Dagur - 06.08.1982, Side 5
„Þetta er knattspyma
elns og hun gerist best‘6
„Ég hef aldrei séð aðra eins
karla, þeir eru stórkostlegir
og ég er viss um að héðan í frá
halda allir Akureyringar að-
eins með einu liði í ensku
knattspyrnunni, Manchester
United,“ sagði Þorbergur
Olafsson (Biggi í Borgarsöl-
unni) eftir að uppáhaldsliðið
hans Manchester United
hafði sigrað KA 7:1 á Akur-
eyrarvelli í gærkvöldi.
Ekki veit ég hvort allir áhorf-
endur að leiknum geta tekið
undir orð Þorbergs, en því er
ekki að neita að leikmenn Unit-
ed sýndu af og til mjög góða
takta og voru betri en heima-
menn og gestir þeirra og
„styrktarmenn" þeir Georg
Best, Arnór Guðjohnsen og
Janus Guðlaugsson.
„Það er ekkert að marka
Manchester United á móti
áhugamannaliði," sagði Biggi í
Borgarsölunni." - Og hér hitti
Biggi sennilega á rétta punktinn.
Leikir sem þessi ná aldrei sínu
takmarki, einfaldlega vegna
þess að allri áhættu í sambandi
við það að lenda í meiðslum er
sleppt, og knattspyrna í dag án
návígja er yfirleitt kölluð „dútl“.
Sjö urðu mörk leikmanna Un-
ited áður en yfir lauk. Scott
McGarvey skoraði 4 þeirra, Bri-
an Robson 1, Lou McCarie 1 og
Kevin Moran 1. Eyjólfur
Ágústsson skoraði mark KA úr
vítaspyrnu er staðan var 5:0
Geysilegur fjöldi fylgdist með
leiknum í blíðskaparveðri, og
heyra mátti álit þeirra að leik
loknum. Sumir voru í skýjunum
og töluðu um knattspyrnu í
Þrumuskot - sem ekki var viðlit að
Ljósmyndir: KGA
„heimsklassa" en aðrir settu
undir sig höfuðin og sögðust
hafa verið sviknir. Það voru þeir
sem komu til að sjá knattspyrnu
eins og hún er leikin í dag þar
sem hraði og hæfileg harka setja
mestan svipá. Égeríþeirra hópi
og var því ekki mjög ánægður
með leikinn sem slíkan.
Eitt nafn, krotað á blað er ekki svo lítið - sérstaklega ef sá sem skrifaði
það er stórstjarna.
ÖÐRUM TIL
FYRIRMYNDAR
Kjörinn bíll ársins í hinu virta japanska bílablaði
„Motor Magazine”. 46 sérfræðingar frá 16 þjóð-
löndum stóðu að valinu. Þeirra samdóma álit var að
Opel Ascona hefði allt það til að bera sem einn bíl
getur prýtt: Frábæra aksturseiginleika og gott
innanrými jafnt fyrir fólk sem farangur. Ascona
væri þægilegur og öryggisbúnaður allur fyrsta
flokks. Ennfremur væri Ascona aflmikill en jafn-
framt sparneytinn svo af bæri. Síðast en ekki
síst væri verð Ascona vel samkeppnisfært.
Vekur Opel áhuga þinn?
Reiðubúinn í reynsluakstur?
Hringdu og pantaðu tíma.
VÉLADEILD
Ármúla 3 0 38900
6. ágúst 1982 - DAGUR - 5
'»t* r iimI' (i . v*I >; • j \ . t
90'60 OAViOO