Dagur - 12.08.1982, Side 7

Dagur - 12.08.1982, Side 7
Svínin burt Rangárvöllum Vegna kvartana sem heilbrigð- isnefnd Akureyrarbæjar hefur borist um ólykt frá svínabúi búnaðarsambandsins á Rang- árvöllum hefur heilbrigðis- nefnd skorað á bæjarráð og bæjarstjórn Akureyrar að segja nú þegar upp stöðuleyfi fyrir starfseminni. Gert er ráð fyrir í þessari áskor- un heilbrigðisnefndar að stöðu- leyfið falli úr gildi 19. júlí 1984 og endurnýist ekki sjálfkrafa um tvö ár. Jafnframt ítrekar nefndin bókun frá 6. nóvember 1980, þar sem samþykkt var að beina því til bæjarráðs að athugað verði um kaup á húseignum á Rangárvöll- um, þannig að sú starfsemi sem þar er nú verði aflögð. Alex bókunar- kerfi í notkun Ferðaskrifstofa Akureyrar hef- ur nú verið tengd Alex bókun- arkerfi Flugleiða, og er þar með fyrsta ferðaskrifstofan utan Reykjavíkur sem tengist því. Þetta skapar mikið hagræði, r bæði fyrir starfsfólk ferðaskrif- stofunnar og ekki síður fyrir við- skiptavini hennar. Nú er hægt að panta beint frá ferðaskrifstofunni allar ferðir innan lands og utan og einnig hótel heima og erlendis auk bílaleigubíla svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Gísla Jónssonar for- stjóra Ferðaskrifstofu Akureyrar léttir þetta mjög og flýtir allri af- greiðslu og sagðist Gísli ekki vera í vafa um að viðskiptavinirnir ættu eftir að kunna vel að meta þetta. Suinarútsala Brúin hefur verið í niðurníslu undanfarin ár og er nú svo komið að stöpullinn öðru megin virðist vera að segja skilið við aðra hluta mannvirkisins. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að mikil slysahætta er þarna fyrir hendi, þarna fer mjólkurbíll um daglega og tekur mjólk af bæjun- um Hlíð og Hnjúk en auk þess eru þarna tveir aðrir bæir, Klængshóll og Kóngsstaðir. Að auki er um- ferð þeirra um þessa brú sem ætla inn í Sveinsstaðaafrétt en þar er t.d. skáli Ferðafélags Svarfdæla og Svarfaðardalshrepps. Full ástæða er til að vekja at- Utsölu okkar lýkur um helgina Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að gera góð kaup, bæði í sumar- og heilsársfatnaði. Kaupangi. sérverslun ® 24014 'með kvenfatnaó Opið á laugardögum frá kl. 10-12. Brúin er að hrynja Talið er að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær brúin yfir Þverá í Skíðadal sem gengur inn af Svarfaðardal austanverð- um, hrynur niður. hygli á þessari hættu og hvetja til þess að viðgerð á brúnni fari fam hið snarasta. Hjálpræðisherinn, Hvannavöll- um 10: í kvöld kl. 17.30 barna- samkoma. Kl. 20.30 hermanna- samkoma. Sunnudag 15. ágúst kl. 20.30 almenn samkoma. Þriðju- dag 17. ágúst kl. 15.00 síðdegis- stund fyrir eldra fólk (veitingar og happdrætti). Velkomin(n). Ffladelfía, Lundargötu 12: Fimmtudagur 12. ágúst biblíu- iestur kl. 20.30 með Jóhanni Páls- syni. Sunnudagur 15. ágúst vakn- ingarsamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelf- ía. Bridgefélag Akureyrar minnir á að spilað er að Strandgötu 19 b, öll þriðjudagskvöld kl. 20. Öilum er heimil þátttaka. mm AkureyrarprestakaU: Guðsþjón- usta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag, 15. ágústkl. 11 f.h. Sálmar: 6,175,188,330,44. Þ.H. Laugalandsprestakall: Messað verður að Grund sunnudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Sóknarprest- ur. Svalbarðskirkja: Guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 11 f.h. Sóknar- prestur. ARNAÐ HHLLA 1. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Kálfafellsstaðarkirkju Suðursveit,_ Hulda Sveinsdóttir og Gunnar Guðmundsson. Heimili þeirra er að Hjallalundi 17f Akur- eyri. 12.,ágúst 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.