Dagur - 02.07.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 02.07.1982, Blaðsíða 8
Jóhaiines C»eir Sigurj»eirsson: Ungmennafélag íslands er 75 ára á þessu ári. Þessara tíma- móta er minnst á margvíslegan hátt. Það sem ef til vill vekur mesta athygli er hjólreiðaferð, sem farin er umhverfis Iandið undir kjörorðinu „Eflum íslenskt". Er það vel við hæfi, að þetta verkefni varð fyrir valinu, þar sem það undirstrikar að ung- mennafélagsskapurinn er trúr sínu upphaflega markmiði sem alhliða þjóðernissinnuð félags- málahreyfing. Það má varpa fram þeirri spurningu, hvort virkilega sé þörf á átaki til þess að efla skiln- ing almennings á gildi innlendr- ar framleiðslu. Eru ekki allir sammála um, að að öðru jöfnu sé sjálfsagt að velja hið íslenska. En því miður sýna dæmin, að innlend framleiðsla á mjög í vök að verjast. Nýleg úttekt á stöðu fjögurra iðngreina, sem hafa haft hvað hæst hlutfall á innlend- um markaði, hvetur ekki til bjartsýni. Könnunin sýndi, að á árunum frá 1978 hefur hlutfall innlendrar framleiðslu í við- komandi vöruflokkum stór- lækkað. Hvað ætlar innlent verkafólk að taka sér fyrir hendur, þegar framleiðsla á vörum eins og hreinlætisvörum og málningu verður komin alfarið út fyrir landsteinana. En þessar vörur voru í umræddri könnun. Ef til vill mætti spyrna eitt- hvað við fótum með því að leita uppi einhver munntöm ensk nöfn í staðinn fyrir Sjöfn og Frigg. Eflaust finnst einhverjum, að hér sé tekið fulldjúpt í árinni. Er ekki sjálfsagt, að við notfærum okkur kosti hins alþjóðiega við- skiptalífs út í ystu æsar og versla Jóhannes Geir Sigurgeirsson. við þá, sem hagkvæmast fram- leiða á hverjum tíma. En lítum okkur eilítið nær. Hvað er í húfi? Færa má að því sterk rök, að hið góða atvinnu- ástand ásamt miklum efnalegum gæðum, sem við íslendingar búum við, standi og falli með því, hvernig til tekst á næstu árum við uppbyggingu öflugs iðnaðar, sem framleiði bæði fyrir erlendan og innlendan markað. Þetta mættum við hafa í huga næst, þegar við stöndum frammi fyrir því að þurfa að velja á milli innlendrar og erlendrar fram- leiðslu. Að sjálfsögðu er lykilinn að lausn íslenskra atvinnumála ekki að finna í einni einstakri innkaupakörfu. En dropinn hol- ar steininn. Við skulum hafa það hugfast, að þótt innlendi markaðurinn sé ekki stór, þá er hann sá örugg- asti, sem við eigum völ á, og ef við styðjum ekki við bakið á iðn- aðinum við að ná þar öruggri fótfestu, þá er hætt við, að hann verði aldrei þess megnugur að hasla sér völl á erlendum vett- vangi svo að nokkru nemi. Með þetta í huga eru sem flestir hvattir til þess að slást í för með hjólreiðamönnunum, þar sem þeir fara um og gera þannig ferð þessa sem eftirminnilegasta og um leið áhrifameiri í þeirri herferð, sem er í tengslum við hana undir kjörorðinu „Eflum íslenskt". ÞEIR ERU KOMIMIR AFTUR HIIMIR HEIMSFRÆGU HUl BRims Miðaverð 60 kr. fyrir fullorðna, 30 kr. fyrir börn, sæti 20 kr. mjH i'fk »> MttSKl Komið og sjáið. Stórkostley«ir aksturslistir Ekið a tvemi hjolum Stokkið a bilum Mótorhjólastokk, trudar ásamt fjolda annarra aksturslista oy skemmtiatriöa a 90 minutna symnyu. Heimsins mestu ökuyarpar i aksturslistum. Stórkostley skemmtun fyrir alla fjolskylduna. 8-DAGUR-2.jÚI(19t|2 Þessir hressu krakkar, sem heita Sigurður Birgir Hjörleifs- son, Dagrún Jónsdóttir og Ágúst Kristinn Pétursson, urðu á vegi okkar á dögunum. Þau voru að leik í þessu mynd- arlega tré neðarlega í Brekkugöt- unni. Dagrún sem er 8 ára „og alveg að verða 9“ eins og hún sagði sjálf, tjáði okkur, að hún léki sér í þessu tré á hverjum degi, en Sigurður sem er 9 ára „og alveg að verða 10“ eins og hann sagði sjálfur, á heima í Reykjavík. Hann var bara í heimsókn hjá Dagrúnu. „Jú, það getur verið hættulegt að leika sér í þessu tré, sérstak- lega, ef maður dettur. Ég held, að maður geti slasað sig mjög mikið, ef maður dettur niður úr trénu,“ stundi Sigurður þar sem hann hékk hinn brattasti. Ágúst lagði lítið til málanna. Hann er 12 ára og sennilega er fyrir neðan virðingu hans að hanga í tré. Hann var hins vegar alveg tilleiðanlegur að vera með á myndinni, enda nokkurs konar „eftirlitsmaður“ með börnunum, þótt ekki segði hann það berum orðum sjálfur. „Eruð þið frá Akureyri? Var bflnum ykkar kannski stolið?“ spurðu þessir ungu Sauðkrækingar okkur Dagsmenn, þegar við vorum á ferð á Króknum á dögunum. Eitthvað höfðu þeir frétt af að á Akureyri væri bflum stolið og bfla- leigur rændar og vildu fá að rannsaka hlutdeild okkar í þeim málum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.