Dagur - 02.07.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 02.07.1982, Blaðsíða 10
Dagbók Sund: Sundlaug Akureyrar: Sími 23260. Sundlaugin er opin fyrir almenning sem hér segir: Mánudaga til föstu- daga kl. 07.00 til 21.00, laugardaga kl. 08.00 til 18.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 15.00. Gufubað fyrir konur er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.00 til 21.00 og laugardaga kl. 08.00 til.16.00. Gufubað fyrir karla er opið mánudaga, miðvikudga og föstudaga kl. 13.00 til 21.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 15.00. Skemmtistaðir: Alþýðuhúsið: Sími 23595. Hótel KEA: Sími 22200. H-100: Sími 25500. Sjallinn: Sími 22770. Smiðjan: Simi 21818. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar: Sjúkrahúsið á Akureyri: Sími 22100. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Dalvíkur: Sími 61500. Afgreiðslan er opin kl. 9-16, mánudaga og fimmtudaga og föstu- daga kl. 9-12. Sjúkrahús Húsavíkur: Sími 41333. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahús Siglufjarðar: Simi 71166. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugaeslustöð Þórshafnar: Simi 81215. Héraðslæknirinn Ólafsfirði: Lækna- stofa og lyfjagreiðsla, sími 62355. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: Simi 5270. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-19.30. Héraðshæli Austur-Húnvetninga: Símar 4206 og 4207. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19.30-20. Læknamiðstöðin á Akureyri: Sími 22311. Opiðkl. 8-17. Lögregla, sjúkrabílar og slökkviliðið: Akureyri: Lögregla 23222, 22323. Slökkvilið og sjúkrabíll 22222. Húsavik: Lögregla 41303, 41630. Sjúkrabíll 41385. SlökkvUið 41441. Brunasími 41911. Dalvik: Lögregla 61222. Sjúkrabíll, á vinnustað 61200 (Eiríkur), heima 61322. Ólafsfjörður: Lögregla og sjúkrabíll 62222. Slökkvilið 62196. Siglufjörður: Lögregla og sjúkrabíll 71170. Slökkvilið 71102 og 71496. Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkvilið 5550. Blönduós: Lögregla 4377. Neyðarsími 4111. Notist eingöngu í neyð. Raufarhöfn: Lögregla 51222, heima 51232. Hvammstangi: 011 neyðarþjónusta 1329. Þórshöfn: Lögregla 81133. Bókasöfn: Amtsbókasafnið: Mánuðina mai til september, verður safnið opið sem hér segir: Mánudaga og þriðjudaga kl. 1-7 e.h., miðvikudaga kl. 1-9 e.h. Fimmtudaga og föstudaga kl. 1-7 e.h. Lokað á laugardögum. Bókasafnið á Ólafsfirði: Opíð alla virka daga frá kl. 16 til 18, nema mánudaga frá kl. 20 til 22. Bókasafnið á Raufarhöfn: Aðal- braut 37, jarðhæð. Opið á miðviku- dögum kl. 20.00 til 22.00, laugardög- um kl. 16.00 til 18.00. Apótek og lyfjaafgreiðslur: Akureyrarapótek og Stjörnuapótek: Virka daga er opið á opnunartíma búða. Apótekin skiptast vikulega á um að sinna kvöld-, nætur- og helgi- dagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á laugardögum og sunnudögum er opiðfrákl. 11-12 og 20-21. Áöðr- um tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22446. Hvammstangi, lyfsala: 1345. Siglufjörður, apótek: 71493. Dalvíkurapótek: 61234. 10 - DAGUR -2. júlí 1982 MAÐUR OG UMHVERFI Helgi Hallgrímsson Um kerfil á Akureyri Sjálfsagt hafa margir tekið eftir stórum og stæðilegum jurtum hér á Akureyri með marggreind- um blöðum og sveiplaga blómum, sem minna í fljótu bragði á hvannir. Þeir sem þekkja eitthvert nafn á þessum jurtum,.kalla þær annað hvort kerfil eða kjörvel, og er síðara heitið danskt/þýskt (d. körvel, þ. Körbel), en hið fyrra mun vera eins konar íslenskun á því, og kemur fyrst fyrir hjá Eggert Ólafssyni í Matjurtabók hans eða Lachanologíu. Hins vegar gera víst fáir sér grein fyrir því, að hér sé um að ræða tvær tegundir, og er þó hvorug þeirra það, sem vanalega er kallað kcrfill (kjörvel) af garðyrkjumönnum, en það er tegundin Anthriscus carefol- ium, sem einnig kallast garðak- erfillogdanskur kerfill, oghefur verið í ræktun frá örófi alda, notaðursem krydd, ísúpurog til að strá yfir mat. Er það miklu smávaxnari jurt og einær að auki, en hefur þennan sérkenni- lega ilm, sem líkist anís. (Anís - Pimpinella anisum. - er suðræn jurt af sömu ætt, ræktuð sem krydd víða í heitum löndum.) Þær kerfilstegundir, sem vaxa villtar í stórum stíl hér á Akur- eyri, eru annars vegar spánskur kerfill eða Spánarkerfill (Myrr- his odorata) og hins vegar skógarkerfill (Anthriscus silv- estris). Að vaxtarlagi eru þessar tegundir mjög líkar og því er eðlilegt, að þeim sé ruglað saman. Auðveldast er reyndar að þekkja þær sundur á lyktinni, því að Spánarkerfillinn hefur allsterka aníslykt, eins og fræði- heiti hans benda til (Myrrhis er sennilega skylt orðinu myrra, sem er kunnugt úr Biblíunni, reykelsistegund, og odoratus lat. ilmandi), en skógarkerfill- inn litla sem enga. Stönglar Spánarkerfilsins eru sívalir og klæddir mjúkum og allþéttum hárum, en stönglar skógarkerf- ilsins með grópum og aðeins gisnum og stífum hárum. Þá eru aldinin (fræin) mun lengri á Spánarkerfli, eða oft um 2 cm með meira áberandi hryggjum, og verða að lokum svartbrún og glansandi. Báðar vaxa þær í frjóum, fremur rökum jarðvegi, eins og er víða í brekkunum á Akureyri. Lausn Myndaþraut Eldspýtnaþraut Skógarkerfíllinn er skógarteg- und, eins og nafnið bendir til (silvestris, af lat. silva : skógur), og er útbreiddur á láglendi um allaSkandinavíu. (Kallast hund- kex í Svíþjóð oghundekjeks eða hundloka í Noregi.) Hann sækir oft í vegarruðninga, og sést það vel hér á Akureyri, t.d. með- fram Brekkugötunni, þar sem hann vex í breiðum. Einnig er hann víða aðalgróðurinn í ný- piöntuðum trjálundum í brekk- unni, Gróðrarstöðinni og víðar. Þar verður hann oft um 1-1,5 m á hæð og myndar geysimiklar beðjur. Skyggir hann svo á jarð- vegina, að undir honum þrífst lítill sem enginn annar gróður, og verður þar því oftast moldar- flag. Skógarkerfils er fyrst getið Spánarkerfill hérlendis í riti Ingimars Oskars- sonar um gróður í Eyjafirði og á Akureyri (Rit Vísindafélags Isl. XIII, 1932), talinn fundinn „near Akureyri“, 5.8.1927. Samt er hans ekki getið í 3. útg. af Flóru íslands, (Akureyri 1948) og bendir það til að hann hafi ekki verið orðinn algengur á Akureyri fyrr en um eða eftir 1945, enda telur Ingólfur Dav- íðsson (1967), að hann hafi aðal- lega dreifst um Reykjavík á styrjaldarárunum. Eftir 1950 fannst hann víða um landið, ekki einungis í bæjum og þorpum, heldur einnig við sveita- bæi, og má nú heita algengur við híbýli. Ekki er skógarkerfill talinn til mikilla nytja og benda skandi- navísku nöfnin á honum til þess, að hann hafi þótt heldur óvirðu- legur sem matjurt (eða krydd- jurt) miðað við frændur sína, garðakerfilinn og Spánarkerfil- inn. Hann vex oftast snemma á vorin, og kemur reyndar oft meira eða minna vaxinn (grænn eða rauður) undan snjónum, og blómgast oft snemma í júní. Með sínum margskiptu burkna- laga blöðum er hann þó reglu- legt augnayndi, og vekur manni oft einkennilega suðræna stemmingu í þessu kuldabeltis- loftslagi, og á þess utan víða mikinn þátt í að þekja óhrjálega ruðninga og moldarhauga í þétt- býlinu. Þegar hann er nývaxinn á vorin, má vel nota hann sem grænmeti, enda er fátt um góðar matjurtir á þeim tíma. Spánarkerfíllinn er miklu göf- ugri en skógarkerfillinn og á sér allt aðra sögu. Þar er um að ræða gamla matjurt (kryddjurt), sem ættuð er úr fjalllendi umhverfis Miðjarðarhafið. Var hún rækt- uð í klausturgörðum miðald- anna víða um Evrópu og notuð á sama hátt og garðakerfill. Seinna féll notkun hennar niður, en þá var hún víða orðin villtur slæðingur umhverfis garða og híbýli. Reyndar er talið, að notkun hennar hafi aftur komist í tísku á Norðurlöndum um miðja 19. öld, fyrir áhrif frá matjurtabók nokkurri, þar sem gefin var uppskrift af kerfils- súpu. Er líklegt, að danskir kaupmenn hafi flutt hana hingað til lands um aldamótin og ræktað í görðum. Schierbeck landlækn- ir getur „spænska kerfilsins“ ýt- arlega í garðyrkjukveri sínu frá 1891. „Blöðin eru ein notuð og höfð sem almennur kerfill út í súpu; en það má fá hinn spænska kerfil miklu snemmvaxnari á vorin en hinn almenna,“ segir hann. Einar Helgason tekur Spán- arkerfil einnig með í Hvannir sínar (1926) og segir hann rækt- aðan „vegna blaðanna, bæði til prýðis í görðum og til notkunar sem kryddjurt. Á Frakklandi er rótin borðuð, soðin í súpu,“ seg- ir hann ennfremur. Ingimar Óskarsson getur um Spánarkerfil á Akureyri í riti sínu frá 1932, en telur hann að- eins sem skrúðgarðplöntu (Cult- ivated as an ornamental plant). Sama kemur fram í Flóru ís- lands 3. útg. (1948), en þar segir um Spánarkerfilinn: „Harð- gerð, fjölær jurt, semræktuð erí görðum víða um land, en vex einnig sums staðar villt utan garðs, eða sem illgresi í görðum og grasblettum.“ Loks er Spán- arkerfils getið í bókinni Garða- gróður (1. útg. 1950), og talin „víða ræktuð, enda tilkomu- mikil í blóma.“ „Aldinin með sterku kryddbragði, enda höfð í súpur. Blöðin etin sem salat,“ segir þar einnig. Sést af þessu, að hin forna matjurt hefur þann- ig orðið skrautjurt um tíma, og verið algeng í skrúðgörðum m.a. á Akureyri, en nú mun hún óvíða hittast þar innan veggja lengur, og sýnir það best, hversu valt er veraldargengi og tískan viðsjárverð, einnig í ræktunar- málum. Er hún þó fyllilega þess verð að vera meðal garðjurta, þar sem jurtin er bæði fögur og nytsamleg. Ef rétt er á haldið, þarf ekki að óttast, að hún breið- ist of mikið út í garðinn, t.d. þarf að klippa af henni fræin, áður en þau verða fullþroska og ná að dreifast. Nú um stundir vex Spánar- kerfiilinn helst í skógarlundun- um á syðri brekkunni (Matthías- arskógi og víðar) og í húsagörð- um í miðbænum (ofan Hafnar- strætis), en stærsta og samfelld- asta breiðan af honum er þó í dálitlum hvammi við fossinn í Kotárlæknum, rétt fyrir neðan gamla þjóðveginn hjá Sólvöll- um. Bregður þar oft fyrir sterkri aníslykt, þegar gengið er eftir veginum, einkum á vorin. Verð- ur hann þarna mjög grósku- mikill, og allt að metrahár. Því miður er lækurinn ekki sem hreinlegastur, og munu sumir hika við að nýta sér þessa ágætu matjurt þarna af þeim sökum. Hér skal svo að lokum getið stuttlega annarra helstu jurta af sveipjurtaættinni, sem finna má villtar hér á Akureyri. Kúmen (Carum carvi) vex villt á nokkrum stöðum í brekk- unum og í höfðanum upp af fjör- unni, en hvergi svo mikið, að hægt sé að nýta það til gagns. Eins og Spánarkerfillinn hefur það slæðst frá ræktun, en það var einkum ræktað vegna aldin- anna, sem notuð voru sem krydd í brauð og eru raunar notuð enn. Ætihvönn (Angelica archang- elica) er íslensk planta, sem vex víða hér á Akureyri, enda rækt- uð í görðum áður fyrr til matar. Var það einkum rótin, sem var étin, en líka ung blöð. Enn hitt- ist hvönnin allvíða við hús og í görðum, enda líka hin tignarleg- asta jurt, getur orðið um mann- hæð. Einnig er mikið af henni í lækjargili austan við Kotárgerði og í Glerárgili neðanverðu. Geithvönn eða geitla (Angel- ica silvestris) er minni en æti- hvönn og ekki eins góð til matar. Hún vex í stórum stíl víða í Glerárgili. Hún var einnig köll- uð snókahvönn, og heitir einn hvammur í gilinu Snókahvamm- ur (eða Snjákuhvammur) eftir henni. Risahvönn (Herachleum sp.) hefur um skeið verið ræktuð í Lystigarðinum, og er nýlega komin í ræktun í fleiri görðum. Hún getur orðið 3^1 m á hæð. Þetta er býsna harðgerð jurt, enda ættuð frá Kákasusfjöllum, og hefur þess orðið vart, að hún hefur sáð sér út fyrir garða, m.a. er að finna nokkrar sjálfsánar risahvannir fyrir neðan Eyrar- landsveginn, á móts við hvann- irnar í Lystigarðinum. Er fróð- legt að vita, hvernig þeim reiðir af þarna í brekkunni. Að lokum má svo geta um hina ágætu matjurt, gulrótina (Daucus carota), sem mikið er ræktuð hér á landi, og ýmsar fleiri tegundir eru ræktaðar hér af þessari ætt, svo sem steinselja (Petroselinum hortense), dilla (Anethum graveolens), silja eða silla (Apium graveolens) og skessujurt (Levisticum officin- ale). Þessar jurtir innihalda yfirleitt sterk ilm- og bragðefni, eins og reyndar er einkennandi fyrir ættina alla. Lýkur svo að segja frá kerfli á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.