Dagur - 22.07.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 22.07.1982, Blaðsíða 8
8 MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA r*. CM Ol (O O CO Á laugardaginn verður flugdagur á Akureyrarflugvelli, og svo sannarlega margt um að vera. Meðal gripa góðra þar, verður „Klemminnu gamli, sem er ein elsta flugvél sem til er á landinu. Árgerð 1935, eða þar um bil, hefur verið giskað á. Á miðvikudaginn kom gripurinn til bæjarins, og á myndinni má sjá er hann var tekinn af palli flutningabflsins, úti á flugvelli. Ljósmynd: KGA. Búinn að borga en auglýstur samt Frá því var skýrt í Degi sl. þriðjudag að í síðasta tölublaði Lögbirtingablaðsins hefðu ver- ið 49 auglýsingar um uppboð frá bæjarfógetanum á Akureyri og Dalvík og sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu. Ekki var lið- inn langur tími frá því Dagur birti þessa frétt og þar til við fengum upphringingu vegna þessa máls. „Mitt nafn var eitt þeirra sem birtist í þessu tölublaði Lögbirt- ingablaðsins," sagði sá er hringdi og var greinilega ekki sáttur við að vera auglýstur á þennan hátt. „Ég hef í höndunum kvittun þar sem skýrt kemur fram að ég greiddi umrædda skuld þann 28. maí, og því finnst mér blóðugt að sjá nafnið mitt í þessu blaði næst- um tveimur mánuðum síðar. Ég hef haft samband við embætti fóg- eta hér á Akureyri en þar var mér tjáð að því miður væri ekki hægt að taka mitt nafn út, fyrst það væri komið inn í „kerfið“ yrði það að birtast í Lögbirtingablaðinu þrí- vegis hvort sem ég væri búinn að greiða skuldina eða ekki. Brellur, brögð, grín og glens í Sjallanum Leikararnir Aöalsteinn Berg- dóttir hafa að undanförnu verið dal og Lilja Guðrún Þorvalds- að æfa allnýstárlega leiksýn- ingu sem samanstendur af alls- kyns gríni, glensi, breilum og brögðum. Þau munu flytja þessa sýningu í Sjallanum á næstu vikum. Höfundur þessarar leiksýning- ar er Baldur Georgsson sá lands- kunni töframaður og grínisti sem gerði garðinn frægan með Konna hér á árum áður. Sýning þessi byggist á brelluþáttum stærð- fræðiprófessors sem segir sögur og sannar þær stærðfræðilega á töflu. Þá fá áhorfendur að sjá samskipti hans við heimilishjálp- ina, eiginkonuna og dótturina. Ætlunin er að Akureyringar o aðrir sem líta við í Sjallanum frar í september geti séð þessa sýningi á fimmtudögum og sunnudögum Að sögn Sigurðar Sigurðssona veitingamanns í Sjallanum e þetta tilraun af hálfu hússins ti þess að lífga upp á skemmtanalíf ið norðan fjalla í glæsilegast; samkomuhúsi landsins. Ef áhug reynist fyrir því verður hægt ai skipta sýningunni niður í þætt eða hluta þannig að fólki gefis kostur á því að koma í Sjallam tvívegis hafi það áhuga á að sj; allt verkið. Fyrsta sýning verðu nk. sunnudagskvöld. Aðalsteinn Bergdal í hlutverki stærðfræðiprófessorsins. Fatlaðir fá að veiða ókeypis Fötluðum er nú boðið upp á að stunda veiðar í Svarfaðardalsá, endurgjaldslaust, og til stendur að koma upp sérstakri aðstöðu fyrir fatlaða við ána. „Það var samþykkt hér síðast- liðinn vetur, að athuga möguleika á því að koma upp aðstöðu og út- vega leyfi, á svokölluðum Kúa- bökkum - sem eru hér neðarlega við Svarfaðardalsá,“ sagði Valdi- mar Bragason bæjarstjóri á, Dalvík. „Síðan snérum við okkur til Veiðifélags Svarfaðardalsár og það félag samþykkti að leggja fram endurgjaldslaust, nokkur leyfi sem væru ætluð í þessu skyni.“ Leyfunum hefur verið komið á framfæri við Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri - en í því eru m.a. margirDalvíkingar-og mun félagið sjá um að úthluta leyfun- um til þeirra félagsmanna sem hafa áhuga. „Það er verið að athuga hvernig gengið verður frá aðstöðunni fyrir þetta fólk við ána,“ sagði Valdi- mar. „Væntanlega verður byggð- ur þarna pallur fyrir hjólastóla og lagður að honum akvegur.“ Aflaminnkun á Norðurlandi Blaðinu hefur borist skýrsla Norðurlandi er rúmum 35% frá Fiskifélagi íslands sem minni en á sama tíma í fyrra sýnir fiskafla Islendinga frá áramótum í ár borinn saman við aflann á sama tíma í fyrra. í skýrslunni kemur m.a. fram að heildaraflinn frá áramótum er nú 57645 tonn en var á sama tíma í fyrra 84402 tonn. Aflinn á Norðurlandi hefur því minnkað um tæp 32% en það er svipuð hlutfalístala og af landinu í heild. Þorskafli togara á # Eröðruvísi lýðræði á Dalvík en í Reykjavík? Ráðning nýs bæjarstjóra á Dalvík hefur farið óskaplega fyrir brjóstið á sjálfstæðis- mönnum á staðnum. Þeir ásamt A-flokkunum sem eru í minnihluta voru með annan kandídat í starfíð. Meirihluti framsóknarmanna ákvað hins vegar að ráða Stefán Jón Bjarnason í starfið. Einn af oddvitum sjálfstæðismanna ryðst síðan fram á ritvöllinn í Mogga og harmar samstöðu- leysi um ráðningu bæjarstjór- ans. Sá hinn sami gæti vafa- laust lært margt af íhalds- meirihlutanum i Reykjavík m.a. hvernig lýðræðislega kosinn meirihluti þar á bæ beitir því umboði sem kjós- endur hafa veitt honum. Skyidi hafa verið samstaða um ráðningu Davíðs Odds- sonar? Að sjálfsögðu ræður meirihluti bæjarstjórnar á Dalvík þann mann til að gegna bæjarstjórastarfi sem best er treyst til að koma stefnumálum þeim sem bæjarbúar kusu í framkvæmd. # Rauður timburhjallur Eitt er það hús hér í bæ sem kennt er við menningu - kall- að gallerí - og eru bæjarbúar (21587 tn. nú en 33369 í fyrra) og þorskafli smábáta tæpum 32% minni nú (15011 nú en 21977 í fyrra). Botnfiskafli smábáta á Norðurlandi er tæpum 33% minni en í fyrra (15187 á móti 22582 tn. í fyrra) en botnfiskafli togara hefur minnkað um 17% (41480 tn. á móti 49446 tn. í fyrra). ekki á eitt sáttir um menning- arlegt gildi þess. Þeir eru til sem álíta þetta einungis timb- urhjall sem eigi að brenna og helst allt það „dótarí“ sem þar er með. Hinir eru margir sem álíta þetta hús óaðskiljanleg- an hluta menningarlífsins. Umrætt hús er Rauða húsið - já grunaði ekki einhvern hvað í deiglunni var? En um þessa daga stendur margt til í húsi þessu, sýningar og uppákom- ur ýmsar hvern einasta dag. Einmitt í dag er Guðmundur Oddur Magnússon með sýn- ingu, og í kvöld mun Guð- mundur Heiðar Frímannsson halda fyrirlestur um breska rithöfundinn Aldous Huxley, og mun lesa upp úr þýðingu sinni á verki eftir téðan Huxl- ey. # Útsala? En það er ekki tekið út með sældinni að gleypa menning- una. Um daginn var þar sýn- ing ein og samanstóðu sýn- ingarmunir af marglitum skóm, og regnboga úr plasti. Verkin voru utandyra, og því illmögulegt annað en að sjá þau, ef maður á annað borð átti leið hjá. En kona ein var ekki alveg með á nótunum hvað varðar nýlistina; hún bankaði uppá og innti menn eftir hvor hér væri útsala á skóm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.