Dagur - 30.07.1982, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ
„Gúrkutíð“ hjá
laganna vörðum
Nokkuð hcfur verið skrifað
undanfarið um dugleysi okkar
ágætu lögreglu á Akureyri. Satt
er það, að í gúrkutíð hjá laganna
vörðum er oft lítið annað að
gera, að því er virðist, en að rad-
armæla bifreiðir eða gefa stöðu-
mælasektir. Reyndar eru akur-
eyrskir lögregluþjónar oft full-
latir við hið síðarnefnda. Til
dæmis gleymi ég yfirleitt að
stinga nýkrónu í stöðumæla
bæjarins, en hef aðeins einu
sinni fengið sekt. Það var nú í
góðu lagi, nema hvað blessaðir
laganna verðir gátu ekki skipt
100-kalli og sendu mig til bæjar-
fógeta að borga. Mikið er vesen-
ið fyrir skitnar 20 krónur.
En Akureyrarlögreglan á hrós
skilið fyrir eitt. Hún er dugleg að
athuga ökumenn um helgar. Ég
er í þannig starfi að ég vinn oft
langt fram eftir nóttu um helgar
og er því bæði þreytulegur og
rauðeygur þegar ég fer heim. Þá
stöðva þjónar réttvísinnar mig
næstum undantekningarlaust og
spyrja mig hvort ég hafi fengið
mér í staupinu. Mér þykir einna
leiðinlegast að valda þeim sífellt
vonbrigðum. Nú eru kapparnir
farnir að kannast við mig og
brosa blítt til mín þegar ég mæti
þeim síðla nætur um helgar.
Vissulega getur verið þreyt-
andi að vera svona fylliraftslegur
ökumaður og á tímabili var
þetta að verða að vana, að vera
stöðvaður um fjögurleytið á
föstudagskvöldi og spurður
spjörunum úr. En í guðs
bænum, knáir lögregluþjónar,
hættið ekki þessum sið. Þeir eru
nefnilega ófáir mennirnir sem
freistast til að bregða sér á rúnt-
inn að aflokinni drykkju. Mér
þykir skárra að vera stöðvaður
sem líklegur drykkjumaður
heldur en að eiga á hættu að vera
drepinn í umferðinni af ölvuð-
um ökumanni.
Galvaskur.
ISUZU
TROOPER
TROOPER
Orðið jeppi hefur frá fyrstu tíð merkt sterkbyggð bifreið
með drifi á öllum hjólum sem hentar jafnt á vegi sem
vegleysum og er einnig voldugt vinnutæki.
Isuzu uppfyllir allar þessar kröfur og gerir enn betur því
hann kemur til móts við kröfur nútímans um þægindi
aksturseiginleika og orkusparnað.
Isuzu Trooper er enginn hálf-jeppi. Það eina sem er hálft
hjá Isuzu T rooper er verðið sem er aðeins helmingsverð
sambærilegra vagna. Isuzu T rooper er:
Isuzu Trooper MMC Pajero Scout '77 Bronco Zuzuki
Hjólhaf 2650 2350 2540 2337 2030
Heildarlenqd 4380 3920 4220 3863 3420
Breidd 1650 166Q 1770 1755 1460
Veqhæð 225 235 193 206 240
Hœ6 1800 1880 1660 1900 1700
Eigin þyngd 1290 1395 1680 1615 855
Aflmikill en neyslugrannur
Harðger en þægilegur
Sterkbyggður en léttur
Isuzu Trooper hentar jafnt til flutninga á fólki sem far-
angri.
Isuzu Trooper má fá hvort heldur með bensín- eða
diselvél.
Sérgrein Isuzu bílaframleiðendanna er gerð pick-up
bíla með drifi á öllum hjólum og einnig hönnun vöru-
bifreiða og vinnuvéla.
Við hönnun Isuzu Trooper hefur verið beitt allri þeirri
reynslu og tækni sem hefur aflað Isuzu pick-up heims-
frægðar og vinnuvélum og vörubifreiðum Isuzu alþjóð-
legrar viðurkenningar.
Því til viðbótar kemur svo glæsileiki búnaðar banda-
rísku GM verksmiðjanna. Af því leiðir að Isuzu Trooper
er í engu ábótavant hvort heldur sem voldugu vinnu-
tæki eða veglegum ferðavagni.
og aflið upplýsinga, við greiðum símtalið.
Trooper í tómstundum.
Trooper til allra starfa.
Hvers vegna að
skemma
EiðsvöUlnn
Soffía Guðmundsdóttir hringdi:
Ég er gamall Eyrarbúi og hef átt
heima á Eyrinni í tugi ára.
Mig langar til þess að koma á
framfæri fyrirspurn varðandi
það hverjir standi fyrir því að
eyðileggja Eiðsvöllinn. Ég er
sérstaklega óánægð með það
hvernig verið er að skemma
þetta svæði og sé ekki hvaða til-
gangi það þjónar að jjara að taka
stóran hluta af vellinum undir
barnaleikvöll. Börn eru ekki
orðin mörg eftir á Eyrinni, það
er mest gamalt fólk sem þar býr.
Eiðsvöllurinn er fallegur
staður, og þegar kominn er
barnaleikvöllur á hluta hans veit
ég hvernig fer, hinn hluti vallar-
ins verður tekinn undir knatt-
spyrnuvöll. Ég er mjög óánægð
með þetta, ég sé ekki nauðsyn
þess að gera þetta og því má
heldur ekki gleyma að þarna við
hliðina er Norðurgatan sem er
mikil umferðargata.
. . . og grunda
Akureyrar-
sálína
Nokkuð athyglisverð grein birt-
ist í Degi nú nýverið um af-
greiðslu Pósts og síma hér á Ak-
ureyri. í henni finnst mér koma
fram sál Akureyringa þ.e. allir
eru númer eitt og geta ekki tekið
þeim sjálfsagða hlut að bíða í
biðröð ef álagspunktar myndast
þar sem og í bönkum og víðar.
Það vill nú svo til að júní, júlí og
ágúst hafa alla tíð verið miklir
annatímar, þá eru sumarfrí og
oft er notast við óvant starfsfólk
til afleysinga, starfsfólk fær sitt
matar og kaffihlé, veikindi gera
vart við sig þá mánuði sem aðra.
Nei, mín reynsla sem viðskipta-
manns á Pósthusinu nú til
nokkurra ára er á aðra lund þar
ríkir lipurð og hjálpsemi fljót og
góð afgreiðsla miðað við aðstæð
ur að ég best fæ séð. Væri ekki
stundum gott góðir Akureyring-
ar að staldra svolítið við þó ekki
væri nema í biðröð og grunda
Akureyrarsálina. Aðfluttur.
Töluvert úrval
af skóáburði komið.
Lítið inn.
Skóvinnustofa Akureyrar
Hafnarstræti 88, sími 23450. -m
2 — DAGUR - 30. júlí 1982