Dagur - 30.07.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLYSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Vald og ábyrgð
„Ríkisstjórnir á íslandi vantar vald. Það er
gallinn. Hins vegar eru sterk valdaöfl í þjóðfé-
laginu „utan stjórnarskrárinnar“ ef svo má
segja og þar af leiðandi hvergi kveðið á um
ábyrgð þeirra. Ábyrgðarlausir þrýstihópar
ráða iðulega meiru um þróun einstakra mála
en sjálf ríkisstjórnin.
Vegna þessara valdamiklu hagsmunahópa
tel ég lýðræðið, virka þingræðisstjórn, vera í
hættu. Þrýstihóparnir reynast hafa völd en
enga ábyrgð. Þetta er skrípamynd af lýðræði
sem margir eru að fá skömm á. Vitaskuld til-
heyra hagsmunasamtök lýðræðisfyrirkomu-
laginu, enginn ber brigður á það. En þau eiga
að lúta lögum og réttum ákvörðunum alþingis
og ríkisstjórnar. Lýðræðið þarfnast sterks
framkvæmdavalds eigi það að ná árangri.
Þrýstihópar sem hafa sérhagsmuni eina á
stefnuskrá sinni en ekki almannahagsmuni
eiga ekki að geta gripið sífellt fram í fyrir lög-
lega kjörnum stjórnvöldum. Slíkt hefur þó ver-
ið að gerast áratugum saman hér á landi og fer
vaxandi. Það kann ekki góðri lukku að stýra. “
Þannig komst Ingvar Gíslason menntamála-
ráðherra að orði við Dag. Hann gat þess einnig
að þetta ástand væri ekki einskorðað við
ísland, heldur virtist vera við svipað vandamál
að glíma um allan hinn vestræna heim.
Vantar samstöðu
í viðtalinu segir Ingvar ennfremur: „Ég get
síst haldið því fram að ég sé ánægður með
framvinduna. Allt of mikil verðbólga er að
verða hér rótföst. Á árinu 1981 tókst að koma
verðbólgunni niður en þær aðferðir sem beitt
var þóttu koma harkalega niður á ýmsum fyrir-
tækjum og komu gengismál þar mjög við sögu.
Sú ákvörðun að hverfa frá gengisstefnunni og
festa gengið hafði sín áhrif. Dollarinn var
sterkur en Evrópugjaldmiðlar veikir og kom
það niður á þeim sem fluttu út vörur til Evr-
ópulanda. Um síðustu áramót var svo gengis-
aðferðin tekin upp á ný. Verðbólgan virðist
vera orðin rótföst og dægurmál að meira og
minna leyti. Menn tala ekki um annað. Það
þarf að rífa hana upp með rótum en það vantar
samstöðu hjá valdaaðilum í þjóðfélaginu . . .
Það sem mér finnst þessari ríkisstjórn ekki
hafa tekist nógu vel er að draga úr þessum
víxlverkunum. Ekki hefur tekist að hafa næg
áhrif á þróun kaupgjalds og verðlags í víðri
merkingu og aftur kem ég að því að ríkisstjórn-
in, framkvæmdavaldið sem hún á að vera sam-
kvæmt stjórnarskrá, ræður ekki nægilega
miklu um framvindu mála,“ sagði Ingvar
Gíslason í viðtalinu við Dag.
Nú er hafin mesta ferðahelgi
ársins, eins og alltaf er sagt.
Kölluð verslunarmannahelgi
vegna þess að innanbúðarmenn
í Reykjavík hér í fyrndinni tóku
sér frí einn virkan dag á sumri,
héldu upp að Elliðaám eða Ár-
túni með kaffiflösku í sokk og
gerðu sér dagamun.
Parf ég að taka fram að nú sé
öldin önnur? Auglýsingar blaða
og útvarps, fréttir og tilkynning-
ar hvarvetna, reyna að beina
fólki á nokkra tiltekna staði hér
og hvar um landið. Útihátíð,
sumarhátíð, bindindishátíð og
gleði hér eða þar heita öll þessi
ósköp og forstöðumenn eyða
orku í yfirlýsingar um það
hversu stórfenglegar dagskrár
þeir bjóði. Og það er sjaldnast
neitt rusl heldur hver skraut-
fjöðrin upp af annarri. Svo bíða
blaðamenn - en blóðþyrstir les-
endur þó með enn meiri eftir-
væntingu - eftir fréttum helgar-
innar. Hvar var mesti skandall-
inn? Hvar var fylliríið mest?
Eða slysin? Fáa þyrstir að vita
hvort þetta eða hitt atriðið var
öðru betra eða hvort hátíðin hafi
gefið gestunum eitthvað svo gott
í malpokann að gagnlegt megi
telja. Pví að baki flestra þessara
grímubúnu hátíða stendur hið
sama: Aðstandendur eru að
græða peninga á gestum sem
liggja í gegndarlausu slarki og
stórfylliríi frá föstudegi og fram
undir mánudag. Þetta er nefni-
lega ekki bara mesta ferðahelgi
ársíns heldur líka - eða ennþá
fremur - stórfenglegasta brenni-
vínshelgin. Það er alkunna.
Nú er ég ekki bindindismaður
og því síður templari svo ekki
stafar þessi umsögn mín af því-
líkum fordómum. En ég hafði
eitt sinn þann starfa meðal ann-
ars að vinna á og í tengslum við
samkomur af þessu tagi. Og það
vil ég segja stúkumönnum til
hróss að einasta sumarhátíðin í
ágústbyrjun sem var mann-
eskjuleg var Galtalækjarmót.
Þar var fólk á öllum aldri, fjöl-
skyldur og einstaklingar, við leik
og dans og hvers kyns afþrey-
ingu og allir höfðu nóg að gera
allan tímann. Umtalsverðir
brennivínsberserkir sem höfðu
slæðst á staðinn - svona óvart -
sögðu einfaldlega að það væri
svo djöfulli gaman að maður
hefði bara enga lyst á brenni-
víni. Og fóru með pokann sinn
ósnortinn heim. Aðrar hátíðir
voru með öðru móti. Ég nenni
ekki að tíunda það nánar hér. Þú
getur lesið um það í blöðunum í
næstu viku ef þú vilt.
Eftir helgina verða margir
kallaðir til að dæma. Það er allt-
af svoleiðis. Sumir skella allri
skuldinni á áfengið. Það er vit-
laust.. Jafngáfulegt og að kenna
blýanti um ef maður fellur á
prófi. Aðrir ásaka þennan líka
skelfilega ungdóm. Það er
ennþá vitlausara. Jafnheimsku-
legt og að bera þjófsorð á þann
sem stolið er frá. Fleiri verða
sakaðir um að valda spillingu og
ólifnaði. Þó mun líklega enginn
finna sakarvott hjá sjálfum sér.
Er það? Nei, varla.
Én er nokkur tilgangur í því
að finna sökudólg? Er ekki
meira virði að reyna að gera eitt-
hvað sem gæti afstýrt stórum
vandræðum og slysum? Ég held
bóta. Þeir yrðu þá að breyta
tískunni og leggja mun meira á
sig við undirbúninginn. Ég er
nefnilega viss um að mikill hluti
vandans felst í því að þátttak-
endur hafa ekkert fyrir stafni og
er ekki gefinn neinn kostur á
því. Það bjargar næstum engu
að fá einhverja fræga hljómsveit
til að spila í nokkra klukkutíma
eða fá Ómar til að sprikla í
kortér. Sú afþreying ein er ein-
hvers virði ef fólk fær að taka
þátt í henni, vera virkt. Það
mætti til dæmis gefa því kost á að
fara í gönguferðir, bátsferðir
eða veiði, byggja hús eða turna,
taka þátt í leikjum, stjórna þeim
eða búa þá til, semja skemmti-
efni og flytja það, syngja eða
segja sögur. Þetta kallar vissu-
lega á mikinn undirbúning og
trausta mótsstjórn. En með tíma
og þolinmæði gæti það þó leitt til
þess að hátíðirnar yrðu smám
saman svo skemmtilegar að fólk
þyrfti ekki að drekkja leiðindum
og tilgangsleysi í eintómu
brennivíni.
En lesandi minn. Ef við á ann-
að borð ieiðwö^iít á þá braut að
dæma, förum þá ekki stystu og
einföldustu leiðina. Skellum
ekki skuldinni hrárri á ungling-
ana, eins og venja er. Þeirra er
ekki sökin nema ef til vill að litlu
leyti. Þeir leiðast með straumn-
um í aðstæður og umhverfi sem
gert er girnilegt í augum þeirra.
Manneskjur sem eru að mótast
og leita einhvers. Ef til vill þess
að einhver sé almennilegur við
þær og tali við þær eins og venju-
legt fólk.
í júlílok ’82
Sverrir Páll
4-DAGUR-30. julí.1982