Dagur - 12.08.1982, Síða 4

Dagur - 12.08.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Vannýtt hlunnindi „íslenska þjóðin verður að gera sér grein fyrir því að hún lifir ekki á áli frá Ástralíu eða trjá- efni frá Kanada. Við erum ekki nema eins og ein breiðgata í stórborg og við verðum að haga okkur sem íslendingar sem lifa á íslandi við ís- lenskar aðstæður. “ Þannig kemst Árni G. Pét- ursson, hlunnindaráðunautur Búnaðarfélags íslands að orði í erindi sem hann flutti á ráð- stefnu Fjórðungssambands Norðlendinga um þróun landbúnaðar. í sérstökum erindaflokki á ráðstefnunni var fjallað um nýjar leiðir í land- búnaði, þ.á m. nýtinu hlunninda, fiskeldi og loðdýrarækt. í erindi Árna G. Péturssonar kom m.a. fram, að samkvæmt fasteignamati eru 4400 af um 5000 jörðum á íslandi með einhverskonar hlunnindi. Þau eru mjög margbreytileg og má þar nefna hrognkelsi, laxveiði, fuglaveiði, jarð- varma, grastekju, ber o.fl. Árni nefnir í erindi sínu að vatnið mætti vafalaust nýta betur en gert hefur verið, m.a. með útflutningi. Þá nefn- ir hann æðavarpið sem áður fyrr þótti góð hlunnindabúgrein á íslandi. Aðalóvinur æðarvarpsins er svartbakurinn. Því þótti ómaksins vert að greiða mönnum fyrir svartbaksvænginn í þeirri von að stuðla mætti þannig að æðarrækt. Árið 1965 htu menn þannig á æðarvarpshlunnindi að borgað var sem svaraði fjórum haglaskotum fyrir svartbaksvænginn. í dag þurfa menn 40 vængi til að fá fyrir einu skoti. Þó voru útflutnings- tekjur af einni æðarkohu um eitt hundrað krónur í fyrra. Árni telur að reynandi sé að selja Japönum æðardún og þá helst eitthvað unninn. Nýting rekaviðar hefur verið töluverð hér á landi, en að því er virðist nokkuð handahófs- kennd. í erindi sínu bendir Árni á að fá megi mikla hitaorku úr úrgangstimbri og heimilis- sorpi með því að nota svokallaða lurkakatla. Það af rekaviðnum sem ekki er nýtanlegt mætti brenna í slíkum kötlum. Talið er að þeir borgi sig á 8—9 mánuðum og gefi bóndanum eftir það sem svarar tveggja mánaða launum á ári. Árni G. Pétursson segir að ekki þurfi nema um sex svona katla til að hafa upp í meðaltekj- ur loðdýrabús og með sparnaði í innfluttum orkugjöfum myndu þeir spara þjóðinni um þúsund árstekjur verkamanns. Ljóst virðist að ekki hefur verið sinnt sem skyldi að nýta hlunnindi hér á landi á síðustu árum, en frá upphafi búsetu hér á landi og fram að síðustu aldamótum voru hlunnindi jarða stór hður í afkomu fólks til sjávar og sveita. Hlunnindaráðunautur Búnaðarfélags- ins segir að undanfarna áratugi hafi hlunn- indajarðir verið algerlega vannýttar og í engu hafi notið fyrirgreiðslu hins opinbera vegna hlunninda, s.s. síma, rafmagns og vegabóta. Hann segir að enginn virðist hafa leitt hugann að því að sparaður gjaldeyrir sé jafn gjaldeyr- isöflun og að nauðsynjavara sem framleidd sé í landinu sjálfu beri háa þjóðhagsvísitölu. Stjórnvöldum sé því skylt að stuðla að fram- leiðslu þessara vörutegunda eftir föngum. JJ Margir töldu mi að fara út í — Rætt við Auðunn Jónsson veitingam Auðunn veitingamaður Jónsson fyrir framan Hrísalund. „Upphaflega kom ég nú hing- að til Hríseyjar til að verða trillukarl. Hins vegar var ég búinn að velta því fyrir mér að setja á fót veitingarekstur því ég vissi að hann var ekki fyrir hendi í eyjunni. Ég keypti mér trillu og þetta litla hús og með- an ég flskaði á trilluna vann kunningi minn úr Kópavogi, sem er smiður, við innrétting- ar hér í húsinu. Ég byrjaði svo með reksturinn í fyrrahaust,“ segir Auðunn Jónsson, veit- ingamaður I Hrísey, í viðtali við Dag, en hann rekur þar í litlu húsi veitingastaðinn Hrísalund. Þessi staður hefur m.a. þá sérstöðu að hann er sá eini í landinu sem fær að selja nautakjöt af Galloway-naut- um sem ræktuð eru í Hrísey og hvorki má flytja til lands lífs eða liðin. „Því miður á ég bara ekkert nautakjöt handa ykkur núna. Það seldist allt upp á skömmum tíma, enda ekki mikið sem til leggst á hverju ári. Sumir koma hingað til þess eins að fá að smakka á nautakjötinu." „Hvernig hefur aðsóknin ver- ið hjá þér?“ „Ja, það segir kannski nokkra sögu að ég hef ekkert komist frá í sumar. Júlí var mjög góður og mikill fjöldi gesta sem hingað kom. Ég gæti trúað að í gesta- bókina mína hafi skrifað um 350 manns í júlí og það þýðir að milli 5 og 6 hundruð manns hafi kom- ið hingað í mat og kaffi. Maí- mánuður var einnig góður og í vetur seldi ég töluvert af matar- skömmtum vegna þorrablóta, m.a. um 200 til Dalvíkur og um 100 til Akureyrar." „Ert þú lærður í veitinga- rekstri?“ „Nei, nei, ekki get ég nú sagt það. Raunar er allur minn lær- dómur ekki nema sjö mánuðir í barnaskóla. Hins vegar hef ég unnið í um 30 ár í eldamennsk- unni. Ég var lengi kokkur á sjó og hef einnig unnið við kjötiðn- að og fleira í landi.“ „Nú munu margir hafa talið það óðs manns æði að fara að setja upp veitingahús í Hrísey þar sem ekki búa nema um 280 manns og gestagangur að öllu jöfnu ekki mjög mikill.“ „Já, blessaður vertu, margir töldu mig brjálaðan og ekki síst fyrir það að byrja með þetta á áliðnu sumri þegar ferðamanna- straumurinn var búinn. En þetta fór ekkert illa af stað í vetur og ég held að það sé þörf fyrir þessa þjónustu allt árið. Það má líka brydda upp á ýmsu til tilbreyt- ingar. Ég hafði t.d. kútmaga- og sjávarréttakvöld í vetur og um 40 heimamenn komu þá í heim- sókn. Ég held að það hafi mælst vel fyrir. Þá mætti hafa hér spila- kvöld. Nú, hópar hafa komið frá Akureyri til að halda hér árshá- Áttræður: Steindór Steir Tímabil jarðsögunnar eru mörg. Fyrst voru þau að vísu aðeins fjögur, að því er sagt er, en eftir því sem lengra leið og þekking manna í jarðfræði og líffræði jókst, fjölgaði þessum tímabilum. Hvert þeirra á sér síðan sín sér- stöku einkenni, „því allt hefur sinn tíma“, eins og segir í helgri bók. En þótt tegundir komi og fari, eru það einstaklingar sem lifa mörg tímabil og setja í sögunni svip sinn á langar aldir. í þessu felst úrval náttúrunnar, „survival of the fittest", eins og Charles Darwin orðaði það forðum daga. Þessi samlíking kom í hug mér, þegar mér varð hugsað til þess, að Steindór skólameistari Steindórs- son frá Hlöðum væri að verða átt- ræður og hefði nú lifað svo langa starfsævi sem raun ber vitni. Steindór hefur auk þess lifað tímana tvenna, og hann kann frá furðumörgu að segja, og senni- lega er hann annar af tveimur mönnum, sem nú man aila skóla- meistara hins norðlenska skóla í hundrað ár. Hann man því með vissum hætti heila öld, og um hann og jafnaldra hans má segja, að þeir hafi lifað sögu íslensku þjóðarinnar í 1100 ár, allt frá steinöld til atómaldar, frá því steináhöld voru notuð á hverju sveitaheimili: sleggjur, hamrar, kvarnir og brýni, og til hinna síð- ustu daga kjarnorkuógnarinnar. Steindór Steindórsson tengdist snemma Menntaskólanum á Ak- ureyri. Sjálfur er hann fæddur á hinum fornfræga stað Möðruvöll- um í Hörgárdal hinn 12. ágúst 1902. Þá um veturinn hafði orðið enn einn stórbruninn á Möðru- völlum, er skólahúsið frá 1880 brann til grunna og skólinn fluttist inn á Akureyri. Þar settist í skóla í annan bekk vorið 1920 Steindór Jónas Steindórsson að afloknu ársprófi í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Gagnfræðaprófi lauk Steindór vorið 1922 og settist þá í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1925. Næstu ár stundaði hann nám í náttúrufræðum við Kaup- mannahafnarháskóla, en haustið 1930 gerðist Steindór kennari við Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann starfaði 42 ár, síðustu 6 árin sem skólameistari. Steindór helgaði því Menntaskólanum á Akureyri alla starfsævi sína, og hefur hann raunar starfað einna lengst allra manna við skólann. Það er því ekki að undra, þótt hann hafi með sínum hætti sett svip sinn á skólann, og mörgum nemendum hans eru kennslu- stundir hans enn í fersku minni fyrir hressilegt tal og tæpitungu- laust. Steindór Steindórsson. 4 - DAGUR -12. ágúst 1982

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.