Dagur - 02.07.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 02.07.1982, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ . . . þart cr ekki nóg aó malbika gutumar Gangstéttimar alveg ófærar gangandi fólki GuArún Jónsdóttir hringdi: Vcgna grcinar í Dcgi þann 24. jiíní sl. fra Gunnari Jóhanncs- syni, vcrkfræðingi hjá Akurcvr- arhæ. langar mig að gcra smáat- hugascmd. Grcin þcsi har heitið „Trc skapa hættu" og þar gcrir hann aö umræðucíni trjágróður í hænum, scm vc.x út yfir gang- stcttir og gcfur í skyn, að cf eig- cndur sjái ckki sjálfir um að lag- færa þctta. vcrði þaö gcrt á þcirra cigin kostnað vcgna slysa- hættunnar. scm af þcssu leiöir. aö fólk þurfi að leita út á ak- hrautirnar vcgna þcss arna. Eg cr þcssu ckki ósammála. hcldur alveg sammála. Ég á sjálf garö og reyni cinu sinni á ári aö klippa og iagfæra. svo að þessi hætta sc ckki til staðar. En þaö scm mér finnst stingandi viö- víkjandi þcssum skrifum hans cr. aö gangstcttamálin hcr á Ak- urcyri cru í þvílíkum ólcstri. að þaö cr alveg hrcint dæmalaust. Það cr húiö aö malhika mikiö af akhrautum, en það er þannig ástandiö með fjöldamargar göt- ur í hænum. að hver einasta gangstétt er algjörlega ófær gangandi fólki. Allt það fólk, sem um þessar götur fer, þarf að ganga á akhrautunum, því að gangstéttirnar svokölluöu eru ekkert annað en möl og grjót, sem enginn getur gengið á. Eg vil sem dæmi nefna Þór- unnarstræti sunnan Hrafnagils- strætis, sem er mikil umferðar- gata, Þarna fer fjöldi manns um daglega til og frá vinnu, t.d. starfsfólk á sjúkrahúsinu og á dvalarheimilinu og einnig aldr- aða fólkið á dvalarheimilinu, sem vill fara út og ganga sér til andlegrar og líkamlegrar hress- ingar. Þetta fólk á engra annarra kosta völ en að ganga úti á þess- ari miklu umferðargötu. Oðru mcgin götunnar er húið að setja möl, en þaðerþareinsogannars staðar, ógangfært ncma vaða upp fyrir skó í grjóti og lausa- möl. Austan við götuna er ástandið hins vegar þannig, að það hefur ekki einu sinni verið jafnað úr ruðningunum, sem mokaðir voru, áður en gatan var malbik- uð, og þar er ástandið enn verra. Ég get nefnt dæmi eins og Rauðumýri og Grænumýri og jafnvel fleiri og fleiri, því að af nógu er að taka, þar sent ástand- ið er jafn slæmt og ég hef áður lýst. Ástandið er svona út og suður um bæinn. Ef trén skapa vandamál, þá skapar þetta ekki minni slysa- hættu, heldur margfalt meiri. Mér finnst það því miklu verð- ugra verkefni fyrir bæjarverk- fræðing að gera átak í því, að gangstéttir bæjarins, sem búnar eru að standa svona ár eftir ár, yrðu malbikaðar. Ég held, að allir bæjarbúar geti tekið undir þetta. Það er stingandi, að verkfræðingurinn skuli hugsa meira um það að plokka eina og eina trjágrein hingað og þangað en að koma þessu í lag. Þegar gangstéttirnar eru orðnar færar gangandi fólki, ætti hann að fara að huga að trjáklippingum. Útvarpsráð láti rann- saka málið 2647-0870 skrifar: Fullyrða má að tugþúsundir ís- lendinga sitji nú og bölvi ís- lenska sjónvarpinu og forráða- mönnum þess fullum hálsi, og ekki að ástæðulausu að mínu mati. Nú þegar sjónvarpið er komið í sumarfrí (fyrirbæri sem hlegið er að úti í hinum stóra heimi) fá íslendingar ekki einu sinni að sjá nokkurra daga gamla leiki frá HM í knatt- spyrnu á Spáni, heldur verða þeir að láta sér nægja að hlusta á útsendingar BBC og fylgjast með umsögnum um leikina í dagblöðum. Sú spurning hefur vaknað, hvort forráðamenn sjónvarpsins hafi vísvitandi farið með rangt mál er þeir hafa gefið fjölmiðl- um upplýsingar um hvaða leiki þeir gátu ekki fengið frá þessari miklu keppni. Þessar vangavelt- ur fengu að sjálfsögðu byr undir báða vængi er yfirverkfræðingur Pósts og síma lét hafa það eftir sér fyrr í vikunni að sjónvarpið hefði getað fengið marga leiki til sýningar beint, en aðeins sýnt áhuga á opnunarleiknum og leiknum sem sýndur var s.l. mánudag. Sú furðulega staða er komin upp, að þegar við ráðum yfir tækni til að taka á móti þessum leikjum beint um Skyggni þá virðast hafa komið upp sjónar- mið (annarleg að mínu mati) sem eru þess valdandi að við erum á sama báti og Albanía og verðum að láta okkur nægja annað. Furðulegri hlýtur þessi afstaða að verða þegar þess er gætt að þessar beinu sendingar virðast örugglega skila beinum fjárhagslegum hagnaði til sjón- varpsins vegna auglýsingatekna í hálfleik. Það hlýtur að vera krafa þeirra tugþúsunda íslendinga, sem sitja nú með sárt ennið, að útvarpsráð láti fara fram rann- sókn á því, hvort ummæli yfir- verkfræðings Pósts og síma hafa við rök að styðjast. Útvarpsráð ætti tafarlaust að láta rannsaka þetta mál niður í kjölinn. Ekki endilega vegna þess, að hægt verði að bæta úr hlutunum að þessu sinni, heldur til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki. Hvað veldur því, að einungis er hægt að sýna tvo leiki frá HM beint, þegar verkfræðingurinn fullyrðir, að hægt hafi verið að fá mun fleiri leiki, og alla leikina ef forráðamenn sjónvarpsins hefðu farið af stað á sama tíma og forráðamenn hundraða sjón- varpsstöðva um allan heim, sem kappkosta að veita sem besta þjónustu? Útvarpsráð verður að taka í taumana og láta rannsaka þetta mál. Hvað er svo merkllegt . . .? Hvað er það sem er svo merki- legt við fótbolta, að sjónvarpið frestar fréttum, setur raunar alla dagskrána úr skorðum, bara til að geta sýnt einn auman fót- boltaleik? Spyr sá sem ekki veit. í mörg herrans ár hef ég hald- ið uppi vörnum fyrir þá, sem vilja draga úr sýningum á fót- boltamyndum í sjónvarpinu. Til dæmis hef ég gerst svo djarfur að benda á, að ýmsar aðrar íþrótta- greinar njóti mikilla vinsælda meðal alþýðu. Samhliða þessari Um listína Hvað á að gcra við hana Gunnu? Hún cr svo scm hcsta skinn. cn mciniö cr að hún skilur ckki nú- tímalist. Égscm crsvo listclskcr að rcvna að sannfæra hana um gildi listarinnar cn án árángurs, jafnvcl þó að ég útskýri fvrir hcnni öll bcstu Ijóöin ntín. Vitið þiö annars hvcrsu ham- ingjusöm við megum vcra og hreykin t.d. af tónlistar og myndlistarfólkinu okkar. Allur sá boðskapur scm opinbcrast í öllum þeirra hugarog handvcrk- um. Eftir langt og strangt list- nám leyfir það ökkur að njóta góðs at'. Það þarf t.d. ckkcrt smávegis andríki til að raða bók- stöfum á ýmsa vegu. á hvolf eða öfugt og semja margslungin og hálfeygan texta til meðlætis svo sem: paúna - anna - panna. Þetta er blátt áfram stórkostlegt og svoer til fólk sem leyfirsér að segja að þetta sé ekki list! Hið sama má segja um gjörn- ingana. Aldrei hefði mér dottið í hug að hægt væri að skapa slíka list. bara með því sem hendi er næst eins og klósettpappír, blöðrutyggjói, sláturkepp eða heysátu. Skyldu amma og afi hafa gert sér grein fyrir því, að í rauninni frömdu þau listrænan gjörning í hvert sinn er þau báru upp heysátu? Það efa ég. Þarna sjáum við best hvernig þjóðin og listin hafa verið samofin um aldirnar - Já, þetta þarf ég að segja Gunnu. Þó tekur myndlistin öllu fram. Hugsið ykkur, að strengja gömlu axlaböndin hans afa sál- uga á tréramma upp á vegg, eða öll baggaböndin og áburðarpok- ana sem nota má í listrænar hrúgur ásamt niðursuðudósum og ryðguðu brotajárni. Já, það er töluvert sem fólk hefur þurft að læra til þess arna. Þetta er ekki á hvers manns færi. Það er líka dæmalaust með hana Gunnu, hún segist ekki heyra lag út úr þessum yndislegu nútímatónverkum, eins og það sé nú einhver nauðsyn'að heyra eitthvert lag. Mér finnst það stórkostleg upplifun að finna tónana sendast samhengislaust sinn úr hvorri áttinni og hrúgast upp í áhrifaríka tónsmíð. Skítt með laglínuna, þetta er bara svo fínt, þó að fíflið hún Gunna líki því við flugur sem þyrpast suð- andi úr öllum áttum og hafna loks á mykjuskán. Svona lætur þetta fólk, sem er ekki nógu menningarlega sinnað, alltaf með eitthvert múður út í lista- fólk en það er með hana Gunnu eins og karlinn forðum sem sagðist ekki „fatta grínið.“ Hún rausar bara um það, að betra væri að senda þetta fólk á sjó eða til sveitastarfa og láta það vinna fyrir kaupi. Hvílík fásinna. Nei, skattgreiðendur eiga heimtingu á því að fá að halda þessu fólki uppi, og þó fleira væri. Það er ekki of mikið fyrir það að skapa svo djúphugsuð og ódauðleg listaverk eins og þau sem ég reyndi að lýsa hér að framan. Já, strax á morgun fer ég til hennar Gunnu til að freista þess að opna augu hennar og eyru fyrir nýju Ijóðagerðinni tninni. Andinn sjálfur kom yfir mig rétt í þessu og orðin hrundu áf himn- um ofan. Tilviljunin ein réði því hvaða orð lentu saman á blað- inu, sum hallast að vísu dálítið, önnur eru á hvolfi en það eykur bara listrænt gildi ljóðsins. Og þetta skal hún Gunna þó fá að skil ja. Virðingarfyllst, ______ 6 3 Ljóðafljoð baráttu minni hefur hlutur fót- bolta aukist stórlega. En ég held áfram þrátt fyrir það. íslendingar fengu Skyggni og þá brast stíflan. Hverleikurinn á fætur öðrum er sýndur þráð- beint og seinustu fréttir herma, að það eigi að sýna líka í miðju fríi sjónvarpsins. Þér að segja, þá finnst mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Það er rétt eins og heimssögulegir atburðir hafi gerst, atburðir sem verði að troða í Frónbúa með góðu eða illu. Ég efast um, að annað efni væri talið svo merkilegt, að það væri nauðsynlegt að hrista upp alla dagskrána, svo að það kæm- ist á skjáinn. En ástæðan er e.t.v. sú, að sá hópur lands- manna, sem vill fá boltann í þeirri þráðbeinu, er hávær, sér svart ef hann er ekki afgreiddur eins og hann vill. Þessi háværi hópur virðist eiga greiða leið inn á blöðin, útvarpið og sjónvarp- ið, en þessir fjölmiðlar birta það samstundis, ef einhverjum fót- boltamanninum verður það á að geispa eða leysa vind. í stuttu máli: Er ekki mál til komið að það verði farið að skera af íþróttafréttum í ríkis- fjölmiðlunum. Ég er handviss um, að hlutlaus könnun sýndi það ótvírætt, að íþróttir njóta ekki þeirra vinsælda, sem ætla mætti miðað við það rúm, sem þær fá í dagskránni. Blöðin mættu líka endurskoða afstöðu sína til íþrótta, með það í huga að minnka stórlega það pláss, sem þær fá á degi hverjum. B.R. 2- DAGUR - 2. j'uli 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.