Dagur - 22.07.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 22.07.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÖSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÚRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÚRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Framkvæmdafé aða atvinnuleysisbætur Eins og sagt hefur verið frá í Degi horfir nú illa í atvinnumálum byggingariðnaðarmanna á Ak- ureyri. Af 650 starfsmönnum í byggingariðn- aði er talið að aðeins þriðjungur hafi verkefni þegar líður á haustið. Ef þessar tölur reynast réttar verða um 430 manns úr byggingariðn- aði að leita í aðrar starfsgreinar ef þeir ætla að hafa atvinnu á svæðinu. Ástæður þessa mikla samdráttar í haust má rekja til þess að mestu leyti að þá lýkur nokkrum stórum verkefnum eða þá að fjármagn til þeirra er upp urið í bili. Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hefur nú þessi mál til umfjöllunar. Formaður hennar er Jón Sigurðarson og sagði hann í viðtali við Dag að nefndin myndi beita sér fyrir samráðs- fundi bæjarfulltrúa, þingmanna og manna úr byggingariðnaði og að nauðsynlegt væri að vara stjórnvöld við því hættuástandi sem yfir- vofandi væri og þrýsta á um auknar fjárveit- ingar til ólokinna opinberra framkvæmda. I viðtali sem Dagur á við Ásgeir Höskulds- son, framkvæmdastjóra Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og birt er í blaðinu í dag tekur hann mjög í sama streng. Þó verulegum áfanga verði að líkindum náð í sjúkrahúss- framkvæmdum í haust er þó langt í land að verkinu ljúki eins og til stóð að yrði árið 1981. Aðeins verður búið að taka í notkun um fjórð- ung þess sem áætlað hafði verið að yrði tilbúið fyrir tveimur árum. Ásgeir segir í viðtalinu: „Nú þegar illa horfir með atvinnu bygging- armanna í haust finnst mér að sveitarfélagið ætti að þrýsta á það af alefli að útvegað verði fjármagn til áframhaldandi framkvæmda við þær opinberu byggingar sem það tekur þátt í og enn er ólokið . . . Það hlýtur að vera æski- legra að útvega fé til framkvæmda en atvinnu- leysisbóta," sagði framkvæmdastjóri sjúkra- hússins. Oft hefur verið um það rætt að opinberir að- ilar reyndu að haga framkvæmdum sínum eftir því hvernig almennt áraði í byggingariðnaði, keppa ekki um vinnuaflið þegar þensla væri og auka framkvæmdir þegar samdráttar gætti. Ekki hefur vel til tekist í þessum efnum hingað til og stafar það vafalaust af því fyrst og fremst að ekki hefur verið skipulagt í þessum anda. Nú er tækifærið til að byrja og láta lokið einu saman talinu um að gera hlutina á þennan veg. Það er afleitt ástand þegar forsvarsmenn stórra fyrirtækja í byggingariðnaði á Akureyri sjá þá eina leið til að hafa starfsmenn sína í vinnu að krefjast þess að bæjaryfirvöld geri eitthvað í málinu. Opinberir aðilar eiga að hlaupa undir bagga í erfiðleikaástandi eins og nú er framundan á Akureyri. Vandi bygging- ariðnaðarins verður hins vegar ekki leystur til frambúðar með opinberum framkvæmdum, eins og Jón Sigurðarson sagði í viðtalinu við Dag. Fyrirtækin verða að hafa bærilegan rekstrargrundvöll, því annars missa eigendur þeirra þor og kjark til að takast með hörku á við erfiðleikana. Gang naman na- skáli vígður Föstudagskvöld eitt fyrir stuttu varð sauðfé og annar búpen- ingur í Sveinsstaðaafrétt í Skíðadal var við mikla umferð manna og bíla um annars fá- farna troðninga framan við fremstu bæi. Astæðan var sú, að umrætt kvöld fór fram í þokunni þar fremra vígsla nýs gangnamannaskála, sem hlot- ið hefur nafnið Stekkjarhús. Par voru saman komnir 50 manns og hófst athöfnin á því, að Halldór Jónsson, oddviti á Jarðbrú, tók til máls, bauð fólk velkomið og rakti síðan í stórum dráttum sögu hússins og aðdrag- andann að byggingu þess. Stekkjarhús leysa af hólmi gaml- an bragga, sem stendur þar skammt undan og gegnt hefur hlutverki gangnamannaskýlis til skamms tíma, en er nú notaður undir hesta og reiðtygi. Það voru þau hjónin Gunnar Jónsson og Emma Kristjáns- dóttir, sem gáfu Svarfaðardals- hreppi húsið, en Gunnarergam- alreyndur gangnamaður í Sveinsstaðaafrétt og áhuga- maður um velferð þeirra, sem afréttina gista. Miklar endur- bætur hafa farið fram á húsinu, smíðað ris og svefnloft, það ein- angrað og innréttað upp á nýtt og hefur Sigurður Marinósson frá Brekku verið yfirsmiður við það verk, en Baldur Þórarinsson frá Bakka teiknaði húsið. Endurbæturnar hafa að mestu verið unnar í sjálfboðavinnu og hefur þar fjöldi fólks komið við sögu, bæði Svarfdælingar og Dalvíkingar, afréttarkempur og hestamenn, ungmennafélagar og félagar í Ferðafélagi Svarf- dæla o.fl. Yfirumsjón með verk- inu hafði Þórarinn Jónsson, fjallskilastjóri á Bakka, en hann lætur nú af embætti sem slíkur, og var það því eitt hans síðasta verk að taka við lykli hússins úr höndum oddvita. Að því loknu var íslenski fáninn dreginn að húni, en síðan var borið fram kaffi og meðlæti, eins og hver gat í sig látið. Á meðan kaffið var drukkið flutti Þórarinn fjallskilastjóri ræðu og þakkaði hinum mörgu, sem lögðu verk- inu lið, þeirra þátt, sem aldrei yrði metinn til fjár. Sagði hann, að óhætt væri að fullyrða, að Stekkjarhús væri einhver vand- aðasti leitarmannaskáli á land- inu og væri ætlunin að láta hann standa opinn þeim ferðamönn- um til afnota, sem þar ættu leið um. Verður því Ferðafélagi Svarfdæla falinn rekstur þess yfir sumartímann. í húsinu er ágætis eldunaraðstaða, borð og bekkir og heyrir fortíðinni til, að menn þurfi að matast sitjandi flötum beinum í fleti sínu, eins og gangnamenn þurftu að gera í bragganum gamla. Þó er ekki að efa, að margir gangnagarpar minnast braggans með söknuði, enda eru við hann bundnar margar ógleymanlegar minning- ar. Þar hefur verið sungið og ort af meira andríki en annars stað- ar í Svarfaðardal og hlegið hjart- anlegar í göngum en á öðrum tímum árs. Gamli bragginn og Stekkjarhús hin nýju. Klemens Vilhjálmsson í Brekku tók síðast til máls og minntist fyrri tíma, þegar gangnamenn máttu liggja í tjöldum kaldir og þreyttir frammi á Sveinsstöðum og seinna í gömlu baðstofunni á Krosshóli. Nú væri öldin önnur ,og óskaði hann gangnamönnum pg Svarfdælingum öllum til ham- ingju með þetta mannvirki. Að ræðuhöldum loknum var drukk- ið meira kaffi, og gangnamenn þeir sem mættir voru sungu: Hér skal ætíð hafa völd hugur ofsakátur. Megi glymja um ár og öld og eilífð Krosshólshlátur. En Krosshólshlátur er frægur hlátur, sem hleginn var af trölli nokkru, sem hér fyrr á öldum bjó í Sveinsstaðaafrétt. Töluvert vantaði þó á, að söngurinn næði þeim engilhreina samhljómi, sem hann nær aðeins á stjörnu- björtum septembernóttum, þeg- ar afréttin hefur verið smöluð og safnið í nátthólfinu og fossandi fjallalækirnir taka undir með söngmönnunum svo að undir tekur í fjöllunum allt fram í botna Vesturárdals og Almenn- ings. Báru sumir fyrir sig hæsi, en aðrir kenndu því um, að marga ágæta raddmenn vantaði í hópinn. Að lokinni kaffidrykkju og söng fóru menn að tygja sig til brottfarar og endaði svo þetta kvöld í Stekkjarhúsum. Hver tafði Víkurskarðsveginn? í „Degi“ 13. júlí sl. er frétt um Víkurskarðsveginn sem byggð er á frásögn Guðmundar Svav- arssonar verkfr. hjá Vegagerð- inni. Þar er getið um „bónda einn í Fnjóskadal“, sem einnig er nefndur „landeigandi", en ekki nafngreindur frekar. Mun þar átt við mig, sem þessar línur skrifa, og á ég samkvæmt frétt- inni að hafa tafið framkvæmdir við veginn í allt að tvo mánuði í vor. Þar sem þetta er alrangt, vil ég biðja Dag að vera svo góðan að birta þessar línur frá mér svo að lesendur blaðsins geti haft það sem sannara reynist. Skipulagsuppdráttur hefur ekki verið gerður af því svæði sem vegurinn verður lagður um úr Víkurskarði austanverðu niður á Fnjóskadalsveg vestri, og varð Vegagerðin því að sækja um framkvæmdaleyfi til hrepps- nefndar Háishrepps. Það gerði Guðmundur Svavarsson í bréfi til nefndarinnar 15/12 1980, og segir í bréfinu m.a.: „Vegagerðin mælir sem sagt með veglínu þeirri sem kemur niður á Fnjóskadalsveg vestri við Víðivelli. Stærsti kostur við þá veglínu umfram hina er sá að brattinn er 1,5% minni (7% á móti 8,5%) og hún er einnig styttri, þó ekki muni miklu og þar með eðlilegri og ljúfari að aka.“ Hér má geta þess að „brattinn“ upp í skarðið Eyja- fjarðarmegin er 8%. Bréfi Guðmundar svarar hreppsnefndin í bréfi 22. jan. 1981. Leggur hún mikla áherslu á að framkvæmdum við veginn verði hraðað eins og mögulegt er, og segir orðrétt í bréfinu: „Mun því ekki standa á leyfi hreppsnefndarinnar til fram- kvæmdanna, að því leyti sem hún hefir um það mál að segja. Hvað snertir val milli þeirra tveggja leiða, sem um er að ræða, er það samdóma álit hreppsnefndarmanna, að leiðin norðan Vatnsleysu sé heppilegri að öllu leyti, nema fyrir brattann. Er það einkum þrennt sem mælir með þeirri leið um- fram hina. 1. Snj óléttari, þar sem hún ligg- ur þverar fýrir snjóáttinni og myndar ekki stall framan í brekku eins og hin gerir á köflum. Auk þess styttri niður á jafnsléttu. 2. Veldur miklu minni land- skemmdum. 3. Til muna ódýrari bæði í bygg- ingu og vegna minni tjón- bóta.“ Ekki vildi Guðmundur líta við þessu svari hreppsnefndar en hélt áfram að halda fram kostum syðri leiðarinnar en rnikla ókosti þeirrar ytri, og það fór að bera á linku í sumum hreppsnefndar- mönnum. En bændur á Víðivöll- um og Vatnsleysu andmæltu syðri leiðinni með sterkum rök- um og nutu stuðnings tveggja hreppsnefndarmanna og Stefáns Skaftasonar héraðsráðunautar. Sögðu þeir það vera illt verk að stórspilla til frambúðar tveimur bújörðum, sem ekki væru ríku- lega landkostum búnar, en auð- velt væri að leysa vegarmálin svo vel væri á ytri íeiðinni. En ekkert af þessu virtist Guðmundur Svavarsson heyra heldur sendi hann uppdrátt af syðri leiðinni suður í Skipulag ríkisins ásamt bréflegum skýringum um báðar leiðir. Það yrði alltof langt mál að rekja þetta nema í stórum dráttum. Hreppsnefndin klofn- aði í afstöðu sinni til málsins og vildu 2 nefndarmenn standa við upphaflega samþykkt um ytri leiðina, en hinir 3 hófu skipulagt undanhald og gáfu Vegagerð- inni sjálfdæmi um val vegarstæð- isins, sem þeir vissu fyrirfram að var einskorðað við syðri leiðina. En þeir þumbuðust við að veita framkvæmdaleyfið hvað sem slíkt hefur átt að merkja - en (það eitt er víst að vegna hags- 'muna okkar Vatnsleysubænda var það ekki gert. Skipulagsstjórn gerði atlögu að hreppsnefndinni um fram- kvæmdaleyfið, og vegamála- stjóri mun hafa hnippt í hana líka, en leyfið sat fast í hrepps- nefndarmeirihlutanum eftir sem áður. Lagði skipulagsstjórn plögg Vegagerðarinnar varð- andi Víkurskarðsveginn inn á borð í félagsmálaráðuneytinu til staðfestingar án þess að tilskilin undirskrift hreppsnefndar væri komin á þau. Um miðjan júní fær svo hreppsnefndin fyrirmæli frá Hallgrími Dalberg ráðuneytis- stjóra um að senda svohljóðandi skeyti suður í ráðuneyti: „Hreppsnefnd Hálshrepps veitir hér með Magnúsi E. Guðjóns- syni Sambandi ísl. sveitarfélaga umboð til að undirrita fyrir hönd hreppsnefndarinnar skipulags- uppdrátt afgreiddan af skipu- lagsstjórn 12. maí 1982 er sýnir legu Norðurlandsvegar um Vík- urskarð frá Einbúalæk að Fnjóskadalsvegi í Hálshreppi.“ Þetta samþykktu 3 hrepps- nefndarmenn: Þórólfur Guðna- son Lundi, Kristján Jónsson Veturliðastöðum og Þorsteinn Indriðason Skógum (nauðug- ur?). Jón Geir Lúthersson Sól- vangi greiddi atkvæði á móti en Tryggvi Stefánsson Hallgilsstöð- um tók ekki þátt í afgreiðslu málsins þar sem hann taldi að illa hefði verið að því staðið af hálfu Vegagerðarinnar. Þessi endalok málsins hjá hreppsnefndinni urðu 18. júní 1982. Það var þetta fram- kvæmdaleysi hennar sem á stóð svo að hægt væri að hefja fram- kvæmdir við vegagerðina í vor. Láti hreppsnefndarmeirihlutinn í veðri vaka, að það hafi verið vegna andstöðu minnar við syðri leiðina, sem hann dró að veita framkvæmdaleyfið, þá eru það i helber ósannindi. Eitthvað ann- að hefur ráðið gerðum hans. Strax eftir þetta varð sam- komulag milli Benedikts Ólafs- sonar hdl. fyrir mína hönd og Gunnars Gunnarssonar lögfr. " Vegagerðarinnar og Guðmund- ar Svavarssonar verkfr. um viss- ar úrbætur í þágu okkar Vatns- leysubænda, sem eiga að gera okkur viðunanlegra að búa við þennan nýja veg, en hann skiptir landareigninni sundur um þvert hér skammt ofan við bæi. Þurfti því ekki að koma til eignarnám Vegagerðarinnar á landinu. Að sjálfsögðu gerði ég það sem í mínu valdi stóð til að aftra því að vegurinn yrði lagður syðri leiðina á meðan hreppsnefnd hafði ekki veitt framkvæmda- leyfi á henni, en barátta mín tafði engar framkvæmdir við veginn í vor eins og ég hef hér sannað. Þetta mál sýnir glöggt hvernig eignarréttur og lífsstarf bóndans er einskis virt, og svo tilfinningar hans gagnvart bújörð sinni, þeg- ar Gróttakvörn ríkisstofnan- anna malar án eðlilegrar og heil- brigðrar mennsku. Eg var ekki að bregða fæti fyrir almannaþörf með baráttu minni gegn marg- umræddri syðri leið, og þess vegna var eignarréttur minn friðhelgur samkvæmt stjórnar- skrá íslands. Að þessu sinni hafði þó hreppsnefnd Hálshrepps á sínu valdi að stöðva Gróttakvörnina, en meirihluti hennar kaus held- ur að mala líka í hlýðni við fyrir- mæli „ofan frá“. í lokin vil ég nefna eitt dæmi af mörgum um það tjón sem veg- ur um syðri leiðina veldur ábú- endum Vatnsleysu í framtíð- inni. Girðingar meðfram veginum þvert yfir landareignina verða um 4 km á lengd. Þessar girðing- ar sligast og slitna á mörgum stöðum undir snjóafargi á hverj- um vetri, og varna ekki búfé að fara inn á veginn þegar þær eru á kafi í snjó. Bóndanum ber að gera við þessar girðingar á sinn kostnað, sem mun verða mikill á hverju ári. Er ekki sanngjarnt að Alþingi setji lög um að viðhaldskostn- aður vegagirðinga reiknist með vegakostnaði þegar bóndinn hefur ekki af þeim eðlileg eða hagkvæm not, og verði það met- ið þar sem vegagirðingar verða og hafa verið settar upp? Vatnsleysu 17. júlí 1982 Olgeir Lúterssoh. Úr þröngri stööu á Ásbjörn gott skot, sem að vísu rataði ekki rétta boðleið. Ljósmynd: KGA. Oruggur sigur hjá Víkingum Einn leikur í átta liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ var leikinn á Akureyri í gærkvöld. Þá lék KA gegn Víkingi. Víkingar sem nú eru efstir í íslandsmót- inu voru ekki I vandræðum með KA-strákana því þeir sigruðu örugglega með þrem- ur mörkum gegn einu. KA lék undan golunni í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir goluna í bakið tókst þeim ekki að komast í gegnum Víkingsvörnina. KA- strákarnir gerðu mistök á 16. mín. í vörninni, en þau mistök nýtti Heimir Karlsson örugglega og skoraði fyrsta mark leiksins. Tveimur mín. síðar átti Ormar góða fyrirgjöf fyrir Víkings- markið og Gunnar Gíslason skallaði, en Ögmundur mark- maður hjá Víkingi varði með til- þrifum. Á 28. mín. á Ragnar gott skot að Víkingsmarkinu en það var varið. Á 32. mín. bjargar Guð- jón á línu eftir að Víkingur hafði skallað að KA-markinu. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks átti Ásbjörn hörkuskot að marki Víkings en aðeins yfir. í síðari hálfleik höfðu Víking- ar goluna í bakið, og sóttu stíft til að byrja með, og fengu m.a. fimm hornspyrnur fyrstu 15 mínúturnar. Á 16. mín. mynd- aðist mikil þvaga við mark KA, sem endaði með að einn Víking- ur náði að pota boltanum í netið. Á 30. mín. minnkar Ragnar muninn fyrir KA, en þá nýtti hann sér varnarmistök Víkinga og skoraði örugglega. Aðeins mín. síðar komst Heimir Karlsson á auðan sjó í KA-vörninni og skoraði þriðja mark Víkings og tryggði örugg- an sigur. Það urðu því Víkingar sem komast áfram í bikarnum, en KA mun nú af enn meiri krafti snúa sér að fyrstu deildinni, en það mun vera ærið nóg dagsverk að tryggja sér áframhaldandi setu þar. Opið golfmót á Húsavík Á laugardag og sunnudag fer fram opna Húsavíkurmótið í golfi. Þetta er árlegt mót og er leikið með og án forgjafar, alls 36 holur. Reiknað er með mikilli þátt- töku í þessu móti eins og venju- lega, og er t.d. vitað að talsverð- ur fjöldi kylfinga frá Akureyri hyggst bregða undir sig betri fæt- inum og skreppa til Húsavíkur. Völlurinn þar er sagður vera í ágætu standi, en hann er lítill en sérstaklega skemmtilegur. Um helgina Á laugardaginn leika í annarri deild hér á Akureyri, Þór og Þróttur frá Neskaupstað. Þórs- arar í toppbaráttu en Þróttur í fallhættu í deildinni. Þetta gæti því orðið hörkuleikur og áhorf- endur hvattir til að fjölmenna á völlinn. Sama dag leikur KA á Akranesi við heimamenn í fyrstu deild. Fyrri leikir þessara aðila lauk með markalausu jafn- tefli, en sennilega vilja bæði lið- in leika til sigurs á laugardaginn, því nú er hvert stig dýrmætt í deildinni. Á föstudagskvöldið leikur Vaskur við Svarfdæli á KA velli en, þetta er leikur í fjórðu deild. Aldursflokkamót í sundi Um næstu helgi (14. og 25. júní) fer fram hér á Akureyri Aldurs- flokkamót íslands í sundi. Þá koma hingað ca. 250 keppendur viðs vegar af landinu og er þetta eitt stærsta sundmót sem h aldið hefur verið hér á landi. Á þessu móti keppa aðeins unglingar 16 ára og yngri. Skipt er í þrjá flokka, 12 ára og yngri, 13—14 ára og 15-16 ára. Allt efnileg- asta sundfólk íslands mætir til leiks og búist er við hörku- keppni. Mótið hefst á laugardag kl. 15 og á sunnudag kl. 13. Það er haldið á vegum Sundsam- bands íslands en framkvæmd er í höndum Sundfélagsins Óðins hér á Akureyri. 4 - DAGUR - 22. júlí 1982 22. júlí 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.