Dagur - 06.07.1982, Blaðsíða 3
Sumargleðin
í Sjallanum
um helgina
„Leikmenn“ Sumargleðinnar
sívinsælu eru nú komnir á
fleygiferð um landið og er þetta
12. sumarið sem Ragnar
Bjarnason og co. halda reisu
með Sumargleðina. Ekki hefur
þó alltaf sami hópurinn verið
með í förum, en sumarið núna
er það þriðja í röð sem Ragnar
Bjarnason og hljómsveit,
Ómar Ragnarsson, Bessi
Bjarnason, Magnús Ólafsson
og Þorgeir Ástvaldsson skipa
hópinn.
„Söngur - grín og gleði“ eru
kjörorð Sumargleðinnar nú sem
fyrr, og því fá gestir í Sjallanum á
Akureiri væntanlega að kynnast
um helgina. Sumargleðin verður
þar á föstudagskvöld og laugar-
dagskvöld.
Sumargleðin fór af stað fyrir
hálfum mánuði og hefur hvar-
vetna verið fullt hús og fólk orðið
frá að hverfa. Til að auðvelda
fólki að ná í miða verður forsala
og borðapantanir í Sjallanum á
fimmtudaginnkl. 16-19 fyrir bæði
kvöldin.
Auk þess sem áður er getið er
bingó á dagskrá og eru aðaiverð-
launin Benidormferðir frá Ferða-
miðstöðinni, þá er gjafahapp-
drætti þar sem aðalvinningurinn
er Samba bifreið frá Vökli og
aðrir vinningar örbylgjuofnar
vídeótæki, sjónvörp og hljóm-
tækjasamstæða frá Sjónvarpsbúð-
inni og fullkomið hjónarúm frá
Ingvari og Gylfa.
„Leikmenn“ Sumargleðinnar.
Mte hús af gumarwum
Þú verður alsæll
í fatnaðinum frá
okkur. Nýjungar í hverri viku.
Fyrir samkvæmið er herrafatnaður-
inn í ótrúlega glæsilegu úrvali.
Blazer-jakkar, stakir jakkar,
K-buxurnarvinsælu, stretch,
terelyne.
Sumarstakkar í hundraðatali,
léttir sumarfrakkar, sumarbolir og
skyrtur. Þú gerir góð kaup hjá okkur.
Herradeild.
Frá vefnaðar-
vörudeild
Ný sending af gluggatjaldavelúr.
Gott úrval gluggatjaldaefna.
Buxnaefni, blússuefni og allt
tilheyrandi fyrir saumaskapinn.
Kvenkápur, stakkar, jakkar, peysur,
bolir, buxur.
Barnagallabuxur í litum og
barnatrimmgallar úr velúr á mjög
hagstæðu verði.
Ath.: Kjólaúrvalið sjaldan meira og
ekki skemmir verðið.
Vefnaðarvörudeild.
Þú finnur allar nýjustu
plöturnar í rekkunum
hjá okkur. Hljómtæki, ferðatæki,
myndsegulbönd, myndbönd. Armbandsúr,
Seikó-úrin fást hjá okkur. Sportvörudeild.
Við erum í sannkölluðu
sumarskapi
því varla er hægt að þverfóta fyrir sumarvörunum.
Garðhúsgögn úr furu
einstaklega gott verð. Borð kr. 818, stóll kr. 577
og tveggja sæta bekkur á kr. 899.
Léttir plaststólar á svalirnar
Kælitöskur
Gott úrval af kælitöskum, ómissandi í
útileguna og við ýmis tækifæri.
Ein tegundin með festingu fyrir reiðhjól.
Hústjöld á 3.845.-
Eigum norsk hústjöld 4ra manna á
þessu frábæra verði en þú verður að
vera fljótur því þau renna út eins og
heitar lummur.
... og allt hitt fyrir
útileguna.
Myndavélar, sjónaukar, grill og
tilheyrandi, svefnpokar, bakpokaro.rn.fi.
*
A að renna fyrir
þann stóra?
þá verður þú að kíkja á
ABU-vörurnar hjá okkur.
Bjóðum allt fyrir veiðimanninn.
Sportvörudeild.
Ert þú að vinna í
garðinum?
Við bjóðum upp á garðáhöld af öllum
gerðum, sláttuvélar, garðslöngur og
slöngustatív
... og vanti þig áhöldin í eldhúsin,
þá átt þú erindi til okkar.
Járn- og glervörudeild.
Góð ráð með
góðum snyrtivörum
Hefur þú litið á
skóúrvalið hjá
okkur?
Hvort sem förinni er heitið á ball,
í vinnuna, í ferðalagið eða hvað sem
vill. Þú getur stólað á skóna frá okkur
... og litlu fæturnir verða ekki
útundan í Skódeildinni.
•6, júlí 1982 ~ DAGUR - 3