Dagur - 22.07.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 22.07.1982, Blaðsíða 7
Slic-50: Nýtt bæti- efni fyrir bíla Nýlega var kynnt á Akureyri nýtt bætiefni fyrir bflvélar, SLIC - 50. Efnið er sett saman við smurolíu vélarinnar, og minnkar það slit og auk þess er það bensínsparandi. í þriðja lagi er kleift að aka á bfl olíu- lausum allt að hálfa klukku- stund, hafi SLIC - 50 verið á. Það er Hilco sf. í Garðabæ sem hefur umboð fyrir SLIC - 50 á ís- landi, og í tilkynningu frá umboð- inu segir um efnið: „SLIC - 50 er Teflon-blanda sem sett er saman við smurolíu vélar. Efnið bland- ast smurolíunni og húðar alla slit- fleti vélarinnar og endist húðunin lífaldur vélarinnar. Ný smurolía sett á vélina, en 1 lítra látinn vanta á venjulegt magn, vélin gangsett og SLIC - 50 bætt saman við og vélin látin ganga í V2 klst. til þess að efnið blandist olíunni. - Bland- an er á vélinni 5000 km akstur, hreinsar hún þá alla slitfleti og húðar þá. Þegar skipt er um olíu á vélinni er húðunin eftir og ver vél- ina gegn frekara sliti.“ Efnið hefur verið notað á bíla, vinnuvélar og báta á Suðurnesj- um síðustu mánuði, og hefur reynst vel. Pá hefur bandaríska tímaritið Consumers Digest, sem er neytendarit, farið mjög lof- samlegum orðum um SLIC - 50, og segir m.a. frá þrem bílum sem voru eknir yfir 100.000 km. Sett var SLIC - 50 á vélarnar sam- kvæmt notkunarreglum, og sex mánuðum seinna var olíunni tappað af og bílunum ekið olíu- lausum í hálfa klukkustund. Kæli- vatnið hitnaði ekkert meðan á þessu stóð, og vélarnar virtust jafngóðar á eftir. Hér á Akureyri var gerð svipuð tilraun. Olían var tekin af bíl sem hafði verið ekið 2500 km með SLIC - 50, og honum ekið olíu- lausum. Ökuferðin stóð í sjö mín- útur, áður en vart varð við á gang- ur vélarinnar fór að þyngjast. En ekki varð hún að neinu leyti fyrir varanlegum áföllum af þessari meðferð. Þá er rétt að ítreka að bílnum hafði einungis verið ekið á SLIC - 50, helming tilskildrar vegalengdar. Fróðir menn segja hins vegar að undir „venjulegum“ kringumstæðum hefði bíllinn brætt úr sér eftir einnar mínútu akstur. Sölustaður á Akureyri er Þórs- hamar, og á Húsavík Foss hf. Verð á SLIC - 50, fyrir venjulega fólksbifreið, er 400 krónur. Bílasala Bílaskipti. Stór og bjartur sýningasalur. Bílasaian Ós, Akureyri sími 21430. Áll í stað- inn fyrir lax S.l. miðvikudag voru tveir menn að renna fyrir laxi í Laxá í Aðal- dal í landi Syðra-Fjalls og urðu ekki varir frekar en margir aðrir sem það hafa reynt í sumar. Koma þeir auga á eitthvert langt og ljótt kvikindi sem dólar sér þar undir bakkanum í rólegheitum. Greip þá annar veiðimaðurinn háf sinn og mokaði upp skepn- unni sem þá reyndist vera meters langur áll. Ekki er vitað til að þarna hafi veiðst áll áður. Föstudagur: Þórskabarettkl. 21. Opnað fyrir matargesti kl. 19. Frábær matur á frábærn verði. Hljómsveitin Geimsteinn skemmtir til kl. 03. Miðasala fimmtudag kl. 18-20. Laugardagur: Flugdagur: Opið fyrir matargesti í hádeginu ogveislukaffitilkl. 17. Opnað fyrirmatargestikl. 19. Flugmatseðill: Frábærir réttir. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar skemmtir til kl. 03. Plötukynning: MANSTU EFTIR MÉR. Ný plata. ERNA, EVA, ERNA verður kynnt. Sunnudagur: Prófessorinn. Frumsýning kl. 21.30. Frábær kabarett með glensi, gríni, brellum og brögðum.-^ Opnað fyrir matargesti kl. 19.30. Miðasalafrá kl. 18. Tískusýning frá Vöruhúsi KEA. Dansaðtilkl. 01. Tilboð! 15% afsláttur af öllum vörum út júlímánuð vegna 15 ára af- mælis Geisla hf. Opið í hádeginu. Verið velkomin í Kaupang. AKUREYRARBÆR Sýning Arkitektafélags íslands á uppdráttum af húsnæði fyrir aldraða verður haldin í (þróttaskemmunni dagana 23. júlí til 30 júlí, að undanskildum mið- j vikudeginum 28. júlí. Sýningin hefst kl. 20.30 þann 23. júlí, en verður síðan opin kl. 14-22 laugardag og sunnudag, en kl. 17-22 virka daga. Bæjarstjóri. ' 22! julí 1Ö82-DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.