Dagur - 21.05.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 21.05.1982, Blaðsíða 7
Svör Sigurðar Jóhannessonar í útvarpsumræðunum: Alltaf stutt nýja at- vinnuskapandi starfsemi Spurning til B-listans frá G-list- anum: Telur Framsóknarflokkurinn koma til greina að fela einkaað- ilum eitthvað af þeirri þjónustu sem nú er á vegum bæjarsjóðs og láta neytendur þjónustunn- ar greiða fyrir hana fullt verð með þeim hætti? Ég veit ekki hvort Alþýðubanda- lagið hefur haft í huga eitthvað ákveðið, af allri þeirri þjónustu sem er rekin á vegum bæjarsjóðs og stofnana bæjarins. Við fram- sóknarmenn erum t.d. alls ekki til viðtals um að þjónusta eins og vatnsveita, rafveita og hitaveita Spurning til B-listans frá D-list- anum: í stefnuskrá flokksins er eitt skilyrði fyrir nýtingu innlendr- ar orku í stóriðnaði á Eyja- fjarðarsvæðinu að meta verði félagslega röskun vegna stór- fyrirtækja. Hvað er félagsleg röskun? Þessi spurning er að sjálfsögðu frá Sjálfstæðisflokknum. Sá flokkur hefur fyrir löngu sýnt það í þessari kosningabaráttu að hann sést lítt fyrir í þrá sinni eftir stóriðju. Það kemur mér því ekki á óvart að þeir leita nú til framsóknarmanna um skilgreiningu á orðinu félags- leg röskun. Við höfum áður stað- ið vissa sjálfstæðismenn að því að skilja tæpast orðið mengun, það höfum við reynt að útskýra nú fyrir þeim og það er sönn ánægja að útskýra nú fyrir þeim hvað fé- lagsleg röskun er. í einfaldaðri mynd má segja að félagsleg röskun er það, þegar gróin samfélög, menning þeirra og atvinnuhættir, breytast eða raskast mjög á skömmum tíma vegna utanaðkomandi áhrifa. Um þetta höfum við íslendingar mý- mörg dæmi, svo sem þegar er- lendur her kom hér til lands í heimsstyrjöldinni síðari. Það er alkunna hver röskun varð þá á ís- lensku samfélagi. Félagsleg rösk- un getur verið annað tveggja já- kvæð eða neikvæð. Og með rann- sóknum og skynsamlegri hugsun má haga þannig til um fram- Jóu SigurAur.son verði falin einkaaðilum. Félagsleg þjónusta og almenn heilbrigðis- þjónusta er yfirleitt ekki að okkar dómi til þess fallin að hún sé rekin af einkaaðilum. Við skulum taka dæmi eins og t.d. leikvelli, dag- vistir, vinnumiðlun og þjónusta við aldraða og læknamiðstöðina svo eitthvað sé nefnt. En þó er þjónusta í heilbrigðisþjónust- unni, tannlæknaþjónustan, sem við styrkjum, en er alls ekki rekin af bæjarfélaginu. En grundvallaratriðið er það, að í þeirri þjónustu sem við rek- um og viljum að sé greitt fyrir sem næst raunkostnaði, er einungis sá kvæmdahraða og rekstur stórfyr- irtækja að jákvæðir þættir verði sem flestir en hinir neikvæðu í lág- marki. Við sjálfstæðismenn vil égsegja það, að um uppbyggingu atvinnu- lífs má segja svipað og Halldór Laxness sagði um málfar Skaft- fellinga: „Menn eiga ekki að nota grófyrðin já og nei nema að vel at- huguðu máli.“ Málefnaleg um- ræða, en ekki slagorð, er undir- staða góðra ákvarðanatöku. Við framsóknarmenn viljum nýa inn- lenda orku til að efla atvinnulífið við Eyjafjörð. En við höfum sett fram þrjú höfuðatriði sem meta þarf við mat stóriðju sem hentað getur á þessu svæði. Þessi atriði eru mengunarmál, félagsleg rösk- un og hagkvæmni, bæði þjóðhags- leg hagkvæmni og einnig hver fjárhagslegur akkur Eyjafirði er í slíku fyrirtæki. Samkvæmt þessu viljum við meta hverja þá hug- mynd sem upp kemur um orku- frekan iðnað við Eyjafjörð og með vitneskju um þessi atriði vilj- um við taka ákvörðun um ein- staka stóriðjumöguleika. Það er bæði ábyrgðarleysi og lýðskrum að taka afstöðu til stóriðju án þess að hafa aflað glöggra upplýsinga um eðli hennar og áhrif. Spurning til B-Iistans frá kvennaframboðinu: Hvernig ætlar Framsóknar- flokkurinn að vinna að auknu jafnrétti kynjanna á næstu árum? Mér þykir sérstaklega vænt um þessa spurningu. Hún hefði að vísu mátt orðast betur, hún hefði mátt orðast svona: Hvernig ætlar Framsóknarflokkurinn að vinna áfram að auknu jafnrétti kynj- • anna á næstu árum? A framboðs- lista framsóknarmanna við þessar kosningar ríkir jafnrétti. í sex efstu sætunum eru þrjár konur og þrír karlar, svipað hlutfall gildir neðar á listanum. Framsóknar- flokkurinn á Akureyri hefur skilið kall tímans og hyggst núna eftir kosningar gera það sem í hans valdi stendur til að auka fjölda þeirra kvenna sem taka þátt í störfum nefnda og stjórna á veg- um bæjarins. Ég heiti á Akureyr- inga að kjósa konur með því að kostnaður sem bærinn þarf að fá fyrir hana, en alls ekki eins og sá kostnaður myndi vera ef þetta væri rekið af einkaaðilum, sem þyrftu að fá eitthvað meira í sinn ^^ut' En þó er til þjónusta á veg- um bæjarins sem er vel hægt að hugsa sér að aðrir sæju um, eins og til dæmis geymsla á kartöflum, hún þarf ekki endilega að vera á vegum bæjarfélagsins. Það er hægt að hugsa sér það að einhver tæki þetta að sér. En við viljum til dæmis að bæjarfélagið styrki frjálst starf íþróttafélaganna í bænum og þeim verði gert kleyft að ljúka frágangi á íþróttasvæð- kjósa Framsókn. Við ætlum að koma fjórum í bæjarstjórn, tveimur af hvoru kyni. Þegarsam- tökin bak við kvennalistann leys- ast upp eftir kosningar bjóðum við þær konur sem aðhyllast stefnu Framsóknar velkomnar í okkar hóp. unum. Þetta er sjálfboðastarf og er alveg ómetanlegt fyrir uppeldi barna og unglinga hér í bænum og íþróttafélögin hafa unnið stór- kostlegt starf við þetta. Við munum alls ekki leggja til að það verði gerð breyting á þessu, hvorki í þá átt að bæjarfé- lögin taki þessa þjónustu að sér eða að hún verði falin einkaaðil- um og sama má segja um mörg önnur félagasamtök sem vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum, t.d. í heilbrigðismálum. Þessi þjónusta yrði aldrei að mínum dómi fram- kvæmd af bæjarfélaginu eða einkaaðilum. Það er þó hægt að hugsa sér vissa þjónustu sem til greina kæmi að bæjarfélagið byði út, þó ekki yrði til annars en að kanna, hvort sú þjónusta sem við látum af hendi er sambærileg að verði og gæðum. Spurning til B-listans frá A-Iistan- um: Hver er afstaða Framsóknar- flokksins til atvinnuskapandi fyrirtækja sem komið er á stofn á Akureyri en eru í eigu annarra en heimamanna, svo sem Hakaup? Það sem fyrst ber að skoða, þar sem þarna er minnst á visst fyrir- tæki, er að spyrja sjálfan sig hvort þarna sé um atvinnuskapandi fyrirtæki að ræða. Meðan þetta fyrirtæki hefur orðið þess vald- andi að ýmsir kaupmenn í bænum hafa þurft að hætta starfsemi sinni Sigurður Jóhannesson eða minnka verulega sína starf- semi og þar með þurft að segja upp starfsfólki í stórum stíl, þá get ég ekki séð að þarna sé um atvinnuskapandi fyrirtæki að ræða. En almennt um þetta: Ef ekki eru nefnd nein ákveðin fyrir- tæki, sem var nú kannski út í blá- inn hjá Alþýðuflokknum, þá höf- um við framsóknarmenn alltaf stutt nýjar atvinnugreinar sem hér hafa viljað koma upp starfsemi sinni og þetta er eitt af grundvall- arsjónarmiðum okkar og er alveg í samræmi við þá framkvæmdar- stefnu sem við viljum reka hér. m m VID SYNUM Á AKUREYRI Laugard. 22. maí kl. 10.00 -17.00 Sunnud. 23. maí kl. 13.00-17.00 GOLF JETTA PASSAT AUDI 100 ÞÓRSHAMAR HF. SÍMI 22700 VOLKSWACEN ÞÝSKUR BÍLL SEM ALLIR ÞEKKJA [hIheklahf Laugavegi 170-172 Sími 21240 Svör Jóns Sigurðarsonar í útvarpsumræðunum: „Ábyrgðarleysi og lýð- skrum að taka afstöðu án glöggra upplýsinga“ 21. maí 1982-DAGUR- 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.