhvern sem má sín einhvers, mér finnst það eðlilegra heldur en að berjast við einhvern minni máttar. Síðan verður það bara að koma í ljós hver verður undir í bardaganum, en sá sem sigrar verður auðvitað sá sem getur boðið upp á betri vöru og b'etri þjónustu. Þetta finnst mér sanngjarnt, og ég er tilbúinn í slaginn. Þankar að loknum f ramboðsf u nd i Á framboðsfundi á Hótel KEA s.l. fimmtudagskvöld kynnti Gísli Jónsson þann möguleika fyrir fundarmönnum, að Sjálf- stæðisflokkurinn ynni hreinan meirihluta í bæjarstjórn næsta kjörtímabil. Ætli flestu skyn- sömu fólki þyki sú framtíðarsýn ekki fremur langsótt, en látum svo vera. Hverjum og einum er frjálst að trúa því, að kraftaverk geti gerst, þótt öll skynsamleg rök mæli þeim í gegn. Allmikið fannst mér á skorta, að hinn ágæti svarabróðir minn í spurningaþáttum væri eins mál- efnalegur og yfirvegaður í mál- flutningi sínum og vænta mætti af svo vel gefnum og lffsreynd- um manni. Ræðan beindist mest að því að agnúast út í störf full- trúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn, ásaka þá fyrir stefn- uleysi og glundroða. Þeir hefðu einu sinni tekið afstöðu í þrennu lagi og gátu ekki verið sundur - leitari, þegar aðeins voru þrír fulltrúar. Það liggur við, að manni finnist heldur betur stungin tólg af fulltrúa þess flokks, sem öðrum fremur telur sig berjast fyrir einstaklings- frelsi. Er annarra flokka mönn- um þá ekki heimilt að hafa eigin skoðanir • á málunum utan flokkslínunnar, fylgja þeim fram og standa við þær? Eða hefur Gísli aldrei heyrt getið um menn að nafni Davíð Oddsson og Albert Guðmundsson, bú- setta í Reykjavík? Gísli vék að atvinnumálum í ræðu sinni. Þá kom upp í huga mér spurning, sem ég var að hugsa um að beina til hans á fundinum. En ég hætti við það, þegar ég minntist þess, að ég hafði ekki lesið hina heiðbláu stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, sem borist hafði heim til mín eins og sjálfsagt á öll heimili í bænum. Kauðalegt væri að spyrja um það á opinberum fundi, sem e.t.v. stæði í svo út- breiddu plaggi. Þegar heim kom fór ég að lesa atvinnumálakafla stefnuskrár- innar. En, ó, vei, hann reyndist með því marki brenndur, sem svo oft einkennir slíkar ritsmíð- ar, almennt orðalag, sem enginn festir hendur á. Þar stendur m.a., að unnið verði að því, að nýiðnaði, þar með talinni stór- iðju, verði valinn staður á Eyja- fjarðarsvæðinu. Sv'o mörg eru þau orð. Skörulegra hefði nú verið, að flokkur einstaklings- framtaks og frelsis tilgreindi þó ekki væri nema eitt, helst tvö eða þrjú forgangsverkefni á sviði iðnaðar, sem hann mundi beita sér fyrir á komandi kjör- tímabili. Þegar kom að skólamálunum var orðalagið eilítið ákveðnara. En eins atriðis saknaði ég þar. Hvergi er minnst á þann mögu- leika, að upp verði tekin há- skólakennsla á Akureyri. í kosningasjónvarpi á sunnudag gaf Gísli þá yfirlýsingu, að þetta málefni hefði ekki þótt tíma- bært, önnur verkefni væru meira aðkallandi. Er þetta nú ekki dálítill misskilningur og ótíma- bær hógværð? Mál þetta nær ekki fram að ganga nema fyrir ákvörðun Alþingis og tilstyrk æðstu yfirvalda í menntamálum, sem í Reykjavík sitja. Og þar komast hlutirnir ekki á hreyf- ingu nema heimamenn þrýsti á. Slíkt kemst ekki á af sjálfu sér eins og Gísli lét í veðri vaka að átt hefði sér stað með stofnun Menntaskólans á sínum tíma. Ekki er ég viss um að allir hafi verið þess sinnis á þeim árum. Áreiðanlega verður nógar úrtöl- ur og andstöðu að yfirvinna og því eins gott að hefja róðurinn strax. Þarna er líka verið að fá til bæjarins fleiri atvinnutækifæri, sem allir eru sammála um að vanti og einmitt í þjónustugrein, en þar hefur fjölgun í mannafla verið mest á síðustu árum og all- ir vísir menn sammála um, að sú þróun haldi áfram. Og fjár- mögnunin á að koma úr ríkis- kassanum en ekki skerða hlut þeirra verkefna, sem Akureyr- arbær vinnur að. Guðmundur Gunnarssun. 6 - DAGUR -18. maí 1982 18. maí 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.