Dagur - 12.08.1982, Side 5
g brjálaðan
ann í Hrísalundi í Hrísey
Dæturnar tvær, Ráðhildur og Hjálmfríður, ásamt ráðskonunni Agnesi
Ingvarsdóttur.
tíðir og einnig hópur brúarsmiða
í Svarfaðardal. Ég held að
staðurinn hafi vakið nokkra at-
hygli við Eyjafjörðinn.“
„Hvað með framhaldið?“
„Ég veit nú ekki um það
ennþá. Þó er ég með hugmyndir
um að fá að stækka þetta og þá
Myndir: H.Sv.
að koma upp gistingu. Ég held
að það sé þörf fyrir bæði veit-
inga- og gistiaðstöðu hér allt
árið, en mér finnst að sveitarfé-
laginu komi þetta svolítið við.
Annars hefur þetta gengið
vonum framar, en það er hins
vegar ákaflega einfalt að snúa
lyklinum í skránni og hætta. Ég
á engar rætur hér í Hrísey, er
reyndar Strandamaður, en
maður getur alls staðar unað sér
ef maður vill svo við hafa. Eyja-
fjörður er álitlegur staður og hér
er friðsamt og gott að vera.“
Auðunn mátti ekki vera að
því að sinna okkur meira því
kostgangarar komu og fóru m.a.
bormenn frá Orkustofnun*. og
iðnaðarmenn frá Akureyri sem
vinna við húsbyggingar hafa
einnig fengið sitt fæði hjá
honum. Sér til aðstoðar hefur
Auðunn ráðskonu, Agnesi Ing-
varsdóttur, og þegar Dagsmenn
stöldruðu við í Hrísey voru dæt-
ur hans tvær, Hjálmfríður og
Ráðhildur, að hjálpa til við eld-
hússtörfin. H.Sv.
ídórsson
Steindór Steindórsson er ein-
stakur maður um marga hluti.
. Framganga hans og svipmót,
raddblær og hátterni minnir ekki
á aðra menn. Hann er nú með
sögufróðustu mönnum á landinu
i um liðna daga og horfna tíð, og
úm þjóðlegan fróðleik standa fáir
i honum framar. Ræðumaður og
mælskumaður er Steindór svo af
ber, og enn er hann hamhleypa til
verka. Ekki síst hefur Steindór
verið afkastamikill rithöfundur,
þýðari og útgefandi síðustu 10 ár,
eftir að hann fékk lausn frá erfiðu
skólameistarastarfi. Segirmérsvo
hugur um, að enginn Islendingur
hafi gefið út fleiri bækur þessi tíu
ár en Steindór frá Hlöðum. Þessi
ár hafa líka um flest verið honum
góð ár, að ég ætla. Hann hefur
fengið að njóta góðrar heilsu
sjálfur, hann hefur setið á friðar-
stóli og hann hefur fengið að
helga sig hugðarefnum sínu.
Steindór skólameistari Stein-
dórsson frá Hlöðum er fáum
líkur. Hann er skapríkur maður
og atkvæðamikill, þar sem hann
fer, og hann er mikið karlmenni.
Lengi hefur karlmennska verið
einn sterkasti þáttur í manngildis-
hugsjón íslendinga ásamt æðru-
leysi og hugdirfsku. Grímur skáld
á Bessastöðum lýsti sumum þátt-
um manngildishugsjónar fyrri tíð-
ar í kvæði sínu um Halldór
Snorrason. Þar segir:
Aldrei hryggur, aldrei glaður,
æðrulaus og jafnhugaður
stirður var og stíðlundaður
Snorrason og fátalaður.
Steindór Steindórsson er ekki
fátalaður maður, heldur glaður og
reifur, hress við veg og æðrulaus,
þótt hann haldi fornar dyggðir í
heiðri, eins og byrjar sögufróðum
manni. Nú á þessum merkisdegi
vil ég færa honum bestu árnaðar-
óskir mínar og þakkir frá gamla
skólanum okkar. Gott væri, að
margir yrðu Menntaskólanum á
Akureyri það, sem Steindór
skólameistari Steindórsson frá
Hlöðum hefur verið honum.
Tryggvi Gíslason.
Lyftingamenn
i Færeyjum
Dagana 1. og 2. ágúst héldu lyft-
ingamenn frá Akureyri, ásamt
aðstoðarmönnum, tvö sýningar-
mót í lyftingum og kraftlyfting-
um í Fimleikahöllinni í
Þórshöfn. Mót þessi átti upphaf-
lega að halda í tengslum við há-
tíðahöld á Ólafsvökunni en þar
sem þoka hamlaði flugi í fjóra
sólarhringa seinkaði mótunum
sem því nam.
Fyrri daginn var keppt í kraft-
lyftingum og lyftingum. Voru
hinir sjö keppendur flestir nokk-
uð frá sínum besta árangri þar
sem hin langa bið í Reykjavík
hafði raskað æfingaráætlun
þeirra eftir margra vikna þrot-
lausan undirbúning. Kári Elís-
son bætti þó eigið íslandsmet í
bekkpressu er hann lyfti 150,5
kg í 67,5 kg flokki. Þá náði Jó-
hannes Hjálmarsson mjög góð-
um árangri í hnébeygju þegar
hann lyfti 230 kg. Einnig náði
Gylfi Gíslason ágætum árangri
er hann snaraði 135 kg og jafn-
hattaði 170 kg.
Seinni daginn var haldið mót
með sýningarsniði og án dóm-
ara. Fengust því þær metþyngdir
sem lyft var ekki staðfestar.
Léku þá lyftingamenn á als oddi
óspart hvattir af stórkostlegum
áhorfendum. Garðar Gíslason,
sem orðið hafði að hætta keppni
daginn áður vegna eymsla í
baki, jafnhattaði 175,5 kgsem er
0,5 kg yfir gildandi íslandsmeti í
90 kg flokki og 5,5 kg meira en
hans besti árangur til þessa. Kári
Freyr og Flosi lyfta saman.
Elísson bætti árangur sinn frá
deginum áður er hann lyfti 151
kg í bekkpressu. Jóhannes
Hjálmarsson lyfti 280 kg í rétt-
stöðulyftu sem er 12,5 kg yfir
heimsmeti hans í öldungaflokki.
Þá vann Freyr Aðalsteinsson
það afrek að lyfta 192,5 kg í rétt-
stöðulyftu með annarri hendi.
Eftir því sem best er vitað mun
einungis Jón Páll Sigmarsson
hafa lyft meira með annarri
hendi en þess ber að geta að
hann keppir oftast í fl. 125 kg en
Freyr í 75 kg flokki. Sýningu
þessari lauk svo með því að
Freyr og Flosi Jónsson sýndu
tveggja manna réttstöðulyftu.
Ekki var unnt að hlaða stöngina
með meiru en 300 kg því 50 kg
lóð eru ekki í eigu lyftingafélags-
ins „Bragðið“ sem lánaði búnað
til mótsins. Gerðu þeir kappar
sér lítið fyrir og lyftu 300 kg
fimm sinnum í röð. Mun þetta í
fyrsta skipti sem lyftingamenn
sýna slíkar lyftur á móti.
Góð aðsókn var að mótum
þessum sem munu hafa verið hin
fyrstu í Færeyjum. Undirtektir
áhorfenda voru einstakar og
sagðist einn lyftingamannanna
aldrei hafa upplifað aðra eins
stemmningu og hafa þó keppt á
öllum Norðurlöndunum. Ekki
má gleyma þætti Akureyringsins
Eiríks Ingvarssonar tæknifræð-
ings og formanns íslendingafé-
lagsins. Lagði Eiríkur ómælda
vinnu í undirbúning, útvegun
tæk j a og húsnæðis o. fl., auk þess
sem hann var kynnir á mótun-
um. Mun Lyftingaráð Akureyr-
ar seint geta fullþakkað Eiríki
hans framlag.
Knattspyrna um helgina
Geysileg keppni er nú í 1. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu og
þegar liðin eiga eftir 4-6 leiki
geta þau öll sigrað í mótinu og
reyndar öll fallið líka.
Á laugardagsmorgoninn, ekki
mjög snemma var haldið á
golfveUinum á Jaðri golfmót
íþróttafréttaritara blaðanna,
sem hér á Akureyri eru. Ekki
gátu þó aUir mætt á þessum
tíma vegna anna. Alls mættu
fjórir. Þegar fara átti að slá á
fyrstu brautinni kom í Ijós að
enginn hafði haft með sér
golfkúlur, en þær fengust
keyptar í Golfskálanum og
kom það því ekki að sök.
Strax varð ljóst að um einvígi
yrði að ræða á milli íþrótta-
fréttaritara Tímans Gylfa Krist-
jánssonar og Moggans Reynis
Eiríkssonar, en þeir höfðu það
fram yfir aðra keppendur að þeir
náðu upphafshögginu nokkuð
góðu. Inni á grínunum voru
menn hins vegar nokkuð jafnir,
enda sumir æft pútt heima í stofu
að minnsta kosti þar til vatns-
glasið brotnaði sem slegið var í.
Um helgina verður heil
umferð. Akurnesingar fá Kefl-
víkinga í heimsókn, Valur og
ÍBV leika í Reykjavík, Breiða-
blik og Víkingur í Kópavogi,
Þegar áttundu braut lauk hafði
Reynir eitt högg á Gylfa, en
Gylfi sagðist vera eldri og reynd-
ari og myndi því taka hann á síð-
ustu holunum. Það stóð heima
að þegar Gylfi hafði púttað síð-
asta púttið af 10 cm færi og hitt,
hafði hann sigrað Reyni með
einu höggi, eða farið 9 holumar
á 52 höggum sem er frábær ár-
angur.
Reynir var í öðru sæti á 53
höggum sem einnig er mjög
gott, þar sem hann er lítt
keppnisvanur.
Guðmundur Svansson sem
hafði verið alla verslunarmanna-
helgina í æfingarbúðum í Ás-
byrgi hafnaði í þriðja sæti á 63
höggum, en það er nokkuð frá
hans besta. Áð lokum skal þess
getið að einnig var þarna kepp-
andi frá Degi. Var það hinn
snaggaralegi Olafur Ásgeirsson,
en höggafjöldi hans er ennþá í
tölvuvinnslu og verður gefinn
upp síðar.
Fram leikur gegn KR og KA fær
ísfirðinga í heimsókn. Verðursú
viðureign á Akureyrarvelli á
laugardag kl. 14. Staðan í deild-
inni er nú þessi:
Víkingur 12 5 6 1 20-14 16
ÍBV 12 6 2 4 15-11 14
KR 13 3 8 2 9-10 14
Valur 14 5 3 6 15-13 13
KA 14 4 5 5 12-13 13
Breiðablik 14 5 3 6 14-17 13
ÍBK 13 5 3 5 12-15 13
Fram 13 3 6 4 14-13 12
Akranes 13 4 4 5 14-15 12
ÍBÍ 14 4 4 6 19-23 12
2. deild
í 2. deildinni er einnig hörku-
keppni. Segja má að staða Þrótt-
ar Reykjavík sé orðin það góð
að liðið hljóti að fara upp í 1.
deild, en 6 lið geta náð hinu sæt-
inu. f augnablikinu eru það Þór,
FH og Reynir sem standa þar
best að vígi, og gætu línur skýrst
nokkuð um helgina. FH leikur
þá gegn Þrótti R. Þórsarar leika
á útivelli gegn Reyni, Völsungur
gegn Skallagrími, Þróttur N.
gegn Njarðvík og Fylkir gegn
Einherja. Staðan í 2. deild er nú
þessi:
Þróttur R.
Þór Ak.
Reynir S.
FH
Njarðvík
Völsungur
Einherji
Skallagr.
Þróttur
Stórkostleg
tilþrif að Jaðri
13 8 4 1 18-7 20
13 4 7 2 24-12 15
13 6 3 4 19-11 15
13 5 5 3 16-15 15
13 5 3 4 20-21 13
13 4 4 5 14-14 12
13 5 2 6 18-21 12
13 3 3 7 11-22 9
13 2 3 8 5-20 7
12. ágúst 1982 - DAGUR - 5