Dagur - 21.05.1982, Blaðsíða 13
Aðalsteinn Jóhannesson átti stórleik gegn KR.
Jafntefli í
slökum leik
„Það er ekki svo slæmt að
eiga lélegan leik á útivelli á
móti KR, en fá samt annað
Þórsarar
fara
austur
Að lokinni kosningarnóttinni
fara Þórsarar austur á firði og
leika gegn Þrótti frá Neskaup-
stað og Völsungar fá Einherja
frá Vopnafirði í heimsókn.
Þetta geta orðið jafnir leikir,
en þó eru Þórsarar og Völsungar
sigurstranglegir.
stigið,“ sagði Einar Pálmi
Árnason, fararstjóri KA, þeg-
ar hann var spurður um leik
KR og KA á miðvikudags-
kvöldið. „Þetta var mjög lé-
legur leikur hjá okkur,“ sagði
Einar og alls ekki KA-dagur.
Það má skipta leiknum í fjóra
kafla, og voru KA-menn betri í
tveimur en KR í hinum tveimur.
Einar sagði að völlurinn hefði
verið háll og moldugur, en þrátt
fyrir það taldi hann að KA hefði
átt að geta leikið mun betur.
Hann sagði að hvort lið hefði átt
tvö góð marktækifæri. Aðal-
steinn markmaður hjá KA hefði
sannað hvað í honum býr, þegar
hann varði þessi tvö marktæki-
færi sem KR fékk. Erlingur
hefði hins vegar átt hörkuskot á
KR-markið sem hafnaði í stöng,
og þá hefði Ásbjörn átt góðan
skalla sem smaug framhjá.Þjálf-
ari KA skipti tveimur ieikmönn-
um inn á í leiknum. Eyjólfur
kom í bakvarðarstöðuna fyrir
Tómas og Jón Marinósson fékk
að spreyta sig á vinstri kantinum
fyrir Ásbjörn.
Bestu menn leiksins hjá KA
voru Aðalsteinn og Eríingur.
KA hefur nú hlotið tvö stig úr
jafnmörgum leikjum, en báðum
á útivelli á móti þekktum
Reykjavíkurfélögum, og ef til
vill er það ekki svo slæmt í byrj-
un mótsins.
Leikið á KA-velli
Fyrsti leikurinn í fyrstu deild á verði búnir að jafna sig eftir Skagamenn hafa alltaf verið
þessu vori verðurásunnudaginn kosningarnar og fjölmenni á KA erfiðir, sérstaklega hér á
kl. 17.00 og verður hann á KA- malarvöll KA og hvetji þá til sig- Akureyri, þannig að ekki veitir
velli. Þá má búast við að flestir ursgegn Akurnesingum. af hvatningarhrópum.
Mikil aðsókn í
sumarbúðir ÆSK
Innritun í suntarbúðir ÆSK við
Vestmannsvatn hófst 26. apríl.
Þó að kynningarbæklingurinn
hafi ekki borist mörgum fyrr en
eftir að innritun hófst, fylltust 3
fyrstu flokkarnir á tveimur
vikum. 4. flokkurinn, sem er
fyrir eldri börnin, 10-13 ára, er
líka að fyllast.
Því hefur verið ákveðið að bæta
við 8 daga barnaflokki, sem verð-
ur 12.-20. ágúst. Innritun í þann
flokk er þegar hafin, svo að þeir
sem hefðu áhuga ættu að hringja
sem fyrst í síma 96-24873 kl. 14-
15 virka daga. Viðbótarflokkur-
inn er 7. flokkur sumarsins, en 5.
og 6. flokkur eru fyrir aldraða. 7.
flokkur er ætlaður öllum aldurs-
hópum, sem ekki fengu pláss í
áður auglýstum flokkum, þ.e. 7-
13 ára.
Á hverju sumri hefur verið
haldið æskulýðsmót við Vest-
mannsvatn. Nú hefur verið
ákveðið að æskulýðsmótið ’82
verði um verslunarmannahelgina.
Með því móti gefst unglingunum,
sem almennt eru í vinnu, tækifæri
til lengri dvalar í búðunum en ef
um venjulega helgi væri að ræða.
Undirbúningur mun fara fram í
sumarbúðunum, og þar verða
sömuleiðis veittar allar upplýsing-
ar, eftir að starfið hefst 7. júní.
Efluxn samtakamátt
sjálfstæðra einstaklinga.
Laugaskóli
Skólinn okkar, námsframboð
1982-1983.
Grunnskóli:
8. og 9. bekkur.
Framhaldsskóli:
Fornám
Iðnbrautir tréiðna, 2 ár
íþróttabraut, 2 ár
Matvælatæknibraut, 2 ár
Málabraut
Uppeldisbraut, 2 ár
Viðskiptabraut, 2 ár
Umsóknarfrestur til 3. júní n.k.
Héraðsskólinn á Laugum
S.-Þing., 650 - Laugar.
Húseigendur athugið
iðnaðardeildin vill taka á leigu einbýlishús eða
raðhús fyrir starfsmann, strax eða síðar.
Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson í síma
21900.
Iðnaðardeild Sambandsins, Akureyri.
HAFNARSTRÆTI 96 SIMI96-24423 AKUREYRI
Eigum avallt
fyrirliggjandi
BIAKO
JEANS
MAKO
JE4NS
Flauels buxur Stærðir 30-42
Gallabuxur 14 oz efni, stærðir 25—42
Barnagallabuxur
JEANS
Sigumr Gubmundssomrhf
HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI
íf.'rjiáf 198'2-TjÁGÍíá- T3