Dagur - 22.07.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 22.07.1982, Blaðsíða 1
GULLKEÐJURv 8 K. 0G14K. ALLAR LENGDIR VERÐ KR. 234.00 GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fímmtudagur 22. júlí 1982 78. tölublað Æskilegra að útvega fé til fram- kvæmda en atvinnuleysisbóta — segir Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri FSA. „Áætlað er að flytja gjörgæslu- deiid og skurðdeild fyrir miðj- an september en það er háð því að viðbótarfjármagn fáist. Þá er einnig ætlunin að opna nýja bæklunarlækningadeild fyrir 1. október og við reiknum með að geta opnað rannsóknarstofu í meinafræðum í kjallara við- byggingarinnar í næstu viku,“ sagði Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, þeg- ar Dagur innti hann eftir gangi framkvæmda. Áður hefur ver- ið tekin í notkun sótthreinsun- ardeild í kjallara, búningsher- bergi fyrir starfsfólk og skrif- stofuaðstaða. „Þessi áfangi í september breytir mjög verulega allri að- stöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga. Ennþá er hins vegar ekki útséð með fjárveitingu, en okkur vantar 2,4 milljónir til að geta komið þessu í kring, til viðbótar þeim 5 milljónum króna sem bærinn tók að láni í fyrra. Það lán hefur verið endurgreitt og nýtt tekið að sömu fjárhæð. Við höfum sótt um auka- fjárveitingu til ríkisins og bærinn hefur fallist á að leggja fram mót- framlag sitt, sem er rúmlega 385 þúsund krónur. Vegna sumar- leyfa í stjórnarráðinu hefur geng- ið erfiðlega að ná sambandi við þá sem um þetta fjalla,“ sagði Ásgeir ennfremur. Hann sagði að ef ekki fengist vilyrði fyrir þessum pen- ingum fyrri partinn í ágúst myndi verkið tefjast. Þó verulegum áfanga verði að líkindum náð í sjúkrahússfram- kvæmdum í haust er þó langt í land að verkinu ljúki eins og til stóð að gera 1981. Tæplega helm- ingur fyrirhugaðrar nýbyggingar er kominn undir þak og þegar það sem að framan er nefnt hefur ver- ið tekið í notkun má segja að fjórðungur fyrirhugaðrar nýbygg- ingar sé kominn í gagnið. „Nú þegar illa horfir með atvinnu byggingariðnaðarmanna í haust finnst mér að sveitarfélag- ið ætti að þrýsta á það af alefli að útvegað verði fjármagn til áfram- haldandi framkvæmda við þær opinberu byggingar sem það tek- ur þátt í og enn er ólokið. Ef hægt væri að halda áfram við sjúkra- húsið í haust er hægur vandi að út- vega 20-30 iðnaðarmönnum atvinnu, einkum við múrverk og pípuíagnir. Það hlýtur að vera æskilegra 'að útvega fé til fram- kvæmda en atvinnuleysisbóta," sagði Ásgeir Höskuldsson að lokum. Glerá í ham! Glerá var í miklum ham í gær. Þegar við vorum á ferð við Haga h.f. á Óseyri hafði hún grafið þar undan bakkanum við verkstæði fyrirtækisins og óttuðust menn að hún kynni að grafa sig þar inn. Átti því að grípa til þeirra ráða sem myndu nægja til að afstýra slíku. Upp við gömlu rafstöðvarstífluna í Glerárþorpi fór áin hamförum er hún ruddist þar framaf, kaffibrún og allt annað en geðsleg Hún getur svo sannarlega verið stór og mikil Gleráin, sem lætur annars lítið yfir sér yfirleitt. Myndir: gk. Álagninga- seðlar í næstu viku „Ég reikna með því að það verði farið að senda álagninga- seðla út í næstu viku“ sagði Hallur Sigurbjörnsson skatt- stjóri í Norðurlandsumdæmi eystra er Dagur ræddi við hann í fyrradag. Skattgreiðendur í Norður- landsumdæmi eystra mega því eiga von á „glaðningi“ sínum í næstu viku, en skattskráin mun að öllum líkindum vera væntanleg um næstu mánaðamót. Malbikað á Blönduósi Uppsagnarbréfin eru þegar farin að berast Eins og kunnugt er, eru alvar- Iegar horfur í atvinnumálum byggingariðnaðarmanna á Ak- ureyri í haust. Þegar eru farnar að berast fregnir af fjöldaupp- sögnum iðnaðarmanna á Akur- eyri og samkvæmt þeim heim- ildum sem Dagur hefur aflað sér er von á því að fleiri fyrir- tæki segi upp starfsmönnum innan skamms. „Við erum búnir að segja upp 23 trésmiðum enda sé ég ekki bet- ur en að algjört verkefnaleysi sé framundan með haustinu," sagði Aðalgeir Finnsson hj á fyrirtækinu Aðalgeir og Viðar er Dagur ræddi við hann. „Við erum að ljúka við þau verkefni sem við höfum verið að vinna við og ég sé ekki betur en að hér verði stórfellt atvinnuleysi ef bæjaryfirvöld gera ekki eitt- hvað í málinu. Þessir trésmiðir sem við höfum sagt upp hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og það er ekki hægt að hafa þá á launaskrá ef engin verkefni eru fyrir þá að vinna við.“ Hjá Híbýli hf. varð Hörður Tulinius fyrir svörum: „Það stendur fyrir dyrum hjá okkur að segja upp mönnum um næstu mánaðamót. Við verðum að segja upp öllum 10 múrurunum sem starfa hjá okkur og 15 trésmiðum. Það er svart framundan ef ekki gerist eitthvað óvænt og við höf- um ekki verkefni nema til haustsins." „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um uppsagnir tré- smiða hér en það verður gert fyrir mánaðamót. Ég fæ ekki betur séð en að við komum í kjölfar þeirra sem sagt hafa upp mönnum hú þegar, því það eru engin verkefni sýnileg framundan," sagði Páll Sigurjónsson á skrifstofu Norður- verks hf. Þau fyrirtæki sem hér hafa ver- ið nefnd að framan eru þrjú af stærstu byggingafyrirtækjum á Akureyri. Reikna má með að ástandið í þessum fyrirtækjum gefi rétta mynd af því hvernig ástandið er í byggingariðnaði á Akureyri almennt, og er því greinilegt að erfiðir tímar eru framundan svo ekki sé meira sagt. Nú er lokið við að malbika allar götur á Blönduósi, og er það mál manna að bæjarfélagið hafl tekið algjörum stakkaskiptum. Ekki sé út í hött að tala um Blönduós sem snyrtilegasta bæjarfélag á landinu. Malbikunarframkvæmdir hóf- ust á haustdögum í fyrra, en var hætt þegar veður kólnaði og fór að snjóa. En strax í vor var aftur tekið til hendinni og framkvæmd- ir hafnar af fullum krafti, og er nú nýlokið. Þrír bílar í árekstri Þrír bílar lentu í árekstri í Gler- árgötunni í gærkvöldi, rétt norðan við íþróttavöllinn. Þar ók jeppabifreið aftan á fólksbíl og kastaði honum aftan á annan sem var kyrrstæður. Mun ökumaður kyrrstæða bílsins hafa staðnæmst til þess að fylgjast með KA og Víking í Bikarkeppninni sem þá stóð yfir. Bílarnir skemmdust allir eitthvað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.