Dagur - 30.07.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 30.07.1982, Blaðsíða 3
„Eg fæddlst á röngum stað4 4 — Séra Kárl Valsson sóknarprestur í Hrísey í viðtali „Ég fæddist á röngum stað. Fyrir einhverja handvöm for- sjónarinnar fæddist ég ekki á Islandi. En það hefur ýmislegt gerst þó svo ég hafi ekki verið neinn örlagavaldur á borð við Adolf eða Jósep. Og ég hef orðið að finna fyrir því.“ Þetta sagði Kári Valsson sóknarprestur í Hrísey m.a. í stuttu spjalli sem blaðamaður átti við hann fyrir skömmu. Kári er fæddur í Prag í Tékkóslovakíu árið 1911 og hét áður Karel Václav Alexej Vorvoka. „Ef mér reiknast rétt er ég nú orðinn 71 árs eins og Regan, Gunnar Thoroddsen og eflaust fleiri önnur stór- menni“segir hann og hlær. „Ég var 22 ára þegar ég kom fyrst til íslands og tók þegar ástfóstri við land og þjóð. Ég var aldrei fullkom- lega hæfur þegn í því þjóðfé- lagi sem ól mig þarna austur frá. Ég fann það strax og ég kom til íslands að þetta land átti mun betur við mig. Auð- vitað er alls staðar fólk sem líkar ekki við mann. En það var hlutfallslega færra hér. Frá þessu öllu hef ég reynd- ar sagt í bókinni „Aldnir hafa orðið“ 7. bindi og er því óþarfi að endurtaka það hér.“ Eyja friðar og reglu „Sem betur fer hef ég varla nokkur tengsl við föðurland mitt lengur. Lengi hélt ég sambandi við systurson minn þar sem m.a. hefur komið hingað og unnið við að byggja símstöð fyrir Hríseyinga. Hann er doktor í heimspeki frá háskólanum í Prag en ekki á réttri línu og fór því beint frá prófborði í verk- smiðju sem framleiðir lélegar ljósaperur. Hann endaði í því að vinna í skólpræsagerð Pragborg- ar áður en hann flýði til Noregs ásamt fjölskyldu sinni. En það var ekki þetta sem ég flýði þegar ég yfirgaf Tékkósló- vakíu. A þeim tíma var hún lýð- ræðisríki og kölluð „Eyja friðar og reglu í Evrópu". Það hittist að vísu þannig á að ég kom hing- að sama ár og nasistar komust til valda í Þýskalandi en maður tók það ekki alvarlega. Maður varð að vísu var við hreyfinguna en hvaða afleiðingar hún myndi hafa í för með sér grunaði fáa.“ Kári kom fyrst til íslands árið 1933 ogí annað sinn 1935. í bæði skiptin dvaldi hann í Skagafirði og ferðaðist auk þess dálítið um landið. „Þegar stríðið braust út 1939 var ég þegar búinn að sækja um dvalarleyfi á íslandi. Umsókn barst til dómsmálaráðuneytisins um sumarið og lá þar lengi óhreyfð. Sjálfsagt voru ekki allir viðstaddir í ráðuneytinu, sumir í sumarfríum og aðrir uppteknir í öðru. Og það er mikill ábyrgð- arhluti að veita manni sem kannski gæti orðið pólitískur flóttamaður, dvalarleyfi svo svarið dróst þar til Guðmundur Finnbogason vinur minn og verndari fann umsóknina ryk- fallna í einhverri skúffu, hafði látið leita hana uppi og ég fékk dvalarleyfið með svohljóðandi skeyti: „Umbeðið kvalarleyfi Islands veitt“. Ekki sama fólkið lengur Sumarið 1940 réðst Kári í vinnumennsku til séra Lárusar í Miklabæ en þegan hann kom til Reykjavíkur um haustið var hann handtekinn af breska setu- liðinu og settur í fangelsi. Fyrst í Reykjavík en síðan fluttur út til; Bretlands. Sr. Kári Valsson. „Mér var í rauninni ýtt út í að hugsa um tilgang lífsins þegar ég var þarna gestur hjá breska kónginum. í prísundinni komst ég í tæri við fólk sama sinnis og ég sem var í ýmsum sértrúar- flokkum, sérstaklega kvekurum, og neitaði að gegna herþjón- ustu. Áður hafði ég lítið hugleitt trúmál. Ég er fæddur inní kaþ- ólska fjölskyldu á þeim tíma sem kaþólska kirkjan er í algerri lægð vegna þess að Tékkoslo- vakía laut á þessum tíma valdi þess kaþólska Franz Jósefs keis- ara Austurríkis/Ungverjalands. Andúðin á kaþólskunni var þess vegna þjóðernisleg meðal Tékka almennt. En í fangelsinu er ég í eitt ár og æ síðan annars flokks borgari í Bretaveldi á stríðsárunum. í stríðslok vann ég á sólningar- verkstæði og lærði þá iðn. Hana flutti ég síðan með mér til ís- lands eftir stríðið þar eð með því bjóst ég við því að geta gert gagn- Þegar ég kom aftur heim til Is- lands þótti mér það lygilegt hvað efnahagur þjóðarinnar hafði batnað. Mér þótti því eðlilegt að sá draumur okkar, að fólkið batnaði með bættum efnahag, rættist. En raunin var önnur. Sam- hliða bættum efnahag hafði þetta þrautgóða fólk sem ég þekkti fyrir stríðið breyst svo mikið að það ver eiginlega ekki sama fólkið lengur. Ef maður í Hegranesinu fyrir stríð var send- ur að slá niður í Kílum þá fór hann og sló niður í Kílum og það þurfti ekki að hafa mann til að vakta hann. Allur þessi sjálf- sagði vinnuagi hvarf í breta- vinnunni. Ég vann í sólningunni í Gúmmíbarðanum við Skúla- götu og þar í grendinni héldu til margar vafasamar persónur. Hvað eftir annað var brotist inn í þetta ómerkilega og fátæka verkstæði svo að á endanum neyddist ég til að sofa þar eins og nokkurs konar varðhundur. Þetta þótti mér sorgleg þróun og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Pá var mér enn ekki farið að detta kirkjan í hug eða sá boðskapur sem ég hafði kynnst hjá sértrúarmönnum í prísundinni. Mér datt ekki í hug að hægt væri að nýta hann á ein- hvern hátt vegna þess að í mín- um augum, frá því að ég var barn, hafði kirkjan verið aftur- haldsafl af því vonda. Ég álpaðist einu sinni inn í Dómkirkjuna í Reykjavík. Ég var þar að leita að manni. Pegar ég sá að hann var ekki þar ætlaði ég að fara út en þá var kominn prestur í stólinn og byrjaður að tala. Ég heyrði strax að þarna var kominn einn af þessum prestum sem vinsælt var að herma eftir svo ég ákvað að hlusta á hann til þess að læra að herma eftir honum. Og hann tal- aði af svo mikilli virðingu fyrir öðrum trúarleiðum en þeirri kristnu að annað eins hafði ég hvergi heyrt. Þetta líkaði mér. Upp úr þessu fór ég að hug- leiða hvort á vettvangi kirkjunn- ar væri ekki hægt að hamla gegn þessari spillingu sem ég gat um áðan. Og skömmu seinna út- skrifaðist ég af sólningaverk- stæðinu í guðfræðina í Háskól- anum.“ Hvernig gekk að breiða út boðskapinn Þýska skáldið Kristian Mog- enstern sagði einu sinni: „Alles feinst bleit privat“ - Allt hið fíngerðasta er einkamál. Maður veit aldrei hvað ber árangur og hvað ekki. Það er rétt að efnishyggja og veraldarhyggja hefur líklega aldrei verið meiri en nú. En ein- staklingur getur lítið annað gert við því en verið á móti og geta sagt það aðspurður. Segi hann það öðrum án tilefnis fær hann ekkiáheyrn. Auðvitað næ ég ekki til heillar þjóðar með þessari aðferð. Ég næ ekki til heils hrepps, ekki til allra þeirra sem staddir eru í kirkju hjá mér þegar ég segi meiningu mína. En það er pers- ónuleg ábyrgð manns að velja og hafna rétt í lífinu. í fjölmiðlum er keppst við að auglýsa hluti sem hægt er að kaupa fyrir peninga og þeir eru gerðir mjög eftirsóknarverðir. Það er mjög lítið sem kemur þar á móti. Enginn vill banna auglýsingar en það fjármagn sem væri á bak við það að aug- lýsa eitthvað annað er ekki fyrir hendi. Stofnun á stærð við kirkjuna kemur seint fram með einhverja ályktun sem kveikir á perunni hjá fólki. Ég hef þá skoðun að það sé erfitt að breyta þeirri þróun sem nú á sér stað og felst í því að fæstir sjá annað en gull- kálfinn og glötunina síðar meir. Okkur tekst e.t.v. að vekja ein- staka mann til ábyrgðar gagn- vart þessari þróun en ég veit ekki hvort það er rétt stefna. Ég get tekið dæmi af sjálfum mér. Á stríðsárunum þegar ég var úti í Bretlandi var gengið svo fram af mér að ég svo að segja neyddist til að neyta því að ger- ast sjálfboðaliði í tékkneskri herdeild í Bretlandi sem barðist gegn Þjóðverjum. Þetta var afstaða eins manns sem breytti engu til eða frá nema fyrir sjálf- an mig. Ég er enn sannfærður um að ég gerði rétt og ég myndi gera það aftur ef ég lenti í sömu aðstöðu nú. Á hinn bóginn veit ég að ef allir hefðu gert það sama hefði Hitler vaðið yfir allt saman. Ég er því ekki maður til að segja öðrum hvað þeir eigi að gera. Hins vegar hef ég þessa sannfæringu og maður verður að fara eftir samvisku sinni, þessu litla ljósi sem hverjum er gefið. Tækifærið notað Mig langar til að nota þetta tækifæri til að minnast lítillega á sálmabókina nýju sem égereng- an veginn sáttur við. Þannig er mál með vexti að fyrir 10 árum kom út ný sálmabók og mjög margir hafa lýst óánægju sinni með hana. Ég skrifaði á sínum tíma óánægjugrein um hana í Dag og séra Bjartmar gerði slíkt hið sama en það virðist lítinn ár- angur hafa borið. Bókin er meingölluð á þann hátt að þeir sem að henni hafa staðið hafa reynt að fækka sálm- um í henni mjög mikið og hafa við það komið upp um sig að þeir væru illa að sér um það hvernig söngfólk í kirkjum úti á landi starfar. T.d. er í formála bókarinnar sagt að ástæðulaust sé að hafa fleiri en einn sálm um sama efni. En kirkjukór lítillar kirkju getur ekki sungið hvaða lag sem er og því er það mjög gott að hafa fleiri en einn valkost. Þeir hafa líka skorið burt sálma sem lítið eru not- aðir í kirkjukórum . Þeir hafa hins vegar ekki áttað sig á því að sálmar eru notaðir meira en til söngs í kirkjum, þeir eru líka einskonar bænir. Þá hafa þessir menn þóst mega fara mjög frjálsri hendi um verk skálda, breyta orðalagi og meiningu og fella niður erindi t.d. úr sálmi Valdimars Briem „Þú Kristur ástvin alls sem lifir“ þar hafa þeir sleppt miðerindinu úr þriggja er- inda sálmi. Það virðist sem ein- hver órökrænn geðþótti hafi ráðið ferðinni við samningu þessarar bókar. , -----y-j Fra Hrísey. 30. júlí 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.