Dagur


Dagur - 06.08.1982, Qupperneq 2

Dagur - 06.08.1982, Qupperneq 2
LESENDAHORNIÐ Hver er stefha þeirra í hestaíþróttum? I Degi 20. júlí er frestað hesta- mannamóti á Melgerðismelum sem halda átti síðustu helgi í júlí. Fclögin Léttir, Funi og Þráinn hafa haldið sameiginlegt mót undanfarandi ár og þessi helgi vcriö fastur punktur í stærsta móti hér á Norðaustur- landi og vel sótt af hestamönn- um og hestaunnendum. í fyrra tóku þessi félög að sér að halda íslandsmót í hesta- íþróttum um þessa helgi ogtókst það vel. í ár 1982 banna þessi félög sínum mönnum að sækja íslandsmótið sem auglýst er í Keflavík 21.-22. ágúst af því að þá á að halda Melgerðismela- mótið samkvæmt „dagsskipun“ frá 20. júlí. Er nema von að spurt sé „Hver er stefna þessara félaga í HESTAÍÞRÓTTUM" Matthías Ó. Gestsson. Meira ávaxta- úrval hjá KEA 4312-1804 hringdi: Mig langar að koma þvt á fram- færi viö forráðamenn KEA hvort ekki er hægt að hugsa bet- ur um þaö aö ávaxta- og græn- metisúrvalið í verslunum kaup- félagsins í bænum verði aukið. Ég kom t.d. í búðina við Ráð- hústorg og þar var ávaxta- og grænmetisúrvalið líkast því sem hávetur væri. Mér finnst að þetta ættu forráðamenn KEA- verslana á Akureyri að athuga og vinda bráðan bug að því að koma málunum í betra horf. Vegfarendur lltið í kringum ykkur Við hjónin vorum á ferðalagi í sumar, eins og fleira gott fólk. Við ætluðum að njóta góða verðursins og kanna ókunnar slóðir í fögru umhverfi. Á vinstri hönd reis hátt fjall, sem var hrikalegt í tign sinni. Breiður fjörður á hægri hönd með mörgum eyjum og skerj- um. Þetta allt gladdi augað og sinnið. Sjálfsagt hefur mörgum fundist það sama og mér að þetta sé dýrðar sýn í fögru veðri. En við ættum einnig að líta okk- ur nær. Við höfum skammt farið útfyrir þorpið sem við gistum um nóttina, er ég tók eftir kind sem lá í melbarði stutt l'rá veginum, tvö lömb að snúast í kring um hana, og tveir hrafnar voru stutt frá, það var auðséð að eitthvað var að. Ég bað manninn minn að stöðva bílinn og við fórum til að vita hvað að var, þetta var að- eins snertispölur. Það var hryggilegt að sjá hvernig blessuð skepnan var út- Ieikin. Það var búið að plokkaúr henni bæði augun, éta stórt stykki úr lærinu sem hún lá á, og höggva gat á hálsinn á henni. Þetta útaf fyrir sig hefði ekki verið svo voðalegt er hún hefði verið löngu dauð, en sárið á hálsinum, sýndi að hún var ný- dauð, því blóðið í hvítri ullinni kringum sárið var fagurrautt. - Hún lá þannig að hún hefur ekki getað staðið upp. Nú spyr ég, hvernig má það vera að þessi hvíta kind sem lá stutt frá alfara leið varð ekki séð? Erum við svo upptekin af okk- ur sjálfum, að við tökum ekki eftir þeim sem liggur við götuna og líður? Ærin var auðsýnilega búin að liggja þarna lengi, og hröfnun- um tókst að murka úr henni lífið án þess að nokkur tæki eftir og kæmi henni til hjálpar. Þetta finnst mér þannig að ég á ekki orð til að lýsa því. Við vorum einnig á ferðalagi síðastliðið sumar, það var að vísu ekki eins fjölfarin leið, en það voru þó bílar á undan okkur, og alltaf einhver umferð. Ég tók eftir því að ær jarmaði þar skammt frá og bar sig illa. Við stöðvuðum bílinn og hlust- uðum eftir hvort henni væri svarað, okkur fannst við heyra dauft jarm á móti. Við nánari at- hugun kom í ljós að lambið hafði fallið niður í djúpan lækjarfar- veg, það hefði aldrei komist upp án hjálpar. Það er ekki von að fólk sem um veginn fór tæki eftir lambinu en þar sem kindin jarmaði í þaula og bar sig illa hlaut eitt- hvað að vera að. Þá vii ég enn minnast atviks, við vorum á ferðalagi síðla sumars, það er nokkuð langt síðan. Þá fórum við eftir fjöl- förnum vegi. Ég tók allt í einu eftir því að lamb virtist vera fast í girðingu sém lá meðfram veg- inum. Eg hafði orð á þessu við manninn minn sem stöðvaði bíl- inn og bakkaði síðan þar til komið var á staðinn, þetta reyndist rétt vera, og fórum við að athuga lambið, sem var svo þrælfast í girðingunni að við urð- um að skera það laust. Þetta var stórt hvítt lamb, sem sást vel af veginum. Blessuð skepnan var frelsinu feginn, enda búin að dúsa þarna nokkuð lengi eftir ummerkjum að dæma. Enn spyr ég, hvernig má það vera að fólk sem um veginn fer tekur ekki eftir því sem liggur hjálparvana á leið þess, þó málleysingi sé. Það eru allir á hraðferð og virðast ekki mega vera að því að stansa nema á fyrirfram ákveðnum stöðum. Því miður eru allir á hraðferð og virðast ekki mega vera að því að stansa nema á fyrirfram ákveðn- um stöðum. Því miður sjáum við ekki þó við höfum sjón, heyrum ekki þó við höfum heyrn. Skrifað 15.7.1982 Margrét frá Fjalli. Jökuldalw er rétta nafniö í helgarútgáfu Dags 23. júlí sl. birtist grein á „Lesendahorns- síðunni" sem merkt er stöfunum H.E.Þ. Greinarkorn þetta er þörf leiðrétting við grein sem áður kom í Degi, en þar sagði frá ferðalagi tveggja manna „til Hóla heim um Hólamannaleið hina fornu“. Þegar greinarhöfundur, H.E.Þ. í leiðréttingu sinni minn- ist á örnefni á Sprengisandi get ég ekki lengur orða bundist, og vil minnast á eftirfarandi: Nýidalur er þar ekki til, held- ur mun átt við JÖKULDAL við Tungnafellsjökul. Á öllum kort- um Landmælinga íslands, það síðasta frá árinu 1977, er Jökul- dalsnafnið það eina sem um er rætt. Ennfremur hafa þeir er kunnastir eru á þessum slóðum, gangnamenn norðan úr Bárðar- dal, ætíð talað um Jökuldal, en ekki Nýjadal. Hinu er ekki að leyna, að Nýjadalsnafninu hefur skotið upp af og til í seinni tíð, en það er rangnefni sem ber að forðast. Áin sem rennur eftir Jökuldal heitir Fjórðungakvísl en ekki Fjórðungskvísl, og er á mörkum afrétta norðan og sunnamanna og um leið á fjórðungamörkum og af því er nafnið dregið. Vona ég að Jökuldalsnafnið verði það nafn sem menn taki sér í munn, enda er það réttnefni. F.F. Hver á að borga brúsann? Nú hefur liðið nokkuð langur tími án þess að nokkuð hafí heyrst um hið svokallaða „tær- ingamál“ sem kom upp í hita- veituiögnum í Glerárþorpi ofanverðu. Þar sem ég er einn þeirra sem bý á ofangreyndu svæði hef ég af þessu máli áhyggjur nokkrar, og ekki að ástæðulausu. Það er nefnilega allt annað en gaman ef svo fer að ég þurfi að láta endur- nýja varnsleiðslur og ofna hjá mér. Og þá kemur spurningin, hver á að borga? Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að skellurinn verði látinn lenda á húseigendum sjálfum. Hinsvegar vekur þögn bæjaryfir- valda varðandi þetta mál upp grunsemdir um að yfirvöldin ætli að fara þá leiðina. Ég fer fram á það við yfirvöld að þau komi fram í dagsljósið með upplýsingar varðandi þetta mál, en haldi ekki íbúum um- rædds svæðis í spennu lengur en orðið er. Hér er um umtalsverða fjármuni að ræða, og spurning- unni er enn ósvarað. Hver á að borga brúsann? Þorpari 2 - DAÖUR - 6, 'ágúSt 1882

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.