Dagur


Dagur - 06.08.1982, Qupperneq 8

Dagur - 06.08.1982, Qupperneq 8
Fyrir golfarana! Skólalífið Golfspilarinn var við síðustu hol- una, þegar hann tók eftir, að jarðar- för fór framhjá. Hann stansaði og tók ofan og setti húfuna ekki upp, fyrr en líkfylgdin var horfin. Þegar hann var kominn upp í klúbbhúsið, kom félagi hans til hans og sagði: - Þetta var fallega gert, sem þú gerðir áðan. - Hvaðáttuvið? - Ég á við, að það var fallega gert af þér að taka ofan, meðan líkfylgd- in fór hjá. - Ojá, ansaði golfleikarinn, í næsta mánuði hefðum við átt 26 ára hjú- skaparafmæli, ef hún hefði lifað. - Eigum viðaðleikaafturásunnu- daginn? spurði Karl. - Ja, ég ætlaði nú að fara að gifta mig þá... en það getur bara beðið... ☆ ☆ ☆ Hann var ákaflega mikill golfleikari og að sama skapi mikill elskhugi. Dag einn, er hann kom heim af golf- vellinum og fór að gera sér dælt við konu sína, sagði hún: - Herra minn trúr, eru 18 holur ekki nóg í dagl? ☆ ☆ ☆ - Ég hef aldrei leikið svona illa áður, sagði golfleikarinn. - Hafið þér leikið áður...? ☆ ☆ ☆ Mikillgolfáhugamaðurvarðeitthvað lasinn, svo að hann fór til læknis. Læknirinn ráðlagði honum að taka sér frí frá golfinu um nokkurn tíma. Golfmaðurinn var ekki ánægður með þetta og fór til annars læknis - og hann sagði aðeins það sama: „Taktu þérfrí um tíma." En íþrótta- maðurinn ákvað að leita þriðja álits, og sá læknir sagði, að hann gæti svo auðveldlega leikið 18 holur, ef hann hefði bara áhuga. Maðurinn var mjög ánægður með þetta og sagði: „Þakka þér fyrir, læknir. Ég skal minnast þín í erfðaskránni minni fyrirþetta svar.“ „ I rauninni getur þú spilað 36 holur á dag,“ sagði þá læknirinn. Tveir á golfvellinum. Heyrt við 19. holu: „Hvernig gekk þér í dag, garnli?" „I lott, maður, flott, maður, 72 högg.“ „Jahá, ekki svo slæmt." „Nei, en það verður víst ekki svona auðvelt í annarri holu!!“ ☆ ☆☆ Það var á golfvellinum. Frú einni, sem var að byrja að leika golf, gekk ekki sem best að hitta kúluna. Að lokum spurði hún einn viðstaddan, hvað best væri að gera. „Best fyrir yður, frú, væri .aðreyna að koma torfunni heim og setja í hana kartöflur." ☆ ☆☆ - Vannstu í golfinu í dag, elskan? spurði eiginkonan. - Vertu ekki svona vitlaus, kona, þú vissir, að ég var að spila við for- stjórann. ☆ ☆☆ - Konan segir, að hún muni fara frá mér, nema ég hætti að spila golf. - Hvað kemur þú til með að gera? - Sakna hennar... ☆ ☆☆ - Golf er heimskulegur, asnalegur og kolvitlaus leikur, þrumaði eigin- maðurinn, þegar hann kom heim af golfvellinum. Ég er feginn að þurfa ekki að leika aftur fyrr en næsta sunnudag... Kennarinn: Hvernig getur þú sannað, að jörðin sé hnöttur? Stína: Ég hef aldrei sagt, að hún væri það ... ☆ ☆☆ Tveir vinir voru að rifja upp skólaár sín. - Mér leiddist alltaf í skólanum, ját- aðisáminni,- Þaðvareinnbeljaki, sem alltaf var að berja mig. - Ég kannast við það, sagði hinn með samúð, því að þetta kom líka fyrir mig, en ég batt enda á þetta sem betur fer og giftist honum. ☆ ☆☆ Kalli litli kom heim úr skólanum fyrsta daginn og mamma hans spurði, hvernig hefði gengið. - 0, jæja, en ég gef nú ekki mikið fyrir kennarann okkar! svaraði Kalli. - Nú, hvað er að honum? spurði móðirin. - Hann spurði mig, hvað tveir og tveir væru mikið. En það finnst mér sko sannarlega, að kennarar ættu nú að vita ...! ☆ ☆☆ Lítil telpa kom lafmóð í skólann og kennslukonan spurði, hverju það sætti. „Það fæddist barn heima í nótt. Vilj- ið þið koma og sjá það?" „Ekki strax. Það er best að bíða, þangað til mamma þín er orðin hressari." „Það er alveg óþarfi. Þetta er víst ekki smitandi...! ☆ ☆☆ Gömul grafskrift: Hér hvílir heiðursmaðurinn N.N. kennari. Margra ára dyggðum prýtt hjarta og vinnulúnar hendur eru hættar að slá. ☆ ☆☆ - Hvað verður hann sonur þinn, þegar hann er búinn með öll þessi próf? - Ellilífeyrisþegi. ☆ ☆☆ Allt á börnin ir Allt fyrir börnin Sumarútsala á bamafatnaði 15-50% afsláttur. Ath.: Opið á laugardögum. HORNIÐ sf. Kaupangi, sérverslun með barnavörur. sími 22866 Æðisleg þriggja tíma keyrsla. f fyrsta sinn á Islandi BARATUNDE TONY ELLIS - REGGAE í besta BOB MARLEY anda - ásamt BARAFLOKKNUM og TAPPA TÍKARRASS í Skemmunni Akureyri laugardaginn 7. ágúst kl. 21.00. BARATUNDE TONY ELLIS er 10 manna hljómsveit sem hefur komið fram víða á Norðurlöndum við mjög góðar undirtektir Akureyringar! Vinsamlega athugið að koma með skóna tímanlega til viðgerðar. Lítið inn. Skóvinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88, sími 23450. --------------------------------— Kærar þakkir til allra þeirra sem sendu mérheilla- óskir oggóðargjafir á 70 ára afmæli mínu, 20. júlí sl. Lifið heil, GUNNAR KRISTJÁNSSON, Dagverðareyri. Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞORGEIR PÁLSSON, bókari, Fjólugötu 12, Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ólöf Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Þorgeirsson, Páll A. Þorgeirsson. Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR EINARSSON, Hjallalundi 7b, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. ágúst. Pála Geirsdóttir og börn. 8 -OAGUR-6, ágúst,1982

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.