Dagur - 30.07.1982, Blaðsíða 5
IÞROTTIR Gylfi Kristjánsson
Nú má segja að vertíð golfleik-
ara hér á landi sé í hámarki og
vart líður sú helgi að ekki séu
haldin fjölmörg mót víða um
landið. Norðlendingar láta ekki
sitt eftir liggja og hjá golfklúbb-
unum í þeim landshluta hefur
hvert stórmótið rekið annað að
undanförnu.
Meistaramót klúbbanna voru
háð fyrr í mánuðinum sem nú er
að kveðja og kom fram að mikil
fjölgun hefur orðið á iðkendum í
slíkan völl. Völlurinn var form-
lega tekinn í notkun í ágúst og
því ekki mikið spilað á honum á ,
si. ári.
Tíðarfar í vor og framan af
sumri var mjög óhagstætt fyrir
gróður þannig að golfvellir á
Norðurlandi voru mjög seinir
til. Reyndar er sennilegt að al-
menningur átti sig betur á því
hvernig ástandið var, ef þess er
gætt að grasvöllur knattspyrnu-
manna á Akureyri var ekki til-
búinn til notkunar fyrr en langt
var liðið á júní.
þessari ört vaxandi íþróttagrein.
En það var ekki það sem aðal-
lega átti að gera að umræðuefni
hér heldur vallarmálin.
Eins og menn rekur minni til
var í fyrra tekinn í notkun nýr 18
holu golfvöllur á Akureyri og
var fyrir þann tíma aðeins einn
18 holu völlur á landinu, völlur-
inn í Grafarholti. Var því ekki
nema von að Akureyringar væru
stoltir af því að geta boðið upp á
Með hliðsjón af því er ekki
erfitt að gera sér í hugarlund erf-
iðleika þeirra sem eiga að sjá um
að koma golfvöllum í gott stand.
Strax og kemur fram á vor þyrp-
ast kylfingar á velli sína og þeir
vilja góða teiga, góðar brautir og
enn betri flatir við holurnar.
Slíkt er auðvitað erfitt að upp-
fylla við þau veðurskilyrði sem
voru hér í vor og framan af sumri
en menn láta sér ekki segjast.
Gott dæmi um þetta eru
fjölmargir keppendur sem tóku
þátt í Unglingameistaramóti ís-
lands á Akureyri um síðustu
mánaðamót. Heimtufrekja
þeirra og kröfuharka var svo
yfirgengileg að manni hreinlega
blöskraði. Kom fyrir ekki þótt
þeim væri gert það ljóst að varla
hefði komið dropi úr lofti allan
júnímánuð og að kalt hefði verið
í veðri. Það var ekki hlustað á
slíkt, bara þusað og þrasað og
jafnvel hótað að fara heim.
Hefði varla verið mikil eftirsjá í
þeim er hæst „sungu“.
En sem betur fer eru þeir
margir sem nú gera sér grein fyrir
þeim sannleika hvar við búum á
jarðkringlunni og sætta sig við
vallarskilyrðin eins og þau eru
hverju sinni. Þeir eru nefnilega
ekki öfundsverðir sem starfa við
það að gera golfvelli sem best úr
garði á Norðurlandi. Á sumum
stöðum er það starf unnið í sjálf-
boðavinnu að langmestu leyti
eins og t.d. á Húsavík. Þar hefur
fámennur hópur unnið krafta-
verk á velli sínum sem tekur
miklum framförum með hverju
árinu sem líður og þar er alltaf
unnið að framkvæmdum. En
Húsvíkingar sem héldu opið
mót um síðustu helgi sluppu
heldur ekki við gagnrýnisraddir,
nöldrað var út af flötum og öðru
slíku og það jafnvel af mönnum
sem starfa við golfvelli á öðrum
stöðum.
Um helgina fer fram eitt
mesta golfmót sem haldið er á
Norðurlandi á hverju ári, Jað-
arsmótið á Akureyri. Mótið er
jafnframt stigamót og því von á
fremstu kylfingum landsins í
tugatali til að reyna að krækja
sér í landsliðsstig. Að sjálfsögðu
eiga eftir að heyrast þar gagn-
rýnisraddir og menn eiga eftir að
kenna skilyrðum um ef illa
gengur. Þeir keppendur sem
þessar línur lesa ættu þó að hugsa
málið örlítið, síðari 9 holurnar á
Jaðarsvellinum voru fyrst teknar
í notkun á síðasta ári eins og fyrr
segir og eru ekki orðnar eins
góðar og þær eiga eftir að verða
þegar fram líða stundir.
En. - Þeir sem starfa við golf-
vellina og þeir sem þar stjórna
framkvæmdum eiga ekki að vera
svo hátt settir að þeir þoli ekki
gagnrýni á störf þeirra sé hún
sett fram á sanngjarnan hátt og
rökstudd. Slík gagnrýni getur
einungis verið til bóta og af allt
óðrum toga spunnin en hið
hvimleiða nöldur og þras út af
hlutum sem ekki er hægt að ráða
við.
Frá vígslu 18 holu vallarins á Akureyri á síðasta sumri.
ÖÐRUM TIL
FYRIRMYNDAR
Opel Kadett er óskabíll þeirra sem ferðast
vilja ódýrt án þess að gera það á kostnað
afls, öryggis, og þæginda. Opel Kadett er
aflmikill, þægilegur og rúmgóður jafnt fyrir
fólk sem farangur. Opel Kadett er spar-
neytinn og öryggisbúnaður allur fyrsta
flokks. Þegar þú hefur kynnst kostum Opel
Kadett kemur verðið
þér á óvart.
Vekur Opel áhuga þinn?
Reiðubúinn í reynsluakstur?
Hringdu og pantaðu tíma.
VÉLADEILD
Ármúla3 0 38900
30: |ÚI11982 - ÐAGUR - S
OCTAVO 09.05